Alþýðublaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. janúar 1978. 7 Margrét R. Halldórsdóttir og Sigriöur Einarsdóttir. A myndina vantar þær Guörúnu Sigurðardóttur og Þóru Jónsdóttur. — Gestir þökkuöu þessum heið- urskonum mikið og gott starf i þágu félagsins' og flokksins meö löngu lófa- kiappi. Alþýduflokksins í Reykjavík baráttu- heiðradar fyrir sögu félagsins. Bene- dikt Gröndal flutti ávarp, svo og Sigurður Guðmunds- son. Þá töluðu f ulltrúar utan af landi/ Magnús Jónsson, óperusöngvari, kom í heim- sókn, Soffia Ingvarsdóttir, fyrrum formaður félagsins, flutti nokkur hvatningarorð og allir gestir tóku þátt í fjöldasöng, þar sem sungin voru lög við nýja texta eftir Hörð Zóphaníasson. Kristín Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélagsins, sleit síðan hóf inu með ræðu. — Það var samdóma álit allra gesta, að þessi hátið hefði tekizt sérstaklega vel. Hér á siðunni eru birtar nokkrar myndir frá sam- komunni. — Helga Möller tók saman og flutti ágrip af sögu Kvenfélagsins I 40 ár. ■ v /• \ 1 ''tj i f ■ m á ,^mmm Asthildur óiafsdóttir, formaður Kvenfélags Alþýöuflokksins i Hafnarfirði, flutti ávarp og færöi afmælisbarninu góöa gjöf. Hlfn Danielsdóttir, formaöur Kvenfélags Alþýðuflokksins i Ar- nessýsiu talaði fyrir hönd yngsta kvenfélagsins. Guðrún Helga Jónsdóttir, for- maður Kvenfélags Alþýöuflokks- ins i Kópavogi og Garðahreppi, flutti kveðjur. Almennur söngur var stór þáttur I skemmtun kvöldsins. Þessar fimm konur sáu um aö fáir færu útaf laginu. Þær eru (frá vinstri) Helga Einarsdóttir, Sonja Berg, Hlin Danfelsdóttir, Rannveig Edda Hálfdánardóttir og Svala ívarsdóttir. Kristin Guðmundsdóttir, formaö- ur félagsins, þurfti oft aö koma I ræöustól til aö þakka góöar gjafir og kveðjur. Hin mikla baráttukona og heiðursfélagi Kvenfélagsins, Soffia Ing- varsdóttir, sem var formaður félagsins um langt árabil, minntist fyrri daga og flutti hvatningarorö. Rannveig Edda Háifdánardóttir, • formaður Kvenfélagsins á Akra- nesi, flutti kveöjur þaöan. Vaknaðu kona Vaknaðu kona, veröldin hlær, verkefnin kalla og standa þér nær. Hristu- af þér drungann, hugsun er klár, Þótt hafir þú blundað i mörg hundruð ár. Þú fleira mátt passa en börn þin og bú og börnin þin eiga fleiri enþú. Afkvæmin lika eiga þann rétt að orðmyndin pabbi, sé meira en frétt. Faðir og móðir, já fjölskyldan öll fáist við störfin i koti sem höll. Jafnræöið gildi i lifi og leik, lifsgleðin riki og hvergi sé smeik. Þá má sjá margan pabbann við pott, pabba að sauma, pabba við þvott, syni og dætur saman við störf i samvinnu ljúka þau verkunum djörf. Framtiðarrikið er fagurt að sjá, i fjarlægð það biður, ég þangað vil ná Og kæri minn reyndu að komast af stað ef kraftinn ei vantar, þá höfum við það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.