Alþýðublaðið - 15.02.1978, Síða 6
6
AAiðvikudagur 15. febrúar 1978
AAiðvikudagur 15. febrúar 1978
7
Frá verksmidju fslenzka járnblendifélagsins á Grundartanga
Stærsta idnadarfjárfesting sem
íslendingar hafa tekid áhættu af
— þrjátíu lodnuveidiskip, tólf fiskimjöls-
verksmidjur, eða fimm hundrud bújardir
með allri áhöfn, viömiðunarstæröir
„Að frátöldu álverinu í
Straumsvík er járnblendi-
verksmiðjan stærsta iðn-
aðarfjárfesting, sem ráð-
ist hef ur verið í hér á landi
og sú langstærsta, sem Is-
lendingar hafa sjálfir ráð-
ist í og tekið áhættu af.
Fjárfestingin er kannske á
borð við 25-30 vel búin
loðnuskip eða 10-12 stórar
fiskmjölsverksmiðjur, eða
nær fimm hundruð góðar
bújarðir með allri áhöfn",
sagði Jón Sigurðsson aðal-
framkvæmdastjóri Is-
lenska Járnblendifélags-
ins, á fundi með biaða-
mönnum, sem haldinn var
i síðustu viku, meðan á stóð
kynnisferð fjölmiðla á
Grundartanga, þar sem Is-
lenska Járnblendifélagið
er að reisa kísiljárnverk-
smiðju, í samvinnu við
norska fyrirtækið Elkem-
Spegerverket a/s.
Á blaðamannafundinum
flutti Jón nokkurs konar
greinargerð um járn-
blendiverksmiðjuna, til-
komu hennar og annað
henni viðkomandi. Fer sú
greinargerð hér á eftir.
Aðdragandi að stofnun
Járnblendifélagsins og að-
ilar að því.
Upphaflega var ætlunin að
reisa kisiljárnverksmiöjuna i
samvinnu viö bandariska fyrir-
tækið Union Carbide Corporation.
Er undirbúningur að þeirri bygg-
ingu var nokkuö á veg kominn,
dró þetta fyrirtæki sig hins vegar
i hlé. Islenska járnblendifélagið
hafði þá þegar verið stofnað sam-
kvæmt sérstökum heimildarlög-
um þar um, en Union Carbide
hvart frá aðild að þvi og greiddi
skaðabætur vegna þeirrar
riftunar á samningum, til bóta-
greiðslna vegna riftunar á samn-
ingum félagsins við Landsvirkjun
um orkusölu.
Það var siðan vorið 1976 að
hafnar voru viðræöur við norska
fyrirtækíð Elkem-Spiegerverket
a/s um þátttöku þess i tslenska
járnblendifélaginu hf. sem hlut-
hafa á móti rikinu og var samn-
ingum um slika samvinnu lokið
að áskildu samþykki Alþingis i
árslok 1976. Heimildarlögin, sem
staðfesta aðalsamning rikis-
stjórnarinnar og Elkem-Spiger-
berket voru siöan samþykkt á
Alþingi voriö 1977.
Elkem-Spigerverket a/s var
stofnaö árið 1972 með samruna
tveggja gamalla og gróinna fyrir-
tækja, Kristiania Spigerverket,
sem stofnað var 1853 og Elkem
a/s sem stofnað var 1904. Hið
sameinaða fyrirtæki er hlutafélag
með hiutabréf aö nafnvirði 195
milljónir norskra króna. Hluta-
fjáreign i félaginu er mjög dreifð,
hluthafar eru norskir og er talið
að um 9% hlutafjárins sé i eigu
aðila, að mestum hluta fyrir-
tækja, sem skrásett eru i Noregi,
en að nokkru leyti i eigu útlendra
aðila.
Elkem-Spigerverket fæst viö
fjölbreyttan atvinnurekstur, að
verulegu leyti i járn- og stáliðn-
aði, en einnig við álframleiöslu,
framleiðsluýmissa neytendavara
eins og verkfæra, lása og annarra
járnvara, einangrunarefnis,
trefjaglervara o.fl., auk þess sem
fyrirtækið rekur nokkurn námu-
gröft og frramleiöslu og sölu á
bræðsluofnum i þungaiðnaði.
Árssaia fyrirtækisins er hálfur
þriðji milljarður norskra króna
og hefur málmblendi af ýmsu tagi
lengst af verið stærsti þáttur
þeirrar sölu. Hjá félaginu starfa
rúmiega niu þúsund manns á
þrjátiu verkmiðjustöðum.
Hlutafé islenska járnblendifé-
lagsins hf. er ákveðið jafnviröi 24
millióna bandarikjadollara oe er
eignarhluti islenska rikisins 55% .
af þvi, en hluti E-S 45%.
Aðstaða islands sem fram-
teiðanda á járnblendi.
Járnblendifélaginu er ætlað aö
hafa með höndum framleiöslu á
kisiljárni og tengdan atvinnu-
rekstur. Kisiljárn er ein af mörg-
um tegundum málmblendis, sem
notað er i alls kyns málmiðnaði til
framleiðslu á mismunandi málm-
blöndum til ýmissa nota. Járn-
blendi er mjög orkufrekt i fram-
leiðslu og þarf niu til tiu þúsund
kiiówattstundir af raforku til að
framleiða hvert tonn af kísiljárni.
Raforka á tiltölulega hagstæðu
veröi er þvi forsenda fyrir kisil-
járniðnaði. Kisiljárn er meðal til-
tölulega fárra efna, sem eru svo
orkufrek i framleiðslu og kom
þess vegna til álita, þegar sú
stefna var uppi hér I landinu aö
nýta orkulindir þess til fram-
leiöslu útflutningsvara. I rauninni
er framleiðsla og útflutningur
kisiljárns þannig fyrst og fremst
aðferð til að flytja út orku.
Til þessarar framleiðslu hefur
Island i rauninni ekki upp á neitt
annað að bjóða en orkuna. Orku-
verðið veröur þar á ofan að vera
lægra en gerist i nágrannalönd-
unum til að bera uppi það óhag-
ræði og kostnað, sem stafar af
fjarlægð iandsins frá hráefnis-
lindum og markaðssvæðum þess-
arar vöru.
1 greinargerö með frumvarpi til
laga um járnblendiverksmiöju I
Hvalfirði, sem var til meðferðar
1974/75 kemur fram, að ein af
ástæðunum til þess aö kisiljárn
var valið sem aðferð til að flytja
út orku var á þeim tima sú að ál-
verið i Straumsvik var þegar til i
landinu og þótti æskilegt, aö orku-
frekur útflutningsiðnaður sé af
fleiri en einni tegund. Annað
mikilvægt atriði, þegar járn-
blendiiðnaður var á þessum tima
tekinn fram yfir frekari áliðnað
var sú staðreynd, að orkueftir-
spurnarkröfur járnblendiiönaðar
eru ekki eins strangar og áliðn-
aðar. Þannig getur járnblendi að
talsverðu leyti nýtt afgangsorku,
sem á hverjum tima er fyrir
hendi i orkuveitukerfinu. Þvi er
orkusala raforkukerfisins til
beggja þessara framleiðslu-
greina samhliða talin hagstæö.
Járnblendifélagið hefur gert
samning viö Landsvirkjun um
kaup á raforku. Gert er ráð fyrir
68 MW (Megawött) afli að meðal-
tali, þegar verksmiðjan er komin
að fullu i rekstur og 550 GWst
(Gigawattstundir) orku á ári. Af
þessari orku er gert ráö fyrir 306
GWst afgangsorku, en 244 GWst
grunnorku. Til samanburðar tek-
ur álverið i Straumsvik 140 MW
og um 1100 GWst á ári, allt grunn-
orku.
Staðarval verksmiðjunnar
I greinargerð með upphaflega
frumvarpinu um þessa verk-
smiöju var við staðarval hennar
gengiö út frá þeirri forsendu, að
orkufrekur iðnaður, sem nýtti
orku frá Sigöldu, hlyti aö verða
suövestanlands. Slðan voru gerð-
ar samanburðar-athuganir á fjór-
um stöðum suðvestanlands og
komist að þeirri niðurstöðu að
Grundartangi væri hagkvæmasti
staður fyrir fyrirtækið. Jafnframt
var það haft i huga að bygging
verksmiöjunnar á þessum stað,
ásamt góðri höfn, myndi hafa
mikla þýðingu til eflingar
byggða- og atvinnuþróunar I
sunnanverðu vesturlandskjör-
dæmi. Bent var á að hafnarskil-
yrði eru mjög góð og stækkunar-
möguleikar hafnar miklir, mikiö
landrými fyrir hendi og góð skil-
yrði fyrir myndun þéttbýlis-
kjarna. Ennfremur var bent á, að
staðurinn liggur i þjóðbraut, ekki
einungis innan vegakerfisins,
heldur einnig orkukerfisins, þeg-
ar höfð er i huga byggðalinan til
norðurlands. Þá var einnig til
þess litiö, að staðurinn er utan
áhrifasvæðis Reykjavikur, en þó
ekki fjarlægari en svo, aö þangað
má sækja nauðsynlega sérhæfða
þjónustu, án þess að höfuðborgar-
svæðið hafi veruleg dagleg áhrif.
Verksmiðjan er reist á lóð i eigu
rikisins, sem félagið hefur á
leigu. Lóðin leyfir nokkra stækk-
un verksmiðjunnar umfram þær
áætlanir, sem nú er unnið eftir.
Samkvæmt þeim áætlunum verö-
ur verksmiðjan reist i tveim
áföngum.
Grundartangahöfn
Hafnarmannvirkin, sem gerð
eru að Grundartanga, eru i eigu
sameiginlegs hafnarsjóðs sveit-
arfélaganna i Borgarfjarðarsýslu
og Akraneskaupstaðar. Höfnin er
undir sérstakri stjórn skipaöri
fulltrúum sveitarfélaga I
nágrenni verksmiðjunnar og
sýslumanni i Borgarfjarðarsýslu,
en er fjármögnuð með lánum sem
útveguð eru aö tilhlutan rikisins.
Fjármögnun verksmiðj-
unnar
AB þvi leyti, sem hlutafé Járn-
blendifélagsins ekki hrekkur til,
er bygging verksmiðjunnar fjár-
mögnuö með erlendum lánum.
Þannig hefur verið samið um eft-
irtalin lán:
Frá Nordiska
Investeringsbanken n.kr. 200
millj.
Frá Norsk Exportfinans, N.kr.
125 millj.
Frá Samsteypu lánastofnana
undir forystu Den norske Credit-
bank og Landsbanka Islands
(timabundin lánsfyrirgreiðsla á
byggingartima), US $ 10 millj.
Frá Den norske Creditbank
(rekstrarfé), US $ 6 millj.
Kostnaðaráætlun gerir ráð fyr-
ir 500 milljón N.kr. byggingar-
kostnaöi vefksmiðjunnar að meö-
töldum vöxtum á byggingartima.
Sú áætlun gæti raskast vegna
verðþróunar. Hlutur járnblendi-
verksmiðju I heildarmynd iðn-
þróunar á islandi.
Bygging og rekstur járnblendi-
verksmiðjunnar flytur til lands-
ins margbrotna tækniþekkingu,
sem hér er ekki til fyrir. Þessi
tækniþekking er sérstök og
afmörkuð. Framleiðsla járn-
blendis tengist ekki teljandi nein-
um sérstökum framleiðsluiönaði
hér innanlands og hefur þannig
væntanlega ekki bein áhrif á iðn-
þróun út fyrir fyrirtækið sjálft.
óbein áhrif af byggingu og rekstri
verksmiðjunnar á iðnþróun, ekki
sist i ýmsum greinum þjónustu-
iðnaðar hljóta hins vegar að
verða allmikil. Þá er ekki unnt að
spá, hver áhrif bygging járn-
blendiverksmiðjunnar kann að
hafa þegar frá liður og fyrirtæk-
inu vex svo fiskur um hrygg, aö
það getur ráðist i frekari upp-
byggingu en þá, sem nú er unnið
að.
Opinber umræða um járn-
blendiverksmiðjuna.
Að frátöldu álverinu I Straums-
vik er járnblendiverksmiðjan
stærsta iðnaðarfjárfesting, sem
ráðist hefur verið I hér á landi og
sú lang stærsta sem íslendingar
hafa sjálfir ráðist i og tekið
áhættu af. Fjárfestingin er
kannski á borð við 25-30 vel búin
loönuskip, eða 10-12 stórar fisk-
mjölsverksmiöjur, eöa nær fimm
hundruð góðar bújarðir með allri
áhöfn.
Akvörðunin, sem tekin var um
að ráðast I þetta fyrirtæki, fól i
sér a.m.k. tvö veigamikil stefnu-
atriði. Hið fyrra var að halda
lengra á braut orkufreks iðnaðar
eftir iðjuverið i Straumsvik, en
hið siðara eins og áður var getið
að taka meirihluta áhættu og
ávinnings af þeim rekstri i okkar
eigin hendur.
Opinberar umræður um verk-
smiöjuna hafa hingaö til gjarna
snúist um hvort sú stefna, sem
þarna var mörkuð, er rétt eða
röng. Um það má að sjálfsögðu
deila eins og allar stjórnmálaleg-
ar ákvarðanir. Mismunandi mat
manna hvers og eins ræður af-
stööunni til þess máls og annarra
slikra, sem á eftir munu koma til
ákvörðunar.
Ljóst er, að enginn iðnrekstur
verður settur á fót án þess að ein-
hverju sé til þess fórnað. Höfn
verður ekki byggð án þess að
skemma fjöruna. Skipaumferð
getur valdiö óþrifum. Verksmiöja
veröur ekki reist án þess að hún
sjáist. Verksmiðjurekstri fylgja
ýmiss óæskileg áhrif, sem lands-
menn þekkja mæta vel, svo sem
hávaði, reykur, óþefur o.s.frv.
Allt eru þetta meira og minna
óhjákvæmilegir fylgifiskar iðn-
þróunar.
Allt þetta hafa þeir kjörnu for-
ystumenn, sem ákváðu byggingu
verksmiðjunnar, haft i huga, þeg-
ar sú ákvörðun var tekin. ABal-
atriðið er, að hún hefur með lög-
mætum hætti veriö tekin ag nú er
það viðfangsefni þeirra, sem
treyst hefur veriö fyrir forystu-
hlutverkum i rekstri fyrirtækis-
ins, að gera þaö sem frekast er
kostur til að þetta verði gott fyrir-
tæki, sem gefur fólkinu, sem hér
mun starfa áreiðanlega atvinnu
við bestu möguleg skilyrði, lán-
veitindum timanlega endur-
greiðslu lána, eigendum góðan
arð og þjóðarbúinu nýja, styrka
stoð undir efnahagsframfarir I
landinu. Þess mun verða freistað
að draga úr hinum óæskilegu
áhrifum af verksmiðjurekstrin-
um eins og frekast er kostur.
Eins og nú standa sakir skipta
þessi jákvæðu atriði ein raun-
verulegu máli og þurfa að verða
rikjandi i umræðu um þetta fyrir-
‘æki.”
Tæki eru farin að berast til kisiljárnverksmiðjunnar þótt blaðamanni
sé ekki kunnugt um hvers kyns -
Myndir og texti:
Halldór
Valdimarsson
„Nokkrir Sviar eru starfandi I byggingavinnu á Grundartanga. ís-
lenzku verkamennirnir voru óhressir með þann samanburð er þeir
gáfu tilefni til. Ekki i launum, þótt Sviarnir væru launaðir margfalt á
við íslendingana, heldur i öryggisútbúnaði og vinnubúnaði öllum, sem
er miklu fremri hjá Sviunum.
„Þessi mengunarmál
voru sennileg eitt hiö
fyrsta# sem upp kom sem
virkilegt vandamál í við-
ræðunum við útlendingana
um samninga varðandi
þessa verksmiðju. Meng-
un frá henni errykmengun/
sem ekki er hægt að kom-
ast hjá/ því með henni fara
forgörðum hráefni/ sem
hægt væri að nýta. Ryk-
mengun þessi hefur þann
ókost heistan að hún er
sýnileg. Hins vegar veld-
ur hún ekki tjóni á dýrum
eða gróðri. Hún er fyrst og
fremst hvimleið fyrir aug-
að/ sagði Jón Steingríms-
son, verkfræðingur, á
blaða manna f undi um
mengunarmál, sem hald-
inn var meðan á kynnis-
ferð fjölmiðla á Grundar-
tanga stóð í síðustu viku.
Jón skýrði þar aðgerðir, sem
fyrirhugaðar eru, til þess að
mæta kröfum yfirvalda um að
komið verði i veg fyrir mengun
frá kisiljárnverksmiðjunni á
Grundartanga.
„Miðað við þá ársframleiðslu,
sem fyrirhuguö er hér á kisil-
járni, sagði Jón á fundinum,
myndu fara um hundrað og
fimmtiu tonn af þessu ryki upp I
loftið á ári. Ef logn væri, er ég
hræddur um að þess myndu sjást
merki hér.
Eins og ég sagði er ekki hægt að
koma i veg fyrir þessa rykmynd-
un. Arangur við rykhreinsun er
hins vegar miklu betri, að ég held
svo góður að ég á ekki von á
endurbótum þar á, nema þá til
þess að lækka kostnaðinn.
Þróunin hefur þegar gengið i þá
átt, þvi þegar málið var fyrst rætt
við fulltrúa Union Carbide, var
áætlað að stofnkostnaður við ryk-
hreinsun, yrði um sjötti hluti
byggingarkostnaðar verksmiðj-
unnar, en nú er hann nær sex af
hundraði (6%).
Rykhreinsunin fer fram i
griðarstórum pokasium. Fyrst er
reykurinn frá bræðsluofnunum
kældur niður og stærstu eindirn-
ar, sem kunna að vera glóandi kol
eða kvartz, skildar frá. Siðan fer
reykurinn i gegn um þessa poka,
sem hefta rykið og það sest innan
á þá. Þá lokst er reyknum hleypt
út i andrúmsloftið.
Það hefur verið talað um að
þessar pokasiur taki um niutiu og
niu af hundraði ryksins úr reykn-
um. Þegar siurnar eru komnar i
notkun verður hreinsunin þó nær
99.9%, þvi pokarnir þéttast af
rykinu.
Rykið er ákaflega fingert, nán-
ast eins og reykur af tóbaki. Það
er erfitt að meðhöndla þetta, þvi
það er svo fint og þétt. Þvi er það
kögglað með vatni, ekki ósvipað
og sement.
Hugað hefur verið að endur-
notkun ryksins, sem hráefnis, en
talið er að þaö gæti eyðilagt pok-
ana.
Mengunarmörk í fyrsta
sinn
Þessi verksmiðja hefur fengið
starfsleyfi hér, en i þvi eru, i
fyrsta sinn hérlendis, sett
mengunarmörk, bæöi I útblæstri
frá verksmiðjunni, svo og á
vinnustað. t útblæstri mega ekki
vera meir en 100 milligrömm af
ryki á rúmmetra, og á vinnustað
ekki meir en 5 milligrömm.
Loftræsting innandyra er flókið
fyrirbæri og byggist hönnun
hennar á likantilraunum, sem
gerðar voru i Noregi. Þar er
verksmiðja ekki ósvipuð þess-
ari, sem likan var gert af.
Þess þarf að gæta að ryk berist
ekki þangað sem menn vinna.
Sums staðar verður aö kæla loft-
ið, en framkvæmd er háð þvi að
loftblástur má ekki valda drag-
Heil steypustöðhefur verið fiutt á Grundartanga, til að anna framkvæmdum þar. Hún þykir meir að
segja full smávirk og segja verkamenn á staðnum hana tefja fyrir sér.
Kostnaður við meng
unarvarnir hefur
minnkað mikið frá
upphaflegri áætlun
súg eða kulda sums staðar annars
staðar. Þvi er þetta ákaflega flók-
ið.
Til þess að hreinsa gólf og veggi
verður sett upp ein ryksuga, með
mörgum föstum útsogum. Við
þau er svo hægt að tengja slöngu,
sem færð verður á milli, en hún
verður tiu metra löng. Er það
mun hagkvæmara en einhver vél,
sem þyrfti að fara um gólf og ylli
jafnvel sjálf mengun, annað hvort
með hávaða eða útblæstri.
Utan dyra verður ekki mikil
mengun. Þó geta hráefni fokið og
því er byggt yfir öll færibönd, sem
þau fara um.
Hávaði — birta — hita-
geislun
Hávaöi, birta og hitageislun eru
þættir sem brugðist er við á hefð-
bundinn hátt. Fyrst og fremst er
reynt að einangra mengunar-
valdinn, þannig að ekki þurfi að
verja starfsmennina hvern og
einn.
Hávaði verður mestur þar sem
efnið er malað og i pökkun. Það er
malað i kvörn og inni i kvarnar-
húsinu verður hávaðinn um 105
desibel. Þvi er gert ráð fyrir
hljóðeinöngruðum veggjum.
Loks má svo geta um fosfór-
vetni og arsenvetni. Það eru efni
sem losna þegar kisiljárnið
brotnar, vatn kemst að brotsár-
inu og kemur þessum efnum, sem
bæði eru eiturefni, út i andrúms-
loftið. Mengun af völdum þeirra
er of litil til að valda umhverfis-
spjöllum, en gæti orðið skaðleg
mönnum, ef varúðarráðstafanir
kæmu ekki til. Þar gripa inn i
ákvæði um geymslu fullunnins
efnis i ákveðinn tima, i þar til
gerðum silóum, áður en skipa má
þeim út og flytja á sjó.
Atvinnusjúkdómar
Atvinnusjúkdómar, i tengslum
við verksmiðjur af þessu tagi, eru
fáir þekktir. Raunar er aðeins um
einn að ræða, svokallaða kisil-
veiki. Rannsóknir, sem gerðar
hafa verið, benda þó til þess að
ekki þurfi að óttast þennan sjúk-
dóm, þvi i ljós hefur komið að
flestir þeir sem hafa verið rann-
sakaðir meðan þeir störfuðu i
verksmiðju af þessu tagi og
reyndust hafa sjúkdóminn, höfðu
jafnframt unnið niðri i kvartz-
námum og mun liklegra að sjúk-
dóminn væri þangað að rekja.
Engu að siður verða fram-
kvæmdar kerfisbundnar læknis-
skoðanir á starfsmönnum hér,
fyrst þegar þeir koma til starfa og
svo allar götur siðar. Tilgangur
þeirra verður að ákvaröa at-
vinnusjúkdóma og finna hverja
þeirra má rekja til þessarrar
verksmiðju.
Vettvangsrannsóknir
Þá má skýra frá þvi að nokkuð
viðamiklar rannsóknir á lifrikinu
i umhverfi verksmiðjunnar, eiga
að fara fram, til þess aö reyna að
ákvarða áhrif hennar þar á. Þarf
þá fyrst að komast að niðurstöðu
um ástand lifheimsins áður en
verksmiðjan tekur til starfa,
ákvarða hluti eins og kvikasilfur i
hagamúsum, ef svo má að orði
komast, og siðan kanna þróun
mála eftir að starfræksla hefst
hérna.”
— hv
Maðurinn fremst tii hægri á myndinni er við vinnu I grunni reykhreinsunarhússins. Sökklar eru margra
manna hæða háir og hið mesta þing. t baksýn sést I enda ofnhússins.
Sementsverk-
smidjan notar
mengunina frá
Grundartanga
//Rykíð/ sem hreynsað
verður úr reyknum frá
bræðsluofnum kísilrárn-
verksmiðjunnar er hægt að
nýta til sementsgerðar.
Það hefur verið notað með
góðum árangri við slika
framleiðslu annarsstaðar
og sementsverksmiðjan á
Akranesi getur notað bróð-
urpartinnaf þeim hundrað
og fimmtíu tonnum sem til
falla á ári hjá okkur, sögðu
forráðamenn máimblendi-
verksmiðjunnar á grund-
artanga, við blaðamenn.
þegar á kynnisferð á
Grundartanga stóð, í vik-
unni er leið.
I þeim viðræðum við þá kom
fram, aö notkun rykkögglanna er
þeim erfiðleikum háð, að i þá
skortir óhreinindi af ákveðinni
tegund, nánast súrál. Hefur verið
athugað hvort mögulegt væri að
fá það hjá álverinu i Straumsvik
meö litlum tilkostnaði, en hins
vegar komið i Ijós að þeir herrar
eru ekki tilbúnir til að selja ódýrt.
Hins vegar mun Akranesverk-
smiðjan nota þennan úrgang frá
Grundartangaverksmiðjunni,
engu að siður.
—hv