Alþýðublaðið - 18.03.1978, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1978, Síða 2
2 alþýðu- Laugardagur 18. marz 1978 biaðid Fræðslunefnd Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Fræðslunefnd Alþýðuflokksfélags Reykjavikur boðar til ráðstefnu um skóla- mál dagana 31. marz, 1. og 2. april n.k. Ráðstefnan verður haldin i Glæsibæ og er hún sérstaklega ætluð kennurum, kenn- aranemum og öðrum áhugafólki um skólamál. Þeim sem óska eftir að taka þátt i ráð- stefnunni tilkynni þátttöku sina á skrif- stofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, i sima 2-92-44. Ráðstefna um skólamál Glæsibæ, 31. marz, 1. og 2. apríl Dagskrá: Föstudagur 31. marz Fræðsluskrifstofur og hlutverk þeirra Kl. 20:30-21:15 — nokkur aðkallandi viðfangsefni. Framsögumaður: Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri. Kl. 21:15-22:45 Umræður. Laugardagur 1. apríl Grunnskólinn — framkvæmd og mark- Kl. 9:45-10:30 mið. Framsögumaður: Guðrún Helga Sederholm, yfirkennari. Kl. 10:30-12:15 Umræður. Kl. 14:00-14:45 Frumvarp til laga um Kannaraháskóla íslands. Framsögumaður: Dr. Arnór Hannibalsson, lektor. Kl. 14:45-15:45 Umræður. Kl. 15:45-16:05 Kaffihlé. Kl. 16:05-16:50 . Stefna Jafnaðarmanna i menningar- málum. Framsögumaður: Dr. GylfiÞ. Gislason, frv. menntamála- ráðherra. Kl. 16:50-18.00 Hópumræður. Sunnudagur 2. april Lánamál námsmanna. Kl. 9:45-10:30 Framsögumaður: Tryggvi Jónsson, i stjórn Stúdentaráðs Hí. Kl. 10:30-12:15 Umræður. Kl. 14:00-14:45 Frumvarp til laga um samræmdan framhaldsskóla. Framsögumaður: Dr. Bragi Jósepsson, námsráðgjafi. Kl. 14:45-15:45 Umræður. Kl. 15:45-16:05 Kaffihlé. Kl. 16:05-17:15 Fjölbrautaskólinn, uppbygging hans og framtið. Framsögumenn: Þorkell Steinar Ellertsson, deildarstjóri og Ingvar Asmundsson, áfangastjóri. Kl. 17:15-18:30 Hópumræður. Kl. 18:30 Ráðstefnunni slitið. Aldrei hefur verið jafn rik þörf á þvi sem nú, að mörkuð verði sterk og ákveðin stefna i skólamálum. Rótleysið sem i dag einkennir alla framkvæmd og stjórnun skólamála er orð- ið að þjóðarhneisu. Kennarar eiga þvi ekki að láta bjóða sér þátttöku i áhrifa- lausum gervinefndum meðan öll stefnumótun er tekin af em- bættismönnum sem slitnir eru úr tengslum við alla raunveru- lega kennslu og allt raunverulegt skólastarf. Kennarar eiga, og þeim ber reyndar skylda til, að taka virkan þátt i þeirri umræðu sem nú fer fram um skólamálin og vinna þannig að þvi að móta heilbrigða og sterka skóla- málastefnu. Þessi ráðstefna er hugsuð sem vettvangur fyrir slik skoð- anaskipti og grundvöllur fyrir stefnumótun á hinum ýmsu sviðum skólamála.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.