Alþýðublaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 15. febrúar 1978 Utgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóriog ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, sfmi 81866. Kvöidsfmi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 1500krónur á mánuöi og 80 krónur f lausasöiu. Sambandsleysi ríkis- stjórnar og launþega Fáar ríkisstjórnir hér- lendar hafa verið eins fá- dæma klaufalegar í sam- skiptum sínum við laun- þega og núverandi ríkis- stjórn. Ástæðan er ein- faldlega sú, að hún hefur ekkert samband við laun- þega og er úr tengslum við launþegahreyf ing- arnar. Slíkt sambands- leysi kann ekki góðri lukku að stýra, þegar stjórna þarf þjóðfélagi, er stendur og fellur með afköstum og dugnaði verkamannsins, iðnaðar- mannsins, bóndans, sjó- mannsins og þeirra stétta, sem auðinn §kapa. Þegar svo er ástatt, að ríkisstjórn hefur engin tengsl við vinnandi stéttir þjóðf élagsins, hlýtur skilningsleysi að skapa stirða sambúð. Og sú hef- ur raunin orðið. Eftir furðulega vanhugsaða og litt skiljanlega aðför að kjarasamningum laun- þega er ástand þjóðmál- anna ótryggara en verið hefur í langan tíma. Rík- isstjórnin og vinnuveit- endur segjast ekki trúa því, að verkalýðshreyf- ingin muni grípa til rót- tækra ráðstafana. Það er mun erfiðara fyrir verkalýðshreyfinguna að trúa þvi, sem nú virðast blákaldar staðreyndir. Og auðvitað læturhúnekki ræna sig mótspyrnulaust. Flokksstjórn Alþýðu- flokksins hefur harðlega mótmælt fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar. Hún telur, að ef frumvarp hennar um efnahagsráð- stafanir verður lögfest, sé þar á ferðinni ein gróf- asta kjaraskerðing, sem orðið hefur á skömmum tíma. Auk þess sé um að ræða riftun á öllum gerð- um og gildum kjara- samningum launþega- samtakanna og viðsemj- enda þeirra, þar á meðal ríkisvaldsins, sem hyggst nú ekki einasta firra at- vinnurekendur ábyrgð af samningsbundnum skuldbindingum, heldur einnig svíkja þá samn- inga, sem ráðherrarnir hafa undirritaðmeð eigin hendi fyrir aðeins 3 mán- uðum. Flokksstjórnin for- dæmir því þessar aðgerð- ir allar sem siðlaust at- hæfi, sem til þess eins sé fallið að grafa undan því lágmarkstrausti, er rikja verður milli aðila, sem af augljósri nauðsyn verða að hafa mikilvæg efna- hagsleg samskipti, — og sem þess vegna hlýtur að torvelda allar lausnir vandamála með háska- legum hætti til frambúð- ar. Enn er að því stefnt með frumvarpi ríkis- stjórnarinnar að kippa í mikilvægum greinum grunninum undan frjáls- um samningsrétti laun- þega og atvinnurekenda og fá ríkisvaldinu úrslita- vald í hendur til að á- kvarða i raun launakjör í landinu. Hér er því einnig vegíð að þeirri valddreif- ingu og lýðræði, sem ætti að teljast aðall velferðar- og lýðræðisríkis. Allar eru þær ráðagerð- ir, sem i frumvarpinu felast þeim mun fráleit- ari, sem fyrir liggja sannanir f yrir því, að að- steðjandi efnahagsvanda er unnt að leysa á full- nægjandi hátt á grund- velli gildandi kjarasamn- inga. Aðgerðirnar, sem nú eru fyrirhugaðar, tor- velda hins vegar mjög f rambúðarlausnir, sem hljóta að verða til um- fjöllunar að loknum næstu þingkosningum. Flokksstjórn Alþýðu- flokksins lýsti fullum stuðningi við afstöðu launþegasamtakanna í þessu máli og heitir þeim atfylgi sínu í þeirri bar- áttu, sem þau eiga fyrir höndum til að verja kjör sin og samningsfrelsi.^G ÚR YMSUM ATTINWI Embættismenn ekki á „Valdi tilfinninganna’7 Bann við sýningum á jap- önsku kvikmyndinni, „Veldi til- finninganna” hefur mælzt mis- jafnlega fyrir. Þykir mörgum sem hér sé um nokkuð þrönga og einsýna túlkun á lögum að ræða. Um þetta bann hafa spunnizt hin skemmtilegustu blaðaskrif. Þorgeir Þorgeirs- son, rithöfundur skrifar i Dag- blaðið i gær og segir meðal ann- ars: „Hvað er hér eiginlega á seyði? Hvur er að ráðska með hvurn? Býr ekki nokkurnveginn ein dýrategund i þessu landi? Úr þvi kvikmyndin er svona bráðspillandi fyrir sálarlifiö að ástæða er til að gera sóttvarnar- ráðstafanir með hana gagnvart almenningi i Reykjavik, hvern- ig stendur þá á þvi að þeir ein- staklingar (vonandi lika af teg- undinni homo sapiens) sem lent hafa i þeirri voðareynslu að sjá þessa mynd (sumir tvisvar á skömmum tima) — hvernig stendur á þvi að þetta fólk er ekki sett i einangrun, andlega sóttkvi, þangað til sállæknar hafa gefið vottorð um að fólkið sé búið að jafna sig aftur. Maður bara spyr nú. Gæti hugsazt að þjóðin sæti nú uppi með lögreglustjóra höfuðborgarinnar, saksóknara rikisins, rannsóknarlögreglu- stjóra og háttsetta aðila i menntamálaráðuneyti stór- lega skaðaða eða brenglaða á sálinni eftir bióferð á vegum Kvikmyndaeftirlits og Listahá- tiðarnefndar. Einhverra hluta vegna var myndin bönnuð okkur hinum. Nema þeir sem banna okkur að sjá myndina séu svona miklu traustari karakterar en við hin. Það hlýtur raunar að vera.” En nú er þetta mál leyst. Hæstiréttur Vestur-Þýzkalands tók sig nefnilega til i gær og úr- skurðaði að myndin „Veldi til- finninganna” væri ekki klám- fengin og mætti sýnast i kvik- myndahúsum þar i landi átölu- laust. Við Islendingar ættum þvi að geta andað léttar. Þýzkur hæsti- réttur hefur sem sagt úrskurðað að fólk það, sem af fórnfýsi stofnaði sálarlifi sinu i hættu fyrir okkur hin mun hafa sloppið alheil úr „svaðilförinni”. Herlúdrar gjalla Stjórn Starfsmannafélags Reykjavikur hélt velli i stjórn- arkjöri i félaginu i gær og fyrra- dag. Ekki var þó sigurinn stór Tiútirskuíu menn ganga Staðfastur lesari reykvískra dagblaða lendir í margri raun. Bæði andlegri og líkamlegri. Kvikmyndahátíðarfréttir eru engin undantekning, nema siður sé. Umtöluð, vlðfræg og bersögul japönsk kvikmynd var auglýst á þessari hátíð. Margir voru forvitnir, ýmsir glaðir, fegnir og þakklátir nefndinni fyrir að hafa þorað að velja þetta umdeilda verk til sýninga. Þá dynur yfir sú fregn að Kvikmyndaeftirlitið hafi enga ró haft I sinum beinum eftir fyrstu skoðun þessarar myndar og hcimtað aðra sýningu með lögreglustjóra, saksóknara og nýskipuðum yfirmanni rann- sóknarlögreglunnar. Hvers á Pétur Sigurðsson landhelgisgæslustjóri að gjalda fyrst honum er ekki boðið? varð einhverjum að orði. Eða þá dómsmálaráðherra? segi ég. Svipurinn á honum I sjónvarpi uppá sfðkastið ber það þó með sér að honum veitti ekki af þvl að sjá ærlega sorðið i bíó eða annarsstaðar. Eftir reiðina kom svo reiðar- slagið. Myndin um ofurvald istriðunnar var sfóan bönnuð. toÞótti háskaleg og mann- MfcÉífcJBaunar skinlir«hað hvernig stendur þá á því að þeir einstaklingar (vonandi lika af tegundinni homo sapiens) sem lent hafa i þeirri voðareynslu að sjá þessa mynd (sumir tvisvar á skömmum tima) — hvernig stendur á því að þetta fólk er ekki sett i einangrun. andlega sóttkvi, Kjallarinn Þorgeir Þorgeirsson Við tökum mark á þessi banni án þess að telja ástæðu ti þess að tilraunadýrin — hátíða nefnd. kvikmyndaeftirlit, lög- reglustjóri, saksóknari og rann söknarlögregiustjóri — segi af sér embættum sínum. Ef.þeii væru af sömu tegund og vif hin. sem ekki erum tálin þoh sýningarnar, þá ættu þei náttúrlega uinsvifalaust a< segja af sér þessum mikilvægi embættum og vera fjærri þein þar til fvrir liggur umsögn dóm bærrar sálfræðinganofndar un það að fólkið sé að fullu búið að jafna sig eftir áfalllð. Hitt er að visu vel hugsanlegt að einmitt þetta fólk sem telur sig þess umkomið að skammta okkur hinum impúlsa (að viðlögðu fangelsi) telji sig gert úr öðru efni en við erum, sauð-j svartur almúginn. Þá vaknar raunar önnui spurning. Er ekki heppilegast að þeii sem ráða málum i samfélagini bæði telji sig og séu i raun aP sömu dýrategund og undir-i sátarnir sem altént vinna fyrirl þessu liði og eiga að hlltal boðum þess og bönnum? Þetta er, trúég, vandinn í hnotskurn. Ritskoðun er varla tíðku' nema þar sem upp er risi yfirstétt sem nánast finnst hú vera önnur tegund en undii sátarnir sem þetta lið er a skammta impúsla og Ilfsa komu. Og viðurkenning á sv< leiðis háttalagi sjálfskipaðra yfirdýrategundar i landinu < raunar ekker^^ smáræð iMUMirin og eru tölurnar til marks um það. Þórhallur Halldórsson, for- maður félagsins var endurkjör- inn með 796 atkvæðum, gegn 600 atkvæðum mótframbjóðanda sins, Gunngeirs Péturssonar. 1 þessari kosningu var mynd- uð eins konar stjórnarandstaða i félaginu. Nefndist hún „Ný hreyfing”. Þrátt fyrir að ,,Ný hreyfing” hafi ekki starfað lengi er ljóst að hún á mikinn hljóm- grunn. Öánægjuraddirnar i fó- laginu eru margar. Meðal þess helzta sem ,,Ný hreyfing” hefur vakið athygli á er deyfð i félagsmálum svo og framkoma leiðtoganna við sér- samninga SFR i kjaradeilu op- inberra starfsmanna i sumar. Eftir sigur sinn virðist Þór- hallur Halldórsson vera farinn að lita á sjálfan sig sem alvöru verkalýðsforingja. Hann hefur látið hafa eftir sér i blöðum að þýðingarmikið sé að geta gengið til ihöndfarandi kjarabaráttu launþega, (þ.e.a.s. baráttuna við rikisvaldið vegna nýfram- komins efnahagsráðstafana- frumvarps) með reyndu og traustu liði samstarfsmanna. Nú gjalla sem sagt herlúðrar i búðum Starfsmannafélags Reykjavikur. Fróðlegt verður að sjá hversu þung sókn fylgir þessum lúðrablæstri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.