Alþýðublaðið - 08.04.1978, Síða 9

Alþýðublaðið - 08.04.1978, Síða 9
9 ssa Laugardagur 8. apríl 1978 Frá illu til hins verra Veður öll válynd. Allar likur benda nú til alvar- legra átaka i þjóölifinu á næstu dögum. Akvöröun Verka- mannasambandsins um útflutn- ingsbann á framleiðsluvörum okkar, ef samningar náist ekki um fráhvarf; frá kjara- skeröingarlögunum — „bjarg- ráði rikisstjórnarinnar” —- er likleg til að verða þung i skauti að minnsta kosti ef slikt ástand yrði langvarandi. Enginn vafi leikur á, að tjón atvinnurekenda af þvi yrði stór- um meira en þvi nemur, að staðið hefði verið við kjara- samningana undanbragðalaust. Hvað ofaná verður, sézt ekki svo gjörla á þessu stigi málsins, enda eru ekki mörg viðbrögð orðin lýðum ljós. Liklegt er, að tillaga Alberts Guðmundssonar um bann við verkföllum reyndist ekki neitt þjóðráð, ef samþykkt yrði. Miklu heldur mætti geta þess til, að þar með væri hellt oliu i þann eld, sem vissulega logar nógu glatt fyrir. Svar verkafólks við verkfalls- banni yrði trúlega að hafa það að engu, og þá yrði komið til op- ins stéttastriðs. Reynsla fyrri ára hefur sýnt, að þvingunarlög, svo sem gerðardómslög, aö ekki sé talað um bönn, hafa runnið út i sandinn og orðið þeim, sem settu til mests vanza og vand- ræða. Vitaskuld hafa stjórnar- flokkarnir afl atkvæða til þess á Alþingi, að setja lög á lög ofan, ef þeim nýttist þingmeirihluti sinn, sem þó verður að draga i efa. En þegar við litum yfir þennan væntanlega vigvöll, blasir það við, að svik og undir- ferli stjórnvalda eiga hér aðal- sökina. Sú ráðsmennska hefur orðið þjóðinni dýr og ekki séð fyrir endann á. Þegar snúizt er aö verkalýðs- hreyfingunni og öðrum laun- þegasamtökum með svigur- mælum um óhollustu við þjóð- ina, má ekki gleyma þvi, að hendur verkalýðssamtakanna hafa verið langtimum saman fram réttar til samstarfs, sem svo var ekki þegið, nema siður væri. Til litils er að viðurkenna það nú og hamra á, að eitt hið þýð- ingarmesta i baráttunni við að rétta viö bágborinn þjóðarhag, sé einmitt samstarf við laun- þegasamtökin! Hver einasti maður skilur, að i hugtakinu samráð liggur fyrst og fremst samkomulag um þá stefnu, sem halda skal, en ekki að geyma neinn rýting I erminni, til þess að beita á viðsemjanda. Launa- samningar eru þar ekki undan- þegnir. Valdbeiting i krafti lagasetn- ingar hlýtur að kalla á aðgerðir, sem liklegar eru til að hrifa, þó alls óæskilegar séu i sjálfu sér. Stjórnvöld eiga nú næsta leik, eða afleik. Við skulum vona allra hluta vegna, að hann veröi ekki of grófúr. Hvað er svo með álf- um? Þinghaldið er nú að taka á sig venjulegan vertiðarlokasvip, enda sennilega skammt til lok- anna. Stjórnarherrarnir ryðja nú fram frumvörpum I háum haug- um, sem sýnilega er ekki ætlast til að verði mikið gaumgæfö. Hér er auðvitað um að ræöa smámálin fyrst og fremst að vonum. Auövitað þarf að sinna þeim lika, en það verður þó að segja, að vist er eitt mál-stórmál — sem búið er að boða fyrir all- nokkru en hefur ekki séð dags- ins ljós, þó komið sé á siðasta snúning I þinghaldinu. Hér er átt við skattalaga- frumvarpið, sem fjármálaráð- herra boðaði, aö lagt yrði fram eftir páskaleyfi þingmanna. Meðgöngutimi þessa máls er orðinn ærið langur, þvi það var vissulega boðað i upphafi stjórnartiðar hans, aö nú yrði snúið sér að þvi, að setja nokkur ný skattalög! Ef.gluggaö er i forn fræði, finnast þó dæmi um lengri dvöl afkvæmis i móðurkviöi hér á norðurslóöum, þar sem var Völsungur siðar kóngur. Hann dvaldi i ylnum i sex ár, aö sögn, enda lét móðirin lifiö við að koma honum i heiminn! Vel má vera að Matthias ráð- herra óttist slik örlög, en þess má óhikað vænta, að ráðherra- lifið sé að fjara út hvort sem er, svo engu er svosem hætt. Annars er þetta hreint ekki neitt gamanmál. Vitað er, að fyrirhugaðar skattalagabreyt- ingar myndu rista nokkuð djúpt i kjaramálum almennings, ef lögfestar yrðu. Staðgreiðsla skatta, sem boð- uð hefur verið, er gjörbreyting á skattheimtu allri, og þarf ef- laust að taka rösklega höndum til, ef koma á henni i sómasam- legt horf i tæka tið. Breyting söluskatts i virðis- aukaskatt er heldur ekki ð neinn hátthrist fram úr erminni, en á þettá hvorttveggja mun stefnt. Gréinilega kom i ljós á aðal- fundi Félags islenzkra iðnrek- enda, að þeir munu binda all- miklar vonir við framgang ýmislegs, sem frétzt hefur úr hinu ófædda skattalagafrum- varpi. Má jafnvel gera ráð fyrir að ýmsir hafi þegar gert ráð- stafanir i samræmi við þau. Skattalögin eru auðvitað lög, sem snerta fleiri þegna þjóð- félagsins en flest önnur löggjöf. Enda þótt sjálfsagt sé, að vanda til þeirra eftir öllum föngum, verður að segja að þá fyrst kemur þó grúsk i þeim landslýð að haldi, aö það grúsk sé eitt- hvað meira en undirbúningur undir það, sem aldrei sér dags- ins ljós! i'HREINSKHJNI SAGT Geri adrir betur! Búnadarbankinn á inni hjá Seðlabankanum Vaxtaaukainnlán 3,6 milljarðar í árslok La ndbúna öa r ráðher ra, Halldór E. Sigurðsson, staðfesti reikninga Búnaðarbanka Islands fyrir árið 1977 hinn 6. apríl. Liðið ár var Búnaðar- bankanum mjög hag- stætt. Vöxtur innlána hef- ur aldrei orðið meiri á einu ári, lausafjárstaðan batnaði enn að mun og niðurstaða á rekstrar- reikningi sýnir góðan árangur. Innlán Innlán i árslok voru 18.055 millj. kr. og jukust um 5.779 millj. kr. Á árinu, en það er 47,1%. Næst mesta aukningin varð 1975 32,0%. Þess má geta til samanburðar að innláns- aukning innlánsstofnana reynd- ist 42.9% á liðnu ári. Helzta skýringin á hinni miklu innláns- aukningu er sú, að trú manna á almennum sparnaði hefur auk- ist með tilkomu hinna svo- nefndu vaxtaaukainnlána, en það eru innlánsreikningar bundnir til eins árs i senn með mun hærri vaxtakjörum en önn- ur innlánsform. Vaxtaaukainn- lán voru i árslok 3.630 millj. kr., og varð aukning þeirra 86% á árinu. Innstæöur á bundnum reikningum námu 29% af heildarinnlánum i bankanum og jókst hlutdeild þeirra i fyrsta skipti i mörg ár. Búnaðarbankinn rekur nú 12 útibú utan Reykjavikur, auk fimm afgreiðslustaða og fimm útibúa i Reykjavik. A Reykja- vikursvæðinu námu innlán 10.193 millj. kr. i árslok og varð ársaukning 50.8%, en utan Reykjavikur var innlánsstaðan um áramót 7.862 millj. kr., en það er 42,5% aukning. A undan- förnum árum hefur innláns- aukningin verið hlutfallslega meiri utan Reykjavikur. útlán Heildarútlán námu 16.311 millj. kr. um áramót og höfðu aukist á árinu um 5.047 millj., kr. eða 44.8%. Hér eru meðtalin öll endurseld lán i Seðlabanka, sem að mestu leyti eru afurða- lán landbúnaðarins, svo og skuldabréfakaup bankans af Framkvæmdasjóði, sem nemur 10% af innlánsaukningu ársins. Þegar afurðalánin og skulda- bréf Framkvæmdasjóðs eru dregin frá heildarútlánum verða eftir 8.956 millj. kr. með ársaukningu sem nemur 38.1%. Afurðalánin eru langstærsti útlánaflokkurinn eða 6.145 millj. kr. og hafa aukist mun hraðar en önnur útlán hin seinni ár. A siðustu fimm árum hafa þau sexfaldast á sama tima og önn- ur útlán ná þvi ekki að þrefald- ast. Er þvi ljóst, að með sömu þró- un verður stöðugt minna eftir til lánveitinga i aðrar greinar en þær, sem njóta afurðalána. Sérstakur útlánaflokkur, vaxtaaukalán, hefur verið tek- inn upp, eftir að stofnaö var til innlánsreikninga með vaxta- auka. Námu vaxtaaukalánin tæpum helmingi af vaxtaauka- innlánum, og þarf enn að auka þetta hlutfall til að styrkja rekstrarafkomu bankans. Útlán bankans til atvinnuveg- anna námu 12.102 millj. kr. i árslok, 2.175 millj. kr. til ein- staklingaog 2.034 millj. kr. til opinberra aðila. 1 fyrst nefnda flokknum er hlutur land- búnaðarins stærstur 6.585 millj. kr. Lán tii iðnaðar og bygginga- starfsemi voru 1.878 millj. kr. til verzlunar 2.012 millj. kr. til sjávarútvegs 890 millj. kr. og til samgangna, ferðamála og ým- iss konar þjónustustarfsemi 737 millj. kr. Sést af þessari flokkun að bankinn hefur mjög alhliða útlánsviðskipti. Staðan við Seðlabankann Lausafjárstaða bankans batnaði til muna á árinu, en hún kemur fram á viðskiptareikn- ingi bankans i Seðlabankanum. Innstæða á þessum reikningi var i árslok 2.606 millj. kr. og hafði aukist á árinu um 1.649 millj. kr. Aldrei kom til yfir- dráttar á viðskiptareikningnum á árinu, en sveiflur eru mjög miklar einkum i sambandi við afurðalánauppgjör. Bindiskylda i Seðlabankanum er nú 25% af inniánum og var á bundnum reikningi i árslok 4.088 millj. kr. Þriðji meginþátturinn i sam- skiptum við Seðlabankann eru endurkaup hans á afurðalánum landbúnáðar og sjávarútvegs svo og rekstrarlán til iðnaðar- ins. Námu endurkaupin i árslok 5.091 millj. kr. Þegar þessi þriþættu viðskipti við Seðlabankann eru dregin saman kemur i ljós, að inneignir Búnaðarbankans i Seðlabank- anum voru 1.603 millj. kr. hærri en endurkaupin. Rekstur bankans A rekstrarreikningi kemur fram að tekjuafgangur, sem ráðstafaö var i varasjóð, nam 238 millj. kr., en þá hafði verið afskrifað af fasteignum, hús- búnaði og tækjum 27 millj. kr. Starfsmenn bankans voru 251 um siðustu áramót, þar af 85 i útibúum utan Reykjavikur. Starfsmannafjöldi árið áður var 239. Eigið fé miðað við brunabóta- mat fasteigna var 1.794 millj. kr., en heildarfjármunir bank- ans námu iárslok rúmlega 25 milljörðum kr. Eiginfjárstaða bankans hefur batnað hin siö- ustu ár, en á það hefur verið lögð áherzla að binda ekki meira fjármagn i fasteignum en brýnasta nauðsyn krefði og geta þar með sinnt lánastarfseminni betur. Stofnlánadeild landbúnaðarins Arið 1977 námu lánveitingar Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins 2.181 millj. kr. á móti 1.538 millj. kr. 1976 eða 41.8% aukn- ing, þar af voru 168 millj. kr. frá Lifeyrissjóði bænda, sem eru sérstök lán sjóðsins vegna ibúðarhúsa og bústofnskaupa. Afgreiddar voru allar umsókn- ir, sem að mati deildarinnar töldust lánshæfar og sótt var um fyrir tilskilinn umsóknarfrest. Fjárhagsvandi Stofnlána- deildarinnar fer sivaxandi. Var svo komið á árinu 1977, að deild- in gekká eigið fé að upphæð 64 millj. kr. Við þessum vanda verður að bregðast hið skjót- asta. Veðdeild Búnaðarbankans lánaði 116 lán til jarðakaupa að upphæð 175 millj. kr. Borgarspitalinn Hjúkrunarfræðingar - Hj úkrun arfræði ngar Til að geta haldið sjúkradeildum opnum í sumar þurfum við á ykkar hjálp að halda. Hvað getið þið lagt af mörkum? Morgunvaktir — kvöldvaktir — næturvaktir — fullt starf eða hluta úr starfi? Vinsamlegast hafið samband sem allra fyrst við skrifstofu hjúkrunarforstjóra Borgarspit- alanum í sima 81200. Reykjavik, 7. april 1978. Borgarspítalinn PllMtM lll l ry t JtyiOTOFtOL/k Alternatorar bila og báta 6, 12, 24 og 32 volta. Platinulausar transistor kveikjur i flesta bila. Hobart rafsuöuvélar. Haukur og ólafur h. . Armúla 32— Simi 3-77-00. Aa&y'vjSenciar! AUGLYSiNGASlMI BLAOSINS ER 14906 Svefnbekkir á verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. 2- 50-50 Sendi- bíla- stöðin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.