Alþýðublaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 9
2K2T Miðvikudagur 8. febrúar 1978 9 FlokksstarlM Prófkjör vegna bæjafstjórnarkosninga á Akureyri Prófkjör um skipan 4 efstu sæta á lista Al- þýðuflokksins til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri 1978 fer fram laugardaginn 11. febrúar og sunnudaginn 12. febrúar næstkom- andi. Kjörfundurver.ður frá kl. 14.00 til 19.00 báða dagana. Kjörstaður verður Gránufélagsgata 4 (J.M.J. húsið). Atkvæðisrétt hafa allir búsettir Akureyringar 18 ára og eldri, sem ekki eru f lokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst mánu- daginn 6. febrúar og lýkur föstudaginn 10. febrúar. Fer hún fram að Strandgötu 9, skrif- stofu Alþýðuflokksins, kl. 17.00 til 19.00 dag hvern. Frambjóðendur til prófkjörsins eru: Freyr Öfeigsson, Birkilundi 5,í 1. sæti, Bárður Hall- dórsson, Löngumýri 32, í 1. og 2. sæti, Þorvaldur Jónsson, Grenivöllum 18, í 2. sæti, Magnús Aðalbjörnsson, Akurgerði 7 d, i 2. og 3. sæti, Sævar Frímannsson, Grenivöllum 22, í 3. sæti, Ingvar G. Ingvarsson, Dalsgerði 2a í 4. sætþ Pétur Torfason, Sólvöllum 19, í 4. sæti. Kjósandi merki með krossi við nafn þess frambjóðanda, sem hann velur í hvert sæti. Eigi má á sama kjörseðli kjósa sama mann nema í eitt sæti, þótt hann bjóði sig fram til f leiri sæta. Eigi má kjósa aðra en þá, sem eru í framboði. Kjósa ber í öll 4 sætin. Akureyri 23/1 1978 Stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri isafjörður Prófkjör á vegum Alþýðuflokksfélags (sa- fjarðar vegna bæjarstjórnarkosninga í ísa- f jarðarkaupstað 1978. 1) Prófkjör fyrir væntanlegar bæjarstjórnar- kosningar fer fram sunnudaginn 26. febrúar n.k. 2) Framboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 14. febrúar. 3) Kosið verður um 1. 2. og 3. sæti framboðs- listans. 4) Kjörgengi til framboðs i prófkjörið hefur hver sá sem fullnægir kjörgengisákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórnar og hefur auk þess meðmæli minnst 10 flokks- félaga. 5) Framboðum ber að skila til formanns félagsins eða annarra stjórnarmanna. 6) Niðurstöður próf kjörs eru bindandi hl jóti sá frambjóðandi sem kjörinn er minnst 20 af hundraði af kjörfylgi Alþýðuflokksins við síðustu sambærilegar kosningar eða hafi aðeins eitt framboð borist. 7) öllum, sem orðnir eru 18 ára á kjördegi, eiga lögheimili í sveitarfélaginu og ekki eru f lokksbundnir í öðrum stjórnmálaf lokkum er heimil þátttaka i prófkjörinu. 8) Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram dagana 19, —25. febr. að báðum dögum meðtöldum. Þeir, sem taka vilja þátt í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu hafi sam- band við Karitas Pálsdóttur, Hjallavegi 5. i stjórn Alþýöuflokksfélags isafjaröar Gestur Halldórsson formaður Jens Hjörleifsson Sigurður J. Jóhannsson Karitas Pálsdóttir Snorri Hermannsson Húsavik: Prófkjör Alþýðuflokksfélags Húsavikur vegna bæjarstjórnarkosninga 1978. Ákveðið hefur verið að viðhafa prófkjör um skipan 4 efstu sæta á væntanlegum f ramboðs- lista. Kjörgengi til framboðs í prófkjöri hefur hver sá er fullnægir kjörgengisákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna, og hefur auk þess meðmæli minnst 19 flokksbundinna Al- þýðuf lokksmanna. Framboð þurfa að berast eigi siðar en 20. febrúar næst komandi til formanns kjör- nefndar, Guðmundar Hákonarsonar, Sólvöll- um 7, Húsavik. Alþýðuflokksfolk Akureyri Munið opið hús kl. 18-19 á mánudögum í Strandgötu 9. Stjórnin Sven Johan Nillius, dósent I uppsölum meö hiö nýja vopn gegn ófrjósemi. i fijótu bragöi sýnist þaö ekki ýkja frábrugöið venjulegu nef-úðunartæki, sem notaö er gegn öndunarsjúkdómum. Ný adferd til ad lækna ófrjósemi Góð von fyrir þær, er ekki geta átt börn Góðar horfur eru nú á, að hægt sé að lækna ófrjó- semi með nýstárlegri hor- mónagjöf. Við hana er venjulegur úðunarbrúsi notaður og er hormóna- skammtinum sprautað upp i nefgöngin. Þessi meðhöndlun hefur verið margreynd á Aka- demiska sjúkrahúsinu í Uppsölum, og með hjálp hennar hafa margar konur orðið vanfærar. Meðal þeirra er ein, sem hafði um langt skeið verið undir læknishendi og gengið í gegnum margar aðgerðir og ýmis konar lyfjameð- ferð — en án árangurs. Þessi nýja meðhöndlun, eða úð- unar-aðferðin, eins og hún er oft- ast kölluð er enn á tilraunastig- inu. Er reiknað með að þegar á næsta ári verði farið að beita henni i verulegum mæli. Þær kon- ur sem vilja reyna hana, þurfa ekki að leggjast inn á sjúkrahús né ganga reglulega til læknis, þvi þær geta einfaldlega framkvæmt hormónagjöfina sjálfar. Einföld og hættulaus. Þessi nýja aðferð er bæði ein- föld og hættulaus segir Svend Jo- han Nilius dósent i Uppsölum. Likaminn hefur fullkomið varn- arkerfi sem kemur i veg fyrir skaða af völdum of stórrar inn- töku. Þegar gömlu aðferðinni var beitt, þ.e. að sprauta viðkomandi á 8 stunda fresti i 1/2 — 1 mánuð, var mikil hætta á of mikilli inn- gjöf. Kom hún m.a. fram á þann hátt, að ef aðferðin heppnaðist, fæddu konurnar tvö, þrjú, fjögur eða jafnvel enn fleiri börn. Gervihormón. Sú hugmynd að nota úðunar- brúsa við inngjöfina vaknaði þeg- ar farið var að framleiða gervi- hormón, sem svarar til heilahor- móns, sem hefur reynzt áhrifa- rikur i meðhöndlun á ófrjóum konum. Gervihormónin eru mjög virk og þau geta gengiö út i lik- amann i gegnum slimhúð i nefi. Fram til þessa hafa ekki komið fram neinar aukaverkanir. „Gömlu” aðferðirnar verða ekki lagðar til hliðar, þótt þessi nýja hafi gefið svo góða raun. Ýmsar orsakir geta legið til þess að einstaklingar geta ekki notað nef-úðunartæki og þá getur verið gott að hafa gömlu aðferðirnar einnig i takinu. Þessi aðferð er talin vera sér- lega áhrifarfk, ef ófrjósemin staf- a: af erfiðleikum með eggjalosun eði þá af þvi að mánaðarblæðing- amar láta á sér standa. Sérstak- lega á þetta við ef blæðingar hafa fallið niður vegna of strangrar megrunar. Er talinn möguleiki á að hor- mór.ainngjafir með úðunarbrús- um geti i i'ramtiðinni komið i stað p-pillunnar. Rannsóknir á þeim hluta málsins eru þó ekki eins vel á veg komnai og ófrjósemisrann- sóknirnar, en hafa þó þegar gefið jákvæðar niðurstöður. Sjónvarp Miðvikudagur 8. febrúar 18.00 Daglegt líf i dýragarði (L) Tékkneskur mynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18- 10 Björninn Jóki (L) Bandarisk teiknimynda- syrpa. Þýðandi Ragna Ragnars. 18.35 Cook skipstjóri (L) Bresk myndasaga Þýðandi og þulur óskar Ingimars- son. 19.00 OnWeGoEnskukennsla. Fimmtándi þáttur frum- sýndur. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Alþjóðlega skákmótið i Reykjavik (L) 20.45 Nýjasta tækni og visindi (L) Umsjónarmaður Orn- ólfur Thorlacius 21.10 Til mikils að vinna (L) Breskur myndaflokkur i sex þáttum. 4. þáttur Sveitasæla Efni þriðjaþáttar: Arið 1960 er fyrsta skáldsaga Adams gefin út og Barbara á von á fyrsta barni þeirra. Alan Parks sem nú er mikils metinn sjónvarpsmaður, býður Adam að gera sjón- varpsþátt og hann tekst á hendur að gera dagskrá um Stephen Taylor, frægan arkitekt sem var hliðhollur nasistum á striðsárunum. Ekkert verður úr gerð þátt- arins, þegar i ljós kemur, að Taylor er geðveikur. Bruno Lazlo og Mike Clode fá leyfi til að gera kvikmynd eftir skáldsögu Adams. Myndin hlýtur góðar viðtökur og Adam fær verðlaun fyrir handritið. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Lesótó (L) Breskur fræösluþáttur. Lesótó eitt minnsta og snauöasta riki Afriku er á milli Suður-Af- riku og Transkei. 1 mynd- inni er sýnt, hversu mjög Lesótó er háð grannrikjum sinum á sviði efnahagsmála og með hverjum ráðum rikisstjórnin reynir að draga úrerlendum áhrifum. Þýðandi og þulur Eiður Guðnason. 22.55 Dagskrárlok Utvarp Miðvikudagur 8. febrúar 1978 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Maður uppi á þaki” eftir Maj Sjö- wall og Per Wahlöö Ólafur^ Jónsson les þýöingu sina (6). 15.00 MiðdegistónleikarEnska kammersveitin leikur Sin- fóniu nr. 2 i Es-dúreftir Carl Philipp Emanúel Bach> RaymondLeppard stjórnar. Elisabeth Speiser syngur „Þýskar ariur” eftir Georg Friedrich H3ndel: B a r o k k - k v i nt e 11 i n n i Winterthur leikur með. Milan Turkovic og Eugene Ysaye-strengjasveitin leika Fagottkonsert i C-dúr eftir Jóhann Baptist Vanhal> Bernhard Klee stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Fopphorn Halldór Gunn- arsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Dóra” eftir Ragnheiði Jónsdóttur Sigrún Guðjóns- dóttir byrjar lesturinn. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir, Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35. Gestur i útvarpssal: Nicolaus Zwetnoff leikur á balalajku þjóölega rúss- neska tónlist: Guðrún Kristinsdóttir leikur með á pianó. 20.00 Af ungu fólki Anders Hansen sér um þátt fyrir unglinga. 20.40 Draumar og dáöir Séra Sigurjón Guðjónsson les er- indi eftir séra Þorstein Briem, flutt á ungmennafé- lagssamkomu 1928. 20.55 Orgeltónlist Marcel Dupré leikur á orgel Saint-Sulpice kirkjunnar i PaTÍs Pastorale eftir César Franck. 21.15 „Fá ein Ijóð” Ingibjörg Stephensen les úr nýrri bók Sigfúsar Daðasonar. 21.25 Stjörnusöngvarar fyrr og núGuðmundur Gilsson rek- ur söngferiL frægra þýskra söngvara. Þriðji þáttur: Wolfgang Windgassen. 21.55 Kvöldsagan: „Sagan af Ilibs litla" eftir Virginiu M. Alexine. Þórir S. Guðbergs- son les þýðingu sina. Sögu- lok (10). 22.20 l.estur Passiusálma Hilmar Baldursson guðfræðinemi les 14. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþatturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.