Alþýðublaðið - 08.04.1978, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 08.04.1978, Qupperneq 5
hla^A Laugardagur 8. apríl 1978 5 skoðun Atli Rúnar Halldórsson skrifar: j 1968: Bandaríkin burt frá Víetnam 1978: Sovétrfkin burt frá Afrfku! 1 meira en 500 ár hafa þjóöir Afriku þurft að heyja harða og óvægna baráttu gegn útlendum nýlenduherrum og heimsvalda- sinnum, sem komið hafa um langan veg til þess að arðræna ibúana og leggja hald ánáttúru- auðlindir álfunnar. Nýlendu- stefnan og heimsvaldastefnan eru þvi orsakirnar fyrir þvi að Afrika er i dag þekkt sem álfa „vanþróunar” og fátæktar. betta eru þær aðstæður sem 400 milljónir Afrikubúa lifa við, i stórum dráttum, en innan álf- unnar eru svo auðvitað and- stæðurámilli yfirstétta og kúg- aðrar alþýðu og i Suður-Afriku situr fasisk ógnarstjórn hvits minnihluta i krafti öflugs stuðnings Bandarikjanna og auðhringa i Evrópu. Hvað er það sem gerir Afidku svo eftirsótta fyrir heimsvalda- sinna? Sex atriði ber hæst: mik- ið magn verðmætra hráefna, ódýrt vinnuafl, þar er mark- aður fyrir varning frá heims- valdalöndunum —allt frá bilum og Coca Cola upp i vopn, póiitisk þýðing yfirráða yfir Afriku- löndum, hernaðarlegt mikil- vægi álfunnar og mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir orku- lindum Afriku (t.d. er úranium i Suður-Afriku sem notað er til kjarnorku (vopna'íframleiðslu, einnig olia og kol). Hægt væri að skrifa langt mál um ihlutun smárra og stórra heimsvaldarikja i Afriku fyrr og nú, árásarstrið Breta, Frakka, ísraelsmanna, Bandarikja- manna, á Egyptaland, Kongó og Alsir, um nýlendukúgun Portúgala og arðrán ótal auð- hringa i Afriku og stuðning þeirra við afturhaldsstjórnir hér og þar. En hér er ekki ætlunin að rekja þau mál meira, heldur að fara fáeinum orðum um þaö sem einna hæst ber um þessar mundir i langri og strangri bar- áttusögu Afrikuþjóða gegn afturhaldi, innlendu sem erlendu. bar er átt við nýlendu- strið það sem Sovétrikin reka nú i Norð-Austur Afriku, sem stundum er nefnt Afrikuhornið. bar styðja böðlarnir i Kreml fasiska stjórn Mengistus i Ethi- ópiu og á hennar snærum eru leigumorðingjar frá Kúbu og Sovét i landinu, sem notaðir eru til aðstoðar við hryðjuverk stjórnarinnar gegn alþýðu Ethiópiu og ekki sist i barátt- unni gegn frelsishreyfingum Eritreumanna. Hingað til hefur Sovétmönnum tekist að læða sér inn i raðir frelsishreyfinga i Afriku undir yfirskyni „sam- stöðu kúgaðra gegn heims- valdastefnunni”. Skemmst er að minnast framferðis þeirra i Angóla, þar sem þeir tóku til við að etja saman þremur frelsis- fylkingum i landinu eftir að þær höföu hrakið portúgölsku ný- lendukúgarana i sjóinn. „Arangurinn” er sá, að nú situr i Angóla stjórn sem haldið er uppi með stuðningi Sovétrikj- anna og þúsunda kúbanskra leigumorðingja, og auðhringar ræna auðlindir landsins nú sem fyrr. t Angóla stendur enn yfir vopnað frelsisstííð alþýðu geng heimsvaldastefnunni og inn- lendum leppum hennar. bar sitja Sovétrikin og ráðamanna- klikan i Angóla óvinamegin borðsins. Eritrea og Sómalia Eritrea var áður itölsk ný- lenda, en 1962 var landið gert að héraði i Ethiópiu. bá þegar var hafin barátta i landinu gegn yfirráðum Ethiópiu og hefur hún staðið allt fram á þennan dag. Undanfarna mánuði hefur baráttan skilað miklum árangri og stærstur hluti landsins frels- aður. En jafnframt hefur ráða- klikan i Ethiópiu færst i aukana og á þessu ári hefur hún látið gera harðar loftárásir á frelsuö landsvæði og bæi i Eritreu og notað til þess napalm og flisa- sprengjur, vel þekkt skelfingar- vopn. Kúbanskir flugmenn hafa að undirlagi Kremlarböðla ver- ið vikapiltar i þessum hryðju- verkum og sovésk skip hafa sent sprengjur frá sjó inn i Eritreu. Sovéskir og kúbanskir „sér- fræðingar” taka virkan þátt i landhernaði Ethiópiustjórnar i Eritreu. betta eru kaldar staðreyndir og þetta kallast heimsvalda- strið með Sovét i broddi fylk- ingar, og ber að fordæmast á sama háttogárásarstrið Banda- rikjanna á Vietnam og Kapút- siu. Samt heldur bjóðviljinn kjafti. Samt heldur „Baráttu- hreyfing gegn heimsvalda- stefnu” kjafti. Samt heyrist ekki múkk I forystuliöi Samtaka herstöðvaandstæðinga — sem viröist helst hallast aö þvi að flytja beri baráttuna gegn heimsvaldastefnunni (NB. að- eins þeirri bandarisku) inn á bókasöfnin á tslandi. bað er endalaust legið við skriftir til að sanna fyrir alþjóð að banda- riska heimsvaldastefnan sé i raun til! Svo er það Sómaiia. Sovét gerði á sinum tima „vináttu- sáttmala” við Siad Barre, for- seta þar i landi, og i krafti hans voru hafnir vopnaflutningar i stórum stil til Sómaliu, sem er gifurlega hernaðarlega mikil- vægt land. Hins vegar slettist upp á vinskapinn hjá Barre og BrésneL og „vináttusáttmálan- um” var rift — af hálfu Sómaliustjórnar. Sómalir ráku einnig úr landi kúbanska og sovéska ráðgjafa og Sómalía rauf stjórnmálasamband við Kúbu. 100.000 manna fjölda- fundur i höfuðborginni fagnaði þeirri ákvörðunm þannig að ekki njóta hinir „frelsandi engl- ar” Kastrós mikillar hylli þar i landi. Sómalir styðja frelsis- hreyfingu Vestur-Sómala, en undanfarið hefur hún átt i hörkulegri baráttu i Ogaden- eyðimörkinni, svo sem fréttir hafa hermt. bar hafa Sómalir mætt m.a. englum Kastrós undir gunnfána Eþiópiu-stjórn- ar. Sómalir hafa dregið herlið sitt frá Ogaden, en þar sitja enn herir óvinarins og er uppistaða þeirra „ráðgjafarnir” góðu frá Sovét og Kúbu. Bandarikin seil- ast nú greinilega til áhrifa á Afrikuhorninu og svo virðist sem þau reyni að afla sér áhrifa i Sómaliu. Ef þeim tekst það, má fullyrða að þar fara Sómalir úr öskunni i eldinn og baráttan mun enn harðna og halda áfram — allt þar til heimsvaldastefn- unni h'efur verið komið burt frá svæðinu. Löndin vilja sjálfstæði Baráttustaðan i Afriku um þessar mundir er hreint ekki einföld, en höfuðhlið hennar er harðnandi átök kúgaðrar alþýðu álfunnar gegn mörgum og vold- ugum óvinum. Risaveldin þreifa fyrir sér með þrýstingi á rikisstjórnir, valdaránstilraunir og beinar ihlutanir i málefni Afrikuþjóða. Sovétrikin bjóða fram böðulshendi sina i nafni „sósialisma” og slikur úlfur i sauðargæru er alltaf hættuleg- ur. Sovétrikin eru annar tveggja höfuðóvina afriskrar alþýðu, Bandarikineru hinn. Jafnframt eru margir fleiri innlendir og erlendir óvinir sem alþýðan á i höggi við. Móthverfurnar i Afriku eru margar, en þessar helztar: nýlendustefna og heimsvaldastefna, en þó sér- staklega stefna risaveldanna tveggja, og arðrán þeirra og ihlutun i Afriku fæöir af sér þá harðnandi baráttu gegn undir- okun og nýlendustefnu sem við erum vitni að. Onnur móthverfa i Afriku er á milli risaveldanna innbyrðis, sem bitast um hrá- efni, ódýrt vinnuafl, hernaðar- bækistöðvar o.s.frv. Ég slæ þvi föstu að um þessar mundir séu Sovétrikin árásargjarnari og hættulegri gagnvart Afriku, en Bandarikin. briðja móthverfan er svo á milli hinnar „svörtu” Afriku annars vegar og minnihluta- stjórnarinnar i Suður-Afriku. 1 eðli sinu er þessi móthverfa ekki kynþáttalegs eðlis, heldur mót- hverfa milli afrikansks fólks i Zimbabwe, Namibiu, og Azaniu annars vegar og nýlendukúgara þeirra hins vegar. Spurningar Eg þykist vita, að blaðafull- trúi sovéska sendiráðsins i Reykjavik gluggi reglulega i blöðin og hver veit nema hann renni augum yfir þessar linur minar. Mig langar til þess að fá hann til að stela nokkrum min- útum af dýrmætum tima sinum, setjast við borð og svara einni spurningu, i dálitið itarlegu máli: Hver er tilgangur ihlut- unar Sovétrikjanna i málefni rikja á norð-austur horni Afriku. Eg trúi ekki öðru en að svarið fái inni i kratablaöinu og ef höfundur má ekki vera að þvi/kærir sig ekki um/nennir ekki að koma með linurnar hingað á ritstjórn, þá býðst undirritaður til að ná i þær á eigin kostnað. Siminn á blaðinu er 81866. Einnig væri mér þökk i þvi ef einhver talsmaður „Baráttu- hreyfingar gegn heimsvalda- stefnu" settist nú niður og skrif- aði dálitla hugvekju um heims- valdastefnu Sovétrikjanna i Afriku. Hún má min vegna birt- ast i bjóðviljanum eða Fréttum frá Sovétrikjunum. Aðalatriðið er að ég fái aö sjá svart á hvitu um afstööu þessarar hreyfingar til þessara mála. Við þurfum vissulega hreyfingu sem tekur upp baráttu gegn heimsvalda- stefnunni — og það allri heims- valdastefnu sem riður húsum i veröldinni. Ef „Baráttu hreyf- ing gegn heimsvaldastefnu” er slik hreyfing. þá lýsi ég fullum stuðningi við hana, ef ekki þá má hún fara fjandans til. mér að skaðlausu. r

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.