Alþýðublaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 7. marz 1978.
Hvar er nú saksóknari rikisins?
„Veldi tilfinninganna
1940Ӈ
leiksvidi
Talía# leiklistar félag
Menntaskólans við Sund
frumsýnir fimmtudaginn
9. mars í Breiðholtsskóla
leikritið „Stundum
(bannað) og stundum
ekki" eftir hina þekktu
skopleikjahöfunda Arnold
og Bach í þýðingu Emils
Thoroddsen. Leikstjóri er
Gisli Rúnar Jónsson.
Leikritið var fyrst sýnt hér i
Iðnó árið 1940, og olli þvilikum
úlfaþyt meðal stjórnvalda að þau
gerðu þegar ráðstafanir tii að
hindra sýningu leikritsins og var
til þess kvödd sérstök dómnefnd
sem i sátu fulltrúar lögreglunnar
og barnaverndar, auk Jónasar
frá Hriflu sem vildi
þegar I stað láta banna leikritið
stm hann taldi vera siðspillandi,
klúrt og með öllu óhæft til sýn-
ingar. í uppfærsiu M.S. er leitast
við að likja I sem flestu eftir
stemningunni sem rikti i Iðnó á
hinni frægu frumsýningu 1940. í
þvi skyni er bætt við forleik sem
Jón Hjartarson samdi fyrir L.A.
þegar það setti upp leikinn fyrir
nokkrum árum. Hin veglega
sviðsmynd er gerð af nemendum
skólans eftir hugmyndum leik-
stjórans. Almennar sýningar
verða dagana 9. 10., 12., 13., og
14., mars kl. 20.00.
Idurm gefur út nýja kennslubók
Hugmyndasaga
Frá sögnum til
siðaskipta
Eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson
Ot er komin á vegum
Iðunnar bókin HUG-
MYNDASAGA. FRA
SÖGNUM TIL SIÐA-
SKIPTA eftir Jón Hnefil
Aðalsteinsson fil. lic.
menntaskólakennara. I
bókarkynningu á kápu er
gerð svofelld grein fyrir
bókinni:
„1 bók þessari eru teknar ti
meðferðar ferns konar hug-
myndir: bjóðsagnahugmyndir,
trúarhugmyndir, heimspekihug-
myndirog stjórnmálahugmyndir.
Þjóðsagnahugmyndir skipa veru-
legt rúm i bókinni, enda er þar
um að ræða elztu vitnisburði
mennlegrar hugsunar, og reynt
er aö skipa þjóðsögnunum á sinn
markaða bás á vettvangi visinda.
Trúarhugmyndir og stjórnmála-
hugmyndir eru einnig teknar
hlutlausum, fræðilegum tökum
eins og gera ber i riti, sem ætlað
er til notkunar I skólum. Og sama
er að segja um heimspekihug-
myndir.
Frá örófi alda hafa menn spurt:
Hvaðan kom ég? Hver er ég?
Hvaö ber mér? Hvert fer ég? Og
svo spyrja menn enn i dag. Hug-
myndasagan greinir frá formi
þessara spurninga á ýmsum
timum. Bók þessi hlýtur þvi að
vera áhugaveröur lestur hverjum
þeim sem glima vill við gátur lifs-
ins og fræðast um hvaða svör
hafa verið gefin viö þeim á mis-
munandi timum. En fyrst og
Jón Hnefill Aöalsteinsson
Ilugmyndasaga
Frá sögnum til siðskipta
fremst er bókin rituð til notkunar
við kennslu i hugmyndasögu í
menntaskólum og öðrum fram-
haldsskóium.”
Bókin er 146 bls. að stærð. Hún
er sett og prentuð i Offsettækni
sf., en Bókfell hf. annaðist bók-
bandsvinnu.
,,Svart á hvítu” — 2 tbl.
Ot er komiö 2. tölublað af tfma-
ritinu „Svart á hvltu”, sem gefiö
er út af Galleri Suöurgötu 7. t
ritinu er itarlegt viötal viö
Magnús Pálsson, myndlistar-
mann, grein um kveöskap Meg-
asar eftir Skafta Halldórsson,
grein sem heitir „Byggt um-
hverfi” eftir arkitektana Stefán
Thors og Hrafn Hallgrimsson,
grein um breska samtlma.tónlist
eftir örn Jónsson, Eggert Péturs-
son og Ingólf Arnarson.
Þá tru tvær þýddar greinar:
önnur eftír Peter Handke, sem
nefnist „Ég er ibúi fílabeins-
turnsins”, og hin eftir Peter
Larsen, sem fjallar um fram-
Á morgun, 8. mars, munu
Rauösokkahreyfingin, MFÍK og
Kvenfélag sósialista standa fyrir
baráttufundi i Félagsstofnun stú-
denta. A fundinum verður flutt
samfelld dagskrá með ávörpum
og söngvum og ber hún yfirskrift-
ina Kjör verkakvenna fyrr og nú
— baráttuleiöir. Með þessu fram-
haldsmyndaflokkinn, McClaud,
sem þekktur er úr islenska sjón-
varpinu. Einnig er i timaritinu
skáldskapur eftir Megas, Stefán
Snævarr, Einar Kárason, William
Burroughs, Richard Brautigan
o.fl. Auk þess eru myndverk eftir
ýmsa meðlimi samtakanna sem
standa að Galleri, Suðurgötu 7.
Ritið er 68 siður og prýtt fjölda
mynda.
„Svart á hvitu” kemur út árs-
fjórðungslega. Næsta tbl. er vænt-
anlegt i maimánuði. Ritstjórn
hvetur fólk til að senda blaðinu
efni. Skilafrestur fyrir næsta tölu-
blaö er 1. april. Ennfremur er
óskaö eftir umboðsmönnum fyrir
taki hyggjast Rauðsokkahreyf-
ingin, MFÍK og Kvenfélag sósial-
ista leggja fram sinn skerf til
endurreisnar 8. marz sem alþjóð-
legs baráttudags verkakvenna. t
frétt frá aðstandendum fundarins
hvetja þeir alla kvenfrelsissinna
til að mæta á fundinn sem hefst
kl. 20.30.
ritiö utan Reykjavikur. Tekið er á
móti áskriftum i sima 10852 og i
GalleritSuðurgötu 7,meðan á sýn-
ingum stendur. Ritið kostar kr.
800 úr bókabúð, en áskriftargjald
er kr. 2300 fyrir 4 tölublöð.
Meinieg villa var í
frétt blaðsins síðast lið-
inn miðvikudag# þar
sem sagt var frá
fundum í Póstmanna-
félagi Islands. Fyrirþað
fyrsta misritaðist nafn
ritara félagsins, en hún
heitir Gyða Jónsdóttir. I
öðru lagi var ekki greint
rétt frá ályktunum sem
samþykktar voru á
fundunum. Þar átti að
standa — Fundirnir
báðir hvetja alla félags-
menn sína til samstöðu
um að hnekkja þessari
ósvifnu árás, MEÐ
ÖLLUM LÖGLEGUM
RÁÐUM. —
Fundur um kjör
verkakvenna
Fyrsti fólksblllinn með V-8
dísilvél
80-100 bílar
koma í apríl og
maí
Véladeild Sambandsins
er um þessar mundir að
hefja kynningu á
Oldsmobile fólksbíl með V-
8 dísilvél, og segir í kynn-
ingarriti frá fyrirtækinu,
að hér sé um að ræða bíl,
sem tekið var að hanna
fyrir afleiðingar olíu-
kreppunnar undanfarin ár.
Verð bílsins mun um 4.4
milljónir til leigubifreiðar-
stjóra, en um 6 millj. til
annarra. Meðaleyðsla er
um 10 lítrar.
Billinn er að öllu ytra og innra
útliti með svipuðu sniði og menn
eiga að venjast af ameriskum
fólksbilum. Vélin hefur verið sér-
staklega hljóðdeyfð og er mjög
kraftmikil, 0-100 km/klst. á 16.3
sekúndum.
Vegna ýmissa byrjunarörðug-
leika hefur afgreiösla á þessum
bilum til Evrópulanda dregizt
nokkuð.
Þó að erfiðleikar þessir séu nú
yfirstignir, er eftirspurn svo mik-
il, bæði vestanhafs og austan, að
einhverjar tafir eru fyrirsjáan-
legar á afgreiðslu. Þeir 80-100 bil-
ar, sem Véladeild Sambandsins
hefur pantað til landsins, munu
þó verða afgreiddir og koma til
landsins i april og mai. Áberandi
er, aö leigubilstjórar hafa sýnt
þessum bilum mikinn áhuga,
enda mun fylgja þeim geysimik-
ill niöurskurður á rekstrarkostn-
aði, auk þess sem verð þeirra er
tiltölulega mjög hagstætt, miðað
við þaö hvað hér er um vel búna
bila að ræða.
III. landsþing EIK (m-1)
Kommúnistaflokk
ur stofnaður fyrir
árslok 1979
Einingarsamtök
kommúnista
(marx-leninista) — EIK
(m-1) héldu þriðja
landsþing sitt fyrir
skömmu. Þar var fjallað
um starf og stefnu sam-
takanna og samþykkt
skýrsla miðstjórnar þar
að lútandi. Er i henni
sett fram kjörorð um
STOFNUN KOMMÚN-
ISTAFLOKKS Á
ÍSLANDI FYRIR
ÁRSLOK 1979.
Þinginu bárust kveðjur viða að
úr heiminum, m.a. frá öllum
Norðurlöndunum, Kanada og
Bandarikjunum. Samþykkt var
kveðja til allra erlendra systur-
hreyfinga og -flokka EIK (m-1),
ásamt áskorun til isl. alþýðu og
ályktun um komandi alþingis-
kosningar (sjá Verkalýðsblaðiö
nr. 3 1978).
Þingið kaus nýja miðstjórn
EK(m-l) og er formaður hennar
Ari T. Guðmundsson og.varafor-
maður Sumarliði R. tsleifsson.