Alþýðublaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 14. febrúar 1978
SE&"
Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös-
son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, sfmi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild,
Alþýöuhiisinu H verfisgötu 10 — slmi 14906. Askriftar-og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftaverð 1500krónur á mánuöi og 80 krónur I lausasölu.
Alþingismadur og danskar krónur
Nú fyrir helgina komst
það upp, að Jón G. Sólnes,
alþingismaður, formaður
Kröflunefndar og
trúnaðarmaður í íslenzka
bankakerfinu um árabil,
átti á árinu 1975 einu,
ásamt með f jöl sky Idu
sinni, milljónir íslenzkra
króna í dönskum banka.
Alþýðublaðið fullyrðir
ekkert um aðra þætti
þessa máls en þá, sem
þegar hafa verið sannað-
ir. Á þessu eina ári átti
alþingismaðurinn
mill jónaf úlgur erlendis.
Hvernig hann hefur eign-
azt þær er ekkert vitað
um, né heldur hitt hvort ,
eða með hverjum hætti4
hann kann að hafa mis-
notað aðstöðu sína í
bankakerf inu.
Alþingismaðurinn Jón
G. Sólnes birtir síðan
athugasemd í Morgun-
blaðinu á sunnudag, sem
verður að teljast aumlegt
'yfirklór. Framkomnar
upplýsingar eru þar stað-
festar, en alþingismað-
urinn segir, að annar aðili
hafi í rauninni átt þessa
peninga, en einungis not-
að nafn sitt. Hvers konar
skýringar eru þetta eigin-
lega? Þetta eru ein-
hverjar aumingjalegustu
afsakanir, sem gripið
hefur verið til í manna
minnum. Síðan segir að
umræddum reikningum
hafi verið lokað í ágúst
1977. Á árinu 1977
breyttu dönsk skattayfir-
völd og danskir bankar
starfsaðferðum sínum,
og fóru að gefa meðal
annars íslenzkum yfir-
völdum upplýsingar um
Morgunblaðið og
mál þingmannsins
Morgunblaðið er dag-
blað kerfisins. Þegar
óbreyttur sjómaður er
tekinn fyrir smygl þá
segir Morgunblaðið frá
því. Þegar íslenzkur yfir-
stéttarmaður er sannur
að vafasömum verknaði
þá þegir Morgunblaðið.
Málið verður fyrst frétt-
næmt í augum Morgun-
blaðsins þegar viðkom-
andi þarf að koma afsök-
unum sínum á framfæri.
Þær birtir Morgunblaðið,
og gefur sama auk þess
kost á því að ryðja úr sér
fúkyrðum og hafa i hót-
unum við þá borgara,
sem verða til þess að
fletta ofan af honum.
Morgunblaðið hefur að
undanförnu skrifað af
miklum rembingi um
sóðalega blaðamennsku.
Hef ur blaðið einkum haft
síðdegisblöðin á hornum
sér. Sjálfu sér lýsir
Morgunblaðið sem ein-
hvers konar fulltrúa
himnaríkis á islenzka
blaðaakrinum, sem að
minnsta kosti birtir ekki
nöfn í sóðamálum, þegar
íslenzka yfirstéttin á í
hlut.
En er hægt að hugsa sér
sóðalegri blaðamennsku
en þá sem Morgunblaðið
leggur stund á? Morgun-
blaðið þegir eins og steinn
yf ir þeim upplýsingum að
alþingismaður og sérleg-
ur trúnaðarmaður í
bankakerfi er ber að því
að eiga milljónafúlgur í
erlendum bönkum. Þegar
þingmaðurinn hins vegar
telur tímabært að gefa
upplýsingar um mál sitt,
þá fyrst sér blaðið
ástæðu til þess að segja
frá því. Og vitaskuld eru
það sjónarmið þing-
mannsins, sem eru aðal-
atriði í frétt blaðsins.
Morgunblaðið hefur
sjálft gert sorpblaða-
mennsku að umræðuefni.
Alþýðublaðið er þeirrar
skoðunar, að þetta sé
sorpblaðamennska af
þeirri tegund, sem
islenzku velsæmi og
islenzkri almannaheill
stendur mest ógn af. ó
bankainnistæður í land-
inu, til þess að útlend-
ingar gætu ekki notað
danskar stofnanir sem
skálkaskjól. Það verður
því að teljast lítið afrek
að hafa gert íslenzkum
yfirvöldum viðvart í ág-
úst 1977.
Kjarni málsins er auð-
vitað sá, að alþingismað-
ur, sem á að setja landinu
lög, formaður Kröflu-
nefndar og sérlegur
trúnaðarmaður banka-
kerfisins er skráður fyrir
erlendum bankareikning-
um sem nema milljónum
króna. Fjölmörgum
spurningum er ennþá
ósvarað varðandi hugs-
anleg lögbrot þing-
mannsins, meðal annars
þeim hvaðan þessar
milljónir eru fengnar.
Það er gersamlega
óþolandi ef alþingismað-
ur brýtur íslenzk landslög
með þessum hætti.
Aumingjalegar yfirlýs-
ingar hans sjálfs breyta
engu þar um. Lög í land-
inuerutil þess að farið sé
eftir þeim. Fjársvik með
einum eða öðrum hætti
eru grundvallarmein-
semd í samfélaginu. Ef
alþingismaður verður ber
að slikum fjársvikum er
það sérstaklega alvarlegt
mál, sem ber að taka
mjög föstum tökum.
Dómskerf ið í landinu er
til þess að takast á við slik
mál. Dómskerfið er að
vísu f rumkvæðislaust, og
einkar valdhlýðið að auki.
Minnt skal á að ekki alls
fyrir lögnu var Rabin,
forsætisráðherra Israels,
staðinn að svipaðri gjald-
eyriseign og Jón G. Sól-
nes. Var það mál þó allt
minna i sniðum. Engu að
siður var Rabin neyddur
til að segja af sér. Bar
hann þó ekki ábyrgð á
neinni Kröfluvirkjun.
Þingmaðurinnáttiinni- stæðurí — segirVilmundur GyHason í föstudags- kjallaranum
' •■>»n*l!kOudur nnudutkjlllara Vilmundar irnjl J fjjff B áSba B jg 1—/ s'7» /"niAi.
/ L. * I Jón G. Sólnes vegna áburöar un.
f vegna KriifUu—-------1
« M WpnUi
BlUlnu
imSsSHtíS
~~»náinn
*ttingi"áw
f Peningana
nnstæðunl"
'JWrSóines
UR VJVISUM ÁTTUM
Gloppótt „yfirlýsing”
frá Sólnes
„Vegna blaðaskrifa um
bankainnistæður í Danmörku á
nafni minu og konu minnar þykir
mér rétt að upplýsa, að náinn ætt-
ingi minn, sem starfaði i Dan-
mörku um margra ára skeið,
hefur átt innistæður á nöfnum
okkar hjóna. Var þetta gert til
þess að auðvelda yfirfærslu á
innistæðum. Þessi ættingi minn
er fluttur heim til Islands og i
ágúst 1977 var umræddum reikn-
ingum lokað og inneignir yfir-
færðar heim og hlutaðeigandi
yfirvöldum gerð grein fyrir
málinu.** »
Þannig hljóðar kyndug yfir-
lýsing frá Jóni G. Sólnes,
alþingismanni, formanni Kröflu-
nefndar og fyrrum útibiisstjóra
Landsbankans á Akureyri um
upplýsingar Vilmundar Gylfa-
sonar I Dagblaðinu á föstudaginn,
þar sem tilgreind voru númer
bankareikninga og innistæður
sem Sólneshjónin áttu (og ef til
vill eiga?) i dönskum banka. Það
hefði auðvitað mátt koma fram
hjá Sólnes hvernig og hvers
vegna það auðveldar nákomnum
ættingjahansaðyfirfæra nokkrar
milljónir frá Danmörku til
tslands. Einnig væri vel þegið að
vita hver „hlutaðeigandi yfir-
völd” eru sem þingmaðurinn lét
vita af innistæðunni. Að minnsta
kosti er greinilegt að hér er ekki
átt við gjaldeyriseftirlit Seðla-
bankans, en Sigurður Jóhannes-
son, forstöðumaður þess, segir I
samtali við Visi i gær, aðembætti
hans hafi ekki verið tilkynnt um
þetta. Sólnes sjálfur vildi ekkert
við Visi tala um málið,
Máigagn dómsmálaráð-
herrans, Timinn, hefur blandað
sér i málið —• þó af mikilii var-
færni eins oghans er von og visa.
Segir i forsiðuklausu i Timanum á
sunnudaginn að blaðið hafi fyrir
þvi „nokkuð öruggar heimiidir”
að hér hafi nöfnum verið ruglað
og að „eigendur tittnefndra
reikninga séu Július Sólnes verk-
fræðingur og kona hans”. Segir
Timinn að Július hafi dvalið
ásamt konu sinni i 12 ár á danskri
jörð fyrst við nám en siðar við
störf og hafi þau eignazt húseign
á timabilinu. Hana seldu þau svo
þegar þau fluttu heim og „gætu
þau umsvif skýrt gjaldeyris-
eignina erlendis”, segir Timinn.
Þá kemur enn einn athyglis-
verður punktur fram i málinu I
Mogganum á sunnudaginn. Þar
segir Sólnes að siendurteknar
aðdróttanir i þessu máli „gefi
mannifyllstuástæðutilaðtaka til
gaumgæf ilegrar athugunar,
hvort aðili sem lenti i því hlut-
verki að starfa i stjórnskipaðri
framkvæmdanefnd eins og
Kröflunefnd er, væri virkilega
varnarlaus samkvæmt lögum
fyrir tilhæfulausum rógburði og
lygum i sambandi við slik störf og
hef ég fullan hug á þvi að kanna
það mál nánar.”
Með sjón-
auka í bíó
Færeyska kratablaðið Sosialur-
innsegir frá þvi, að stærsta bió-
húsi veraldar, Radio Music Hall í
New York, verði lokað i april
næstkomandi. Talið er að orsökin
sé minnkandi aðsókn að bióinu,
en það tekur 6.200 manns i sæti og
þar hafa komið 230 milljónir
manna á bió siðan húsið var opn-
að 17. desember 1932. Radio
Music Hall hefur verið vinsæll
ferðamannastaður, enda er bióið
frægt viða um lönd, og eigendur
þess hafa löngum getað plokkað
dálftið af peningum af túristum
sem koma i heimsókn. En nú hef-
ur túristum fækkað og af þeim
var aðeins plokkuð ein mUljón
dollara i fyrra — sem þótti döpur
útkoma. Reynt hefur verið að
halda popptónleika til að rétta
fjárhaginn við, en ekki dugar það.
Einnig hefur starfsfólkíð sam-
þykkt 10% launalækkun til að
reyna aðhalda gróðahlutfalli bió-
eigendanna, en ekkert gengur.
Segja eigendur Radio Music Hall
að nú skorti mjög fjölskyldu-
myndir i kvikmyndaframleiðsl-
unaogþviviljimennfremur sitja
yfir sjónvarpinu (sem heitir
fjarsýni á færeysku!) en fara i
bió.
Radio Music Hall er svo stórt
hús, að þeir sem fá miða á öftustu
bekkjum verða að nota sjónauka
til aðfylgjast með, hafi þeir ekki
haukfrána sjón. Sýningartjaldið
er 24 metrar á hæð og 34 metrar á
breidd —það vegur 11/2 tonn! Og
er Radio Music Hall þar með úr
sögu.
/Jón Sol
jfyrír innstmðum í
Jón G. Sólnes vegna áburðar um
mútur vegna Kröflu:
„Tilhæfiilaus
rógburður”
Yfirlýsing frú honutn vegna
Finansbanken
rheim: !
'r* yfíJ&sZum
mmSÍ^jau'iur Jihai
forstöðumoður
9ialderriser,irlitsin