Alþýðublaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 2
2 Þriðiudagur 14. febrúar 1978 Ármann Snævarr ræðir tvö lagafrum vörp — á fundi Kvenréttinda- félagsins að Hallveigarstöðum A fundi Kvenréttindafélags Is- lands, sem haldinn verður að Hallveigarstöðum á morgun, miðvikudag kl. 20.30, mun Ar- mann Snævarr, forseti hæstarétt- ar, fjalla um 2 lagafrumvörp sem nú liggja fyrir Alþingi. Hér er um að ræða frumvarp til barnalaga og frumvarp til ættleiðingalaga. Frumvörp þessi snerta mjög einkahagi fólks og er hér um ýmsar athyglisverðar breyting- artillögur að ræða. Armann Snævarr mun mjög fús að svara fyrirspurnum fundar- manna og er fundurinn öllum op- inn. Krefst sakadóms- rannsóknar á um- mælum vararíkis- saksóknara Markús Þorgeirsson, skip- stjóri, hefur nú farið fram á saka- dómsrannsókn á hendur Braga Steinarssyni, vegna ummæla þess siðarnefnda um að Mána- fossmálinu svonefnda sé lokið fyrir löngu. Þessi yfirlýsing Braga kom fram í viðtali við Þjóðviljann. Eftir að yfirlýsing þessi birtist sendi Markús Siglingamála- stjóra, Hjálmari R. Báröarsyni, skeyti, þar sem hann fór fram á að hann fengiö i hendur yfirlýs- ingu þess efnis að Mánafossmál- inu sé ekki lokið af hálfu Siglinga- málastofnunar og engin yfirlýs- ing þess efnis hafi verið send sak- sóknaraembætti rikisins. I svari Siglingamálastofnunar kom fram að stofnunin hefur ekki enn, vegna anna, lokið athugun og umsögn á hleðsluástandi Mána- foss, samkvæmt tilmælum rikis- saksóknara. Vegna þessa hefur Markús nú farið fram á sakadómsrannsókn. Engin fiskvinnsla h|á Kirkjusandi Að sögn Rikharðs Jónssonar framkvæmdastjóra fiskverkun- arstöðvarinnar á Kirkjusandi mun ekkert unnið þar við fisk- vinnslu sern sakir standa vegna hráefnisskorts. I'yrirtækið mun ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til kaupa á hráefni til vinnslu og þvi hafa togarar þeir er lagt hafa þar upp fram að þessu siglt utan til sölu. Rikharður sagði nú i dag aðeins örfáa menn vera við vinnu á veg- um fyrirtækisins þ.e. við skreið- arvinnslu. Allt að 130 manns, þar af nokkur fjöldi fastráðinn hafa unnið við fiskvinnslu á vegum fyrirtækisins meðan úr nægu hrá- efni hefur verið að spila. Meðal fastráðinna starfsmanna hafa verið 17 konur við fiskverkun á kauptryggingarsamningi. Nú hefur kauptryggingarsamningi þeirra verið sagt upp með venju- legum viku fyrirvara, en þó munu þær fastráðnar a.m.k. þremur vikum lengur þar eð ráðningar- samningur þeirra er enn i gildi.Ráðningarsamningi verður nefnilega að segja upp með eins mánaðar fyrirvara og gildir það um báða aðila. Þetta þýðir það að hægt á að vera að kalla fastráðna til vinnu hvenær sem er þrátt fyr- ir að þeir njóti engrar kauptrygg- ingar þegar ekkert er unnið. Halldór og Hrafn ásamt kvikmyndargerðar- og hljóðumsjónarmanni. „Lilja” kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar eftir sam- nefndri sögu Halldórs Laxness 1 gær voru blaðamenn boðaðir á sýningu kvikmyndarinnar „Lilja”, gerðri undir leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar eftir samnefndri sögu Halldórs Lax- ness. Að lokinni sýningu myndar- innar svöruðu nokkrum spurning- um: leikstjóri, höfundur sögunn- ar, kvikmyndari Snorri Jónsson og hljóðumsjónarmaður Jón Þór Hannesson, semjandi tónlistar er Gunnar Þórðarson og aðstoðar- leikstjóri Guðný Halldórsdóttir Þeir Hrafn og Snorri gerðu jafn- framt hándrit. „Lilja” hefur hlotið lofsamlega dóma dómnefndar kvikmynda- samkeppni kvikmyndahátiðar og þótti koma næst verðlaunamynd- inni „Bóndi” eftir Þorstein Jóns- son. Að sögn Halldórs Laxness samdi hann söguna „Lilja” á ár- ínu 1933 þá er hann var nýkominn heim erlendis frá og bjó á hótel- herbergi i miðbænum þaðan sem hann útum herbergisgluggann hafði tækifæri til þess að fylgjast með þá er lik voru borin til kirkju. Sagan greinir frá nokkrum læknanemum er áhuga hafa á að komast yfir lík ,,er hægt væri að rústera og taka úr beinin og pússa upp, án þess að á hættu að lenda i útistöðum við ættingja og vini” eins og segir i sögunni. Lækna- nemarnir frétta „af flækine sem fannst sjálfdauður i kassa niðri við sjó, og enginn vissi deili á...” Siðan fjallar sagan um lækna- nefmana og likið þeirra sem þeir vildu kryfja. Halldór sagði sitt álit vera að Hrafni hefði tekizt vel upp við gerð kvikmyndarinnar og furðaði sig nokkuð á þvi hvað hefði tekizt að gera úr sögu sinni en hann hafði ekki reiknað með að hún vekti athygli kvikmynda- gerðarmanna. Hann hefði raunar verið búinn að gleyma sögunni þá er honum barst til eyrna sú fregn að Hrafn hyggðist kvikmynda hana. Annars sagði Halldór sig ekki hafa mikla inn- sýn i heim kvikmynda, enda litið komið þar nálægt þrátt fyrir að hann hefði dvalið i þeirri ágætu kvikmyndaborg Hollywood. Sölku Völku hefði hann reyndar samið i upphafi sem kvikmyndahandrit en munað hefði dauða eins ágæts manns að það handrit yrði að Hollywoodkvikmynd. Hrafn Gunnlaugsson kvaðst m.a. hafa valið „Lilju” með það i huga að reyna að bæta fyrir gagn- rýni þá er kvikmyndin „Blóðrautt sólarlag” hefði mætt. Hann vildi með töku „Lilju” gera kvik- mynd er væri mannlegri en „Blóðrautt sólarlag”. „Lilju” þ.e. kvikmyndina mun nú eiga að þýða yfir á dönsku af Erik Sönderholm og mun hún þá væntanlega verða sýnd á hinum Norðurlöndunum og eftil vill i islenzka sjónvarpinu ef það kærir sig um hana að þvi er Hrafn segir. Hrafn sagði að lokum bók Halldórs Kristnihald undir jökli hefði vakið athygli sina sem efni- viður i kvikmynd þar sem upp- bygging sögunnar væri á þann veg, undir þetta tók Halldór. Megum við þvi kannski vænta kvikmyndunar Kristnihalds undir jökli? Eftil vill ef forlögin verða Hrafni og öðrum islenzkum kvik- myndagerðarmönnum hliðhollari en hingað til. Dvalarheimili aldr- aðra tekið í notkun Dvalarheimiliö Höfði. á Akranesi Þann 2. febrúar siðastliðinn fiuttust fyrstu vistmenn inn i hið nýja dvalarheimili aldraðra á Akranesi. Heimilið stendur á mjög fallegum stað við sjóinn á Sólmundarhöfða á Akranesi. 1 þeim áfanga sem nú var tekinn i notkun búa 22 vistmenn I 16 ein- staklingsibúðum og 3 hjónaibúð- um. t hverri ibúð er baðherbergi með steypibaði, svefnherbergi, stofa og anddyri með eidhúskrók. 1 honum eru skápar, rafimigns- heila, vaskur og lltili isskápur. 1 sumar mun annar áfangi byggingarinnar verða tekinn i notkun. Hann er eins og fyrri á- fanginn hvað innréttingar varðar og þegar hann hefur verið tekinn i notkun verða vistmenn orðnir 44. Dvalarheimilið Höfði er eign Akraness og hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar og er heim- ilið rekið sem sjálfseignarstofn- un. Þrír góðir gestir í Norræna húsinu I gær kom hingað til lands i boði Norræna húss- ins danski rithöfundurinn Elsa Gress. Var í fyrstu gert ráð fyrir að hún kæmi fyrir helgina en af þvi gat ekki orðið. Annað kvöld, miðvikudags- kvöld 15. febr. mun hún svo halda fyrri fyrirlestur sinn i Norræna húsinu. Hinn siðari verður sið- degis á laugardag og hefst hann nánar tiltekið kl. 16.00. Þá koma tveir norrænir heim- spekingar hingað til lands i vik- unni. Heita þeir Lars Heitzberg frá Finnlandi og Peter Kemp frá Danmörk. Eru báðir þessir heim- spekingar þekktir fyrir ritverk sin. Þeir eiga það einnig sameig- inlegt að vera á móti pólitiskum öfgum, hvort sem er til hægri eða vinstri. Vilja þeir sýna fram á að pólitisku heimspekikerfin stefni meira og minna að þvi að bæla manninn. Hertzberg og Kemp koma hing- að i boði Norræna hússins i sam- vinnu við Háskóla Islands, en þar munu þeir halda röð fyrirlestra. Þeir munu einnig halda fyrir- lestra i Norræna húsinu, Hertz- berg n.k. fimmtudag 16. febr. kl. 20.30 og Kemp mánudaginn 20. febr. kl. 20.30. Framleiðsluráð og sexmannanefnd sýknuð af Framleiðsluráð land- búnaöarins og sexmanna- nefndin, sem ákveður af- urðarverðtil framleiðenda og verð landbúnaðaraf- urða í heildsölu og smá- sölu/ hafa verið sýknuð af þeirri kröfu ASI um land- búnaðarvöruverðshækkun# kröfu ASi sem látin var koma til framkvæmda hinn 24. marz 1976. ASI taldi ólöglega að þessari hækkun staðið og óheimilt að láta hana koma til framkvæmda á áð- ur greindum degi. Sem fyrr segir var krafa ASl ekki tekin til greina og umrædd verðhækkun þvi óhögguð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.