Alþýðublaðið - 15.03.1978, Page 7
Miðvikudagur 15. marz 1978
7
Starfsmenn réttarins, ásamt leiötogum verksmiöjunnar þar sem
Fang Yeh-ling vinnur, ihuga baksviö glæpsins.
maöur i verksmiðju Fangs, lýsti
nú ferli hans. Hann bar það fram,
að Fang, gengi oft úr verki án
nokkurrar frambærilegrar
ástæðu og væri auk þess oft fjar-
verandi að tilefnislausu heilu
dagana. Hann tæki sér bessaleyfi
til að tefja samverkamenn sina
með allskonar þvaðri. Hann
reyndi ætið að koma sér hjá, að
hlýöa á fræðandi fyrirlestra um,
hvernig fólk ætti að haga sér i
hinu nýja Kina. Utan verksmiðj-
unnar gortaði hann af þvi, að hann
væri þýðingarmikil persóna, og
samstarfsmenn hans hefði i
spaugi uppnefnt hann og kallað
, ,trúnaðarmanninn’ ’!
Vist væri honum full þörf á, að
leggja til hliðar sinar „borgara-
legu” hugmyndir, sagði yfir-
maður hans og klykkti út með
þessu. „Fang likist járnbút, sem
er ryðsleginn hér og þar. Sé ryðið
ekki hreinsað af breiðist þaö brátt
um allan bútinn og eyðileggur
hann að fullu”.
Sun Hua, ritari ung-kommún-
ista samtakanna lýsti þvi yfir að
alla götu frá þvi Fang kom i verk-
smiðjuna, hefði hann hagað sér
illa, bæði i starfi og utan þess. I
viðbót við það hefði hann haft
spillandi áhrif á unga fólkið og af
hans völdum væru margir á sið-
ferðil- iniðurleið. Sjálfur sagðist
Sun Hua hafa margoft reynt að
hafa áhrif á Fang með persónu-
legum viðræðum og freistað alls,
tií að snúa honum á réttan veg.
Fang hefði raunar þakkað fyrir
gagnrýnina, en hún hefði ekki
haft meiri áhrif en að skvetta
vatni á gæs!
Þegar Sun Hua hafði lokið máli
sinu, stökk ungur verkamaður,
Liu Chun, á fætur og bætti við.
„Fang er úr verkamannafjöl-
skyldu og sjálfur verkamaður. En
hann hagar sér alls ekki á neinn
hátt sem slikur”!
Rétturinn hafði beðið eldri
bróður Fangs, Fang Yeh-hsin,
sem var rafvirkjameistari við
rannsóknarstofu byggingavéla
fyrirtækis, að vera viðstaddan
réttarhöldin.
Fang Yeh-hsin lýsti þvl yfir,
fyrir hönd fjölskyldunnar að hann
teldi réttmætt að bróðirinn væri
kallaður fyrir rétt. Hann bætti svo
við: „Auðvitað berum við sam-
eiginlega ábyrgð á misferli hans.
Við höfum sjálfsagt ekki gert allt
sem I okkar valdi stóð, til að leiða
hann til betri vegar. Hann hefði
spillzt af borgaralegri hug-
myndafræöi”.
Þá benti Fang Yeh-hsin á, að
fjölskyldan hefði átt i verulegum
erfiðleikum i hinu „gamla þjóðfé-
lagi”, japönsku innrásarmenn-
irnir hefðu handtekið föðurinn,
vegna þess að þeir grunuöu hann
um samvinnu við yfirstjórn átt-
unda kommúnistahersins. Hon-
um heföi verið misþyrmt unz
hann brjálaðist og dó skömmu
siðar. Fjölskyldan hefði lent á
vergang unz móðirin giftist á nýj-
an leik. Fang viti i raun alls ekki
hve ömurlegt hið gamla þjóðfélag
var og geri sér þvi ekki fullnægj-
andi grein fyrir lifsfyllingunni,
sem hið nýja veiti þeim sem sam-
lagast þvi.
Siðan sneri hann máli slnu til
hins sakfellda bróður og sagði:
„Nú hefur hin vinnandi stétt, sem
við tilheyrum, risið upp til fullrar
vitundar um, að það erum við,
sem eigum aö stjórna þessu landi.
Við getum gengið I skóla. Við höf-
um örugga atvinnu, og við getum
verið hreykin af þvl, að tilheyra
verkalýsðstéttinni. Hver gaf okk-
ur allt þetta?” „Maó formaður og
kommúnistafloWcurinn”, svöruðu
ungliðarnir i salnum!
Eftir að allir I salnum, sem ósk-
uðu að taka til máls, höfðu lokið
máli sinu, óskaði dómarinn að
sakborningur léti skoðun sína i
ljós á þeirri gagnrýni, sem fram
hafði verið borin. Sýnilega hafði
hún haft áhrif, þvi Fang komst
svo að orði: „Hér áður, skamm-
aðist ég min ekki fyrir misgjörð-
irnar, en var þess i stað hreykinn
af þeim! Ég hélt, að allir sem
gagnrýndu mig, gerðu það af per-
sónulegum fjandskap. Nú skil ég,
að fyrir þeim vakti aðeins, að ég
bætti ráð mitt og samlagaðist hin-
um breiða grunni. Ég féll fyrir
áróðri „hinna fjögurra” og að-
hylltist stjórnleysi”.
Einlægni hans virtist slik,
þegar hann lýsti þeirri ákvörðun
sinni að bæta ráð sitt, að áheyr-
endur töldu hér brotið blað i æfi
hans.
Dómfellingin
Fang var nú færður úr réttar-
salnum af tveim lögregluþjónum
og dómarinn lagði nú þá spurn-
ingu fyrir áheyrendur, hvað þeir
vildu leggja til um dóm yfir Fang.
Hann benti á, að hér væri frem-
ur um að ræða mótsagnir við
menn, heldur en stéttarfjand-
skap. Af þessu leiddi, að Ieggja
þyrfti aðaláherslu á einskonar
enduruppeldi, sem hjálpaði sak-
borningi til að þroska með sér
hugmyndafræði sósialismans.
Allt önnur væri þörfin I umgengni
við stéttaróvini. Fjarlægja bæri
þá af vettvangi, svo að þeir spilltu
ekki lengur umhverfi slnu. Slik
væri krafa verkalýðsstéttanna á
hendur fólksins. Upplýst væri, að
hér ætti enduruppeldi við!
Flestir samverkamenn Fangs
hölluðust að þvi að dómurinn ætti
að vera vægur — tveggja ára skil-
orðsbundinn — þar sem sakborn-
ingur hefði játað brot sitt og sýnt
iðrunarmerki.
Þeir töldu, aö senda ætti Fang
til starfs sins I verksmiðjunni og
láta hann vinna á ábyrgö vinnufé-
laga sinna.
Nokkrir voru harðari og ráð-
lögöu þriggja ára fangelsi óskil-
orðsbundið!
Dómarinn gerði réttarhlé, til að
ráðgast við meðdómendur sína.
Hálftima siðar var réttur settur
á ný. Fang kallaður fyrir og
Kang, dómari kvað upp úrskurö
dómstólsins.
Refsingin skyldi vera tveggja
ára skilorösbundin betrunarvist I
verksmiðjunni. Fang skyldi þar
vera undir ströngu eftirliti sam-
verkamanna sinna og þeim bæri
að kosta kapps um að leiöa hann á
réttan veg. Hann ætti ekki að
missa borgarleg réttindi á refsi-
timanum. En ef hann fremdi ein-
hvern glæp annan á þeim tima,
bæri aö senda hann umsvifalaust
i fangelsi, til að afplána allan
dómstimann frá siðari handtöku.
Samverkamönnum hans var
gert að láta hann vera undir stöð-
ugri gagnrýni og ábendingum um
— ásamt uppörvunum — hvernig
hann ætti að haga sér til að ná
hinu rétta hugarfari.
Siöan leiddu tveir lögregluþjón-
ar fangann úr réttarsalnum og
skyldu gæta hans, unz hann yrði
afhentur samverkamönnunum.
Kang, dómari hélt svo nokkra
lokaræðu áður en rétti var slitiö.
Hann benti á, að Fang væri af-
sprengi verkamannafjölskyldu og
Frh. á 10. siöu
! »
Annar Islenzki þátttakandinn, Tryggvi ólafsson, listmálari, er hér fremstur á myndinni en i baksýn
gefur aö lita nokkur verka hans á sýningunni.
í kjallara Norræna
hússins stendur nú yfir
sýningin ,,Den nord-
iske, ’78”. Á sýningu
þessari sýna 20 lista-
menn frá Norður-
löndunum, Færeyjum
og Grænlandi, verk sin.
í hópnum ,,Den nord-
iske”, eru nú 17 lista-
menn, þar af tveir
íslendingar, Tryggvi
Ólafsson og Ólöf Páls-
dóttir. ólöf Pálsdóttir
tekur ekki þátt i sýn-
ingunni að þessu sinni
og heldur ekki Norð-
maðurinn Herman
Hebler en aðrir úr
hópnum sýna, auk
fimm gesta. Meðal
gesta er vefarinn
Óskar Magnússon.
Á sýningunni eru
rúmlega eitt hundrað
verk og kennir þar
margra grasa, svo sem
málverk, grafik, högg-
myndir og vefnaður.
Langflest verkin eru til
sölu.
Hópurinn „Den nordiske”
hefur haldið sýningar annað
hvert ár frá þvi 1970. Sýning-
arnar fara viða um Norður-
löndin, hingað kom sýningin frá
Kaupmannahöfn, þar sem hún
hlaut mjög góðar viðtökur.
Héðan fer sýningin til Færeyja
og verður þar I hálfan mánuð og
mun siðan verða i Sviþjóð I eina
tvo mánuði.
Sýningin er opin daglega
klukkan 2-7 til 19. mars. Þetta er
vönduö og skemmtileg sýning,
þannig að óhætter að hvetja les-
endur til að leggja leið sina
niður i Norræna hús næstu daga
til að sjá, hvað þessi norræni
hópur hefur fram að færa.
—ATA
Myndir: -GEK
Eitt verka Óskars Magnússonar á
sýningunni.