Alþýðublaðið - 18.03.1978, Side 12

Alþýðublaðið - 18.03.1978, Side 12
lalþýðu' 1 blaöið Útgefandi Alþýöuflokkurinn LAUGARDAGUR Ritstjórn Alþýðublaðsnins er aö Siöumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. J Q MARZ J 978 i v „Danski listinn” duiarfullt mál „Hverjum er ávinningur ad þessu?” spyrja bankastjórar Seðlabankans „Hér er um afar alvarlegt mál aö ræöa, þar sem hér hefur átt sér staö trúnaöarbrot,” sagöi einn bankastjóra Seölabanka tslands, sem Alþýöublaöiö náöi tali af i gær.” Viö erum aö auki andvigir þvi viöhorfi, sem lýsir sér i vinnu- brögöum eins dagblaöanna, aö þaö sé i þjónustu almennings og réttiætis, aö koma hverju þvf efni út á götuna sem þykja kann eitt- hvaö forvitnilegt, og þá án tillits til hvort þaö kemur einhverjum til góöa eöa ekki og án tillits til hvort þaö valdi skaöræöi.” Bankastjórinn sagöi aö ekkert væri vitaö um hvernig listinn yfir eigendur dönsku reikninganna hefði komist úr höndum viökom- andi aðila. Sömu sögu var aö segja hjá gjaldeyriseftirliti, en þar var mæöuhljóð i mönnum og þeir auöheyrilega orönir lang- þreyttir á áfergju fólks i fréttir af þessu máli, ekki sizt þegar tekiö er aö ræna gögnum sem þeir og skattayfirvöld eiga einir aö hafa undir höndum. Ekki kom þeim fremur en öörum i hug hvernig listinn heföi mátt hverfa. Hallvaröur Einvarösson, hjá rannsóknarlögreglu, sagöi aö engin ljós væri á aö ganga enn, en taldi aö hér hefði valdiö þaö gamla „fslenzka andvaraleysi”, að láta hluti liggja á glámbekk, þar sem hver sem væri gæti kom- ið höndum yfir þá. AM Þorbjörn Broddason hættir í borgarstjórn: ff Engan veg- inn sjálfsagt ad menn sitji áfram” — Það er augljóslega engan veginn sjálfsagt mál að menn haldi áfram að sitja á þeim staö sem þeir eru þegar komnir og því er jafn eðlilegt að þú spyrjir menn um það af hverju þeir ætli að bjóða sig fram áfram eins og að spyrja um það af hver ju ég kýs að draga mig út úr borgar- stjórn, var svar Þorbjörns Broddasonar lektors og borgarf ulltrúa við spurningu varðandi það hvers vegna hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér til kjörs til borgar- stjórnar Reykjavikur. Þor- björn skipaði 3. sæti fram- boðslista Alþýðubanda- lagsins i síðustu borgar- stjórnarkosningum og sit- ur i borgarstjórn ásamt Sigurjóni Péturssyni og öddu Báru Sigfúsdóttur fyrir Alþýðubandalagið. Nú hefur framboöslisti Alþýöu- bandalagsins til borgarstjórnar- kosninga í vor veriö birtur og skipar Þór Vigfússon konrektor Menntaskólans við Sund þriöja sætiö en borbjörn er i 8. sæti. Sigurjón og Adda Bára eru áfram i efstu sætunum. — baö eru einnig önnur verk- efni varöandi starf mitt i Háskólanum sem vega þungt varöandi þaö aö hætta i borgar- stjórninni sagði borbjörn i gær. Rannsóknarverkefni Félagsvis- indadeildarinnar vaxa stööugt og veröa timafrekari og viö bætist aö liklega verö ég eitthvaö fjarver- andi næstu misserin vegna starfs- ins. En hitt tek ég fram að ég er ákaflega hress meö aö skilja framboöslistann eftir i höndum góöra manna eins og raun ber vitni og þó ég sé kominn talsvert neöar á iistann þá vonast ég til aö geta starfaö aö borgarmálum framvegis. Frá vinstri: ólöf Rikharösdóttir, ritari Sjálfsbjargar, Theodór Jónsson, formaöur og Trausti Sigur- laugsson, framkvæmdastjóri. (Mynd: ATA) Alþjóðadagur fatlaðra á morgun: „SKYLDIARKITEKT KOMAST HÉR NIÐ- UR í HJÓLASTÓL” Á morgun, sunnudag, er alþjóðadagur fatl- aðra, en sá dagur er ætl- aður til þess að kynna og berjast fyrir ýmsum sérhagsmunamálum fatlaðs fólks og hefur eitt málefni verið tekið til meðferðar hverju sinni. Að þessu sinni er ætlunin að beina sjónum almennings að umhverf- issköpun og skipulagi bygginga. í gær voru fréttamenn kallaöir til fundar viö þau Theodór Jóns- sona, formann, Sjálfsbjargar, Ólöfu Rikharðsdóttur, ritara Sjálfsbjargar og Trausta Sigur- laugsson, framkvæmdastjóra félagsins, þar sem kynnt var nýtt veggblaö sem Sjálfsbjörg hefur látið gera i tilefni dagsins. Sýnir það mann i hjólastól við háar tröppur og fyrir ofan stendur: „Skyldi arkitekt komast hér niöur f hjólastól?” Neöst á blaðinu stendur: „Meira hugvit viö hönn- un mannvirkja fækkar hindrun- um Fulltrúar Sjálfsbjargar voru sammála um, aö mjög takmark- að öllit væri tekiö til fatlaöra og margra annarra, sem eiga erfitt um vik, við hönnun og byggingu húsa. Talið er að um 10% þjóöa þurfi á þvi að halda, annað hvort varanlega eða timabundiö, að nota sér rétt byggðar byggingar og aðra samkomustaði fólks, þ.e. þá staði sem hugsað er fyrir þvi að allir geti haft aögang aö og ferðast um án teljandi erfiðleika. bessi hópur fólks tekur til mun fleiri en fatlaðra, t.d. aldraðra, fólks sem slasast, fólks með barnavagna o.s.frv. Algengustu farartálmar i bygg- ingum og á samkomustöðum eru: tröppur og stigar, þröngar dyr, lyftur og salerni. begar allt kem- ur til alls, þá eru ótrúlega fá hús á tslandi sem eru hönnub meö til- liti til þess aö allir eigi auðvelt með ab komast inn i þau og um þau.Varþaöþónefntá fundinum, að ef hugsað væri fyrir sliku við hönnun húsa, væri auðvelt og ó- dýrt, jafnvel aö þaö kostaði ekk- ert, að gera hús þannig Ur garöi aö fatlað fólk og aörir sem eru i svipuöum sporum geti borið sig um hindrunarlaust. Sumir láta breyta Mörg dæmi voru nefnd um óhentugar byggingar á Islandi meö tilliti til fatlaðra, og örfá dæmi um sæmilegar og góöar byggingar. Kjarvalsstaðir telst þokkaleg bygging, aö undan- skildu þvi að laga mætti göngu- brautirnar aö húsinu, nokkur bankaútibú hafa veriö byggö i Ný deild vid Rádningastofu Reykjavíkur Annast atvinnuumsóknir fólks með sérþarfir Ný deild „öryrkja- deild” hefur verið sett á stofn við Ráðningastofu Reykjavikurborgar. Er hlutverk deildarinnar fólgið i þvi að annast at- vinnuumsóknir fólks með sérþarfir, vegna skertrar starfsorku. 1 frétt frá Ráöningastofu Reykjavikurborgar segir aö stefnt sé aö nánu samstarfi deild- arinnar viö Endurhæfingaráö rikisins og aörar þær stofnanir og félög sem sérstaklega fáist viö þau verkefni er leysa þurfi fyrir þá, sem eigi við vandam&l aöetja vegna hömlunar á starfsorku. Er þess vænzt aö þetta starf mæti skilningi og velvilja þeirra aðila, sem til veröur leitað varö- andi fyrirgreiðslu og aöstoö. Má geta þess i þessu sambandi, aö i lögum um endurhæfingu frá 27.4 ’70 er kveöiö á um endurhæfingu fólks meö skerta starfeorku og aöstoö þvi til handa viö að fá störf viö sitt hæfi. Starfsemi þessarar deildar hófst um siðustu áramót og er starfsmaöur hennar Magnús Jóhannesson fyrrverandi borgar- fulltrúi. samræmi við kröfur samtaka fatlaðra, einnig var afgreiðslan á Keflavikurflugvelli nefnd, Borgarbókasafniö i Sólheimum, þjónustumiðstöðin i Skaftafelli, ný félagsmiðstöö i Arbæ, dvalar- heimili á Akranesi o.fl. bá eru dæmi um að húsum hafi verið breytt til hins betra, t.d. Hótel Loftleiðir, en einnig að húsum hafi verið breytt til hins verra, t.d. Sundlaug Vesturbæjar. Ófullkomin bygginga- löggjöf Fulltrúar Sjálfsbjargar tóku fram, að ástandið i þessum mál- um á tslandi væri mun lakara en í nágrannalöndunum, til dæmis á Norðurlöndum. bar væri skýrt kveðiöá i byggingalöggjöfinni, að taka beri tillit til fatlaöra viö hönnun bygginga og þvi fyrir- komulagi þyrfti að koma á hér á landi. Fulltrúarnir voru spurðir um þaðhvortrikisvaldinu væriþá ekki hlift með þvi að skella skuld- inni á arkitektana. bvi var svaraö til, aö auðvitaö væri ekki allir arkitektar undir sama hatö hvaö þetta varðar, en i heild væru þaö þeir sem mestu réöu varðandi hönnun mannvirkja og þvi væru þeir dregnir Ut Ur. Markmiöiö væri auövitaö þaö, aö endurbæta byggingalöggjöfina meö tilliö til fatlaöra og annarra. Hvatning Veggblaöi Sjálfsbjargar um umferöarhindranir fatlaöra hefur nú veriö dreift um land allt. bað á aövera öllum áminningoghvatn- ing. Aminning þeim, sem ætla aö faraaðbyggja.eða eru meö hús i smiðum, að athuga nú vel hvort ekki megi sleppa tröppunum, sem búiö var aö ráðgjöra, eöa breikka salernisdyrnar, sem verða of þröngar fyrir hjólastóla. Hvatning til allra landsmanna, aö sameinast um þaö stefnumiö, aö skipulagt umhverfi okkar, jafnt innan húss sem utan, verði aö- gengilegt öllum. Skrifstofa Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaöra, Hátúni 12, Reykjavik, veitir fúslega upplýs- ingar um þessi mál. Siminn er 29133. Ennfremur ferlinefnd fatl- aöra, sama staö, simi 29292 og ferlinefnd fatlaöra Akureyri, heimilisfang, Bjarg,Hvannavöll- um 10, simi 21557. —ARH

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.