Alþýðublaðið - 10.03.1978, Page 1
FÖSTUDAGUR 10. MARZ
50. TBL. — 1978 — 59. ÁRG.
Ritstjórn blaðsins er
til húsa í Síðumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
Kaupum olíu
frá Portúgal til
að greiða fyrir
saltfisksölu
í þessari viku geröu is-
lendingar samning við
Portúgal um olíukaup. Er
þetta fyrsti samningur
þessarar tegundar milli
rikjanna. i viötali viö blað-
ið sagði Ólafur Jóhannes-
son, viðskiptaráðherra, að
vafalaust muni samningur
þessi greiða fyrir saltfisk-
sölu til Portúgals, en sem
kunnugt er hefur illa horft
með þau viðskipti. Portú-
galir hafa verið stærsti
sa Itf iskkaupandi okkar og
hafa tekíð við nær því
helmingnum af öllum
blautverkuðum fiski héð-
an. óiafur sagði þó að
Portúgalir hefðu ekki lofað
neinu endanlega með salt-
fiskkaup þrátt fyrir oliu-
samninginn en vafalaust
myndi hann greiða fyrir.
Verðmæti þeirrar oliu sem ts-
lendingar kaupa frá Portúgal
samkvæmt ofangreindum samn-
ingi mun vera 1.3 milljarðar
króna. Hér er um að ræða 35.000
tonn af gasoliu og 7 þúsund tonn
af benzini. Það er fyrirtækiö
iwiiwwmw
blað hvaða
1,'indSmanna??
I fyrradag A alþJAMegam baráttudegi kvenna voru haldnlr tveir
baráttufundir I Reykjavik I tilefni dagsins. Annar fundurinn var
haldinn á vegum 8. marz hreyfingarinnar I Tjarnarbúö og hinn á
vegum samfyikingar Rauðsokkahreyfingarinnar, MFtK og
Kvennfélags sósialista i Félagsheimili stúdenta. Nánar er sagt
frá fundum þessum á bls. 2, en þessi mynd var tekin i Tjarnar-
búð.
Varnarlidid
fær nýjar
orustuvélar
Varnarliðið á Kefla-
víkurflugvelli er nú að
hefja endurnýjun á flota
þeim af orustuþotum, sem
það hefur haft yfir að
ráða. Mánudaginn 13.
þessa mánaðar kemur
fyrsta nýja vélin til Kefla-
vikur. Hún er af gerðinni
F-4E Phanton II og leysir
af hólmi F-4C, sem tal-
aldar eru íreltar.
Ekki hefur komið fram hvað
nýju flugvélarnar verða margar.
Þær eru endurbætt og endurnýjuð
utgáfa af þeim vélum, sem fyrir
eru. Hreyflar þeirra eru öflugri
og þær geta þvi borið meiri
þunga. Einnig eru þær snarari i
snúningum en þær gömlu.
Nýju vélarnar, sem raunar eru
ekki nýsmiðaðar, hafa vervð
endurbættar og eru tæknilega
mjög fullkomnar. Rafeindakerfi i
þeim er svo nýtt, að flugvélar ár-
gerð ’77, hafa ekki slikt kerfi.
Varnarliðiö hefur boðið frétta-
mönnum að skoða og taka myndir
af nýju flugvélunum, en aö und-
anförnu hefur talsvert verið um
það rætt að vélakostur varnar-
liösins væri úreltur og litils virði.
Petrogal sem samið var við. Við-
skiptaráðuneytið er formlegur
samningsaðili, en framselur sið-
an samninginn til olíufélaganna
þriggja.
Ölafur Jóhannesson sagði aö ol-
íusamningur þessi gerði þó nokk-
uð til að brúa þann greiðsluhalla
sem verið hefur á viðskiptum
Portúgals og tslnds, Portúgölum i
óhag. Meira þarf þó að koma til
og er nú hugað að ýmsum mögu-
leikum. Meðal þess sem hugað
hefur verið að, er að senda islenzk
skip til viðgerða I portúgöslkum
skipasmiðastöðvum. ólafur
Jóhannesson gat þess einnig að
Portúgalir hefðu veriö meðal
þeirra sem buðu i Hrauneyjar-
fossvirkjun. Tilboð þeirra hefði
þó ekki verið lægst, en vafalaust
myndi það hjálpa upp á sakirnar
ef þeir fengju að taka að sér ein-
hver slik verkefni hér á landi.
I gær var Fjólmundi Karlssyni afhent verðlaun úr
Verðlaunasjóði Iðnaðarins. Verðlaunin námu 1
milljón króna. Fjólmundur rekur hljóðkútaverk-
smiðju á Hofsósi og framleiðir þar fyrir 1/4 hluta
innanlandsmarkaðar. Sjánánar á baksíðu.
Frumvarp um frjálsa
verzlunarálagningu
fyrir páska?
Geir Hallgrímsson sagði
á aðalfundi Kaupmanna-
samtakanna í gær, að hann
vonaðist til að unnt yrði að
leggja fram stjórnarfrum-
varp á alþingi fyrir páska.
Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra sagði að á aðalfundi Kaup-
mannasamtakanna i gær aö hann
vonaðist til þess að stjórnarfrum-
varp um verðmyndun og verð-
lagningu verði lagt fram á
Alþingi fyrir páska. Lét hann og i
ljós vonir um að unnt yrði að
koma frumvarpinu gegnum þing-
ið fyrir þinglok i vor. t þvi sam-
bandi hvatti hann kaupmenn til
að standa með stjórnvöldum til aö
svo megi verða.
lagningu, þegar samkeppni i
þeirri verzlunargrein sem um
ræðir i það og það skiptið teljist
nægilega frjáls. Ef samkeppni sé
ekki nægilega frjáls þá veröi sett-
ar afgerandi reglur um opinbera
ihlutun, hvernig henni eigi að
vera háttað og i hvaða tilíellum
eigi að beita henni.
Geir sagði að frumvarp þetta
fullnægði ekki að öllu kröfum
þeim sem hann gerir til sliks
fyrirkomulags, en gat þess að hér
væri um að ræða áfangaskipti, —
timamót — ef frumvarpiö næði
fram að ganga fyrir þinglok.
ES
Geir sagði að i frumvarpinu
væru ákvæði um frjálsa verð-
67% hækkun
iðgjalda á
bifreiðum?
Sem kunnugt er hafa
tryggingarfélögin farið
framáhækkun iðgjalda
af bifreiðatryggingum
um 67%. Slík hækkun
mundi þýða að árs-
iðgjald af minni fólks-
bílum færi upp í 74.600
kr, en var áður 44.700.
Þeir, sem eiga bifreiðar i
milliflokki, t.d. Cortinu munu
verða að greiða 89.000,00 kr. i
stað 53.000.00 áður og eigendur
stærri bifreiða, svo sem jeppa
og stærri fólksbifreiöa, munu
verða að greiða iögjöld yfir
100.000,00. Er þessi upphæð
miðuö viö að beiðnin verði
samþykkt óbreytt og er hér
ekki reiknað með neinum bón-
us og á hér eftir að bæta við
söluskatti. Væri fróðlegt að fá
úr þvi skorið hvað kostar að
eiga bil á þessum erfiðu tim-
um yfir árið.
Neita aó
greióa
afnotagjöld
Allir sjónvarpseigendur i
Saurbæjarhreppi Dalasýslu
hafa nú undirritað svohljóð-
andi mótmælaorðsendingu og
er henni beint til Innheimtu-
deildar Rikisútvarpsins/Sjón-
varps:
„Vegna slæmra skilyrða og
tiðra bilana neitum viö undir-
rituð að greiða afnotagjöld af
sjónvörpum okkar nema fulln-
aðarviðgerð fari fram á
endurvarpsstöðinni á Reyk-
hólum, A-Barðastranda-
sýslu.”
Að sögn talsmanns Saurbæ -
inga hafa truflanir á sjón-
varpsútsendingum til þeirra
færzt mjög i aukana upp á sið-
kastið. Truflanirnar lýsa sér
sem skyndilegar og óvæntar
þá er útsending sjónvarpsins
stendur sem hæst. Talsmaður-
inn kvað mótmælaorösending-
una lagöa fyrir Innheimtu-
deildina i dag þ.e. 9. marz.