Alþýðublaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. marz 1978
Séð yfir hluta af fundarsalnum
Hressilegur fundur FUJ í
B mr <-> S A!• |XS Eiður og Vilmundur töluðu og svöruðu
tsreionoitl spurningum
Fyrir rúmri viku gekkst Félag
ungra jafna&armanna I Reykja-
vík fyrir útbreiðslufundi i Breiö-
holti. Framsögumenn á fundinum
voru þeir Ei&ur Guönason og Vií-
mundur Gylfason. Fundurinn var
vel sóttur og heppna&ist vel i alla
staöi. Fyrst héldu framsögumenn
stuttar ræöur, en sföan gafst
fundarmönnum færi á aö leggja
fyrir framsögumenn spurningar
eða gera stuttar athugasemdir.
Skulu nú raktar i stuttu máli
framsöguræbur þeirra, nokkrar
spurningar og svör viö þeim.
Rikisstjórninni hefur mis-
tekizt.
Eiður Gu&nason tók fyrstur til
máls og kom m.a. fram hjá hon-
um að hann teldi mjög umhleyp-
ingasamt i islenzkum stjórnmál-
um um þessar mundir, og aö
vænta væri mikilla breytinga á
næstunni. Hann sagði stjórn-
málaumræöur hafa á siöustu ár-
um einkennzt af einskonar þvaðri
og kjaftæöi. Stjórnmálamenn
væru alltaf meö sömu tugguna,
og gætu þeir allt eins verið aö
flytja 10 ára ræöur.
Vék hann siðan aö stjórninni og
a&gerðum hennar. Benti hann á
hversu gjörsamlega henni heföi
mistekizt að kveöa niöur verö-
bólgudrauginn sem hún heföi gef-
iö fyrirheit um. Gagnrýndi hann
kjaraskerðingarlög rikisstjórnar-
innar og sag&i aö nau&synlegt
væri að hafa samráö viö launa-
fólk varöandi efnahagsaögeröir.
Eiður vék næst að þvi er hann
kalla&i pólitiskt hugrekki. Taldi
hann stjórnmálamenn gera of
mikið aðþvi aö segja aöeins hálf-
an sannleikann. Nauösynlegt
væri fyrir þá, aö segja hann allan,
hversu bitur sem hann væri. Siö-
an ræddi hann um hinn mikla
veröbólgugróöa fyrirtækja og
einstaklinga. Taldi hann aö koma
þyrfti i veg fyrir hann.
Aö lokum vék hann aö skulda-
söfnun tslendinga erlendis. Tal-
aði hann um gervivelmegun, sem
haldið væri uppi af lánum.
Samtrygging flokkanna
Siðan tók Vilmundur Gylfason
til máls. Vék hann i fyrstu aö
kjaraskerðingarlögum rikis-
stjórnarinnar. Taldi hann aö
rikisstjórn sem rifti kjarasamn-
ingum, er hún hefði sjálf staðiö
aö, ætti aö segja af sér.
Vilmundur vék næst aö verk-
fallsaðgerðum launþega þann 1.
og 2. marz. Taldi hann þær mis-
heppnaöar og ólöglegar. Sagöi
hann aö enda þótt kjarasker&ing
rikisstjórnarinnar væri siölaus,
réttlætti þaö ekki lögbrot.
Ræddi hann þvi næst um
skuldasöfnun tslendinga, sem
hann áleit stefna sjálfstæöi lands-
ins i hættu.
Vilmundur geröi þvi næst
vaxtakerfi bankanna aö umræöu-
efni. Taldi hann eiginleg banka-
lán ekki vera til, þar sem um nei-
kvæöa vexti væri aö ræöa, heldur
væru hin svonefndu lán styrkir til
þeirra sem heföu a&gang aö bönk-
unum. Taldi hann slikt „styrkja-
kerfi” veita bankafurstunum
óe&lilegt vald. ■ Stjórnmála-
flokkarnir skiptu siöan rikisbönk-
unum á milli sin, og væri þvi þetta
kerfi hagur þeirra allra: sam-
trygging þeirra allra. Vilmundur
benti þó á aö hugmyndir heföu
komiö fram á alþingi um breyt-
ingar til bóta á þessu kerfi. Benti
hann á tillögu Benedikts Gröndals
um að gera nefndir alþingis
valdameiri. Skyldu þær hafa
rannsóknar- og upplýsingavald.
Aðalatriöið sag&i hann hins
vegar vera að færa vexti upp fyr-
ir veröbólguna til þess aö útrýma
spillingu og siöleysi bankakerfis-
ins.
Er Vilmundur haföi lokið máli
sinu var fundarmönnum gefinn
kostur á aö bera fram fyrirspurn-
ir. Verður hér getiö nokkra
þeirra.
Var Eiður spuröur aö þvf hver
stefna hans og Alþýöuflokksins i
efnahagsmálum væri. — Sagöist
hann i megindráttum vera sam-
mála þeirri stefnu Alþýðuflokks-
ins sem fram heföi komið I verö-
bólgunefnd og visaöi til skýrslu
nefndarinnar. Aö ööru leyti lagði
hann áherzlu á aö samráö yröi a&
hafa viö launþegasamtökin.
Þá var Vilmundur spuröur um
afstöðu hans til verkfallanna 1. og
2. marz og einnig þaö hvað hann
ætti viö meö hliöarráöstöfunum,
sem hann talaöi um aö yr&i a&
gera samfara efnahagsaögerö-
um. — Vilmundur sagöist sam-
vizku sinnar vegna ekki geta tek-
iö þátt i ólöglegu verkfalli enda
þótt lögin væru vitlaus. Taldi
hann aö réttlætismálstaö hafi
veriö klúörað meö ólöglegum aö-
geröum. Meö hliöarráöstöfunum
sagðist hann eiga viö, i fyrsta lagi
þyrfti aö veita mönnum einu sinni
rifieg lán til húsbygginga, en ekki
oft og litil, og 1 ööru lagi þyrfti aö
hjálpa fólki meira til aö geta
keypt gömul hús. Taldi hann
ástæöuna fyrir lftilli lánafyrir-
greiðslu viö kaup á gömlum hús-
um vera þaö aö sterkir bygging-
arþrýstihópar hindruöu þaö.
Einnig kom fram aö báöir töldu
þeir aö leggja ætti Alþýöublað-
iö niöur í núverandi mynd vegna
tapreksturs og taka frekar upp
vikublaö. Eiöur bætti þvi viö aö
stjórnmálamenn ættu ekki aö
binda sig við fjölmiðlana til þess
aö hafa tengsl við fólkiö. Taldi
hann aö þeir ættu aö koma á
vinnustaöi eöa jafnvel sækja fólk
heim.
R.B.
Vilmundur, Eiöur og Bjarni P. Magnússon.