Alþýðublaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 19. janúar 1978 SSaSuS” Nýhöfnin var þá mikill gleði- staður og von óreglu hjá þeim sem stundaði hana. Mér varð það fyrir að svara: „Nú? Ég átti þar heima i ein fimmtán eða sextán ár og enginn hefur minnst á það.” Þá sótti Krabbe sherry-flösku og sagðist vilja skála við mig vegna þess að nú væri löndum minum ekki lengur sama um mig. Cr þvi þeir segðu svona sögur. Nú en hvað um það, þessi Ussing, sem þarna gerði mér lifið leitt, hann var litið vinsæll og sumir kölluðu hann Usling (sem þýðir nánast vesalingur, likam- lega eða siðferðilega). Þegar ég kom svo heim og var eitt sinn að segja frá þessum Ussing, eða Usling, að mig minnir Páli Lindal, þá segir hann mér að hann hafi verið Islendingur i báð- ar ættir helv... maðurinn. ER það ekki stórkostlegt maður? Frændur frændum verstir. Mikið lært af iðnaðar- mönnum Á þessum tima, þegar ég var úti i Danmörku, þurfti ég að vinna á tveim stöðum, til að hafa i mig Dg á. Þá var ég aðstoðarmaður hjá prófessor Utzon-Frank frá átta til tólf á morgnana, átti siðan eftirmiðdaginn sjálfur, en var svo ! annarri vinnu frá átta til tólf að kvöldinu. Ég lærði heilmikið af vinnunni hjá prófessornum. Ekki af honum sjálfum, þvi hann rétt stakk inn nösunum stöku sinnum, heldur af þeim sém voru að vinna fyrir hann við suðuna og það allt sam- an. Maður lærði handtökin við þetta þar. Þau hafa komið sér vel siðan. Þetta getur verið gifurlega mikil vinna. Sjáið þiö til dæmis peningaseriuna, það er listpen- ingaseriuna fyrir norðurlöndin í ár. Það tók mig heilt ár að gera þá, þvi ég vann þá alla i fjörutiu sentimetra mót. Sumir .halda að listamaðurinn setjist bara niður og rissi eitthvað upp, sem aðrir vinna svo fyrir hann. Það er þó ekki svo, alls ekki. Næst á færeyski rithöfundurinn Heinesen að gera peninga. Hann teiknar og málar alveg meö ágæt- um. Ég lærði allmikið i teikningu i Iðnskólanum. Við höföum lika góðan og áhugasaman kennara, sem fór með okkur út og lét okkur teikna og ég veit að þessir iðnað- armenn sem voru með sýninguna um daginn, voru margir nemend- ur hans og það var hans áhugi sem smitaði þá. Annars var ég að læra húsa- málun og kláraði það. Vann við það hérna áður en ég fór út. Safn- aði mér saman einum tvö þúsund krónum i þvi, sem var mikill pen- ingur og með það fór ég út. Heppni — óheppni. Alltaf þarf nú heppnin að vera með manni lika strákar, ef hlut- irnir eiga að takast. Sjáið þið nú til. Þegar ég var á leiðinni út til Danmerkur, með minar tvö þúsund krónur i hörð- um gjaldeyri upp á vasann, þvi þá var islenzka krónan jöfn dönsku krónunni, þá var komið við i Leith, eins og gert var þá. Ég fór ,,Ég veit svo sem ekki hvað ég get sagt ykkur, strákar. Þaö er svo sem af ýmsu að taka. Ég hugsa að ég gæti skrifað góða ævisögu. Það bara má ég ekki, þvi ævisögur verða að vera bæði sannar og hreinskilnar og ég myndi þá koma svo illa við marga. Jafnvel koma af stað málum, sem ekki væru góð. Þótt frændur séu frændum verstir vil ég ekki verða til að reisa slikar deilur hér. Þaö er alveg rétt að frændur eru frændum verstir. Ég skal segja ykkur dæmi um það. Fyrir utan kvaddi hann okkur. Steinmyndirnar eru i eigu Lista- safns, en hafa ekki komist þangaöenn. Lengst til vinstri á myndinni má sjá eiturkuhbinn, sem fúavarnarefnið seitlar enn úr. ...Þótt ég fái nú sprautur við þessu, þá getur það orðift slæmt, maft- ur... ,.Ég kom hingað upp úr striðs- lokum. Þetta er góður staður. Hérna var Holdsveikraspitali, hérna rétt við, með eina sextiu sjúklinga. Þeir voru með net, að minnsta kosti einn, sem ég vissi að fékk sjóbirting og jafnvel lax hérna rétt undan. Lagði bara úr fjörunni. Seinna þegar ég sjálfur var að skaka þetta, mundi ég eftir honum, og viti menn, hérna rétt við fékk ég sjóbirting i netstubb. Hann gekk með flóðinu og sér- staklega i austanátt. Nú er þetta allt að breytast. Ég veiði ekki lengur sjóbirting hér. Mengunin er lika að veröa svo mikil. Sjáið þið bara steinmynd- irnar hérna fyrir utan. Núna sið- ustu ár eru þær að verða grænar. Það er út af mengun frá þessari áburðarverksmiðju. Eitrið þaðan liggur oft eins og drullugul-græn slæða yfir allt. Svo á þetta allt að breytast hérna. Hér er allt byggt i óleyfi. Liklega hefur enginn lóðarrétt- indi, nema þá helzt Færeyingur- inn hérna i næsta húsi. Hinum megin við mig er Vest- urleið með rútustöð. Þeir eru ekki skráðir i Reykjavik. Hafa allt saman á skrá i Dölunum og borga þvi ekkert hérna. Þeir eru með margar rútur. Ætli ég veröi ekki hérna fram úr. A undanþágu. Mér skilst það. Alla vega fer ég ekki ótilneyddur, þvi þetta er góður staöur”. Alþýðublaösmenn voru aö sjálfsögðu seztir við heita kaffi- bollana, sem voru vel þegnir i helv... kuldanum og Sigurjón lét móöann mása. Þegar ég var i Danmörku fyrir strið, var þar maður sem hét Ussing, sem sá um kaup á lista- verkum fyrir Karlsbergsjóðinn. Hann var ákaflega einþykkur og þver og það var sama hvað ég reyndi, hann keypti aldrei neitt af mér. Svo var aftur Jón Krabbe, sem reyndist mér mikill höfðingi. Alveg sérstakur maður. Hann greip inn i á öðrum vetri minum úti, þegar ég var orðinn peninga- laus ogstyrkti mig lengi eftir það. Ef ég ekki sótti til hans peninga, sendi hann mér þá. i þessa daga, þegar ég hitti hann, og sagði honum eitthvað af viðskiptum minum við U sing, voru viðbrögð hans við þvi alltaf þau að spyrja mig hvort ég þyrfti meiri pen- inga. Égveit að fleiri Islendingar nutu stórmennsku hans. Þegar ég mörgum árum siðar, eftir að ég var fluttur heim, dvaldist um tima i Höfn, við gerð styttunnaraf séra Friörik, kallaði Krabbe mig eitt sinn til sin. Þannig var að ég hafði selt veitingastað i Nýhöfninni styttu og samið um greiðslu i mat og drykk. Mat átti ég að fá tvisvar á dag i tvo mánuði og fjóra bjóra á dag. Þegar ég kem til Krabbe, segir hannvið mig : „ólafsson. Landar þinir segja að þú farir mikið i Nýhöfnina”. auðvitað I land og inn á veitinga- stað, þar sem ég pantaöi mér það sama og innfæddir voru með. Það var stórt glas af wisky og stórt glas af bjór með. Auðvitað rotað- ist ég af þessu, eins og skotinn. Ég veit ekki hvernig ég komst niður i skip aftur. Liklega hefur einhver Skotinn tekið mig að sér, ég getaö umlað Islandia eða Gullfoss, eða hvaða skip sem þetta var nú, og hann komið mér um borð. En þegar ég vaknaði, læddist að mér ljótur grunur og ég fór i vas- ann. Finn ég þá ekki þar alla pen- ingana mina, nema þá sem ég hafði keypt bjór og wisky fyrir. Svona var ég heppinn, að lenda á heiðarlegum manni, i stað þess að vera rændur og pindur. Svona er heppnin með manni. Annars er þetta endemis mis- skilningur, að listamenn og þeir sem starfa við listir séu yfirleitt óreglumenn. Þvert á móti. Et maður vill geta unnið að þessu verður regla að vera á. Það dugir ekki að vera timbraður. Þetta með óregluna er vitleysa. Svo dugðu þessir peningar mér fram á miðjan næsta vetur á eftir. Þá voru þeir búnir. Jón Engilberts var þá i Danmörku og hann var alltaf að fá hjá mér aura úr bankabókinni minni, af þess- um tvö þúsund krónum. Ég komst ekki að þvi fyrr en þegar ævisag- an hans kom út að hann hafði þá erft tólf þúsund og var miklu fjáð- ari en ég, þótt hann væri að reyna að sölsa út úr mér þessar krónur. Seinni veturinn lokaði ég bók- inni minni alveg fyrir honum, en þá bjargaði Krabbe mér um pen- inga. Svona er þetta nú. Nám og ástir. Ég veit ekki hvað segja skal um skólagönguna. Ég var i barna- skólanum á Eyrarbakka, hjá Aðalsteini, og tók þaðan burtfar- arpróf 1921. Varð efstur, með að- aleinkunn sjö og tuttugu, en hæst var gefið átta. Þannig stóð á þvi að ég var að gera mig til við tvær stelpur i skólanum, en ég var ást- fanginn af þeim báðum. Ég var ekki hár i loftinu og er raunar ekki i dag, en maður styttist þó alltaf með aldrinum, svo ég var einhvern timann svo sem fimm sentimetrum hærri. Þvi var ég að sperra mig með einkunum. Ég var með átta i öllu, nema stil, þar sem ég var meö þrjá. Það stafaði af þvi að stillinn átti að vera um sjóinn og flæðarmálið og þýðingu þess fyrir okkur. Ég skrifaði stil, sem auðvitað var fullur af villum, en var auk þess á þá leið að þótt ég gæti skrifað langan stil um þetta mál væri það til einskis þvi hann, það er Aðalsteinn, væri aðeins landkrabbi úr Þingeyjar- sýslum og væri þvi ekki dómbær i málinu. Aðalsteinn var stórmerkur maður. Hann virkaði róttækur i litlum stað eins og Eyrarbakka. En hann breytti mörgu. Hafði eina þrjá kennara og lét meir aö segja kenna okkur leikfimi og sund. Sundkennslan fór fram i sjónum. Hann tók siðar við kennslu erfiðra drengja hér, en það var hans sérfag. Ég veit þeir muna margir eftir honum enn og búa að kennslu hans alla ævi. Hann fór meir að segja til Færeyja með þá. Nú, seinna kom Aðalsteinn mér á Kennarskólann. Þar var ég það sem kallað er Hospitant, það er ég mátti fylgjast með i öllum tim- um og þurfti ekki að taka próf. Auövitað var ég þarna eins og grár köttur. Þarna voru margir mikilhæfir kennarar. Meðal ann- ars kenndi þá Ásgeir Asgeirsson, siðar forseti, teikningu þar. Til kennslu fimmtán ára Svo fór ég aökenna. Einn vetur, þá á sextánda ári og átti að kenna krökkum sem voru þrem árum yngri en ég landafræði. 1 fyrstu ætlaði að ganga brösótt. Krakkarnir héldu vist það væri veriö aö grinast með þau, þegar ég birtist. Einn strákanna i „Það að vc hausj hérns — Sigurjón Ó myndhöggvai myndari) læti mása vid lesc bladsins ,/Komið þið sælir... kom- ið þið sælir. Heimspressan bara mætt á staðinn. Þá er vist eins gott að gæta sin, hún er víst svo pólitísk. Svo segir Helgi Tómasson að minnsta kosti. En, gangið þið inn fyrir. Viljið þið kaffi? Konan er ekki við- látin, annars hefðuð þið fengið kökur lika, en ég drekk bara molakaffi. Viljið þið máske ofurlitið í staup? Ekki það? Ég ekki heldur. Má það ekki, þvi ég er á þessum belgjum og það fer ekki saman". Blaðamaður og Ijós- myndari Alþýðublaðs eru komnir út i Laugarnes, nánar tiltekið inn fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.