Alþýðublaðið - 15.02.1978, Page 5

Alþýðublaðið - 15.02.1978, Page 5
bi ÍS51 AAiðvikudagur 15. febrúar 1978 5 Helga Hjörvar formaður Bandalags íslenzkra leikfélaga: Verkefnaleysi háir okkur sízt Skrifstofa Bandalags islenskra leikfélaga er ti! húsa að Skólavörðustig 12, Reykjavik. Simi 16974. Blaðamaður Alþýðublaðsins hafði tal af for- manni bandalagsins, Helgu Hjörvar, og fer það spjall hér á eftir. Bandalag islenskra leikfélaga eru samtök allra leikfélaga á landinu og starfsvið þess er tviþætt, annars vegar að koma fram sem fulltrúi leik- félaganna út á við, og hins vegar að sjá leikfélögunum fyrir ýmis konar þjónustu. útvega þeim leikmuni, farða, ljósabúnað og annað sem þarf til leiksýningar, handrit, hárkollur o.fl. Aðildarfélög bandaiagsins eru 70 talsins, dreifð um allt land. Á siðasta ári gengust félögin fyrir 50 leiksýningum, með að meðaltali 10 sýningum á hvert stykki. Og ef reiknað er með 100% áhorfendum á hverja sýningu að meðaltali, þá eru þarna 50 þúsund áhorfendur úti á landsbyggðinni á siðasta ári. Þessi áhorfendafjöldi er algjört met, bæði Norðurlandamet og eins heimsmet! Það leyfi ég mér að fullyrða. Áhugaleikfélögin á íslandi hafa mjög mikið samstarf við áhugaleikfélög á öðrum Norður- löndum, og hvað þau eru virk, hvað þau starfa mikið, er öðrum áhuga- félögum fordæmi, sem lýsir sér kannski bezt i þvi, að á siðasta aðalfundi Nordisk Aamtörteaterrad, var íslendingur kosinn formaður, það er að segja ég, og eigum við þar með tvo fulltrúa I þessu norræna áhuga- mannaleikhúsráði. — Og reka leikfélögin sam- eiginlega þessa skrifstofu hér? — Fjármögnunin er tviþætt. Annars vegar er árgjald, sem er i dag 20 þúsund krónur, og hins vegar greiða þau fyrir afnot af hlutunum, en fá af þvi 20% , af- slátt. En auk þess veitum við öðrum áhugafélögum fyrir- greiðslu sem þurfa á henni að halda, ungmennafélögúm, kven- félögum og skólum t.d. — Nú er i lögum Þjóðleik- hússins að þvi beri að veita þjón- ustu út á landsbyggðina. Hefur Þjóðleikhúsið staðið sig i þessu tilliti? — Já, það vil ég segja. Þjóð- leikhúsið hefur hlaupið undir bagga sérstaklega hvað snertir búninga, og til þess að anna þvi, hreinlega gefið bandalaginu tals- vert magn af búningum sem bandalagið sér um útlán á. Við höfum mjög gott samstarf bæði við Þjððleikhúsið og Leikfélag Reykjavikur og fáum upplýst þar ef einhverjir leikarar eru á lausu, en það er ekki gert ráð fyrir þvi i skipulagningu Þjóðleikhússins, að þar sé neinn maður laus árið um kring til þessa verkefnis. — Hvernig gengur að útvega óskahandrit til féiaga? — Þetta getur oft verið erfitt mál. Við erum sem stendur afkastamesta leikritaútgáfa á landinu, en til skamms tima höfum við aðeins átt einn hand- snúinn fjölritara sem ég sný i grið og erg oft i viku, til þess að útvega handrit. En nú höfum við keypt i samráði við Rithöfundasam- bandið rafknúinn fjölritara, og við reynum sem sagt eftir þvi sem mögulegt er, ef ósk kemur fram um ákveðið verkefni, að út- vega það. Höfum tii þess úti allar klær. Þetta á sérstaklega við um islensk verkefni, en þrátt fyrir þetta er allt of erfitt fyrir félögin að útvega handrit. — Nú eru ef til vill höfundar sem liggja með handrit. Takið þið þau til yfirlestrar og framboös? — Já, við fáum alltaf dálitið af verkum til yfirlestrar og það eykst sifellt. Það er starfandi á vegum bandalagsins nefnd, skipuð formönnum leikfélaga úti á landi, sem hefur þetta verkefni með höndum. Einnig komum við höfundum i beint samband við leikfélögin. Og fleiri og fleiri leik- riteru fruroflutt úti á landi. Skrif- stofunni hér tekst alls ekki að anna þeirri eftirspurn sem er eftir fslenskum verkum. Oft kem- ur fyrir að við höfum aðeins frumrit höfund'arundir höndum, og er okkur þá mjög illa við að senda það frá okkur. Gerum það helst ekki. A þessum' árstima eru miklar annir hjá okkur hér. Mörg leik- félögin úti á landi fara i gang i svartasta skammdeginu og mörg fyrirgreiðsla sem þarf að inna af hendi. Samtimis gerist það að við skipuleggjum sumarstarf félag- anna. Á aðalfundinum kemur fólk viðs vegar að af landinu og mörg sjónarmið sem taka þarf tillit til. Þetta er jú allt mikil vinna. Þar verður lika tækifæri til skoðana- skipta fólks sem að öðrum kosti nær ekki að talast við nema i sima. — Hvað um upplýsingastarf- semi á vegum bandalagsins? — Þjóðleikhúsið hefur miðlað okkur af tækniþekkingu sinni, með þvi að halda námskeið i förðun, leikmyndagerð og ljósa- beitingu. Siðan höfum við sjálf haldið námskeið i leikstjórn og fengið til þess mjög hæfa leiðbeinendur og nú i sumar stendur til að bregða út af van- anum og halda námskeið i hreyfi- tækni, þ.e. námskeið fyrir væntanlega leikara i tækni. Þar mun koma kennari frá leiklistar- skólanum i Malmö, Orest Krosl- owski, og kennari frá Leiklistar- skóla fslands, Hildi Helgason. Auk þess verður norrænt nám- skeið hér. Það verður haldið á Hornafirði siðustu vikuna i júni. Þar verður tekið til meðferðar barna- og unglingaleikhús. Kennarar verða Janek Szat- kowski, frá háskólanum i Arhus og Volker Paris, frá háskólanumi Berlin. Einnig verður þar finnsk- ur textahöfundur sem hefur skrif- að mikið fyrir barnaleikhús, Benti Kotkienemi. Leyfilegt er að komi átta aðilar frá hverju landi, nema hvað við munum fá að senda á annan tug fólks. Og við bindum mjög miklar vonir við þetta. Barnaleikrit eru hjá okkur frekar veikur sproti. Leikhúsin yerða oft hrædd við að fara út i barnaleikhús, af þvi þau telja að þar sé ef til vill minni áhorfenda- hópur i litlum plássum, en jafn mikill kostnaður. Samt sem áður fara æ fleiri leikhús út á þessa braut. Viö vonum að þetta nám- skeið verði sama vitaminsprauta og norræna námskeiðið sem haldið var i Reykholti fyrir tveimurárum siðan, sem varð til þess að alþjóðasamtök brúðuleik- hússfólks stofnaði brúðuleikhús- deild hér og brúðuleikhúsvika var svo haldin á Kjarvalsstöðum i fyrra. I sambandi við þetta verður svo ársþing norrænna áhugaleikara. — Þannig að þið eruð ekki verkefnalaus i framtiðinni? — Nei, verkefnaleysi háir ekki áhugaleiklistinni i landinu i dag. örn Bjarnason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.