Alþýðublaðið - 15.03.1978, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.03.1978, Qupperneq 1
Stjórn og samninganefnd BSRB: Kref jast endurskoðunar á kaup liðum samningsins við ríkið Nú þegar hafa öll aðildarfélög BSRB tilnefnt fulltrúa í samninganefnd bandalagsins/ en i nefnd- inni eiga sæti um 60 manns. Á mánudag var haldinn sameiginlegur fundur samninganef ndar og stjórnar BSRB, þar sem rætt var um kjaramálin. Á fundinum var samþykkt einróma að kref jast endur- skoðunar á kaupliðum kjarasamnings BSRB við ríkið. Þess skal getið að stjórnir og samninga- nefndir hvers félags bæjarstarfsmanna fyrir sig taka ákvörðun um kröfur um endurskoðun á kaupliðum kjarasamninga sinna við hlutaðeigandi sveitastjórnir. 1 kjarasamningi opinberra starfsmanna segir svo um endur- skoöunarrétt: „Verði röskun á umsaminni visitölutryggingu launa frá þvi sem þessi samn- ingur gerir ráö fyrir, getur hvor aðili um sig krafizt endurskoö- unar á kaupliðum samningsins. Þegar mánuður er liðinn frá þvi krafa um endurskoðun kom fram getur hvor aöili um sig visað málinu til sáttasemjara og sátta- nefndar er skal þá reyna sættir. Þegar sáttameðferð er hafin getur hvor aðili um sig óskaö opinberrar greinageröar Hag- stofu íslands um þróun verðbóta eða jafngildi þeirra i þjóðfélaginu það sem af er samningstimanum, svo og það sem fyrirsjáanlegt er að verði á samningstimanum. Nýtt samkomulag gildir hverju sinni til loka samningstímans.” Er Kristján Thorlacius var inntur eftir þvi i gær hvert yrði næsta skref bandalagsins i viöskiptum þess viö rikisvaldið sagði hann: — Við höfum farið fram á viðræöur við rikisvaldið, en að öðru leyti get ég litið sagt um það á þessu stigi hvert fram- haldið verður. Við höldum áfram þvi sambandi og þeirri samvinnu sem verið hefur á milli þeirra samtaka sem stóöu að mótmæla- aðgerðunum 1. og 2. marz. — —GEK Bráðabirgdauppgjör fyrir ríkissjód 1977: Framlög til almannatrygg inga lækka í nýrri skýrslu fjár- málaráðherra um afkomu ríkissjóðs fyrir árið 1977, samkvæmt bráðabirgða- tölum ríkisbókhalds hafa framlög til ríkisins til al- mannatrygginga og niður- greiðslna lækkað frá árinu 1975. Árið 1975 voru heild- arútgjöld sem hlutfall af vegri þjóðarframleiðslu 31.4%, þar af framlög til almannatr. og niðurgr. 12.1%. 1976 voru hliðstæðar tölur 27.4% og 10.0% og á siðasta ári 27.2% og 8.3%. I skýringum með þessum töl- um segir, að hlutfallsleg lækkun framlaga til almannatrygginga og niðurgreiðslna árið 1976 hafi að mestu leyti verið vegna þess að dregið var úr niðurgreiðslunum, auk þess sem fjölskyldubætur hurfu þá endanlega út úr reikn- ingum tryggingakerfisins. Arið 1977 var kostnaður við rikisspít- alana greiddur beint úr rikissjóði, en var áður færður sem framlag til sjúkratrygginga og þvi með- talinn til almannatrygginga. AB reyndi að fá það uppgefið hjá Páli Sigurðssyni, ráðuneytis- sjóra i heilbrigðismálaráðuneyt- inu, hve mikið nákvæmlega fyrr- greindar ástæður vegi i lækkun framlaga rikisins til almanna- trygginga og niðurgreiðslna, i þvi ’skyni m.a. að kanna hvort fram- lög til þessara mála hafi i raun beinlinis lækkað hlutfallslega á milli ára. Ekki reyndist unnt aö afla þessara upplýsinga með svo skömmum fyrirvara. Fram kom i samtali við Pál, að fjölskyldubæt- ur hafi verið þungvægar i heildar- útgjöldum lifeyristrygginganna. Til dæmis hafi hlutfallið verið 15—20% árið 1974, eða yfir 900 milljónir króna. Áhrif herferðar gegn reykingum: ATVR skorti 650 milljónir króna — til að hagnaðurinn næði áætlun fjárlaga 1977 Rikiskassinn fékk talsvert færri krónur af sölu áfengis og tóbaks á siðasta ári, en áætlaö hafði verið samkvæmt fjárlögum. Rekstrar- hagnaður ATVR reyndist um 7.942 milljónir kr., en átti samkv. fjárlögum að vera 8.600 milljónir kr. 1 bráöabirðgauppgjöri rikis- reikningsins 1977 eru ástæður minni hagnaðs ATVR sagðar tvær: annars vegar vegna þess að verðbreytingar urðu nokkru siðar á árinu, en miðað var við gerð fjárlaganna, en meginástæöan var minnkun tóbakslneyzlu. Herferðirnar gegn reykingum undanfarna mánuði hafa þannig greinilega borið árangur — en um leið aukiö á bókhaldsblankheit rikissjóðs. t heild urðu tekjur rikissjóös meiri en fjárlög ársins 1977 gerðu ráð fyrir. Samkvæmt þeim áttu tekjur að vera tæplega 90 millj- arðar kr., en reyndust vera 95,5 milljarðar samkvæmt bráöa- birgðauppgjöri. Voru tekjur af innflutningi meiri en fjárlögigerðu ráð fyrir, vörugjald skilaði einnig meiri tekjum, söluskattur, launa- skattur og aðrir tekjuliðir sömu- leiöis. —ARH A þessum myndum sésthvernig Sæborg RE-20 er útbúin til skuttogveiða, rennan og toggáigarnir og ennfremur „tromlan,” sem flotvarpan mun vefjast upp á. Sæborgu RE-20 breytt í skuttogskip Botn- og flotvarpa til taks í senn með skömmum fyrirvara Nýstárlegur útbúnadur af kanadískri fyrirmynd Undanfarnar vikur hafa staðið yfir nýstárlegar endurbætur á togskipinu Sæborgu Re-20 frá Reykja- vfk, en skipinu hefur verið breytt að kandískri fyrir- mynd í skuttogskip, sem í senn getur ýmist haft til taks botnvörpu eða flot- vörpu, eftir hentugleikum. Alþýöublaðsmenn fóru að virða fyrir sér breytingarnar i gær, en þeim er nú rétt lokið og hefur Vél- smiðja Jósafats Hinrikssonar annast framkvæmdina. Þegar botnvarpa er i notkun eru „bobbingar” teknir upp i rennur þær á hekki skipsins, sem sjást á meðfylgjandi mynd. Nokkur hluti belgsins fer upp rennuna, en pokinn aftur á móti tekinn við siðu á vanalegan hátt, þar sem ekki er um yfirbyggða fiskmóttöku að ræöa, eins og á venjulegum skuttogara. Flot- trollið vefst aftur á móti upp á „tromluna” sem einnig má sjá á mynd hér meö og er þannig hægt að skipta um veiðarfæri með ör- skömmum fyrirvara, en slik skipting hefur oft oröiö mjög timafrek hjá stórum skuttogur- um, en „bobbingar” á flottrollinu eru mjög léttar og litlar fyrirferð- ar. Skipverjar á Sæborgu, sem blaöamenn fundu aö máli um borö i gær,kváöust hafa mikla trú á þessari nýbreytni. Sem fyrr segir er hugmyndin kanadísk, en allmargir belgfskir bátar hafa komið hingað til veiöa, sem út- búnir eru á sama hátt og láta vel yfir þessari nýju tækni. Sæborg RE-20 er 233 lestir, búin 800 ha. Listervél smiöuð i Englandi 1964. Eigendur eru Magnús Grimsson og Jakob Sigurðsson. AM

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.