Alþýðublaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 3
3 SSffMiðvikudagur 25. janúar 1978. ísland tilnefnir Þrymskvidu og Völuspá — til tónlistarverðlauna Norðurlandaráds Tvö verk hafa verið tilnefnd af íslands hálfu til tónlistaverðlauna Norðurlandaráðs 1978. Eru það ÞRYMS- KVIÐA, ópera eftir Jón Ásgeirsson og VÖLU- SPA eftir Jón Þórarins- son, hafa bæði þessi verki verið flutt opin- berlega á tónleikum hér. Dómnefndin sem ákveður tón- listarverðlaunin kemur til fundar i Kaupmannahöfn 25. janúar n.k. Að fundinum loknum verður til- kynnt hver hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en þau eru nú 75 þús- und danskar krónur. Tónlistar- verðlaunin verða siðan afhent 19. febrúar i Ösló, á meðan 26. þing Norðurlandaráðssitur. Tónlistar- verðlaun Norðurlandaráðs eru veitt annað hvert ár. Lögð eru fram tvö verk frá hverju Norður- landa fyrir sig og er það dóm- nefnd skipuð tveimur mönnum frá hverju iandi sem ákveður út- nefningu verðlaunanna. Að is- lands hálfu eiga sæti i dómnefnd- inni Árni Kristjánsson, fv. tón- listarstjóri, Páll Kr. Pálsson, orgelleikari og til vara Ragnar Björnsson, orgelleikari. —KIE Hugmyndir um kaup nýrra strandferðaskipa frá Noregi: H ræðsli ibandalag íhaldsþingmarma | á Reykjí anesi? — Matthías f jármálarádherra sagdur óttast um sæti sitt Kosningabaráttan innan Sjálfstæðisflokks- ins, fyrir prófkjör hans i Reykjaneskjördæmi, sem haldið verður dagana fjórða og fimmta febrúar næstkomandi, stendur nú sem hæst og fregnir herma að ákafur glimuskjálfti færist þar um suma, jafn innileg skelfingarriða um aðra. Hafa borizt fréttir af þvi að þingmenn Sjálfstæðisflokksins i kjördæminu, þeir Matthias Mathiesen, fjármálaráðherra, Oddur ólafsson og Ólafur G. Einarsson, hafi undanfarna daga orðið óvissunni að bráð og myndað með sér hræðslubanda- lag, svipað þvi sem nokkrir framsóknarmenn gerðu fyrir sinar prófkosningar i Reykja- vik. Munu þingmennirnir, i það minnsta sumir þeirra óttast mjög um sæti sitt. Einkum Matthias fjármálaráðherra, sem telur að framboði Arna Grétars Finnssonar sé beint gagngert sér til höfuðs. Hefur þeirri skoðun ráðherrans ekki verið mótmælt, enda Arni tal- inn liklegur til þess að stefna á fyrsta sæti listans og báðir kom- ast þeir þar ekki fyrir. A það má minna að i hræðslu- bandalagi Framsóknarmann- anna sveikst ráðherrann, sá er þar var i sveit, ofurlitið undan merkjum, með þeim afleiðing- um að einn reyndasti þingmað- ur Framsóknarmadömunnar féll niður fyrir öll örugg sæti (sem raunar eru ekki mörg á þeim bæ). Vonandi verður það ekki reynsla þátttakenda i Reykjaness-hræðslubandalagi sjálfstæðisþingmannanna að einhver þeirra merjist undir, þunga sins ráðherra. —hv Ekki rétt að banda- lag sé fyrir hendi „Það er ekki rétt, að við höf- um myndað með okkur eitthvert kosningabandalag. Ég hef verið spurður aö þessu áður og get gefið ykkur sama svar og öðr- um. Það er alls ekki um neitt kosningabandalag að ræða með okkur þingmönnunum, sem nú gefumkost á okkur að nýju. Hins vegar höfum við átt mjög ánægjulegt samstarf hér i þing- inu. Við höfum unniö saman að mörgum málefnum f þágu kjör- dæmis okkar og einstakra aðila innan kjördæmisins og höfum meir að segja skipt svolitið með okkur verkum i þvi tilliti. Við værum þvl ósamkvæmir sjálf- um okkur, eftir þetta góöa sam- starf, ef við færum að óska sér- staklega eftir einhverjum öðr- um til að vinna með, en þeim sem góð samvinna hefur skap- ast á milli, sagði Ólafur G. Ein- arsson, alþingismaður, þegar Alþýðublaðið innti hann eftir hræðslubandalagi þvi sem hann er sagður hafa myndaö ásamt þeim Matthiasi og Oddi. „Éger ekkertað sækjast eftir öðru en að halda minu sæti, sagði Ólafur ennfremur, þannig að ég er ekkert að troða kolleg- um minum neitt um tær. 1 þessu er hver maður aö berjast fyrir sig og svo er um okkur, sem stefnum, að ég hygg, allir að þvi að halda okkar sætum. „Annars verðég að segja þaö, sagði Ólafur aö lokum, að ef ekki er hægt aö starfa i þessu meö sæmilega heiðarlegum hætti, án þess að það sé kallað kosningabandalag, þá finnst mér litið til um”. Yfirlitsfeikningar liggja þegar fyrir — myndu gjörbreyta allri aðstöðu útgerðarinnar Forstjóri og stjórn Skipaútgerðar rikisins hafa að undanförnu haft til athugunar teikningar af nýjum norskum stra ndverðaskipum, sem afhent verða norsk- um eigendum á næstu mánuðum. Er athugun þessi gerð i þvi skyni að reyna að finna hentug strandferðaskip fyrir Skipaútgerðina, en sam- kvæmt úttekt á rekstri fyrirtækisins kemur frám, að Hekla og Esja séu að mörgu leyti óhentug og standi það i vegi fyrir þvi að bæta verulega þjónustu Skipaútgerðarinnar, eins og fyrirhugað er. Norsku skipin eru 20 metrum styttri en Hekla og Esja, en hafa engu að siður sama lestarrými og islenzku skipin. Þá hafa norsku skipin bæðiskutop, fyrir lestun og losun, á hjólum og hliðarop fyrir lestun méð lyfturum. Auk þess eru venjuleg lestarop og lyfti- krani með 28 tonna lyftigetu. Ekkert farþegarými er i skipun- um, en i áhöfn eru 6 menn. Skipin kosta nýsmiðuð 400 milljónir isl. króna. Til athugunar er hvort skip sem eru 8 m lengri myndu henta betur islenzkum aðstæðum, að þvi er segir i nýlegri „áætlun um uppbyggingu strandferða- þjónustunnar”, sem gerð var á vegum Skipaútgeröar rikisins. Enp fremur kemur fram, að til greina kemur að hafa i skipunum „laust farþegarými”, þannig aö farþegaklefar yrðu eins konar gámar sem unnt yröi að hafa i skipunum á sumrin og fækka á haustin tilþessað auka vörurým- ið. Sllkir klefar eru til i ferjum erlendis og geta verið jafn vist- legir og venjulegir klefar, og bún- ir öllum þægindum. Þá er einnig opinn sá möguleiki að hafa litiö farþegarýmii fyrstu, en auka það siðan ef þörf krefur. Styrking fyrir siglingu i ís Þá er ljóst að þarf að gera skip- in betur úr garði vegna stjórn- svörunar, s.s. öflugri bógskrúfu en Hekla og Esja hafa og einnig fu 11 komnaristjórnbúnaöað aftan. Skipin þurfa styrkingu vegna siglinga I is og athuga þarf hvort útbúa eigi skipin svonefndum veltitönkum, sem hafa það hlut- verk að draga úr veltingi. Fyrirtækiö sem hannaði norsku skipin hefur boðizt til að gera til- lögur um ný strandferðaskip fyrir Skipaútgerðina og hafa ofan- greind atriöi til hliðsjónar. Tillög- urnar eru gerðar án nokkurra skuldbindinga af hálfu Skipaút- gerðarinnar og fyrstu yfirlits- teikningarnar hafa þegar borizt. Varðandi nýja flutningamögu- leika, með tilkomu strandferöa- skipa af þeirri tegund sem hér um ræðir, er það aö segja, að þeim mun fjölga verulega. Hugmyndir eru uppi um nýtt fyrirkomiúag á sementsflutningum, þannig að sekkjað sement yrði flutt I opnum vögnum, en ósekkjað sement hvertsem er á landinu, til mikils hagræðis fyrir steypustöövar. Segir I skýrslunni aö þaö mundi henta Skipaútgerðinni vel að ann- ast sementsflutninga, þar sem flutningsmagn sé jafnan minna á sumrin en veturna og flutninga- þjónusta Skipaútgerðarinnar ætti að verða betri en Sementsverk- smiðjunnar sjálfrar, þar sem ferðatimi yrði miklu meiri hjá Skipaútgerðinni. „Einnig er æski- legt að svo mikið flutningamagn sem sementið er, og rikið hefur sjálftumráð yfir, sé notaö til þess aðtreysta áætlunarkerfi i strand- feröum 1 landinu”, segir i skýrsl- unni. Aö lokum segir, að vörumeö- ferö öll myndi stórbatna með til- komustrandferðaskipa af þessari gerö og nýir möguleikar opnast varðandi flutninga, t.d. væri unnt að ferja flutningabila milli lands- hluta. Esja, annað af þeim skipum átgeröarinnar sem fyrirhugaö er aö selja. Myndin er tekin á Akureyri rétt eftir aö skipiö var sjósett. ||| Viðskiptafræðingar — Verkfræðingar Okkur vantar tvo starfsmenn: 1. Viðskiptafræðing, eða -nema langt kominn i námi, til hagræðingarstarfa. 2. Verkfræðing/viðskiptafræðing með þekkingu á tölvukerfum og -vinnslu. Upplýsingar, sem greini frá menntun og fyrri störfum, skulu hafa borizt Hagsýslu- skrifstofu Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, Reykjavik, fyrir 5. febrúar n.k.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.