Alþýðublaðið - 15.03.1978, Síða 9
9
Miðvikudagur 15. marz 1978
,Páskaegg' handa kaupmönnum!
Geir hefur talað!
Forsætisráöherra vor hefur
nýlega upplokiö sinum munni á
fundi kaupmannasamtaka okk-
ar. 1 sjálfu sér má kalla, aö
hann veröist yfirleitt mark-
veröra f rétta, en þó örlaöi á þvi,
i einu tilteknu atriöi.
Ráöherrann tilkynnti, aö nú
væri i bigerö lagafrumvarp sem
hann sagöist vona, aö sæi dags-
ins ljós áður en þingmenn færu i
páskaleyfi! Þetta nýja frum-
varp, sem drepið var á, ku vera
um ný verölagslög.
Verzlunarstétt landsins hefur
langtimum saman veriö óánægö
meö gildandi verölagslöggjöf
þar sem lagöar eru nokkrar
hömlur á skefjalausa álagn-
ingu.
Auövitað er þaö ekki aö nauö-
synjalausu, aö athuga, hvaö þvi
olli, aö slikar hömlur voru sett-
ar og hafa haldizt siöan meö
smávægilegum breytingum.
Einföldustu rökin fyrir setn-
ingu þeirra laga voru þau, aö
ella hefði verölag ýnissa vöru-
tegunda — einkum þeirra, sem
viöhöföum takmörkuö efni á aö
flytja inn og þó gátu talizt til
nokkurra nauösynja — haft til-
hneigingu til að rjúka upp úr
öllu valdi.
Þaðhefur löngum veriö eitt af
æöstu boðorðum Sjálfstæöis-
flokksins, aö samkeppnin væri
það sem gilda ætti.
Vissulega er nokkur sannleik-
ur í þvi fólginn, aö heilbrigð
samkeppni geti veriö hvati til
þess aö spjara sig.
Þetta er þó vitanlega háö þvi
algera grundvallaratriöi aö
menn gangi jafnir til leiks. Þá
fyrst er hægt aö tala um heil-
brigöa og heiöarlega sam-
keppni, þegar aöstaða manna,
til aö keppa er sambærileg.
Þetta grunar forsætisráð-
herra liklega einnig, þvi hann
leggur talsveröa áherzlu á þaö I
málflutningi sinum, aö sam-
keppni veröi aö vera næg!
Þaö, sem honum hinsvegar
láist að skýra út i „anbefaling-
unni”, hvar á aö draga þær
markalinur!
Hvenær skal samkeppni
dæmastnægileg.tilþessaö gildi
hennar sannist, og hvenær er
hún ónóg?
En meöan þetta er ekki útlist-
að frekar, veröur aö lita á svona
framslátt sem einkar umkomu-
laus a klis ju — einskonar slagorö
— sem stendur ekki undir sjálfu
sér!
Verzlunarstéttin er vissulega
ein af mikilvægustu stéttum
landsins og barátta okkar fyrir
verzlunarfrelsi var bæði löng og
hörö. Ein merkasta og áhrifa-
mesta kveikjan i þeirri baráttu
var sú, að láta verzlunarágóö-
ann ekki hverfa úr landi, svo
sem tiðkaðist á selstööutiman-
um.
Siöari tima samkeppni beind-
ist svo aö þvi, aö félags»og ein-
staklingsverzlun kepptu um
hylli neytenda.
En hvaö er oröiö um slika
samkeppni nú? Ef skyggnzt er
um bekki, verður þess ekki
áþreifanlega vart, aö þetta sé
nú ekki allt i einingu andans,
hvaö sem friöi og bróöurþeli
viövikur!
Af þessu er varla unnt aö
draga aðra ályktun, en aö sam-
keppnin leiti þess farvegar aö
hverfa út úr sögunni, ef svo ber
undir. En margt fleira kemur
til. Viö höfum oröiö vitni aö
hryggilegum dæmum um stétt-
ina, sem forsætisráöherrann er
beinlinis fæddur inn i, hefur
misnotaö trúnaðinn, sem henni
hefur veriö sýndur, meö þvi aö
kaupa inn vörur á óhóflega háu
veröi, til þess aö geta á þann
hátt safnaö svolitiö meiru i
þumalinn, en ef allt heföi veriö
meö felldu.
Þetta ber þeim, sem um þaö
vorusekir, alls ekkifagurt vitni.
Annaö skulum viö einnig taka
meö i reikninginn.
Gjaldeyrisforöi okkar er og
hefur lengi veriö æriö takmark-
aöur. Vel mætti hugsa sér i út-
halli af hugmyndum um næga
samkeppni upphæfist hörö
krafa um stóraukinn innflutn-
ing, til þess aö gefa tækifærin á
samkeppninni.
Þolum viö þaö, eins og nú
standa sakir?
Hver er svo kominn til aö
segja, aö takmörkuöum gjald-
eyrisforöa okkar væri beint aö
kaupum á nauösynjum, fremur
en gerviþörfum?
Bændastétt landsins hefur
oröiö fyrir baröinu á þessum
hlut á undanförnum áxum.
Gey.silega harövítug samkeppni
er og hefiir veriö frá hálfu inn-
flytjenda um aö selja allskonar
vélar til bústarfa. Menn kannast
viö gegndarlausar auglýsingar
— ogmáttur þeirra er mikill —
um reyfarakaup, sem bændur
gætu oröiö aönjótandi, ef þeir
hlypu nú upp til handa og fóta að
kaupa! Þaö er almennt viöur-
kennt, aö mikill fjöldi búa sé
yfirvélvæddur. Þannig er unnt
aö skapa allskonar gerviþarfir,
eins og hér hefur sannast. Eru
þó bændur hreint ekki ginn-
keyptari fyrir þvilikum áróöri
en aörar stéttir, nema liklega
slöur sé.
Einhver kynni nú aö segja, aö
auövitaö hlyti þaö aö leita jafn-
vægis fyrr eöa siöar, innflutn-
ingur og sölumöguleikar.
Vel má vera nokkuö til i þvi,
þó varla sé þess aö vænta með-
an veröbólgan geisar jafn óheft
og nú er raunin. Hver kannast
ekki við gylliboöin i auglýsing-
um kaupsýslumanna um vörur
á „gamla veröinu”?
En þó er eitt ótaliö, sem
skiptir hreint ekki litlu máli. Al-
kunna er, að fyrirtæki og ein-
staklingar hafa æriö misjafnan
aðgang aö lánafyrirgreiöslum.
Skömmtunarkerfi, sem banka-
stofnanir hafa komiö sér upp, er
vissulega þekkt stærö i viö-
skiptalifinu. Slikt kerfi stuölar
sannarlega ekkiaöþvi, að menn
eöa fyrirtæki gangi jöfn til leiks.
Og hvaö er þá oröiö um heil-
brigöa samkeppnismöguleika?
Sú mun veröa raunin, aö
hversu „alvarlegum augum”
sem forsætisráöherra vor og
stéttarbræöur hans llta A þaö
hóflega verölagseftirlit, sem nú
tlðkast, er hætt viö aö lands-
menn færu úr öskunni i eldinn
aö afnema þaö, þó undir merki
frjálsrar verzlunar sé, sem
kann aö láta vel i eyrum.
Allt annaö mál er, aö verö-
lagseftirlitið sé endurskoöaö og
gert virkara en nú er raunin.
Slikt væri eölileg framvinda,
enda geta engin lög staöizt til ei-
liföarnóns á breytilegum timum.
Nú fer stórhátiö I hönd —
páskahátiöin. Þaö er þvi ekki
mót von, né neitt óeölilegt, aö
forsætisræðherra langi til aö
færa brjóstvinum sinum gjöf i
tilefni af hátiðinni!
Trúlegt er samt, aö þessi gjöf
sé svipaös eölis og páskaeggin,
sem nú eru í tizku. Allir vita, aö
yfirleitt eru þau innantóm undir
þunnri skurn, en geta veriö
skrautleg á aö lita. Hvaöa máls-
háttur er i þessu „eggi” ráö-
herrans, er ókannað. Það skyldi
þó ekki vera, „Skömm er óhófs
æfi?”
U'titíur A. bigurjonsson
I HREINSKILNl SAGT
Sovézkir kjarnorku-
kaf bátar í Eystrasaiti
Sex sovézkir
kjarnorkukafbátar hafa
síðastliðið ár verið stað-
settir i suðurhluta
Eystrasalts. Eru þeir
vopnaðir meðal lang-
drægum eldflaugum er
skjóta má i mark hvar
sem er i Mið-Evrópu,
Fennoskandiu (Noregi,
Sviþjóð og Finnandi) og
Danmörku.
En jafnvel þótt Sviar
séu ein þeirra þjóða er
telja mættu sig i hættu af
völdum kafbáta þessara
þurfa þeir að áliti hern-
aðarsérfræðinga ekki að
gera svo. Að áliti
sænskra hernaðarsér-
fræðinga munu kafbát-
arnir ekki vera i Eystra-
salti i beinum hern-
aðarlegum tilgangi.
Eystrasaltið mun vera
einskonar hernaðarlegt
athvarf kafbátanna.
Herskip sovétmanna
eiga oft leið um Eyrar-
sund og Stórabelti, en
herskipahafnir þeirra
eru i Eystrasaltslöndun-
um.
Yfirleitt eiga kjarn-
orkukafbátarnir leið um
Stórabelti, minni her-
skip sigla aftur á móti
um Eyrarsund. Að sögn
sænskra herfræðinga
reyna þeir að fylgjast
með þvi sem er að ger-
ast á Eystrasalti. Hing-
að til hafa ferðir kjarn-
orkukafbátanna eða
háttalag ekki vakið ugg
þeirra.
Samkvæmt upplýsingum
dönsku leyniþjónustunnar hafa
sex umræddir kjarnorkukafbátar
veriðstaösettir viðar um höf m.a.
þar sem þeir áttu aö geta myndað
sér skotmörk i Bandarikjunum.
Með núverandi staösetningu geta
kafbátarnir náö skotmörkum á
Bretlandseyjum, Frakklandi, i
Belgiu, Hollandi og Noregi. Svo
aðekki sé minnzt á Danmörku og
Sviþjóð. En til þess að ná til skot-
marka í Sviþjóö nægir sovét-
mönnum aö notast viö mun ein-
faldari vopn en kjarnorkukaf-
báta. Hér er ekki getið skotmarka
i A-Evrópu sem kafbátarnir gætu
hæglega náö til. Ekki er reiknað
með aö Sovétmenn fari aö
bombardera bandamenn síha i
Varsjárbandalaginu t.d. Pólverja
eða A-Þjóöverja nema þá i
,,neyöartilfellum”sem t.d. I Prag
1968.
Kjarnorkukafbátarnir sex eru
af svonefndri Flóa-gerð. Hver um
sig hefur þrjú skotstæði. Kafbát-
arnir geta hitt skotmörk i 1200
km fjarlægö. Þótt hernaöarsér-
fræðingaráliti ekkiteljandi hættu
stafa af kafbátunum er álit utan-
rikisráðherra Svia Karin Söder
nokkuð annaö. En að hennar áliti
er þróunin óróavekjandi. „A um-
liðnum árum höfum vió, óttasleg-
in, getað slegiö föstu aö kjarn-
orkuvopn, ýmissa tegunda, hafa
verið staösett nær og nær Norður-
löndum t.d. eins og nú i Eystra-
salti, „segir hún i viötali við dag-
blað nokkurt i Sviþjóö.
Trú okkar á slökun hinnar
stjórnmálalegu spennu mun eiga
á hættu að b ða nokkurt afhroö,
ef ekkí stórve dln hefja aðgerðir,
áhrifarikari en hingaö til, i nafni
afvopnunar, i staö þess aö efla
kjarnorkuvopnabúnaö sinn og út-
breiða kjarnorkuvopn til nýrra
heimshluta.
Nímúm lif
Grensásvegi 7
Simi 32655.
©
MOTOFtOLA
Alternatorar
i bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platinulausar transistor
kveikjur i flesta bila.
Hobart rafsuöuvélar.
Ilaukur og Ólafur h.f.
Ármúla 32 —Simi 3-77-00.
T
Aux^sendur!
AUGLy S^NGASlMI
BLADSINS ER
14906
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
2-
50-50
Sendi-
bíla-
stödin h.f.