Alþýðublaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR
33. TBL. — 1978 — 59. ÁRG.
Ritstjórn bladsins er
til húsa í Síðumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
Seðlabankinn lætur höggið ríða
""" “ I ^-
13% sengisfellins ákveðin
i gær barst f jölmiðlum
tilkynning Seðlabanka ís-
lands um að ákveðin
hefði verið lækkun á með-
algengi krónunnar um
13%, sem jafngildir með-
alhækkun erlends gjald-
eyris um 14.9%. Fer til-
kynningin hér á eftir,
ásamt sérbókun Inga R.
Helgasonar, í bankaráði:
Bankastjórn Seðlabankans
hefur, með samþykki rikis-
stjórnarinnar og að höfðu sam-
ráði við bankaráð, ákveðið
lækkun á meðalgengi islenzku
krónunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðli um 13%, sem jafn-
gildir meðalhækkun erlends-
gjaldeyris um 14.9%. Mun
gengisskráning, sem felld var
niður frá mánudagsmorgni 6.
þ.m., þó ekki verða tekin upp að
nýju, fyrr en sett hafa verið lög
um ýmsar ráðstafanir vegna
gengisbreytingarinnar, þar á
meðal um myndun gengis-.
munarsjóðs.
Gengisákvörðun þessi hefur
verið tekin eftir ýtarlegar við-
ræður við rikisstjórnina, en ljóst
hefur verið um nokkurt skeið,
að gengi islenzku krónunnar var
orðið óraunhæft vegna sivax-
andi misræmis á miili þróunar
framleiðslukostnaðar og verð-
lags hér á landi og i helztu við-
skiptalöndum Islendinga. Þrátt
fyrir gengissig hefur ekki verið-
unnt að jafna þessi met.
Vegna þeirrar þróunar, sem
nú hefur verið lýst, hefur af-
koma útflutningsatvinnuveg-
anna versnað mjög, og eru að
óbreyttri gengisskráningu engin
tök á að greiða þau viðmiðunar-
verð, sem Verðjöfnunarsjóður
fiskiðnaðarins hefur nýlega
ákveðiö. Við mikla rekstrar-
erfiðleika er að etja i útflutn-
ingsiðnaði, og augljóst er, að
hækkandi innlendur kostnaður
verðureinnig þeim iðngreinum,
sem framleiða fyrir innlendan
markað i samkeppni við inn-
flutta vöru, sifellt þyngri i
skauti.
Jafnframt hefur hin
gifurlega hækkun peningatekna
á siðastliðnu ári valdið stórauk-'
inni eftirspurn eftir innfluttum
vörum, sem hlýtur að stefna
viðskiptajöfnuðinum i vaxandi
halla, ef ekkert er að gert. Það
hefur aukið á þennan vanda, að
gengi bandariska dollarans hef-
ur farið lækkandi gagnvart öðr-
um gjaldmiðlum siðastliðið
hálft ár, en verulegur hluti
gjaldeyristekna íslendinga er i
dollurum.
Við ákvörðun gengisins hefur
verið reynt að taka tiilit til þess-
ara sjónarmiða allra, en þó
reynt að stilla lækkun þess i hóf,
svo að verðbólguáhrif hennar
yrðu sem allra minnst. Hefur i
þessuefni einnig verið tekið mið
af þeim ráðstöfunum til þess aö
hemja vixlhækkanir launa og
verðlags, sem rikisstjórnin
hefur ákveðið að leggja fyrir-
Alþingi.
, Með þessari nýju gengis-
ákvörðun er vikið frá þeirri
stefnu i gengismálum, sem fylgt
hefur verið siðustu þrjú árin,
en á þvi timabili hafa aldrei átt
sér stað neinar stökkbreytingar
i gengi, en gengi krónunnar þó
sigið hægt niður á við. Með
gengissigi þessu hefur fram-
undir siðustu mánuði verið unnt
að jafna nokkurn veginn sam-
keppnisaðstöðu islenzkra at-
vinnuvega og erlendra fram-
leiðenda, þrátt fyrir miklu meiri
verðbólgu hér á landi en i helztu
markaðslöndum Islendinga. Sá
ókostur hefur þó fylgt sifellt sig-
andi gengi, að það hefur ýtt und-
ir hækkun innlends verðlags og
dregið úr aðhaldi um launa-
ákvarðanir. Eftir þessa gengis-
ákvörðun telur bankastjórn
Seðlabankans mikilvægt, að
reynt verði að endurheimta að
nýju stöðugleika i gengisskrán-
ingu, og mun verða stefnt að
þvi, ef engar óvæntar breyting-
ar verða á ytri aðstæðum þjóð-
arbúsins, að halda meðalgengi
krónunnar óbreyttu. Vegna si-
felldra breytinga á erlendu
gengi er þó óhjákvæmilegt, að
nokkrar smásveiflur verði á
Frh. á 10. siðu
Tillaga full-
trúa laun-
þegasam-
takanna og
stjórnarand-
stöðuflokk-
anna í Verð-
bólgunefnd:
5 fulltrúar i Verðbólgunefnd,
þeir: Asmundur Stefánsson fuil-
trúi ASt, Gylfi Þ. Gisiason (A),
Karvel Pámason (Samt.fr.v.),
Kristján Thorlacius, fulitrúi
BSRB, Lúðvik Jósepsson (AB)
hafa lýst sig andviga tillögum
þeim sem formaður Verðbólgu-
nefndar hefur lagt fram. Segir i
fréttfrá þeim fimmenningum að i
tiliögum nefndarformannsins sé
gert ráð fyrir beinni riftun kjara-
Stefnir að því að hægja á
verðbólgunni án þess að til
atvinnuleysis komi
samninga og verulegri almennri
kjaraskerðingu. Telja þeir sig
ekki geta staðið að nefndarálit-
inu.
Sfðan segir f fréttinni:
' Frá undirskrift samninga ASl-
félaganna og atvinnurekenda eru
nú einungis liðnir rúmir 7 mánuð-
ir og rétt rúmlega 3 mánuðir frá
undirskrift aðalkjarasamnings
BSRB og fjármalaráðherra. 1
þessu sambandi má minna á, að i
haustspá Þjóðhagsstofnunar og
yfirliti stofnunarinnar um þróun
og horfur efnahagsmála I janúar-
lok á þessu ári er aukning þjóðar-
tekna talin rúmlega 7% árið 1977,
en Þjóðhagsstofnun spáði um 5% i
áætlun sinni sl. vor. Sá rammi,
sem stjórnvöld hafa miðað við,
hefur þannig reynst rýmri en áð-
ur var gert ráð fyrir. Sú rikis-
stjórn, sem sjálf hefur undirritaö
kjarasamninga fyrir þrem mán-
uðum og afgreitt fjárlög fyrir
rúmum mánuði, stefnir nú að rift-
un samninga.
Það er algjört grundvallar-
atriöi að samningar sem varða
kaup og kjör séu haldnir eins og
aðrar fjárskuldbindingar I þjóð-
félaginu. Um leið og við leggj-
um fram meðfylgjandi verölækk-.
unartillögu, leggjum við áherslu
á að unnið verði að þvi m.a. að
jafna sveiflurnar i efnahagslifinu,
koma skipulagi á fjárfestingar-
málin, hrinda fram úrbótum I
skipan fjármála rikis og sveitar-
félaga og bæta fyrirkomulag
verðlagseftirlits. Skammtima-
lausnin verður að leggja grunn að
langtimalausn. Sú tillaga, sem
við leggjum hér fram, stefnir aö
þvi að hægja á verðbólgunni, án
þess að til atvinnuleysis þurfi að
koma, þótt ljóst sé að hér er ekki
um aö ræða nema skref i átt aö
lausn málsins til frambúðar.
VERÐLÆKKUNARLEIÐ
Fjáröflun:
• 1. 10% hækkun á skatti félaga auk 5% skyldusparnaðar .... 900 m.kr.
2. Veltugjald á sama skattstofn og aðstöðugjöld....... 4300 m.kr.
3. Lækkun rekstursgjalda rikisins..................... 1500 m.kr.
4. Útflutningsuppbæíur, sem færast á niðurgreiðsl..... 1000 m.kr.
5. Ahrif aðgerðanna á rikissj......................... 2000 m.kr.
6. Hækkun tekna rikisins
v/betri innheimtu söluskatts........................ 1000 m.kr.
v/breyt. á tekjusk.
7. Sala spáriskirteina................. .............. 2000 m.kr.
Gert hreint fyrir sínum dyrum.
(ABmynd ATA)
Alls: 12.700 m.kr.
Ráðstöfun: ------------------
1. Vörugjald fellur niður............................ 6800 m.kr.
2. Niðurgreiðslur auknar.............................. 3200 m.kr.
3. Leiðrétting á forsendum fjárlaga (en skv..........2100 m.kr.
upplýsingum Þjóðhagsstofnunar er óhjákvæmi-
legt að afla þessara tekna, þar sem fjárlaga-
forsendur hafa reynst rangar) -----------------
Alls: 12.100 m.kr.
Auk þessara fjárlagaaðgerða veröi verslunarálagning lækkuð um
10%, þannig að áhrif verðlækkunaraðgerðanna á framfærsluvisi-
töluna verði sem hér segir:
Lækkun verslunarálagningar.............................. 11/2%
Auknar niðurgreiðslur......................................3%
Niðurfelling vörugjalds.................................2 1/2%
Lækkun alls................................................7%
Samkomulag 5 fulltrúa i verðbólgunefnd er þannig byggt á þvi
grundvallaratriði að ekki verði hróflað við kjarasamningum, full
atvinna haldist og dregið verði úr verðbólgu með verðlækkunarað-
gerðum.
Um hinn sérstaka vanda útflutningsatvinnuveganna gerum við
ekki tillögur hér, þar sem ljóst er að gengislækkun er þegar ákveð-
in. Sú ákvörðun knýr enn á um að gengið sé til verðlækkunaraö-
gerða af þvi tagi, sem hér er gerð tillaga um.
Yfirlýsing ASÍ og BSIIB
Við, sem erum fulltrúar ASl og
BSRB, tökum fram, að samtök
okkar eru reiðubúin að eiga viö-
ræður við rikisstjórnina á grund-
velli þessara tillagna.
Asmundur Stefánsson
Kristján Thorlacius
Frh. á 10. siðu