Alþýðublaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 5
SSS5" Laugardagur 28. janúar 1978. 5 Aðsetur björgunarsveita til sýnis á morgun Kvennadeildin í Reykjavlk afhenti 2.6 milljónir á afmælinu og Lionsklúbburinn Freyr, glæsilegan björgunarbát „Afmælisins verður minnst með vinnu, en ekki veizluhöldum,” sagði Gunnar Friðriks- son, forseti SVFÍ á blaðamannafundinum i húsi félagsins við Grandagarð á miðvikudaginn, og á morgun verður starfsemin kynnt með þvi móti að hafa opnar björgunarstöðvar félags- ins, og verður lögð áhersla á að fá skólafólk til að koma þar. í tilefni afmælisins er ennfremur ráðgerð út- gáfa frimerkis. Endurprentaðar verða 41 ár- bók félagsins, en bækurnar komu i fyrstu út ár- lega, (sú fyrsta strax 1928) þá lengi annað hvert ár, en nú aftur árlega. Mót slysavarnafólks i lok april Gunnar sagði að i lok april væri ráðgert að slysavarnafólk af öllu landinu kæmi saman til móts i til- efni afmælisins, verður þar rætt og lögð á ráðin um næstu stór- verkefni, en ennfremur verður hér um hátiðarfund að ræða. Þá er ætlað að tilbúin verði til sýningar kvikmynd um starf félagsins. Fulltrúar Lionsklúbbsins Freys, afhenda Jóhannesi Briem, formanni björgunarsveitarinnar Ingólfs, iykilinn að björgunarbátnum. Gúmbjörgunarbáiurinn, sem i^ionsKiuonurinn r reyr gai Djorgunarsveitinni íngom. tsaiunnn er hraðskreiður og sérstaklega styrktur. Fjárhagsgrundvöllur félagsins Slysavarnafélag Islands hefur frá fyrstu tíð notið stuðnings frá rikinu og gefa upphæðir þess styrks að vonum mynd af verð- bólguþróuninni. Fyrsti styrkurinn 1928 var t.d. 10 þús. kr., 300 þús. 1960, 2.5 millj. 1964 og 24.8 millj. 1977. Meginstofn alls fjár sen félagið hefur verið rekið fyrir og haft með höndum, hefur þó aflast Hulda Viktorsdóttir, formaður kvennadeildarinnar I Reykjavlk og samstjórnarkonur hennar, færðu féiaginu uppblásnar spelkur að gjöf. Með þeim á myndinni er Gunnar Friðriksson, formaður SVFl. með söfnunarstarfi, sem eldhug- ar i félagsdeildum hafa innt af hendi. Hefur söfnunarféð ætíð numið hærri upphæð en hinn opin- beri styrkur og sýnir sú stað- reynd um leið hug almennings til þessa starfs. Veglegar gjafir kvenna- deildarinnar i Reykja- vik og Lionsklúbbsins Freys A fundinum sl. miðvikudag hafði kvennadeildin i Reykjavik nýlega afhent félaginu 2.6 milljónir króna,en hún hefur_alla tiö innt mikið og gott starf af hendi til eflingar félaginu. Af - hendir kvennadeildin jafnan 2/3 af þvi sem hún safnar félaginu, en 1/3 ver hún skv. eigin ákvörð- un. Það var af þeim hluta fjár sins, sem deildin hafði fest kaup á á 24uppblásnum spelkum, til nota i neyðartilfellum, sem dreift verður samkvæmt nánari ákvörðun, til félagsdeilda úti um land. Lionsklúbburinn Freyr afhenti á fundinum glæsilegan gúm- björgunarbát, vélknúinn, sem blaðinu er kunnugt um að mun kosta minnst 1.2 milljónir og veitti Jóhannes Briem, formaður björgunarsveitarinnar Ingólfs bátnum viðtöku og fór að þvi loknu nokkrum orðum um starf björgunardeildarinnar. Útköll 15—20 á ári Jóhannes Briem sagði að bát- urinn kæmi sveitinni afar vel, en gamall bátur, sem hún átti væri mjög úr sér genginn. Ekki sist yrði sér þá hugsað til þeirrar hættu sem sýnt er að aukinni skemmtibátaeign á Reykjavikur- svæðinu er samfara. útköll sveitarinnar sagði hann nú 15 — 20 á ári og stæðu mörg dögum saman, og minntist Jóhannes ým- issa erfiðustu útkalla i þvi sam- bandi, svo sem flugvéíaleita o.fl. Sveitin hefur nú aðstöðu i húsi Slysavarnafélagsins i Gróubúð og á auk gúmbjörgunarbátanna Gisla J. Johnsen, sem nú er i við- gerð, en hann er orðinn nokkuð gamall og þarfnast endurbóta. Þjálfunarstarf er mikið og m.a. hefur sveitin jafnan tiltæka 6 — 10 froskmenn og varamenn i þvi liði. Sveitin þjálfar menn sina i sjúkrabilum og annast kennslu sjómannaskólanemenda i ýmissi skyndihjálp. Ennfremur taka þeir virkan þátt i söfnunarstarf- inu fyrir félagið. Útköll færast nær Jóhannes sagði að útköll færð- ust nær borginni eftir þvi sem byggð færðist ofar og leit i ná- grenni borgarinnar yrði æ al- gengari, þótt oftast væru þau út- köll minni háttar. Oft væri lika um að ræða aðstoð i ófærð, þegar veður gerast verst. AM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.