Alþýðublaðið - 22.04.1978, Page 4

Alþýðublaðið - 22.04.1978, Page 4
4 Laugardagur 22.apríl 1978 Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- ,og kvartanasími: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftaverö 2000 krónur á mánuöi og 100 krónur I lausasöiu Að fagna sumri íslendingar hafa fagnað nýju sumri. Að venju eru miklar vonir bundnar við þennan aðal- bjargræðistima þjóðar- innar, jafnt til sjávar og sveita. Sumarið getur orðið sögulegt fyrir margra hluta sakir. Framundan eru kosn- ingar með öllu þvi bram- bolti, sem þeim fylgir. Og ekki þarf að minna á óvissuna í efnahags- málum og átök á vinnu- markaði. En sumarkoman ætti að hvetja þjóðina til dáða, styrkja hana í trúnni á landiðog auðlindum þess. Fátt er nú mikilvægara en að efla samhetdni og samstarf til lausnar á þeim vandamálum, sem hvarvetna blasa við. Hefja þarf sókn til útrýmingar h>/erskonar gerviþörfum og óJhófi. Um leið verður að stuðla að meiri ráðdeild og nægjusemi, sparnaði og fjármálalegu siðgæði. Ekki væri úr vegi að forystumenn þjóðarinnar sýndu einhvern lit. Þeir kref jast þess, að þjóðin dragi saman seglin, fari að lögum og reglum og taki á sig birgðar, sem þvi fylgir að ráðast gegn verðbólgunni. En for- dæmi þeirra eru vægast sagt af skornum skammti. Ekki hefur hvarflað að ráðherrum og þing- mönnum að lækka laun sin sem nemur kjara- skerðingu launþega í landinu. Ekki dettur ráð- herrum og bankastjórum i hug að draga úr eigin hlunnindum. Ekki kemur frumkvæði frá þing- mönnum um að greina skatty f i rvöld um frá ýmsum aukagreiðslum. Þvert á móti notaði stór hópur þingmanna sumar- daginn fyrsta til að sitja veizlu Landsvirkjunar við Sigöldu og í Árnesi. Þingmenn og ráðherrar hafa setið fleiri veizlur, t.d. vegna Kröflu, sem ekki framleiðir eitt ein- asta kílówatt af raf- magni. Þessi fáránlegu veizluhöld valda því, að almenningur i landinu tekur ekki hið minnsta mark á varnaðarorðum ráðamannanna. Á sama tíma og íslend- ingar eru hvattir til að spara gera ríkisendur- skoðendur athugasemdir víð ríkisreikning vegna óhóflegrar notkunar á bílaleigubílum. Þannig notaði Kröflunefnd tæp- lega 11 milljónir króna árið 1976 í biialeigubíla, Orkustofnun um 54 millj- ónir og Rafmagnsveitur rikisins 94 milljónir. Allar þessar tölur má tvöfalda, ef reikna skal til verðlags dagsins í dag. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þversagnirnar í islenzku þjóðfélagi. Mörg önnur væri hægt að telja upp. Ef forystumenn þjóðarinnar vilja, að fólkið i landinu taki mark á þeim, verða þeir i verki að viðurkenna þann vanda, sem við er að glíma. ,,Það, serrr höfð- ingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það". Sumarið er komið. Vonandi hef ur veizlan við Sigöldu ekki verið tákn- ræn um framhaldið. Nú væri ráð að hætta öllum veizluhöldum og segja gerviþörfunum stríð á hendur. Um það verða allir að sameinast, ef unnt að vera að sigrast á sameiginlegum óvini. Stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð, og ef þeir treysta sér ekki til að axla hana, eiga þeir að vikja. Sóun, sukk og flottræfils- háttur er að koma þjóð- inni á kaldan klakann. Nýbyrjað sumar getur valdið straumhvörf um, ef rétt verður á málum haldið. —ÁG INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800 Brynja í nýjum búningi Húsnæöi by g g i ng a v ö r u - verzlunarinnar Brynju hefur nú verið fært i nýjan búning. Komið hefur verið fyrir nýjum innrét tingum og sjálfs- afgreiðsla tekin upp. Brynja er með elztu starfandi verkfæra-, járn- og bygginga- vöruverzlunum iandsins og má geta þess að á næsta ári eru liðin 60 ár frá þvi að verzlunin var settá stofn. lí Útboð Tilboö óskast i aö byggja skóladagheimili viö Völvufell I Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fri- kirkjuvegi 3, Reykjavik gegn kr. 10 þúsund skilatrygg- ingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 9. maí 1978 kl. 14.00. Eirm þekktasti brúduleikhúsmadur Rosers. Verður aðeins efnt til sunnudaginn 23. april i hátiðarsal einnar sýaingar hér á landi, Hagaskólans. Hefst hún kl. 20.00. heims í heimsókn Hinn 22. þ.m. er lands einn þekktasti væntanlegur hingað til brúöuleikhúsmaður heims um þessar mund- ir, þjóðverjinn Albrecht Roser. Roser kynntist leikbrúðulist af tilviljun, þegar hann 29 ára gamall hóf að fást við ýmsar listgreinar, m.a. að skera út leikbrúður. Hreifsthann svo af þeim og þeim möguleikum sem þær bjóða upp á, að hann hélt ótrauður út á leiklistarbrautina. Samanstendursýning Rosers af skopstælingu og látbragðsleik, en þó einkum af dansi. Hann hefur sérstakt dálæti á hinum grátbros- lega heimi fiflsins og loddarans. Enginn leiktjöld eru notuð né leiksviðsútbúnaður, heldur eru nokkur borð og upphækkaður pallur allt og sumt. Þá er þessi leikbrúðusýning einnig frábrugð- in öðrum slikum að þvi leyti, að hún er ekki ætluð börnum yngri en 15 ára. Orsök er sú, að sýning Rosers er mjög viðkvæm fyrir öllum truflunum, og þvi ekki vel til þess fallin að sýna hana yngsta aldurshópnum. Roser hefur ferðast viða um heim með leikbrúður sinar, og eru sýningarnar ekki háðar neinu ákveðnu tungumáli, heldurer öllu fremur verið að sýna einstök atriði. Það er Göthe-stofnunin, þýzka bókasafnið og UNIMA á Islandi sem standa fyrir hingaðkomu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.