Alþýðublaðið - 10.03.1978, Qupperneq 5
Föstudagur 10. marz 1978
5
SKOÐUN
Gunnlaugur Stefánsson skrifar:
Stjórnmálaflokkur
til sölu?
Undanfarnar vikur hafa and-
stæöingar Aiþýöuflokksins, og
þá sérstaklega andstæðingar
vinstri samvinnu innanAlþýðu-
bandalagsins, fordæmt
Alþýðuflokkinn fyrir aö þiggja
fjárstuðning tii starfsemi
flokksins frá verkalýðshreyf-
ingunni og jafnaðarmönnum á
Norðurlöndum.
Ég hef áður i Alþýðublaðinu
haldið fram þeirri skoðun að
það eitt hvernig islenzkir stjórn-
málaflokkar fjármagna starf
sitt og miiljónatugafjárfesting-
ar sinar á undanförnum árum
sé nauðsynlegt rannsóknarmál.
Alþýðuflokkurinn einn allra
stjórnmálaflokka gaf þjóðinni
allar upplýsingar um fjármál
sin. Þar kom i ljós að halli af
flokksstarfinu á undanförnum
árum hafði veriö slikur að
flokknum lá við gjaldþroti. Ef til
vill er slik fjárhagsstaða
isienzks stjórnmálaflokks ekki
óeðliieg. Stjórnmálaflokkur er
ekki stofnaður sem fyrirtæki,
vegna þess að hann á ekki að
hafa neina vöru til að selja,
heldur er stjórnmálaflokkur
hreyfing fólks er vinnur að þjóð-
félagsmálum og er þannig
undirstaða iýðræðisins. En aör-
ir stjórnmálaflokkar en Alþýöu-
flokkurinn hafa allt sitt f járhald
i leyniskiiffum þar sem almenn-
ingur nær ekki til. Það er eigi að
siður áleitin spurning, sem
ýmsa væntir svars við, hvað
húsbyggingaflokkarnir hafa selt
á undanförnum árum eöa hvaða
viðskipti þeir hafa stundað sem
fært hefur þeim upp i hendurnar
tugi fasteignatryggðra
milljóna i gróða.
Alþýðuflokkurinn hefur ekki
staðið i húsbyggingum á undan-
förnum árum, en Alþýöuflokk-
urinn hefur átt i fjárhagsvand-
ræðum. Komið var á fót al-
mennri fjársöfnun á meðal
flokksfólks til að rétta fjárhag-
inn litið eitt við. Sú söfnun tókst
framar vonum.
Alþýðuflokkurinn á rætur sin-
ar i Islenzkri og alþjóðlegri
verkalýðsstétt. Um margra
áratugaskeið hafa jafnaðar-
menn um heim allan haft með
sér náið samstarf. Sérstaklega
hefur þó samstarf jafnaöar-
manna og verkalýðshreyfingar-
innar verið náiö á Noröurlönd-
um. Sú samvinna einkennist af
jafnrétti og bræöralagi, þeim
grundvallarþáttum sem jafn-
aðarstefnan berst fyrir að móti
gerð þjóðfélagsins. Þannig
styðja jafnaðarmenn um heim
allan hvor aðra málefnalega og
fjárhagslega, ef nauðsyn kref-
ur. t þvi felst jafnrétti og
bærðralag jafnaðarstefnunnar.
T.d. hafa jafnaðarmenn staðið
að stuðningi við baráttufélaga i
Portúgal, á Spáni, i Chile, i Viet-
nam o.fl. löndum. Andstæöing-
um Alþýðuflokksins þarf þvi
ekkert að koma á óvart þó
Alþýðuflokkurinn njóti heiðar-
legs stuðnings frá áratugagöml-
um samstarfsflokkum á
Norðurlöndum, þegar flokkur-
inn á við erfiöa fjárhagsstöðu að
striða. Annað væri nánast óeðli-
legt þegar flokkarnir á Norður-
löndum hafa fjárhagslegt bol-
magn til sliks stuðnings.
Nauðsynlegt er að staða
8tjórnmálaflokka i islenzku
þjóðfélagi verði tekin til gagn-
gerðrar umræðu. Stjórnmála-
flokkar gegna lykilhlutverki i
lýðræðisskipulaginu. Slikum
grundvallareiningum verður að
veita starfsöryggi til að skila
hlutverki sinu. Ejármálabrask
er hlutverki stjórnmáiaflokks
óviðkomandi. Slikt má aldrei
hafa áhrif á starf og stefnumót-
un stjórnmálaflokks. Þvi
miöur tel ég, aö islenzk-
ar aðstæður bjóði til sliks.
Nauösynlegt er að stjórn-
málaflokkar verði gerðir fjár-
hagslega sjálfstæðir með fjár-
framlögum til starfs flokkanna
frá Alþingi. Slikri skipan hefur
verið komiö á i flestum nálæg-
um vestrænum lýöræðisrikjum.
Þykir slik skipan sjálfsögð þar I
löndum. í þessum efnum hafa
tslendingar gerzt eftirbátar ná-
grannaþjóða. Ég held, að timi
fordóma sé liöinn. Stjórnmála-
flokkum, sem máttarstoðum
lýðræðis, verður þjóðfélagið að
búa svo að, að lýðræöinu sé ekki
hætta búin. Koma veröur i veg
fyrir að lýöræðið veröi haft að
söluvöru.
SKOÐUN Rósa Sveinbjörnsdóttir skrifar:
Hugmynd sú, sem ég ætla að
reyna að lýsa, er mikið búin að
brjótast i huga mlnum, ásamt
ýmsum öðrum (jafn fáránleg-
um? ). En hvernig á fáfróð og ó-
lærð alþýöukona, sem „bara”
vinnur i fiski alla daga ársins,
að koma hugmyndum sinum á
framfærián þessað verða að at-
hlægi frammi fyrir alþjóð?
Nú hef ég séð og heyrt, að Al-
þýðuflokkurinn sé að flytja
frumvarpum lækkun kosninga-
aldurs, og ber það vott um, að
hann beri hug unga fólksins að
einhverju leyti fyrir brjósti, eða
eru það einungis atkvæðaveið-
ar? Ég vona samt, að svo sé
ekki, heldur einlægur vilji fyrir
velferð æsku þessa lands. Ég
ætla engan dóm að leggja á
frumvarp þetta, en það ber aö
minnsta kosti merki þess, að
flokkurinn beri traust til unga
fólksins og ætli þvi þá dóm-
greind að velja og hafna yngra
en áður, enda ætti það að vera
eölileg afleiöing af allri þess
skólagöngu og itroðslu, sem það
er búið að meðtaka 18 ára gam-
alt — en nóg um það.
Ef ég væri þingmaður, mundi
ég leggja fram frumvarp til
laga um veganesti! Og er ég þá
loksins komin að erindi þessa
greinarkorns.
t fyrsta lagi: Leggja skal nið-
ur allt, sem heitir námslán og
styrkir i hvaða mynd, sem er.
Veganesti
t öðru lagi: Taka skal upp í
staðinn gjöf eða „veganestí” til
allra unglinga, sem ná 18 ára
aldri.
A átjánda afmælisdegi hvers
unglingsskal islenzka rikið færa
afmælisbarninu að gjöf sem
svarar árslaunum verkamanns,
sem væri ef tir verðlagi i dag um
ein milljón króna. Gjöf þessi
ætti aö öllu leyti að vera kvaða-
laus og skattfrjáls, og væri þvi
algerlega á valdi hvers ein-
staklings, hvernig hann spilaði
úr sinu veganesti, hvort hann
mundi nota það til áframhald-
andi náms, til kaupa á húsnæði,
tíl kaupa á atvinnutæki, legði
það inn til ávöxtunar eða sóaði
þvi i óreglu. Hann einn gæti ráð-
stafað fé þessu og allir sætu
jafnir. Þyrfti þvi enginn annan
að öfunda.
Mörg eru vandamálin I nú-
tima þjóðfélagi, þótt ýms séu
tilbúin ogléttvæg, en einna ugg-
vænlegast þykir mér vera upp-
lausn heimilanna, sem hljóta að
vera hornsteinar hvers þjóðfé-
lags. Fólk fer kornungt út i bú-
skap og hjónaband, en i þessum
tröllaukna óskapnaöi verðbólg-
unnar, sem við hin eldri berum
ábyrgð á, gefast alltof margir
hreinlega upp á fyrstu mánuð-
um og árum búskapar, sem er
engin furða. Þess vegna held ég,
aö svona gjöf eða nesti út i lffið
gæti mörgu ungmenninu bjarg-
að frá uppgjöf, væri að minnsta
kostí mikil hjálp.
Ég geri mér það fyllilega
Ijóst, að þetta hefði ýmsa ann-
marka, en ég held aö með góð-
um vilja mætti koma þessu i
kring. Ég geri ráö fyrir, að há-
værustu mótbárurnar kæmu frá
fjárveitingavaldinu, en þá er
það að athuga, að niöur féUu
námslán og styrkir, sem að
minu viti hafa verið mjög órétt-
látir gagnvart þeim ungmenn-
um, sem ekki hafa „vit” eöa
löngun til að leggja út i lang-
skólanám, sem fram aö þessu
hefur veriö talin besta fjárfest-
ingin og verður ekki uppétin af
veröbólgunni. Ég reikna einnig
með, að einmitt þessi hópur
fólks muni reka upp gól og telja
þessa upphæð aUtof lága. Þá er
það min hugmynd, að opin ætti
að vera leið til viðbótarlána tii
þeirra eins og annarra þegna
þessa lands og á sömu kjörum.
Ég álit, að þessi upphæð
mundi létta mjög undir hjá
flestum ungmennum, i sam-
bandi við heimilisstofnun, þar
sem tvö legðu þá saman, til
kaupa á ibúðarhúsnæði, til
kaupa einhvers konar atvinnu-
tækja, bila, báta, smáverk-
stæða, verkfæra eða hvers sem
vera skal, án ihlutanar kerfis-
ins.
Til að foröast allan misskiln-
ing vil ég strax taka þaö fram,
að ég er ekki með þessar hug-
myndir i kollinum vegna minna
eigin barna, þvi þau eru komin
yfir þennan aldur. En eins og
segir i upphafi Brekkukotsann-
áls, „að næst þvi að missa móð-
ur sina sé fátt hollara ungum
börnum en aö missa föður
sinn,” — sem sé þau misstu
föður sinn ung, og voru þvi svo
„heppin,” ef svo mætti taka til
orða, að fá örlitinn arf eftir föð-
urforeldra sina, sem fleytti
þeim yfir erfiöasta hjallann 1
byrjunbúskapar. Hefur sú vitn-
eskja styrkt trú mina, að þessar
hugmyndir, ef af yrði, gætu ein-
hverju bjargað. Einnig geri ég
mér ljóst, aö þeir, sem væru ný-
komnir yfir aldursmörkin, yrðu
ekki alltof hressir, og mættu þvl
nota einhverjar tilfærslur, með-
an skriðan væri að skriða af
stað.
Þetta eru i örfáum oröum
hugrenningar minar. Mér þætti
gaman að vita, hvort þær yrðu
dæmdar algjört rugl, eða hvort
einhver heil brú væri i þeim.
Þrír heidradir í
Félagi ísl. bóka-
útgefenda
Á síðasta aðalfundi
Félags ísl. bókaútgefenda
20. maí 1977 voru þrír
núverandi og fyrrverandi
félagsmenn k jörnir
heiðurfélagar. Menn þess-
ir voru Ragnar Jónsson,
bókaútgefandi, Ragnar
Jónsson, hæstaréttarlög-
maður, og Hilmar ó.
Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri.
Miðvikudaginn 1. marz sl.
afhenti formaður félagsins,
Orlygur Hálfdánarson, þeim þre-
menningunum heiðurskjöl sin að
viðstaddri stjórn félagsins og
framkvæmdastjóra þess. Fór for-
maður nokkrum orðum um störf
þessara manna i þágu félagsins
og bókaútgáfunnar i landinu.
Þáttur Ragnars Jónssonar i
islenzkri bókaútgáfu er alþjóö
kunnur. Forlag hans, Helgafell,
hefur um áratuga skeið verið i
fremstu röð islenzkra bókafor-
laga og hefur annazt útgáfu
flestra verka fremstu rithöfunda
þjóðarinnar um árabil.
Frh. á 10. siðu
Frá vinstri Hilmar 0. Sigurösson, framkvæmdastjóri, Ragnar Jónsson bokaútgefandi, og Ragnar
Jónsson liæstaréttarlögmaöur.