Alþýðublaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚÁR
37. TBL. — 1978 — 59. ÁRG
Ritstjórn bladsins er
til húsa í Sídumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsfmi frétta-
vaktar (91)81976
Rætt um að breyta 3.
grein frumvarpsins
— 3 verkalýdsfélög hafa sagt um samningum
Frá fundi fulltniasamtaka launafólks meö talsmönnum stjórnar-
andstööunnar.
Andlits-
lyfting á
kreppu-
bombunni?
Rikisstjórnin og þinglið
stjórnarflokkanna leggja
á það ríka áherzlu að
keyra ef nahagsmá la-
frumvarpið alræmda í
gegn um þingið í þessari
viku. Kemur þar annars
vegar til sú ástæða að
brýnt þykir að lögfesta
sem fyrst kreppuráðstaf-
anir stjórnarinnar og svo
hitt að áföstudaginn hefst
i Osló fundur Norður-
landaráðs. Geir og fleiri
ráðherrar hyggja á ferð
til Noregs fyrir setn-
ingarathöfnina, en víst er
að mörgum finnst þeir
gætu að skaðlausu misst
af þeim kokkteilnum. En
stjórnarmenn sækja
málið fast.
I gær gengu fulltrúar Alþýöu-
sambands fslands og Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja á
fund fulltrúa stjórnarand-
stööunnar, Gylfa Þ. Gislasonar
frá Alþýöuflokki og Lúöviks
Jósepssonar frá Alþýðubanda-
lagi. Tilefni fundarins var hiö
alræmda efnahagsmálafrum-
varp rikisstjórnarinnar og lögöu
fulltrúar ASl og BSRB á þaö
rika áherzlu að frumvarpiö yröi
ekki afgreitt sem lög fyrr en álit
fulltrúaráðstefnu beggja sam-
takanna lægju fyrir.
Þá var haldinn rikisstjórnar-
fundur i gærmorgun og hefur
flogið fyrir að þar hafi veriö
rætt um aö breyta 3. grein frum-
varpsins til aö gera það álit-
legra i .augum launafólks.
Alþýöublaöiö fregnaöi hins
vegar að afstaða verkalýðssam-
takanna til frumvarpsins myndi
ekki breytast þrátt fyrir
hugsanlegar breytingartillögur
viö það. Það væri heildar-
stefnani efnahagsmálum, sem i
frumvarpinu fælist sem deilt
væri um — ekki einstök atriði
þess.
Áður en skundað var á fund
þingmanna i Þórshamri i gær-
morgun, hittust forystumenn
BSRB og svokölluö „10 manna
nefnd” Alþýðusambandsins i
húsi ASt og ræddu málin. A
morgun kl. 4 koma svo formenn
allra landsambanda ASI saman
til fundar á Hótel Loftleiðum i
Reykjavík og veröur þar mótuö
heildarstefna verkalýössam-
takanna i þeirri kjarabaráttu
sem framundan er.
Fundir hafa nú verið boðaöir
og verða væntanlega boöaöir i
verkalýösfélögum um land allt
til aö taka afstööu til tilmæla
ASt um að félögin segi kjara-
samningum sinum lausum
þegar i stað. Þrjú verkalýðs-
félög a.m.k. hafa þegar sagt
samningum lausum, Vaka á
Siglufiröi, Eining viö Eyjafjörö
og Verkalýösfélag Borgarness.
Blaöinu var ekki kunnugt um
fleiri uppsagnir i gær.
Ennfremur má geta þess, aö
inn á ritstjórnir og fréttastofur
rignir nú mótmælaályktunum
frá félögum og samtökum
vegna kreppufrum varpsins.
Skulu hér nefndar tvær slikar
ályktanir, sú fyrri frá stjórn og
trúnaðarmannaráði Verka-
kvennafélagsins Framsóknar.
Þar er m.a. sagt aö kaup verka-
fólks sé þess ekki valdandi aö
öngþveiti riki i efnahagsmálum.
Þá segir i ályktun fundar sam-
bandsstjórnar Sambands bygg-
ingamanna 3. febrúar, þar sem
hvatt er til baráttu til aö verja
þau kjör sem áöur hefur veriö
samiö um. I svipuöum dúr eru
ályktanir frá Bandalagi
háskólamanna og kvenfélagi
sósialista sem borist hafa.ARH
Frá fundi flokksstjórnar Alþýduflokksins:
Heitir launþegum at-
fylgi sínu í baráttunni
framundan
— fordæmir adgeróir ríkisstjórnarinnar
sem siólaust athæf i
BJarni
Guónason
fram fyrir
Alþýóu-
flokkinn á
Austurlandi
Bjarni Guðnason, prófessor,
verður i efsta sæti á framboös-
lista Alþýðuflokksins í Austur-
landskjördæmi við næstu
Alþingiskosningar. — Á laugar-
daginn rann út framboösfrestur
vegna fyrirhugaös prófkjörs um
efsta sæti listans. Eitt framboö
barst, frá Bjarna Guðnasyni, og
var hann þvi sjálfkjörinn.
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins
á Austurlandi samþykkti fram-
boö Bjarna Guönasonar meö sér-
stakri ályktun. — Gestur Janus
Ragnarsson, formaður kjör-
dæmisráðsins, tjáði Alþýöu-
blaöinu I gær, að mikilll sam-
hugur hefði veriö um þetta fram-
boö, og eftirfarandi ályktun veriö
samþykkt:
„Kjördæmisráö Alþýöuflokks-
ins I Austurlandskjördæmi sam-
þykkir einróma stuðning við
framboö Bjarna Guðnasonar á 1.
sæti á lista Alþýðuflokksins i
alþingiskosningum 1978.
Á fundi flokksstjórnar
Alþýðuf lokksins í gærdag
var rætt um efnahags-
málin og nýjustu ráðstaf-
anir rikisstjórnarinnar.
Björn Jósson, forseti ASI
og ritari Alþýðuf lokksins,
greindi frá síðustu við-
burðum, og eftirfarandi
ályktun var samþykkt
samhljóða:
„Flokksstjórn Alþýöuflokksins
mótmælir harðlega þeim fyrir-
ætlunum rikisstjórnarinnar, sem
felast I frumvarpi hennar um
efnahagsráöstafanir, sem nú
liggur fyrir Alþingi.
Meö frumvarpi þ- ,u, ef að
lögum verður, er lögíest ein hin
grófasta kjaraskerðing sem oröiö
hefur á skömmum tima, en auk
þess riftun á öllum gerðum og
gildum k jarasamningum
launþegasamtakanna og
viösemjenda þeirra og þeirra á
meðal rikisvaldsins, sem hyggst
nú ekki einasta firra atvinnurek-
endur ábyrgð af samnings-
bundnum skuldbindingum sinum
viö verkalýössamtökin heldur
einnig svikja þá samninga, sem
ráðherrarnir hafa undirritaö meö
eigin hendi fyrir aðeins 3
mánuðum.
Flokksstjórnin fordæmir þvi
þessar aögeröir allar sem siö-
laust athæfi, sem til þess eins sé
fallið að grafa undan þvi lág-
markstrausti sem rlkja verður
milli allra aöila, sem df augljósri
nauösyn þurfa aö hafa mikilvæg
efnahagsleg samskipti og sem
þess vegna hlýtur að torvelda
allar lausnir vandamála með
háskalegum hætti til frambúöar.
Enn er aö þvi stefnt með frum-
varpi þessu aö kippa i mikil-
vægum greinum grunninum
undan frjálsum samningsrétti
launþega og atvinnurekenda og fá
rikisvaldinu úrslitavald i hendur
tii að ákvarða I raun launakjör I
landinu. Hér er þvi einnig vegiö
að þeirri valddreifingu og
lýðræði, sem ætti að teljast aðall
velferðar og lýðræðisrikis.
Allar eru þær ráðageröir, sem i
frumvarpinu felast þeim mun
fráleitari sem fyrir liggja sann-
anir fyrir þvi að aösteöjandi efna-
hagsvanda er unnt aö leysa á full-
nægjandi hátt á grundvelli gild-
andi kjarasamninga. Aðgerð-
irnar sem nú eru fyrirhugaöar
torvelda hins vegar mjög fram-
búðarlausnir, sem hljóta aö veröa
til umfjöllunar aö loknum næstu
Alþingiskosningum.
Flokksstjórn Alþýöuflokksins
lýsir þvi fullum stuöningi viö
afstööu launþegasamtakanna i
þessu máli og heitir þeim atfylgi
sinu í þeirri baráttu, sem þau eiga
fyrir höndum til aö verja kjör sin
og samningsfrelsi takist svo
ógæfulega til að frumvarp þetta
hljóti staðfestingu Alþingis.”
Fundum Alþingis
f restaó 2svar
Miklar deilur í þingflokkum F og S
Miklar umræður stóðu
yfir í allan gærdag í þing-
flokkum ríkisstjórnar-
innar um efnahagsmála-
frumvarpið. Harðar
deilur urðu um 3. grein
frumvarpsins og sýndist
sitt hverjum. A endanum
var samþykkt að halda
greininni inni, og voru
andstæðingar hennar
barðir til hlýðni.
Þá voru miklir fundir i fjár-
hags- og viöskiptanefnd neöri
deildar, þar sem ýmislegt‘
markvert geröist. Af þessum
sökum þurfti i tvigang aö fresta
fundum Alþingis. Fyrst var
fundum frestaö klukkan 14 til 17
og svo frá 17 til 21. Má ætla, aö
frumvarp rikisstjórnarinnar i
efnahagsmálum veröi ekki
samþykkt fyrr en á fimmtudag
eöa föstudag.
ARH.