Alþýðublaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. marz 1978.
3
Tillaga um ríkisstyrki
til idnadar samþykkt
í undirnefnd EFTA:_
Allir brjóta EFTA-
samningin nema
íslendinsar!
Svo sem kunnugt er af
fréttum hafa íslenzkir iðn-
rekendur lagt til og farið
fram á einhliða frestun
tollalækkunar samkvæmt
samningum við EFTA og
EBE. Slík frestun myndi
skapa aukið svigrúm til
jöfnunar samkeppnisað-
stöðu iðnaðarins. Iðnrek-
endur telja, að auðvelt sé
að réttlæta þessar aðgerðir
gagnvart samstarfsaðilum
islendinga í EFTAog EBE
með því að vísa i mjög öf I-
ugar stuðningsaðgerðir,
sem ekki fyrirf innast hér á
landi.
„Þessar stuðningsaðgerðir i
nágrannalöndunum, sem eru
mjög viðkvæmt mál og yfirleitt
ekki viðurkenndar opinberlega,
brjóta vitaskuld alla friverzl-
unarsamninga”, sagði Davið
Scheving Thorsteinsson, formað-
ur isl. iðnrekenda á fundi með
fréttamönnum i gær. Davið er ný-
kominn af fundi efnahags- og
félagsmálanefndar EFTA, þar
sem samþykkt var tillaga, sem
viðurkennir óbeint, að slikar
stuöningsaögerðir eigi sér stað i
EFTA löndum. Tillaga þessi var
efnislega samhljóða tillögu, er
Davið hafði borið fram.
,,Ég fór á fund ráðgjafanefndar
EFTA i nóvember og flutti þá til-
lögu um að rannsókn færi fram á
þessum stuðningsaðgeröum og að
hve miklu leyti þær hindri frjálsa
samkeppni milli EFTA landa. Þá
varð mikil sprenging. Menn þver-
tóku fyrir að slikur stuðningur
ættí sér stað. Svii reiddist þessu
m.a. feikilega og kváðu enga
slika styrki vera til i Sviþjóð. Þá
rak ég framan I hann sænska bók,
sem við hjá Félagi isl. iðnrekenda
höfðum komizt yfir. SU bók hét
hreinlega „Handbók um styrki i
iönaði”, og fjallaöi hún um ýmsa
styrki, sem hægt væri aö fá. Bók
þessi var á annað hundrað siður.
Við þetta sefaðist Sviinn mjög,
enda hafði hann ekki séð þessa
bók áður”.
„Málinu var svo visað til efna-
hags- og félagsmálanefndar og
fyrrnefnd tillaga samþykkt
samhljóöa 3. marz,nú er einmitt
vika slðan leyft var að ræða þetta
mál opinberlega á fundum
EFTA.”
Allir hafa brotið samning-
inn nema Islendingar.
„Það hefur komið i ljós við at-
huganir, að öll riki, sem aðilar
eru að friverzlunarsamningum
EFTA hafa þverbrotið samning-
ana með alls konar styrkjum til
iðnaðarins, nema tsland.”
„Þessir styrkir eru I ýmsum
myndum. Til dæmis borgar
sænska rikið iðnfyrirtækjum 20
s.kr. (um 1100 Isl.) fyrir hverja
unna klukkustund fyrir það eitt að
hafa fólk I vinnu i fataiðnaði. 1
Bretlandi má afskrifa vélar og
tæki i iðnaði um 100% á fyrsta ári
og iðnaðarhUsnæði um 50%. A Is-
landi má afskrifa vélar og tæki
mest um 12,5% og hUsnæði um 4-
8%, auk 6% flýtifyrningar.
„Veiðarfæragerð telst til vefjar-
og fataiðnaðar i Noregi. Þannig
fær þessi iðnaður tvenns konar
styrki, fyrst sem fataiðnaður og
siðan styrk, þar sem iðnin er
tengd sjávarUtvegi.”
„Þetta styrkjakerfi er hreinn
frumskógur. Sænskur iðnaður fær
næstu fimm árin 27.000 milljarða
sænskra któna i styrkveitingu”
(reiknivélin okkar tekur ekki
slikar upphæðir, en þetta mun
samsvara u.þ.b. 1.1 milljón mill-
jörðum islenzkra króna).
„Það er alveg ljóst, að íslenzka
rikið getur aldrei keppt við slikar
styrkveitingar. Það er einnig
andstætt okkar hugmyndum. Við
erum á móti rikisstyrkjum og þar
sem við erum aðilar að friverzl-
unarsamningum viljum við að
bandalagsaðilar okkar i EFTA og
EBE virði leikreglur friverzlunar
og leggi rikisstyrki til iðnaðar og
Utflutnings niður.”
„Við viljum ekki að islenzka
rikiö taki upp styrktaraðgerðir.
Við viljum lengri aðlögunartima
að EFTA og EBE, þannig aö við
getum barizt gegn styrkjum I öðr-‘
um aðildarlöndum. Við þurfum
að vinna tima og förum fram á 2-3
ára frest á tollalækkunum.”
„I baráttu okkar innan EFTA
gegn styrkjunum höfum við þeg-
ar unnið tvær lotur með sam-
þykkt tillögunnar, sem fyrr er
minnst á. NU á eftir að ræða hana
I ráðgjafarnefnd EFTA, verði hUn
samþykkt i ráðherranefnd, sem
við erum bjartsýnir á að verði, þá
er stórum áfanga náð.”
„Svo við förum aðeins fram á
lengri aölögunartima. TrUi menn
þvi, að frjálst markaðskerfi komi
sér bezt bæöi fyrir atvinnurek-
endur og almenning, eins og fri-
verzlunasamningar byggja á, þá
má ekki koma með hundakUnstir
eins og styrkjakerfi. Ef þaö við-
gengst áfram, þá álit ég að gamla
hafta- og tollakerfið sé bæði
hreinlegra og heiðarlegra”, sagði
Davið Scheving Thorsteinsson að
lokum.
—ATA
Eitt verkanna á sýningunni eftir Tryggva ólafsson
Den Nordiske’%
99
samsýmng norrænna
myndlistarmanna
4. marz s.l. þ.e. á laugar-
daginn var opnuð í Nor-
ræna húsinu í Reykjavik
myndlistarsýningin „Den
Nordiske". Þetta er sam-
sýning 20 norrænna mynd-
listarmanna frá Norður-
landar íkjunum öllum,
Færeyjum og Grænlandi.
Sýning þessi hefur áður
verið sett upp í Danmörku
og mun opnuð víðar á
Norðurlöndum eftir að
henni
þ.m.
lýkur hér þ.e. 19.
Sýningunni „Den Nordiske” er
af stað komið af samnefndum
sýningarsamtökum 17 mynd-
listarmanna frá Norðurlöndum.
Aðild að samtökum þessum eiga
m.a. islenzku listamennirnir þau
Olöf Pálsdóttir og Tryggvi Ólafs-
son. Samtökin hafa haldið sýning-
ar i Kaupmannahöfn annað hvert
ár, siðan 1970, 1974 sýndu þau
einnig i Norræna hUsinu hér.
Sýningunni hefur verið mjög
vel tekið i Kaupmannahöfn áður
en hUn kom hingað til lands. Verk
íslendinganna á sýningunni
þeirra Tryggva Olafssonar mál-
ara og Óskars MagnUssonar
vefnaðarlistamanns, vöktu tals-
verða athygli en mesta hrifningu
munu þó hafa vakið verk fær-
eysku listamannanna Ingólfs av
Reyni og Zakariasar Heinesen.
Gagnrinandi „Berlinske Tid-
ende” segir t.d. um sýninguna:
„að hún bjóði upp á forvitnileg og
lifleg verk, jafnvel i svo rlkum
mæli að sýningin megi teljast sú
besta til þessa.”
Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar:
Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar
verður haldinn i Aiþýðuhúsinu i Hafnarfirði
fimmtudaginn 9. marz næstkomandi klukkan
20:30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Árni Gunnarsson, ritstjóri, flytur ræðu.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
\feentanlegir vinnimshafar
3. flokkur
Vinsamlega athugið að Happdrætti Háskólans greiðir ekki
vinninga á þá miða, sem ekki hafa
verið endurnýjaðir.
Látið ekki dragast að hafa samband við
umboðsmanninn og endurnýja í tæka tíð.
Dregið verður föstudaginn lO.mars.
HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS
Hæsta vinningshlutfall í heimi!
18 @ 1.000.000,- 18.000.000,-
18 — 500.000,- 9.000.000,-
207 — 100.000,- 20.700.000.-
306 — 50.000,- 15.300.000.-
8.163 — 15.000.- 122.445.000.-
8.712 185.445.000.-
36 — 75.000,- 2.700.000,-
8.748 188.145.000-