Alþýðublaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 9. febrúar 1978
6
Haegt að komast
hjá 80% bruna-
Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa frá Noregi
veröa þar árlega um 1000 brunaslys sem eru svo al-
varlegs eðlis að þau verður að meðhöndla á sjúkra-
húsi. Auk þess verða um 10.000 minni háttar óhöpp.
60% allra þessara slysa verða í heimahúsum, og það
eru börn sem verða fyrir um 90% brunaslysanna.
Marktækar rannsóknir sýna að hægt væri að komast
hjá um 80% þeirra óhappa er verða.
Brunaslysin verða af margvíslegum orsökum, af
völdum elds, rafmagns, ýmissa efna o.s.frv. Bruni á
likama er virkilega sársaukafullur, auk þess sem
sjúklingurinn á á hættu að fá slæmt taugaáfall.
Brunasár geta litiö býsna illa út, hvortsem þau veröa af völdum elds eöa rafmagns.
Þrjár gráður.
Bruna er skipt i gráður eftir þvi
hve mikill hann er. Við 1 gráðu
bruna verður húðin rauð og tals-
verðra verkja verður vart. Hún
jafnar sig á nokkrum dögum, án
þess að leita þurfi læknis og
skömmu siðar sjást engin merki
óhappsins.
Við 2. stigs bruna koma fljót-
lega i ljós stórar eða litlar vökva-
fylltar blöðrur. Sársaukinn er
talsvert mikill, en hverfur eftir
tiltölulega stuttan tfma. Sárin
gróa eftir nokkrar vikur, og ör
eru ekki sjáanleg, nema igerð
hafi komist i þau.
3. gráðu bruni er alvarlegastur:
Húðin verður hvit eöa gráhvit og
hleypur i fellingar. Sjúklingur
finnur ekki til sársauka, þvi til-
finningataugarnar eru meir eða
minna skemmdar af völdum
brunans. Sárin gróa seint og oft
komast sýklar i þau. ör-eru al-
geng.
bað er áriðandi að rétt sé
brugðist við, þegar slys verður af
völdum bruna. Ef kviknað hefur i
fötum einhvers er bezt að kasta
ullarteppi yfir hann og kæfa eld-
inn þannig, Ekki má nota teppi úr
bómull eða gerviefnum, þvi þau
geta fuðrað upp á svipstundu.
Einnig er hægt að taka hinn slas-
aða og rúlla honum eftir gólfinu
og vinna þannig bug á eldinum.
Margir hafa þá trú, að eitthvað
verði að bera á brunasár, — allt
frá kartöflumjöli og spritti til
hrossataðs eða jafnvel afskorinna
kattaeyrna. Postular læknisfræð-
innar staðhæfa aö allar slikar
kerlingabækur geri ekkert gagn,
en séu aðeins til hins verra.
Fólk sem hlotið hefur slæm
brunasár þarf alveg sérstaka
meðferð. Þess vegna á að vefja
það i hreín íök og senda það sém
allra fyrst á spitala.
Minni brunasár má laga með
aðstoð vatns. Ef brenndi likams-
hlutinn er settur i vatn skemur en
stundarfjórðungi eftir að bruninn
átti sér stað er m.a. hægt aö koma
i veg fyrirað 1. gráðu bruni nái að
breiðast svo út, að um 2. gráðu
bruna verði að ræða. bvi skal
skaðaða likamshlutanum haldið
niðri i vatni með stofuhita þar til
verkirnir eru liðnir hjá, jafnvel
þótt það geti tekið talsverðan
tima. Ekki er mælt meö rennandi
vatni, þvi það getur valdið óþæg-
indum.
Þegar verkirnir eru horfnir,
skal setja sáraumbúðir á brennda
staðinn. Þess skal gæta að
sprengja ekki blöðrurnar, þvi þær
eru bezta vörnin gegn smitun semi
völ ér á.
Fyrst á að bera brunasmyrsl
eða vaselin á sáriö. Siöan á að
setja dauðhreinsaða grisju eða
hreinan vasaklút á það. Loks á að
festa undirlagið vel með plástri.
Þykkar umbúðir verja sárið
bezt fyrir sýklum. Um þær á ekki
að skipta i 5-6 daga. f fyrsta sinn
sem það er gert, á að stinga á
blöðrunum og tæma þær, en ekki
má fjarlægja þær fyrr en eftir 12-
14 daga.
Lítið upp!
1 allflestum tilvikum er hægt að
koma i veg fyrir að brunaslys eigi
sér stað. Eitt litið dæmi, drekkið
aldrei kaffi þegar þið haldið á
barni i fanginu. Slikar aðfarir
hafa oft leitt til alvarlegra at-
burða.
Heitt vatn hefur oft orsakað
bruna. Mörg börn hafa t.d.
brennst illa vegna þess að þau
hafa sett um katla fulla af sjóð-
heitu vatni. Nú er hægt að kaupa
einfaldar grindur til að setja um-
hverfis staði sem eru hættulegir
börnum ss. eldavélar o.þ.h. Einn-
ig ber að meðhöndla hitaofna með
varúð. Þeir geta verið stórhættu-
legir, ef ekki er rétt með þá farið.
Þá á t.d. ekki að nota i barnaher-
bergjum. 1 baðherbergjum eru
þeir beinlinis lifshættulegir.
En fyrst og fremst ber að kenna
börnum að umgangast eld og raf-
magn með virðingu. Þau eiga t.d.
aldrei að fá að leika sér með eld-
spýtur á unga aldri. Og þau eiga
ekki að venja sig á að fikta i raf-
• magnstækjum, hverju nafni sem
þau nefnast.
Sé haldiö I vatnskrana og sýslaö viö rafmagnstæki f sömu andrá, getur viökomandi átt á hættu aö
rafmagn hlaupi i gegnum hann.
Veizt ÞU hvad á að gera ef slys ber
að höndum á þínu heimili?
Á 25 ára timabili hafa nálega 17.000 manns lát-
ist vegna slysa i heimahúsum i Noregi. Slikir
atburðir eru að verða æ tiðari megi marka
skýrslur og i mörgum tilfellum verða slysin
vegna ógætilegrar meðferðar rafmagns.
En veizt þú hvernig ber að bregðast við, ef slikt
slys ber að höndum?Hér á eftir fara nokkrar leið-
beiningar um hvernig megi fyrirbyggja slys i
heimahúsum og hvernig skuli bregðast við ef
komið er að slösuðum manni.
Lesið greinina vel og vandlega og hefjist strax
handa um lagfæringar, ef einhverra er þörf. Haf-
ið einnig hugfast að þau atriði sem bent er á, eru
aðeins hluti þess, sem þarf að athuga eigi að
tryggja heimilisfólki og öðrum tryggt og slysa-
laust heimili.
Ýmis konar rafmagnstæki eru
orðin stór hluti af daglega lifinu,
enda leikur enginn vafi á þvi að
þau létta hússtörfin allverulega.
En þessi þróun hefur haft tals-
verða hættu i för með sér. Fjölda-
margir hafa látið lifið vegna raf-
losts og enn fleiri slasast veru-
lega.
Eldhús og baöherbergi eru talin
vera hættulegustu staðirnir hvað
þessu viðkemur. Þar eru venju-
lega vel flest rafmagnstækin
geymd, auk þess sem þar er renn-
andi vatn. Allmörg slysanna
verða, þegar haldið er með ann-
arri hendinni i rafmagnstæki og
skrúfað frá eða fyrir krana meö
hinni. Þá getur viðkomandi átt á
hættu að rafm^gnsstraumurinn
hlaupi í gegnum hann. Þvi á aö
staðsetja rafmagnstæki sem allra
lengst frá vatnskrönum, og koma
þar með i veg fyrir að hægt sé að
grfpa tií hvorú tvegg ja samtimis.
Rafmagnsinnstungur hafa oft
valdið stórslysum. Börn stinga
prjónum o.fl. i þær i óvitaskap
sinum, enda eru þær oftar nær
gólfien tjær.Nú er hægt að kaupa
ýmis konar tappa til aö stinga i
innstungurnar og þar með að
fyrirbyggja slys af þessari
tegund. Þá erueinnig til sérstak-
ar öryggisinnstungur og ætti
raunar aö vera skylda að hafa
einungis slikar i nýjum húsum.
Svo er þó ekki.
Hvað getum við gert?
Auk þess sem hér hefur verið
rætt um innstungurnar, ætti að
hafa eftirfarandi atriði i huga:
Skiptið ætið um ónýtar leiðslur,
slitnar klær og innstungur. Látið
það ekki dragast til morguns sé
þess þörf á annað borð. Biðir þú
meö þetta þar til siðar, getur
ráðið örlögum barnsins þins eða
t.d. skyldmennis.
Mundu, að engin viðgerð er
betri en „bráðabirgðaviðgerð”.
Slikar tilfæringar hafa kostað
fjölda fólks lifið."
Notaðu aldrei lausa hitaofna
eða lampa, i baðherberginu. Það
er hreint og beint bannað.
Vandaðu þig við val á lampa-
skermum og ljósaperum. Notaðu
aldrei sterkar perur i litla lampa.
Athugaðu að það séu a.m.k. 35
millimetrar milli lampaskerms
og ljósaperu. 1 barnaherberginu
eiga lamparnir (ef einhverjir
eru) að vera skrúfaðir fastir á
veggi, svo börnin geti ekki tekið
þá með sér í rúmið og valdið
þannig ikveikju.
Fyrsta hjálpin.
Meiðslin sem verða vegna raf-
magns, geta verið allt frá smá-
vægilegri hræðslu til mikils bruna
og lömunar og þá dauða.
Hið fyrsta sem verður að hafa i
huga við slikar kringumstæður
er, að sambandið milli mannsins
og rafmagnstækisins sé rofið.
Snertið ekki við hinum slasaða
fyrr en straumurinn hefur verið
rofinn. Þar sem ekki er unnt að
taka strauminn af með rofa er
hægt að höggva leiösluna i sund-
ur. Gætið þess að öxin, eða annaö
Framhaid á bls. 10
Vatn gctur varnað þvl að bruninn breiöist út.