Alþýðublaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 7
mSm AAiðvikudagur 8. febrúar 1978 7 I U UfH L-... Reykjavíkurskákmótið '78 . \HöiF ——■■yy rt Walter Browne, bandaríski stórmeistarinn, sem nú er efstur á Reykjavíkurskákmótinu: f,Madur sem ekki viöur- kennir mistök sín í skák kemst ekki mikið lengra „Maður sem ekki vill viðurkenna mistök sín og þykist ekki skilja þau, kemst aldrei mikið lengra á skákbrautinni", sagði bandariski stórmeistarinn Walter Browne við fregn- ritara Alþýðublaðsins eftir ákafar samræður þess fyrrnefnda og Poluga- évskys, sovéska stórmeist- arans, um fyrri skák þeirra félaga, á Reykja- víkurskákmótinu, en skák- inni lauk sem kunnugt er með sigri Brownes. Stórmeistararnir ræddu nokkra stund um vissa stöðu í skákinni. Poluga- évsky neitaði að skákin hefði öll verið á valdi Bandarikjamannsins og taldi að í umræddri stöðu hefði hann átt tvo mögu- leika, sem honum sást yf ir, sem hefðu getað leitt til annarra úrslita. Browne sagði þetta af og frá, þeir kostir sem Polugaévsky ræddi um hefðu engu breytt um gang skákarinnar. Lauk samtal- inu á-þann vega að Poluga- évsky og sovézkur félagi hans risu á fætur og gáfu ótvírætt i skyn að þeir kærðu sig ekki um að ræða málið frekar. Walter Browne, efstur á Reykjavlkurmótinu f skák Leit ekki vel út i fyrstu Eftir viöræöurnar við Poluga- évsky féllst Browne á aö eiga stutt viötal viö fregnritara Al- þýöublaösins. Hann sagði aö þaö sem af væri mótinu heföi sér gengiö vel miöað viö þaö sem útlit var fyrir i upphafi. Sem flestum mun kunnugt þá er Browne nú efstur i mótinu. „Þaö er um átta tima mismun- ur á staðartima hér og þar sem ég kom frá i Bandarikjunum”, sagði hann, „þegar hingað kom var ég illa haldinn vegna þreytu og lofts- lagsbreytinga.” Browne varö nokkuð tiörætt um danska stórmeistarann, Bent Larsen, og gat þess aö allt fyrir- komulag mótsins hentaöi Danan- um vel. „Larsen leikur hratt og stendur þvi litil ógn af þeim tima- mörkum sem sett eru i skákinni”. Neitar Korchnoi að tefla við Karpov Um álit sitt á heimsmeistara- einviginu i skák sagði Walter Browne: „Sannaðu til! Rússar sleppa ekki Bellu Korchnoi og syni hennar úr landi. Þeir vilja hafa pressu á Korchnoi i einvigi hans við Anatoli Karpov. En ég tel alveg eins liklegt að Korchnoi neiti að tefla undir þessum kring- umstæðum. Þá getur svo fariö að Sovétmenn sitji uppi með Karpov, heimsmeistara tvisvar sinnum i röð án þess að hann hafi þurft að tefla til úrslita um titilinn i hvorugt skiptið”. Skák er mér allt „Þegar ég er á skákmótum hugsa ég vart um nokkuð annað en skák, hún er mér allt”, sagði Browne aöspurður um hvernig hann hátti taflmennsku sinni. „Ég tel að fyrir skákmann sé góð heilsa gifurlega mikilvægt at- Bent Larsen, stendur Iftil ógn af timamörkunum, segir Browne. riöi, að hafa magann Magi vegna sifelldra ferðalaga og: breytilegs mataræðis frá einum stað til ann- ars.” Um deilu sina við Polugaévsky, sem getið er um hér að framan vildi Browne litið ræða, en tók fram að hann teldi Rússann góð- an skákmann, en hann ætti erfitt með að sætta sig við tap. Menn breytast Þær sögur hafa gengið af Browne, að á skákmótum hafi hann verið næsta villimannlegur útlits, með flókið hár niöur á herðar og nokkuð taugatrekktur. Þegar fregnritari blaðsins haföi orð á þvi að útlit hans nú kæmi ekki heim og saman við þessar sögur svaraöi hann: „Menn eld- ast og breytast”. Svavar G. Svavarsson Polugaévsky, góður skákmaður, en á erfitt með að sætta sig við tap. JC félagsskapurinn í Rvík: Gengist fyrir eldvarnarviku Vikuna 5.-11. febrúar gengst Junior Chamber fé- lagsskapurinn fyrir svo^ kallaöri eldvarnarviku i Reykjavík. i frétt frá J.C. segir að það sé eitt af þrem aðal- verkefnum hreyfingarinn- ar að stuðla að bættu mannlifi í þjóðfélaginu og vinna félögin að þessu hvert i sinu byggðarlagi. J.C. telur sér ekkert óvið- komandi á þessu sviði og verkefnin eru valin á hverjum tima eftir aðstæð- um og mati. Eldvarnir er sá málaflokkur sem alltaf er hægt að takast á við, þvi áróður fyrir bættum eldvörn- um er sigildur. Það má fullyrða, að eldvarnir á heimilum og vinnustööum eru viða mjög bág- bornar og notkun heimilisreyk- skynjara er þvi miður litið út- breidd ennþá. Eins er að segja um litil og handhæg slökkvitæki sem eru sersniöin til heimilis- nota. Þaö gildir hér eins og viða annars staðar að sagt er: „Þetta kemur ekki fyrir mig”. En staðreyndirnar segja annað. Sem dæmi um það hvaö reyk- skynjari getur bjargað miklu má nefna að eldar i heimahúsum stafa mjög oft af þvi, að neisti eða glóö kemst i húsgögn eða teppi. Aður en raunverulegur eldur kviknar geta liðið margar klukkustundir án þess að heimil- isfólk veröi voðans vart. Rétt staðsettur reykskynjari myndi hér fara i gang áöur en aðaleldur- inn kviknar og gera fólki aðvart og þannig bjarga tugmilljóna verðmætum og jafnvel mannslifi. Þvi hefur Junior Chamber Reykjavik nú ákveðið aö hefja þessi mál upp á pall. Haft hefur verið samband við alla aðila i Reykjavik sem eitthvað koma ná- lægt þessum málaflokki og hafa undirtektir alls staöar verið já- kvæðar. Sú dagskrá sem félagið gengst nú fyrir er liður i þvi, að koma af stað jákvæðum umræð- um i þjóðfélaginu um eldvarnar- mál, sem beri þann ávöxt að eld- varnir veröi efldar og fræösla á þessu sviði stóraukin. Adalfundur Taflfélags Kópavogs: Líflegt starf á sldasta ári Skákþing Kópavogs 1978 haldid 12. febrúar Miðvikudaginn 1. febrú- ar síðastliðinn var haldinn 12. aðalfundur Taflfélags Kópavogs. Kom þar fram að starf- semin hefur verið mjög líf- leg á siðasta starfsári. Haldin voru f jögúr mót á árinu, Haustmót Kópa- vogs, Jólahraðskákmót Kópavogs og svokallað Sumarmót sem haldið var í júli, auk þess sem að venju var halcltð Skákþing Kópavogs. Sú nýbreytni var tekin upp að halda 15-minútna mót i lok hvers mánaðar, og er áformað að halda þvi áfram á nýbyrjuðu starfsári. Sunnudaginn 12. febrúar hefst Skákþing Kópavogs 1978. Verður teflt i þrem eða fleiri riðlum og verða átta manns i hverjum. Að þessu sinni verða veitt sérstök verðlaun fyrir fegurstu skákina i mótinu. Tekið verður við þátt- tökutilkynningum fram til kl. 13.30 á sunnudaginn 12. febrúar. Á aðalfundinum var kosin ný stjórn, og er hún þannig skipuð: Sverrir Kristjánsson, formaöur, Egill Þórðarson gjaldkeri, Hjalti Karlsson ritari, Jón Pálsson meö- stj., og Olafur Þór meðstjórnandi. — KIE Bæjarstjjórn Njarðvíkur leggur fram fjárhagsáætlun sína fyrir 78 Bæjarstjórn Njarðvíkur afgreiddi á fundi sínum hinn 17. jan. s.l. fjárhags- áætlun fyrir árið 1978. Helztu tekjuliöir eru: millj.kr. Otsvör 167 Aðstöðugjöld 70 Fasteignagjöld 49 Gatnageröargjöld io Jöfnunarsjóður 32 Þéttbýlisfé 5 Heiztu gjaldaliöir eru: millj.kr. Stjórn bæjarmála 28 Almannatryggingar 16 Heilbrigðismál n Fræðslumál 56 Fél.-ogmenningarm. 12 Rek. iþróttamannvikja 24 Þrifn. og hreinlætism. 12 Til nýframkv. verður varið 140 sem skiptist þannig: Varanleg gatnagerð 60 Ný ibúðarhverfi 40 Iþróttahús, viðbygging 20 Vatnsveituframkvæmdir 18 Gert er ráð fyrir skv. fjárhags- áætlun aö leggja á 11% útsvar. Fasteignagjöld eru 0.45% af ibúöarhúsum og 0.90% af iðnöar- húsnæði, eða 10% lægri en heimilt er skv. lögum. Auglýsi ngasím i blaðsins er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.