Alþýðublaðið - 02.04.1978, Qupperneq 3
Sunnudagur 2. apríl 1978
>3
Mikið hefur verið rætt og ritað
um þá aðstoð, sem verkalýðs-
hreyfingin og jafnaðarmanna-
flokkarnir á Noröurlöndum
buðu fram til Alþýðublaðsins.
Þessi aðstoð, sem raunar er
mjög smávægileg, var þegin að
hluta. Hún er fólgin i fyrir-
greiðslu vegna pappirskaupa i
Noregi. Um leið og tekin var
ákvörðun um að þiggja þennan
stuðning var skilmerkilega
greint frá málinu: engu leynt og
ekkert falið.
Jafnaðarmannaflokkar um
heim allan hafa frá upphafi
veitt hvorir öðrum þann stuðn-
ing, sem þeir hafa getaö. Þetta
er i anda þeirrar alþjööahyggju
og bræðralagshugsjónar, sem
lýöræðis sósialistar hafa haft að
leiöarljósi. Þetta er stefna
frjálsrar verkalýðshreyfingar
og stuðningsflokka hennar.
Verkalýössamtökin á Norður-
löndum, nema á íslandi, eru
fjársterk. Hún og jafnaðar-
mannaflokkarnir hafa veitt
fjármagni til margra bræðra-
flokka og verkalýðshreyfinga,
sem hafa átt við fjárhagsörðug-
leika að etja.
Þannig hafa verkaiýðssam-
tökin á Norðurlöndum aðstoðað
verkaiýðshreyfingar i Portúgal,
anna hafa Islendingar ávallt
verið þiggjendur. Þær hafa lagt
fram verulegt fjármagn til
margvlslegrar starfsemi hér á
landi. Fyrir gjafafé hafa veriö
stofnaðir sjóðir, sem Islending-
ar njóta góðs af. Skemmst er að
minnast þjóðargjafar Norö-
manna, sem meðal annarra
ungir Sjálfstæðismenn ferðast
fyrir. Jafnvel Islenzkir þing-
menn hafa ferðast fyrir „krata-
guli”, og þá ekki eingöngu
Alþýöuflokksmenn. Eða skyldi
nokkur þora að halda þvi fram,
að Islendingar væru öörum
þjóðum háðir vegna aöstoöar
hinna norrænu þjóöanna viö
Vestmannaeyinga og þjóðina I
heild eftir Vestmannaeyjagos-
ið? Gerir Norræni fjárfestinga-
sjóðurinn Islendinga háða
frændum sinum á hinum
Norðurlöndunum ? Þannig
mætti lengi rekja margvislegan
stuðning frændþjóðanna við Is-
lendinga.
Afstaða Þjóðviljans
Þjóðviljinn, málgagn Alþýöu-
bandalagsins, hefur gengið
harðast fram I þvl að gagnrýna
Alþýðublaöið og Alþýðuflokkinn
verkalýðshreyfingunum. Stuön-
ingurinn er nefnilega staðfest-
ing á þvi, að norræna verkalýös-
hreyfingin lltur á Alþýðuflokk-
inn sem hinn eina sanna jafn-
aðarmannaflokk á Islandi.
Þetta kemur illa við þa menn I
Alþýðubandalaginu, sem á und-
anförnum árum hafa leitað eftir
þvi á Norðurlöndum og vlöar, að
Alþýðubandalagið yröi viður-
kennt sem lýöræöis-sóasialist-
Iskur flokkur. Þessi viöurkenn-
ing hefur ekki fengist. Norrænir
jafnaðarmenn hafa lesið stefnu-
skrá Alþýöubandalagsins og
telja hana ekki koma heim og
saman við þeirra eigin stefnu.
Þeir geta ekki viðurkennt
Alþýðubandalagið sem só-
sialistiskan lýðræðisflokk. Til
þess hefur sambandið við
Moskvu verið of náið.
Ritstjórar Þjóöviljans vita, aö
Ihaldsflokkarnir á Islandi, þar
með taliö Framsóknar-Ihaldið,
ráða yfir liðlega 80% af öllum
blaðakosti þjóðarinnar. Stuðn-
ingsblöð verkalýðshreyfingar-
innar eru aöeins tvö, Alþýöu-
blaðið og Þjóðviljinn. Hræsni
Þjóðviljamanna gagnvart
verkalýðshreyfingunni má
greina, þegar þeir vilja Alþýðu-
blaðið feigt, þótt verkalýðs-
lagsins af ýmsum flokksfyrir-
tækjum. Frá fyrri árum er eng-
ar upplýsingar að fá. Eöa
hvernig hefur Alþýðubandalag-
iö eignast hús og fyrirtæki, sem
nú eru látin standa undir rekstri
Þjóðviljans. Hvernig varð
gamla Þjóðviljaprentsmiöjan
til? Er það virkilega alþýöa
þessa lands, sem stendur undir
rekstri Alþýöubandalagsins og
Þjóðviljans?
Þjóðviljamenn geta þess aö
engu, aö það voru norskir
jafnaöarmenn, sem komu fót-
unum undir Þjóðviljann i Blaða-
prenti, þar sem Alþýðublaðið,
Tlminn, Visir og Þjóðviljinn eru
prentuð. Norskir jafnaðarmenn
veittu mikla og dýrmæta tækni-
lega aðstoö við stofnun Blaða-
prents hf.. Þá aðstoð er unnt að
meta á miljónir króna. Þjóðvilj-
inn hefur þegjandi og ánægður
notið ávaxtanna af þeirri að-
stoð.
Það hlýtur að vera Ihugunar-
efni fyrir marga, að sjá hversu
sammála Þjóðviljinn og
Morgunblaðið eru i fordæmingu
á „kratagullinu”. Þessi for-
dæmingtekur á sig hinar furðu-
legustu myndir. Þjóðviljinn
segir Alþýðuflokkinn ekki
sósialistiskan flokk, en Morgun-
reikningi. Danskir kaupmenn
greiddu lika á sinum tima aug-
lýsingar I Morgunblaðinu.
Skyldi það ekki einnig koma
fram hjá Vilhjálmi Finsen.
Sjál fs tæðism enn eiga
Morgunblaöið. Sjálfstæðismenn
og Framsóknarmenn hafa á
undanförnum árum og áratug-
um haft miklar tekjur af marg-
vislegum umsvifum fyrir
varnarliðið á tslandi. Varla
greiðir það með íslenzkum
krónum! Þegar svo fulltrúar
þessara flokka taká höndum
saman á þingi við Alþýðubanda-
lagið um flutning á frumvarpi,
sem banna á erlendan fjár-
stuðning við islenzka stjórn-
málaflokka, væri fróðlegt að
vita hvernig’þeir ætla að
tryggja, að slikt fjármagn kom-
ist ekkiinn i landið. — Alþýðu-
flokkurinn heföi getað, þegjandi
og hljóðalaust, þegið hina nor-
rænu’aðstoð. Það vildu forystu-
menn hans ekki. Þeir þáðu að-
stoðina fyrir opnum tjöldum, og
leggja það í dóm kjósenda hvort
þeir hafa gert rétt eða rangt.
Staða Alþýðublaðsins.
Það má öllum vera ljóst, að sá
stuðningur, sem hér um ræðir er
„Hrcsni Þjóðviljamanna gagn-
vart verkalýðshreyfingunni má
greina, þegar þeir vilja Alþýðu-
blaðið fcigt, þótt verkalýös-
hreyfmgar á hinum Norður-
löndunum vilji styðja við bakið
á því svo það geti þjónað ís-
lenzkri verkalýðshreyfíngu”
99.
Kratagull”
rublur og
erlendir
kaupmenn
í tilefni siðvæðingar
Þjóðviljans og
„Afstaða ihaldsins.... því minni áhrif verkalýðshreyfingarinn-
ar, — þvi betra”.
Grikklandi og I löndum Afriku
og Aslu. Sama gildir um
jafnaðarmannaflokkana.
Sænskir jafnaðarmenn veittu
dönskum jafnaöarmönnum
stuðning fyrir siðustu þingkosn-
ingar I Danmörku, og þótti eng-
um mikið. Lýðræöis-sóasialist-
ar vita sem er, aö þetta er ein af
fáum aðferðum, sem þeir geta
beitt I baráttunni viö auðveldið.
Styrkur verkalýösins og flokka
þeirra liggur i samstöðunni,
samvinnunni og bræðralags-
hugsjóninni. Af þeim sökum er
Alþýðuflokksmönnum meina-
laust að vera þátttakendur I
þessu samstarfi.
Fyrir fjöldamörgum árum
fékk Alþýðuflokkurinn einhvern
smávægilegan fjárstuðning frá
dönskum jafnaðarmönnum.
Morgunblaöið skýröi frá þess-
um stuðningi með stórum orð-
um og hótunum. Þá var það að
Kristján Albertsson ritaöi fræga
grein og andmælti Morgunblað-
inu. Hann sagði þá meöal ann-
ars, að alþjóöahyggja og
bræðralagshugsjón jafnaöar-
manna væri viröingarverð og út
i hött að amast við henni.
Kristján Albertsson hefur verið
einaröur Sjálfstæðismaöur alla
tlð. — Þegar Alþýðuhúsiö var
reist veittu verkalýðshreyfing-
arnar á Norðurlöndum fjár-
stuðning. Viö honum tóku
nokkrir þeirra manna, sem ver-
ið hafa I forystusveit þeirra
flokka er skópu Alþýðubanda-
lagið.
Peningar frá frænd-
þjóðunufn.
I samstarfi Norðurlandaþjóö-
fyrir aö þiggja fjárstuðning frá _
verkalýðshreyfingunum á“
Norðurlöndum. Blaðiö hefur
hins vegar aldrei andmælt, þeg-
ar Alþýðusamband Islands hef-
ur leitað eftir fjárstuðningi frá
norrænum verkalýðshreyfing-
um, þegar ASI hefur átt I hörö-
um verkfallsátökum. Enda mun
það mála sannast, að ekki eru
allír Alþýðubandalagsmenn
sammála ritstjórum Þjóðvilj-
ans. Þeir eru auðvitað að reyna
að gera Alþýðuflokkinn tor-
tryggilegan svona rétt fyrir
kosningar. Enginn láir þeim það
I þeirri erfiöu stöðu, sem
Alþýðubandalagið er I.
Það hefur hins vegar aldrei
þótt gæfulegt aö kasta steinum
úr glerhúsum. Gamlir forystu-
menn Kommúnistaflokksins,
Sósialistaflokksins og Alþýðu-
bandalagsins vita, að þessir
flokkar hafa fengið fjárstuöning
erlendis frá. Munurinn er bara
sá, að frá honum hefur aldrei
verið skýrt. Eða hvert skyldi
hagnaöurinn af viðskiptum
fyrirtækja Alþýðubandalagsins
viö Austur-Evrópuþjóðir hafa
runnið. Alþýðubandalagið hefur
aldrei gert grein fyrir rekstri
fyrirtækja sinna, en á því sviði
er bandalagið mun umfangs-
meira en flesta grunar. Alþýöu-
bandalagsmennirnir vita sem
er, að I þessum efnum er ekkert
hægtaðsanna. Þó er undirrituö-
um ekki grunlaust um, að fyrr
en siöar muni einhver opna á
sér munninn og segja sannleik-
ann.
Reiði Þjóöviljamanna I garð
Alþýöuflokksins stafar einkum
af þvi, að þeir sjálfir fá ekki
þennan stuðning frá norrænum
hreyfingar á hinum Norður-
löndunum vilji styðja við bakiö
á þvi svo það geti þjónað Is-
lenzkri verkalýðshreyfingu.
Getur það veriö, að Alþýðu-
bandalagsmenn vilji stuðla að
dauða annars blaðsins af
tveimur, sem islenzk verkalýðs-
hreyfing styðzt við? Varla er
það I anda gömlu mannanna,
sem reistu Alþýðuhúsið. Og vart
geta fulltrúar verkalýðsfélag-
anna unað þeirri stefnu Þjóö-
viljans.
En kannski munu Þjóðvilja-
menn og Morgunblaðsmenn
sameinast ámikilli sigurhátlð, ef
Alþýöublaðið leggur upp laup-
ana. Og ekki er „kratagullið”
svo þungt að það nægi til að
stuðla að útgáfu Alþýöublaösins
nema rétt fram yfir kosningar.
Þær tölur, sem Þjóðviljamenn
hafa logið að lesendum sinum,
eru fjarstæða. — Af viöbrögðum
Þjóðviljans má ráða, að hann
myndi ráðast af hörku gegn Al-
þýðusambandi Islands, ef I ljós
kæmi, að það fengi fjárhags-
stuðning frá verkalýðshreyfing-
um hinna Noröurlandanna. Eða
hvað?
Opið reikningshald Alþýöu-
flokksins og umræðurnar um
„kratagullið” hafa leitt til þess,
að Þjóðviljamenn hafa orðiö aö
gera nokkra grein fyrir fjár-
reiðum sinum. Það hefur þó
verið gert með þeim hætti, aö
fleiri spurningum er ósvarað en
áður. Nafnalistar með NN og
ÞÞ segja ekki mikla sögu. Tölur
um ágóða af happdrætti, sem
ekkert eftirlit er meö, segja
heldur enga sögu. Ekki hefur
eitt einasta orö fallið um tekjur
Þjóðviljans og Alþýðubanda-
blaðið segir, að hann túlki
skoðanir Marxista-Leninista. A
meðan slik gagnrýni kemur
fram getur Alþýðuflokkurinn
unað glaður við sitt.
Þáttur Morgunblaðs-
ins.
Morgunblaðið hefur að und-
anförnu tekið undir blaðrið i
Þjóðviljanum. Aður en Morgun-
blaðið heldur lengra á þeirri
braut ættu ritstjórar þess, að
lesa bók Vilhjálms Finsen
„Alltaf á heimleið”, þar sem
hann lýsir þvi, ererlendir kaup-
menn keyptu Morgunblaðið.
Vilhjálmur segir frá þvi með
miklum trega. Hann segir frá
þvi, þegarhonum barst greiðsl-
an i hendur fyrir hluta i
Morgunblaðinu. Hún kom frá
kaupmanni I Lundúnaborg og
hún var i sterlingspundum.
Hann segir, að erlendir kaup-
menn hafi ekki aðeins viljað
selja Islendingum vörur, þeir
hafi einnig viljað eiga landið. Til
þess, meðal annars, hafa þeir
keypt Morgunblaðið. — En
kannski er þetta bara liðin tið,
sem Sjálfstæðismenn vilja
gleyma.
Þegar Morgunblaðið ræöir
um erlendtfjármagn, sem renni
til Alþýðublaðsins, skyldu rit-
stjórarnir hafa hugfast að nokk-
ur hluti tekna blaðsins kemur
fyrir auglýsingar á erlendum
vörum. Auglýsingareikningar
af þvi tagi eru oftar en ekki
greiddir með erlendu fé, sem
umboðsaðilar fá samkvæmt
ekki þeginn meö glöðu geði. Al-
þýðublaðið hefur frá stoftiun
stuðst við framlög flokksmanna
og margir hafa lagt mikið af
mörkum. Blaðið hefur enga
aðrafjármagnsuppsprettu. Svo
hart hefur verið i ári, að starfs-
fólk fékk ekki iaun sín greiddsvo
mánuðum skipti. Forystumenn
flokksins gengust i svo miklar
fjárskuldbindingar, að eignir
þeirra komust undir hamarinn.
Blaðið gat aldrei leitað til auð-
magnsins eða Sambandsins.
Framtið Alþýðublaðsins er nú
mjög á huldu og allt eins vist, að
það lifi ekki fram að 60 ára af-
mæli sinu i lok þessa árs. Það
verður ugglaust ihaldsöflunum i
landinu til óblandinnar ánægju:
ihaldsöflunum i Alþýðubanda-
laginu og Sjálfstæðisflokknum.
En af undarlegum rótum er
runnin gleði Alþýðubandalags-
mannanna. Viðbrögð þeirra
sýna aðeins og sanna, að óskir
og vonir lýðræðis-sósialista um
meiri samvinnu innan verka-
lýðshreyfingar og utan stranda
enn á afturhaldssömum komm-
únistum. Afstaða ihaldsins i
Sjálfstæðisflokknum er skiljan-
leg, þvi minni áhrif verkalýðs-
hreyfingarinnar, þvi betra. —
En Alþýðuflokkurinn hefur ekki
hugsað sér að gefast upp. Stað-
an eftir næstu kosningar mun
móta afstöðu hans til útgáfu Al-
þýðublaðsins. Vonandi munu is-
lenzkir kjósendur ekki virða aö
vettugi tilraunir flokksins til
heiðarlegri og betri starfsemi
islenzkra stjórnmálaflokka.
Einmitt sú tilraun veldur
gengdarlausum árásum and-
stæðinganna á Alþýðuflokkinn.
—AG—