Alþýðublaðið - 15.02.1978, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 15.02.1978, Qupperneq 3
3 Miðvikudagur 15. febrúar 1978 Flokksstjórn Alþýduflokksins: Mótmælir sölu Landssmiðju og Siglósfldar slær ryki í augu fólks Eftirfarandi ályktun borin fram af Finni Torfa Stefánssyni var einróma samþykkt á fundi flokks- stjórnar Alþýðuf lokksins síðastliðinn mánudag. # Alyktun um Landssmiðj- una og Siglósild Flokkstjórnarfundur Alþýöu- flokksins haldinn 13.2. 1978 mót- mælir efndregiö áformum rikis- stjórnarinnar um sölu Lands- smiðjunnar og Lagmetisiöjunnar Siglósfldar. Flokksstjórnin bendir á að rekstur beggja þessara fyrir- tækja gengur með ágætum og fjöldi fólks á atvinnu sina undir þeim komið. Engin rekstrarleg né þjóðfélagsleg rök styðja þvi áform rikisstjórnarinnar. Til- gangur hennar getur aðeins verið sá að stofna til ágreinings i áróðursskyni til þess að slá ryki i augu fólks og hylja mistök sin við meðferð efnahagsmála. Núverandi rikisstjórn er kunn að þvi, að ausa fé i taprekstur og óarðbærar framkvæmdir. Nú hyggst hún leysa sinn sjálf- skapaða efnahagsvanda með þvi að leggja niður eða selja arðbær fyrirtæki. Þessi stefna yrði aug- ljóslega afdrifarik fyrir starfsfólk Þingfundir til kl. 4.30 í fyrrinótt Framsókn hundsaði þingfundinn stjóriiarlidsins Landssmiðjuog Siglósfldar. Hún Islendingar hafa ekki efni á hefur einnig reynst islenzku þjóð- þessari stefnu né heldur þeirri inni dýr. rikisstjórn sem ber hana fram. 40 ára afmælishátíð Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur Þingfundir stóðu til kl. 4.30 í fyrrinótt/ eftir að dagurinn á undan hafði all- ur farið i fundarhöld stjórnarliðsins. Var áber- andi að þar með var öll orka þeirra manna á þrot- um, því mjög þynntist lið þingmanna þegar á leið. Athygli vakti i lok fundarins, að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Guðmundur H. Garðars- Athugun á starfsemi Félagsmálastofnunar: Starfsreglur stofnunarinnar þverbrotnar? Að undanförnu hafa fé- lagsmálaráð og borgarráð i samvinnu við hagsýslu- skrifstofuna unnið að ítar- legri athugun á starfsemi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Björgvin Guðmundsson var flutningsmaður tillögu þeirrar i borgarstjórn, er fól i sér að gerð yrði grein- argóð úttekt á starfi stofn- unarinnar, einkum með til- liti til eðlilegs fjölda starfsmanna og hvort ráð- stöfunarfé stofnunarinnar væri í samræmi við eðiileg- ar þarfir hennar. Skýrsla hagsýsluskrifstofunnar hefur nú verið lögð fram og rædd i borgarstjórn. Kemur m.a. fram i henni að heildarmannafli talinn i mannárum hefur rúmlega tvö- faldast frá árinu 1969. Virðist þó enn vanta talsvert upp á að stofn- unin geti sinnt öllum þeim verk- efnum er henni berast. Á það einkum við um rekstrar- fjár- mála- og fjölskyldudeild. Enn fremur segir i skýrslunni, að svo virðist sem allstór hópur Frh. á 10. siðu Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi: Vil að Aðalstrætis- skipulagið verði kynnt á sýningu — ádur en borgarstjórn tekur endanlega afstöðu Á fundi borgarráðs í gær var rætt um þá tillögu Björgvins Guðmundssonar að efna til kynningar á skipulagshugmyndum þeim um Aðalstræti, sem mest hefur verið deilt um undanfarið. A slíkri kynn- ingu gæfist almenningi kostur á að koma með athugasemdir og ábend- ingar. A borgarráðsfundinum var ákveðið að visa tillögunni til borgarstjórnar þar sem hún verð- ur tekin fyrir um leið og skipu- lagstillagan. 1 viðtali við blaðið sagði Björg- vin Guðmundsson að hann legði áherzlu á að kynning þessi færi fram áður en lokaákvörðun hefði verið tekin i málinu. t þvi skyni kvað hann æskilegt að borgar- stjórn frestaði enn um sinn af- greiðslu sinni. Björgvin kvað það hinsvegar vera skilning borgar- stjóra á þessu rrTili að sýningin ætti ekki rétt á sér fyrr en að lok- inni afgreiðslu borgarstjórnar. Björgvin kvaðs aðaliega færa tvær ástæður fyrir máli sinu. I fyrsta lagi að hann teldi rétt að gefa almenningi kost á að kynna sér málið áður en ákvarðanir væru teknar, og hins vegar að honum fyndist nokkurs misskiln- ings hafa gætt i umræðu um skipulagstillöguna. son og Pétur Sigurðsson, lýstu yf- ir að þeir mundu greiða atkvæði gegn þriðju grein frumvarps stjórnarinnar, þar sem kveðið er á um óbeinu skattana, enda eiga þessir menn báðir aðild að stjórn launþegasamtaka. Er þannig ljóst, þótt þeir styddu frumvarpið að öðru leyti, að eindrægni er ekki um málið i stjórnarflokkunum, sem varla er von, svo langt sem hér er gengið á hlut alls almenn- ings. S t jórnarliðar ráðskuðust með daginn til sérfunda, og heimtust illa þegar þingfundur hófst seint og um siðir. Verulega athygli vakti hve framsóknarmenn hundsuðu fundinn með fjarveru sinni, en þeir sváfu sælir heima, nær allir, og var Vilhjálmur Hjálmarsson eini framsóknar- ráðherrann sem þar sást, — i mýfluguliki þó. Stjórnarandstæðingar töluðu sem vænta mátti mestan tima fundarins og kom fram hörð gagnrýni á hinar dæmalausu ráð- stafanir, sem þingmenn stjórnar- flokkanna heyrðu þó minnst af, þvi einn þingmanna hóf mál sitt á að ávarpa „forseta og 58 tóma stóla.” AM Alþýðuflokksfélag Reykjavikur efnir til afmælishátiðar i tilefni af 40 ára afmæli félagsins. Alþýðu- flokksfólk i Reykjavik er hvatt til að fjölmenna á þessa hátiðar- samkomu, sem haldin verður i Þórscafé sunnudaginn 26. febrúar n.k. og hefst kl. 3.15 e.h. Fjöl- breytt skemmtiatriði — kaffi- drykkja. Miðar verða seldir á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, sima 2-92-44. Miðaverð 1.000.- krónur. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Aðför ríkisstjórnarinnar að verkalýðshreyfingunni Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins boðar til ráð- stefnu um verkalýðsmál í Iðnó, uppi, klukkan 10 f.h. laugardaginn 18. þessa mánaðar. Björn Jónsson, forseti ASI og ritari Alþýðuflokks- ins, og Haukur Helgason, skólastjóri, f jalla um að- för ríkisstjórnarinnar að verkalýðshreyfingunni. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuf lokksins, og Kjartan Jóhannsson, varaformaður f lokksins, ræða stefnu Alþýðuflokksins i efnahagsmálum. Allir, sem áhuga hafa á verkalýðsmálum, eru vel- komnir á þessa ráðstefnu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.