Alþýðublaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 9
9
ssar Þriðjudagur 14. febrúar 1978
—Viröiö notagildiö — gætu veriö einkunnarorö þeirra er búa i Kristjaniu. Þar eru tómar flöskur t.d. ekki
brotnar, eins og tiökast viöa annars staöar, —heldur notaöar til húsbygginga, eins og sést hér á mynd-
inni.
„Fríríkið Krist-
janfa” getur lif-
að dauða-
dóminn af
Ibúarnir í Fríríkinu
Kristjaniu í Kapmanna-
höfn verða að f lytja.Hæsti-
rétturinn danski staðfesti
fyrir skömmu fyrri dóm
um að rýma ætti svæðið.
En þrátt fyrir dóminn
eygja hinir 700—800 íbúar
Kristjaníu nú örlitla vonar-
glætu. Ollum til mikillar
undrunar kvað Anker Jörg
ensen upp úr með það, að
engu yrði hreyft í Kristjan-
íu fyrr en ríkisstjórnin
hefði fjallað um málið og
lagt það fyrir þingið til
frekari umræðu. Þingið á-
kvað í framhaldi af því að
hrófla engu í Kristjaníu
fyrren að 3 árum liðnum.
Þetta kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti,
því í marz 1976 tók rikis-
stjórnin þá ákvörðun að
rýma Kristjaníu ,,án ó-
nauðsynlegra tafa".
Það kom til talsverðra á-
taka í Hæstarétti áður en
dómur var felldur. Benti
verjandi Kristjanfubúa á
að ef dómur félli á þann
veg, að rýma bæri svæðið
væri þar með verið að
svíkja loforð ráðamanna.
íbúunum hefði verið kunn-
gert fyrir nokkrum árum
aðekkert yrði gert i málinu
fyrr en að aflokinni ráð-
stefnu, þar sem framtíð
Kristjaníu yrði ákveðin. Sú
ráðstefna hef ur aldrei ver-
ið haldin.
Því verður ekki neitað að
aðstæður í Kristjaníu hafa
breytzt töluvert á hinum
siðari árum. Sem menn
muna tók aðeins ungt fólk
sér í fyrstu búsetu á svæð-
inu og kom sér fyrir i hús-
unum sem þá stóðu auð. (-
búatalan jókst jafnt og
þétt. í hermannaskálunum
og bröggunum þar við
plankagirðingarnar mynd-
aðist smám saman samfé-
lag annarrar gerðar. Með-
alaldur hækkaði hægt og
sígandi, þegar eldra fólk
og fjölskyldur með börn
hófu að flytja inn f Krist-
janíu. Brátt tóku íbúarnir
að leggja áherzlu á að
verða sjálfum sér nógir að
öllu leyti. Veitingahús voru
opnuð, verkstæði ýmis
konar tóku að líta dagsins
Ijós og slysavarðstofa var
sett á laggirnar.
Til að byrja með, var lit-
ið á Kristjaníu sem griða-
stað glæpamanna og eitur-
lyfjaneytenda. En þegar
fordómunum fyrir utan
linnti og í þeirra stað kom
trú og viðurkenning á
staðnum, kom í Ijós, að það
voru einmitt íbúar Krist-
janíu sem börðust harðri
baráttu gegn eiturlyfj-
aneyzlu. Það kom enn
fremur á daginn að for-
fallnir eiturlyf janeytendur
höfðu fengið meiri og betri
hjálp þar en á öllum þeim
stofnunum til samans sem
þeir höfðu verið lagðir inn
á áður.
Þegar dómstólarnir í
Danmörku hófu að þinga
um framtíð Kristjaníu, litu
margir þeim augum á mál-
ið að Kristjanía væri í raun
mikilvæg samfélagsleg til-
raun, auk þess sem þetta
litla fríríki minnti stöðugt
á þá erf iðleika sem margir
ættu í, þegar á reyndi að
temja sér þá lifnaðarháttu
sem samfélagið fyrir utan
tilbæði.
Sem fyrr sagði er allt í ó-
vissu um, hvernig
Kristjaniu reiðir af í fram-
tíðinni. Hið eina sem vitað
er, er að enn hefur ekkert
verið ákveðið varðandi
nýtingu svæðisins. Einnig
má sjá, að mörg þeirra
húsa sem áður voru veru-
lega illa farin eru nú orðin
aðlaðandi. Það má þakka
því fólki sem nú býr i
Kristjaníu, sem auk þess
að endurbyggja staðinn að
miklu leyti hefur leitt inn í
það bæði hita og vatn.
Utvarp
Þriðjudagur
14.febrúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Um málefni aldraðra og
sjúkra. 1 þættinum er rætt
um elli- og dvalarheimili.
Umsjón: Ólafur Geirsson.
15.00 Miðdegistónleikar.
Grumiaux-trioið leikur
Strengjatrió i B-dúr eftir
Franz Schubert. Karl Leist-
er og Drolc-kvartettinn
leika Kvintett i A-dúr, fyrir
klarinettu, tvær fiðlur, viólu
og selló op. 146 eftir Max
Reger.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Fopp
17.30 Litli barnatíminn.
Finnborg Scheving sér um
timann.
17.50 Að tafli. Jón Þ. Þór flyt-
ur skákþátt og fjallar um
Reyk ja v ik urskák mót ið.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Rannsóknir i 'erkfræði-
og raunvisindadei.J
skóla tslands. Guðni
Alfreðsson dósent fjallar
um Salmonella-sýkla, sér-
kenni þeirra og útbreiðslu.
20.00 „Myndir á sýningu” eft-
ir Modest Mussorgsky i
hljómsveitarbúningi eftir
Maurice Ravel.
Concertgebouw-hljómsveit-
ini Amsterdam leikur, Edo
de Waart stj.
20.35 Réttur til orlofs-
greiðslna. Þáttur um oriofs-
greiðslur til Póstgiróstof-
unnar. U ms jónarmenn :
Þorbjörn Guðmundsson og
Snorri S. Konráðsson.
21.00 Kvöldvaka: a. Einsöng-
ur : Sigurveig lfjaltested
syngur lög eftir Sigfús
Halldórsson við undirleik
tónskáldsins. b. l'linningar
frá menntaskólaá.um. Séra
Jón Skagan flytur fyrsta
hluta frásögu sinnar. c.
Alþýðuskáld á Héraði.
Sigurður ó. Pálsson skóla-
stjóri les kvæði og segir frá
höfundum þeirra, — fjórði
-þáttur, Endurtekið er brot
úr gömlu viðtali við Friðfinn
Runólfsson á Viðastööum.
d. Presturinn og huldufólkið
á Bújörðum Pétur Péturs-
son les frásögu Jónatans S.
Jónssonar. e. Kórsöngur:
Þjóðleikhúskórinn syngur
islensk lög. Söngstjóri: Carl
Billich.
22.20 Lestur Passiusálma.
Ólafur Þ. Hallgrimsson
nemi i guðfræðideild les 19.
sálm.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Harmonikulög.
Harmonikuhljómsveitin i
Glaumdal i Noregi leikur,
Henry Haagenrud stjórnar.
23.00 A hljóðbergi. Skáldaást-
ir: The Barrets of Wimpole
Street eftir Rudolf Besier.
Flytjendur eru Anthony
Quayle og Katharine
Cornell, sem les einnig
nokkrar sonnettur eftir
Elizabeth Barrett Brown-
ing.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Reykjavikurskákmótið
(L)
20.45 Bflar og menn (L)
Franskur fræðslumynda-
flokkur i sex þáttum um
sögu bifreiða. í þáttum
þessum er ekki aðeins lýst
framförum,sem orðiðhafa i
bifreiðaiðnaðinum, siðan
fyrsti Benz-billinn leit dags-
ins ljós árið 1886, heldur
einnig þeim gifurlegu breyt-
ingiim, sem verða á lifshátt-
um manna, þegar bifreiðar
verða almenningseign. 1.
þáttur. Aðalsmenn og vél-
virkjar (1886-1908) Lýst er
smiði fyrstu bifreiðanna.
Fljótlega er hafinn kapp-
akstur um alla Evrópu, og
sigurvegarar fá verðlaun.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir. Þulur Eiður Guðna-
son.
21.35 Sjónhending Erlendar
myndir og málefni.
Um sjóna rmaður Bogi
Agústsson.
21.55 Serpico(L) Nýr, banda-
riskur sakamálamynda-
flokkur i 16þáttum, byggður
á bók eftir Peter Maas um
lögreglumanninn Frank
Serpico, sem varð frægur
fyrir baráttu sina gegn
spillingu innan lögreglunn-
ar i' New York. Kvikmynd
um Serpico var sýnd i
Sjörnubiói nýlega. Aðalhlut-
verk David Birney. 1. þátt-
ur. Hættulegur leikur Þýð-
andi Jón Thor Haraldsson.
23.25 Dagskrárlok
smáauglýsinga-
sími VÍSIS er
86611
V_______ J
Verkamannafélagið Hlíf,
Hafnarfirði
Tillögur uppstillingarnefndar og trúnað-
arráðs Verkamannafélagsins Hlifar, um
stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins
fyrir árið 1978, liggja frammi á skrifstofu
Hlifar frá og með þriðjudegi 14. febrúar
1978. öðrum tillögum ber að skila á skrif-
stofu Hlifar, Strandgötu 11, fyrir kl. 17
fimmtudaginn 16. febrúar 1978 og er þá
framboðsfrestur útrunninn.
Kjörstjórn
Verkamannafélagsins Hlifar.
Deildarverkfræðingur
Staða deildarverkfræðings með efna-
fræðimenntun við öryggiseftirlit rikisins
er laus til umsóknar.
Verksvið er m.a. stjórnun eftirlits með
eiturefnum og hættulegum efnum og eftir-
lit með sprengiefnum, en auk þess skal
deildarverkfræðingurinn vera staðgengill
öryggismálastjóra.
Laun samkvæmt launakerfi rikisins.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 1978.
Umsóknir með upplýsingum um nám og
fyrri störf sendist ráðuneytinu.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
7. febrúar 1978.