Alþýðublaðið - 15.03.1978, Síða 12
alþýðu
blaöiö
Ctgefandi Alþýöuflokkurinn
Ritstjórn AlþýOublaðsnins er að Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er aö
Hverfisgötu 10, sfmi 14906 — Askriftarsimi 14900.
MIÐVIKUDAGUR
15. MARZ 1978
Frumvarp til laga um stjórn-
málaflokka á íslandi:
1000 manns þarf
til að stofna
stjórnmálaflokk
— skv. frumvarpinu
7 manna milliþinga-
nefnd sem kosin var
samkvæmt þingsálykt-
unartillögu Benedikts
Gröndals 18. mai 1976
til að ,,undirbúa frum-
varp tillaga iim réttindi
og skyldur stjómmála-
flokka” hefur skilað af
sér frumvarpi til laga
um réttindi og skyldur
stjórnmálaflokka.
Nefndina skipuðu:
Ellert B. Schram,
form., Magnús Torfi
Ólafsson, Ragnar Arn-
alds, Benedikt
Gröndal, Kristján
Benediktsson, Ingvar
Gislason og Sigurður
Hafstein.
Samkvæmt frum-
varpinu er grund-
vallarskilgreining á
st jórnmálaflokki þessi:
,,Samtök isl. rikisborg-
ara, sem bjóða fram i
a.m.k. fjórum kjör-
dæmum við alþingis-
kosningar og uppfylla
að öðru leyti þau skil-
yrði og lýðræðiskröfur,
sem i lögum þessum
greinir”.
Stjónrmálaflokkar skulu skv.
frv. skrá sig hjá dómsmála-
ráðuneytinu meðþvi að leggja
fram afrit af lögum sinum og
stefnuskrá, svo og nöfn og
Frh. á 10. síðu
Stjórn Verkamanna-
sambandsins þingar
10 manna nefnd Alþýðu-
sambandsins sat á fundi í
gær og ræddi stöðu og gang
kjaramálanna. Ákveðið
var að tilnefna 3 menn í
nefndtil aðundirbúa næsta
fund með atvinnurek-
endum, en hann er ákveð-
inn kl. 14.00 á morgun,
fimmtudag. I nefndinni
sitja þeir Snorri Jónsson,
Karl Steinar Guðnason og
Guðmundur J. Guðmunds-
son.
Þá er kjaraskerðingin til
umræðu i ýmsum sérsamböndum
ASÍ og til dæmis er fyrirhugaður
fundur sambandsstjórnar og
varamanna i Verkamannasam-
bandi íslands um næstu helgi.
Hefst fundurinn kl. 10 á laugar-
dagsmorguninn og þar er sama
málið efst á baugi: kjara-
skerðingin. —ARH
Iðnadarbankinn býður aukna þjónustu:
Innborgunarlán
1 tilefni af þvi aO Iðnaðarbank-
inn hefur nú starfað i 25 ár, hafa
bankastjórn og bankaráð bank-
ans ákveðið að hleypa af stokk-
unum nýrri þjónustu fyrir
viðskiptamenn bankans. Þjón-
usta þessi hefur hlotið heitið IB-
lán og IB-veðlán, en IB er
skammstöfun annars vegar fyrir
Iðnaðarbankann og hins vegar
fyrir innborganir.
Með þessum lánum hyggst
Iðnaðarbankinn gera tilraun til
aðbjóða fólki sparnaðarkerfi með
raunhæfum tilgangi þ.e.a.s.
opnuð er leið til að taka ákvarð-
anir um fjárfestingu sem unnt er
að standa við þrátt fyrir verð-
bólgu.
Með IB-lánum og IB-veðlánum
gefst fólki kostur á að undirbúa
jafnt stóra sem smáa lántöku
samkvæmt einfaldri sparnaðar-
áætlun. Þeir sem vilja ávinna sér
rétt til lántöku stofna sérstakan
IB-reikning og ákveða mánaðar-
legar innborganir innan þeirra
marka, sem gilda um hámarks-
upphæðir. Vextir af þessum
reikningum eru þeir sömu og af
innstæðum á almennum spari-
sjóðsbókum en þeir eru nú 19%.
Eftir hinn umsamda tima á
reikningshafi rétt á láni, sem
nemur sömu upphæð og
sparnaðurinn. Hann hefur þá til
ráðstöfunar tvöfalda upphæð,
sem spöruð var, auk vaxta. Láns-
timi er jafn sparnaðartimanum.
Einstaklingar fá að hafa eitt IB-
lán og eitt IB-veðlán i einu. Hjón
geta haft tvö lán i hvorum flokki.
Um IB-lán gilda þær reglur, að
sparnaðartiminn er 6 eða 12
mánuðir. Hámarksupphæð
hverrar mánaðargreiðslu er
20.000 kr. i 6 mánaða flokknum en
30.000 kr. i 12 mánaða flokknum.
Fyrir IB-láni þarf ekki ábyrgðar-
menn.
Sparnaðartimi IB-veðlána er 2,
3 eða 4 ár. Hámarksupphæð
mánaðargreiðslu er 40.000 kr. sé
miðað við tvö ár en 50.000 kr. sé
miðað við 3 eða 4 ár. Samkvæmt
þessum reglum er hámarkslán á
núgildandi verðlagi 2,4 milljónir
króna eftir 4 ára sparnað, og er þá
ráðstöfunarfé reikningshafa um
5,8 milljónir króna. Til.þess að
vega á móti áhrifum verðbólgu á
sparnaðartimanum er þeim sem
undirbúa töku IB-veðláns
heimilað að breyta mánaðar-
legum innborgunum einu sinni á
ári i samræmi við verðlags-
breytingar. Endanlegt IB-veðlán
breytist jafnframt sem nemur
hækkun innborgana. Til trygg-
ingar IB-veðláni þarf að setja
fasteignaveð.
IB-ráðgjafar
Til þess að kynna fólki hin nýju
IB-lán og IB-veðlán og til að leið-
beina þvi um notkun kerfisins
hefur ákveðinn hópur starfsfólks
bankans verið þjálfaður sérstak-
lega til þessara ráðgjafastarfa.
Frh. á 10. slðu
„Kakali kvad Vestfirdinga sína vel mundu duga”
„Hyggjum á mikinn
viðbúnað”
segir Karvel Pálmason
„Að sjálfsögðu hyggjum
við á mikinn viðbúnað og
munum sækja fram eins og
öll efni leyfa,” sagði Kar-
vel Pálmason, alþingis-
maður, þegar blaðamaöur
innti hann í gær eftir óháðu
framboði hans á Vest-
f jörðum, en nú hefur verið
nefndur til annar maður á
lista með Karvel, Asgeir
Erling Gunnrsson, við-
skiptafræðingur, sem eer
starfsmaður Fjórðungs-
sambands Vestfjarða.
Karvel
Karvel sagði að skipað yrði i
önnur sæti listans innan skamms
og þegar blaðamaður spurði eftir
hvort hann teldi sér mikið fylgi
vist vestra, kvaðst Karvel treysta
góðri dómgreind Vestfirðinga
sem fyrr, en vist væri að sjaldan
eða aldrei hefði hann orðið var við
jafnmikla andúð á hinu gamla
samtryggingarkerfi pólitisku
flokkanna og um þessar mundir.
Karvel tók þó fram að ekki ætlaði
hann sér að gera neinar spár, þvi
vist væri við illan að etja, þar sem
væru kosningaapparöt gömlu
flokkanna, sem nýtt og óháð
framboð sem. þetta gæti ekki haft
i fullu tré við að áróðursstyrk-
leika. Var þó engan ótta á
þingmanninum að heyra, frekar
en Þórði Kakala, sem „kvað
Vestfirðinga sina vel mundu
duga,” þegar óvænlega þótti
horfa fyrir honum, áður en Flóa-
bardagi hófst. AM
Græddum vid 7 milljarða
á erlendum túristum 1976?
— opinberar skýrslur segja
töluna rúma 5 milljarða
Heildartekjur tslendinga
af erlendum ferða-
mönnum árið 1976 eru
sagöar hafa verið kr.
5018.7 milljónir, en sam-
kvæmt því sem „Ferða-
mál", nýtt kynningarblað
frá Ferðamálaráði segir,
þá ber að hafa i huga, „að
þeir, sem nánast hafa
kynnt sér gjaldeyris-
hungur landsmanna áætla,
að í raun sé upphæðin mun
hærri".
Gjaldeyriskaup bank-
anna vegna erlendra
ferðamanna námu 2634,3
millj. kr. og kaup erlendra
ferðamanna á ísl.
peningum erlendis námu
14,4 milljónum, alls kr.
2648.7 milljónir kr.
Áætlað hefur verið að
tekjur islenzkra flugfélaga
af fargjöldum erlendra
ferðamanna milli islands
og umheimsins hafi verið
lauslega áætlaðar 2370
milljónir kr., eða heildar-
tekjurnar hafi alls verið á
sjötta milljarð króna, eins
og fyrr segir.
7 milljarðar?
„Ferðamál” birta einnig viðtal
við Ludvig Hjálmtýsson, ferða-
málastjóra, og kemur þar m.a.
fram að hann telur ekki öll kurl
komin til grafar i gjald-
eyrisskilum, þannig að fimm
milljarða talan, sem áður er
getið, standist. „Þvi eins og er á
almannavitorði er ekki öllum er-
lendum gjaldeyri, sem greiddur
er hér af erlendum mönnum fyrir
þjónustu skilað til réttra aðila.
Það er þvi eflaust ekki ofáætlað
að raunverulegar tekjur okkar af
erlendum ferðamönnum, beinar
og óbeinar, á árinu 1976 hafi
Nýr landkynnlngarbæklingur á 5 tungumálum hefur verlö geröur. Ef marka má myndir og texta f
ritum þessarar tegundar eru neikvæöar hliöar á þvl aö feröast til og um tsland teljandi á fingrum
annarrar handarog varla þaö!
numið nær 7 milljöröum isi. kr.”
segir ferðamálastjóri.
Um þróunina i „túrisma” hér á
landi segir ferðamálastjóri i
viðtali þessu:
„Arið 1950 hófst marktækur
„túrismi” til íslands og þá var
fjöldi ferðamanna hingað 3% af
Frh. á 10. siöu