Alþýðublaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 8. febrúar 1978 ssssr alþýðu* Útgefandi: Alþyöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, sími 81866. Kvöldsfmi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverð 1500 krónur á mánuöi og 80 krónur I lausasöiu. Launþegahreyfingin og landsstjórnin Það hef ur kostað mikla baráttu og tekið langan tíma að koma íslenzkum launþegum i skilning um nauðsyn áhrifa þeirra á landsstjórnina. Því fer f jarri að þeirri baráttu sé ennþá lokið. Sökin liggur að verulegu leyti hjá launþegum sjálfum og í skorti á s'téttarvitund. Verkalýðshreyf ingin hefur um áratuga skeið háð innbyrðis baráttu. Hún hefur oftar en ekki snúist um einstaklinga. Hún hefur snúist um öfgafullar stefnur, sem af og til hafa skotið upp kollinum. Þar hefur kommúnistum bezt tekist að fæla launþega frá fylgi við verkalýðshreyf- inguna. íhaldsöflin í landinu hafa átt auðveldan leik við að tvístra launþega- öflunum. Þau hafa stimplað alla sósíalista með orðinu kommúnisti. Þau hafa enga markalínu dregið á milli lýðræðis- sinnaðra sósíalista og kommúnista. Þó er óbrúanlegt bil á milli þessara tveggja hópa. Með þessum aðferðum hefur íhaldinu til skamms tíma tekist, að gera alla þá menn að kommúnistum, sem ná- lægt verkalýðsbaráttu hafa komið. Það verður því aldrei of of t endurtekið, að barátta lýðræðissinnaðra sósial- ista, jaf naðarmanna, beinist ekki eingöngu gegn auðvaldinu, heldur er auðvaldið og kommún- isminn lagt að jöfnu sem höfuðóvinir hvers þjóð- félags. Aðalverkefni lýð- ræðissinnaðra jafnaðar- manna er að efla stéttar- vitund launþega, hvort sem þeir klæðast sjó- stakki, kakifötum eða hvítri skyrtu. Rauði þráðurinn i þeirri þjóðfélagsbaráttu, sem nú fer fram á vinstri væng íslenzkra stjórn- mála, er að sameina alla launþega í einum flokki, — flokki, sem virðir leik- reglur lýðræðisins, lands- lög og þingræði, — f lokki, sem hafnar forsjá kommúnista. — Sjaldan hefur skilningur fólks á nauðsyn eflingar laun- þegasamtakanna og áhrifa þeirra verið meiri en einmitt nú. Opinberir starfsmenn munu seint gleyma af- stöðu Sjálfstæðisf lokks- ins og Framsóknar- flokksinstil kjarabaráttu þeirra. Og aldrei hefur það orðið jafn Ijóst og nú, að ríkisstjórn, sem ekki nýtur stuðnings laun- þegahreyf ingarinnar, getur ekki stjórnað svo nokkurt vit sé í. Þetta er ekki sagt núverandi ríkis- stjórn til hnjóðs. Þetta eru blákaldar staðreynd- ir, sem allir verða að taka tillit til. Núverandi ríkisstjórn státar af því, að kaup- máttur launa hafi sjaldan verið meiri en á síðasta ári. Þá lítur hún á hæstu tinda línurits kaupmátt- ar. Þau línuriteru fljót að breytast og á þeim hafa þegar orðið miklar breyt- ingar. Það er heldur eng- in ástæða til að hrópa húrra fyrir þessari kaup- máttaraukningu í ein- hverju bezta viðskiptaár- ferði, sem þessi þjóð hef- ur lifað. Svo er líka hægt að sýna fram á bættan viðskiptajöfnuð með því að taka nógu mikið af er- lendum lánum. En um leið og kreppir að er byrjað að skerða kjör launþeganna. Ríkis- stjórnin segist hafa full- trúa launþegahreyfing- anna með í ráðum. Það er tóm sýndarmennska. Ekkert tillit er tekið til tillagna þeirra né mót- mæla. Núverandi rikis- stjórn mun fara sínu fram. Áhrif launþega á úrbætur i efnahagsmál- um verða engin. Þeir hafa ekki áhrif á lands- stjórnina og hún tekur ekki tillit til þeirra. Launþegar! Þetta verður að breytast! —AG — UR VMSUM ÁTTUM A Akureyri f dentíð Nokkuð skemmtilegur greinaflokkur hefur hafiö göngu sina i hinu þjóðlega heimilisriti „Heima er bezt” sem gefið er út á Akureyri. Eirikur Eiriksson, höfundur greinaflokksins, getur þess i formála að kveikjan að honum sé bréf Bjarna ritstjóra Jóns- sonar, eldri, til Eggerts Briem sýslumanns. Bréf þetta er skrif- að út af sérstaklega persónu- legu málefni. Eirikur getur þess að hann hafi tekið þann kostinn að tengja bréf þetta viö frásögn af mannlifi á Akureyri og i ná- grenni á nitjándu öld, i sam- hengi við sögu landsins þar sem það á við meö viöaukum og stórum útúrdúrum. Fyrsti hluti greinaflokksins er ágætur aflestrar og gefur fyrirheit um að flokkurinn muni gefa nokkuð skemmtilega mynd af lifinu sem lifað var á henni Akureyri i þá tið. Er þá bæði getið þess sem gott var og þótti siðsamlegt og einnig hins, sem náttúran bauð mönnum og þótti ef til vill ekki eins gott af- spurnar. Gráa skýrslan Hafrannsóknarstofnun hefur nú sent sjávarútvegsráðherra árlega skýrslu sina um ástand nytjafiska á Islandsmiðum og aflahorfur á árinu. Þegar þessar linur eru ritaðar hefur ekki verið látið uppiskátt um innihald nefndrar skýrslu, en vist er beðið með talsverðri eftirvæntingu eftir boðskap fiskifræðinganna. öljósar fregnir fengu landsmenn þó af skýrslunni i gærmorgun og voru þær hafðar eftir sjávarútvegs- ráðherra Matthiasi Bjarnasyni i einu morgunblaðanna. En Matt- hias sagði er hann var spuröur hvort skýrslan væri beint fram- haldafSvörtu skýrslunni: „Hún er ekki lengur svört, hún er grá.” Verður nú hver og einn að glima við þann vanda aö ráða fram úr orðum ráðherrans og vist er að ekki verður minningin um viðtökur þær sem Svarta skýrslan svonefnda fékk á sinum tima hjá ráðherr;mum til að auðvelda þá þraut. latthías Bjarnason um skýrslu Hafrannsókn- arstofnunar: LHún er ekki lengur svört, hún er grá '11 MATTHlAS Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, sagðist ekkert vilja segja um skýrslu Hafrann- sóknarstofnunarinnar um ástand nytjafiska á íslands- miðum og aflahorfur 1978, þegar Morgunblaðið spurði hann um skýrsluna í gær. En þegar blaðamaðurinn spurði: „Er þetta framhald af Svörtu skýrslunni?" svaraði ráðherrann: „Hún er ekki lengur svört, hún er grá.“ Eiríkur Eiríksson Þessi mynd er notuð sem einkennismynd þáttanna i „Heima er bezt”, hún er gerð eftir eftirprentun af málverki eftir óþekktan danskan máiara. Myndin cr máluð á Akureyri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.