Alþýðublaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 7
7 immtudagur 27. apríl 1978 Minning Gudmundína Þorleifsdóttir fædd 14. desember 1901 dáin 3. apríl 1978 Amma er dáin. Við barna- börnin sitjum eftir hnipin og sorgmædd. Erfitt er að triía þessu og sætta sig við þá til- hugsun. Amma hafði alltaf ver- ið svo hraust. Amma fæddist að Lykkju i Garði en ólst upp i Garðbæ. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfrlður Helgadóttir og Þorleifur Guömundsson. Systkinin voru alls 10 en aðeins 4 þeirra komust vel til fullorðins- ára. Amma fluttist til Hafnar- fjarðar með foreldrum sinum árið 1919 og átti þar ætíö siðan heima. Þann 28.júni 1924 giftist hún Gunnari Jónssyni, f. 7.júni 1894, d. 8.marz 1978. Þau voru mjög samrýmd. Þau bjuggu fyrstu 3 árin hjá foreldrum afa, en fluttu þá i eigið hús að Hellisgötu 22 sem afi hafði byggt að miklu leyti sjálfur. Þau eignuðust alls 5 börn, en misstu dreng, Baldur, sex mán- aða gamlan. Hin búa öll I Hafnarfirði. Þau eru: Þorleifur Hólm, giftur Guörúnu Jónsdóttur, Jón Erlendur giftur Olöfu Oskarsdóttur, Helgi giftur Ingveldi Einarsdóttur og Guðrún gift Gunnari Hólm- steinssyni. Amma var mikið ein með börnin þar eð afi var langdvöl- um á sjónum, þegar þau voru ung. Hann stundaði sjómennsku I nær 40 ár. Amma vann einnig talsvert utan heimilis fyrr á árum meðan harðast var i búi, til að drýgja tekjur heimilisins. Þau voru bæði góðir liðsmenn verkalýðsfélaganna á þeim árum. Það var gott að koma til ömmu og afa. Þau voru alltaf glaðleg og góð. Amma var hæg- gerö og hlédræg. Hún var engu að sfður tilfinningarik en bar til- finningar sinar ekki á borð þó eitthvað bjátaði á. Hún var trú- uð kona og setti traust sitt á Guð, bæði i sorg og i gleði. Amma og afi áttu fallegt og snyrtilegt heimili og voru þau samhent um að prýða það, en umfram annað var það þó hlýjan sem einkenndi það eins og viðmót þeirra sjálfra. Marga fallega muni gerðu þau amma og afi bæði fyrir heimilið sitt og til að gleðja með börnin og barnabörnin. Þau voru bæði listfeng vel. I desember siðastliðnum fluttu þau að Hrafnistu i Hafn- arfirði og undu þau þar hag sin- um vel. Við barnabörnin og litla barnabarnabarnið, sem enn er svo litið, að hún skilur ekki hvað hún hefur misst, spyrjum. Af hverju. Við þvi fæst ekki svar. Enginn má sköpum renna. Lif þeirra var fagurt og hamingjurlkt og við geymum minningu um gæskurika ömmu og afa. Guð blessi minningu þeirra. Erla Jónsdóttir 40 sjöttu bekkingar úr Menntaskólanum á Akureyri dvöldust i höfuðborginni i siðustu viku til að kynna sér störf i ýmsum stofnun- um og fyrirtækjum. Dreifði liðið sér á ólik- legustu staði, i fangelsi, á Alþingi, Landhelgisgæzluna, heilbrigðisstofnanir, fjölmiðla o.fl. o.fl. og fylgdist með og tók þátt i störfum þar i vikunni. Hingað á Alþýðu- blaðið kom Árni Daniel Júliusson, ættaður úr fegurstu sveit landsins, Svarfaðardal. Árni Daniel glímdi við frétta- og greinaskrif eins og aðrir blaða- menn, á meðan á dvöl- inni stóð, og þvi var ekki óeðlilegt að byrja á þvi að spyrja hann, hvort hann gæti hugsað sér að leggja blaða- mennsku fyrir sig i framtiðinni. Arni Daniel Júllusson — Dvölin hérna var auðvitaö of stutt til að kynnast blaða- mennsku nægilega vel, en mér sýnist þetta vera þokkalegasta starf. Ég tek t.d. eftir þvi, að þið hérna vinniö fremur sjálfstætt og virðist geta unnið mikið eftir eigin höfði. Mér likaöi dvölin vel og hér er hressilegt og gott starfslið. — Nú eru stúdentsprófin framundan næstu vikurnar. Hvað á svo að gera? — Ég reikna með þvi að vinna á Akureyri næsta sumar og vet- ur. Það er ágætt að hvila sig frá skóla og breyta til. Ætli ég fari. ekki i fisk eða eitthvaö annað. Siðan er meiningin að fara i Há- skólann og velja trúlega félags- visindadeildina. Annars er ekk- ert endanlega ákveðið um fram- haldið,sagði Árni Daniel Július- son. Við á ritstjórninni sendum honum kveðjur góðar og þökk- um samstarfiö. -ARH- > < Auglýsingasími bladsins er 14906 Kynnti sér störf á Alþýðublaðinu í eina viku: „Blaðamenriskan er ágætt starf” Getraunaspá Aiþýðublaðsins: Við kveðjum og þökkum fyrir okkur Jæja góöir hálsar. Þetta verður síðasti getraunaseðillinn á þess- um vetri, því síðasta um- ferð ensku deildar- keppninnar fer fram á laugardaginn kemur. Sérfræðingur vor hefur ekki náð þeim árangri, sem hann bjóst sjálfur við, en árangur hans er samt sem áður vel viðun- andi. Bezti árangur vetrarins voru 10 réttir (tvisvar) og sá lakasti 3 réttir. En algengast mun hafa verið 6-7 réttir, en Kr. 100 © The Footba!! League Leikir 29. april 1978 Arsenál - Middlesbro Aston Villa - Ipswich Bristol City - Coventry Everton - Chelsea . . Leicester - Newcastle Man. City - Derby .... Norwich - W.B.A........ Nott'm Forest - Birming’n Q.P.R. - Leeds ....... West Ham - Liverpool Wolves - Man. Utd. .. South'pton - Tottenham 1 X það er einmitt niðurstað- an i síðustu leikviku (7 réttir). 5 seðlar komu fram með 11 réttum og var vinn- ingur á hvern miða 143.500 krónur. 87 voru með 10 rétta og var vinningur 3.500 krónur fyrir hverja röð. Arsena I—Midd lesbro. Arsenal mun aðöllum líkindum hljóta f jórða sæt- ið í fyrstu deildinni að þessu sinni. Gott lið þeirra verður tæpast í erfiðleikum með Middlesbro. Heimasigur. Aston Villa—Ipswich. Villa hefur tekið sig verulega á undir lok tíma- bilsins. Sú staðreynd og það, hve Ipswich er slakt á útivelli sannfærir okkur um öruggan heimasigur á laugardaginn. Bristol City—Coventry. Þessi leikur hefur ekki mikla þýðingu, það væri helzt að Coventry reyndi að komast í eitt af f imm efstu sætunum, en til þesseru ekki miklar líkur. Við spáum jafntefli, en útisigri til vara (Fyrsti tvöfaldi leikurinn). Everton—Chelsea. Everon heldur enn í vonina um að hljóta annað sætiðifyrstu deildinni. Tapi liðiðá laugardaginn, er sú von úti. Baratta Chelsea á botninum er þó mun mikilvægari. Við spáum hörðum og jöfnum leik, sem Everton vinnu að lokum. Heimasigur. Leicester—Newcastle. Derby er það lið, sem hef ur valdið áhangendum sinum hvað mestum vonbrigðum í vetur. I liðinu er valinn leikmaður í hverju rúmi, en þeir virðast bara ekki ná saman. Við spáum því, að City vinni þennan leik næsta auðveldlega. Norwich—WBA. Sem fyrr er sagt, tapar Norwich ekki mörgum leikjum á heimavelli sínum en þeir hafa heidurekki unnið marga leiki í seinni tíð. Við spáum jaf ntef li. Nottingham Forest—Birmingham. Forest er þegar orðið enskur meistari. Liðið, sem kom upp úr annarri deild í fyrra, og það með harm- kvælum og heppni mikilli. Yfirburðir Forest i fyrstu deildinni í ár hafa verið makalaust miklir og gæti munað um allt að 9 stigum á Forest og næsta liði þegar upp verður staðið. Við spáum heimasigri. QPR—Leeds. QPR hef ur barizt hetjulega undanfarnar vikur en fallhættan hefur vofað yfir liðinu um langt skeið. Við spáum heimasigri en jafntefli til vara (Annar tvöfaldi leikurinn). West Ham—Liverpool. West Ham stendur einnig f stórræðum þessa dag- ana. Fall vofir yf ir liðinu og ekkert stig má tapast ef liðið á að eiga nokkra möguleika á því að halda sæti sínu I fyrstu deild. Við spáum heimasigri en jafntefli til vara (Þriðji tvöfaldi leikurinn). Wolves—Manchester United. Ulfarnir eiga einnig í fallbaráttunni. Liðið hefur leikið slaka knattspyrnu hluta vetrar og það á tæpast skilið að halda sæti sínu í deildinni. Við spáum útisigri en jafntefli til vara (Fjórði og síð- asti tvöfaldi leikurinn). Southampton—Tottenham. Þetta er leikur vikunnar. Það væri grátlegt ef Tottenham næði ekki að endurheimta sæti sitt i fyrstu deildinni, en liðið hefur/Verið við topp ann- arrar deildar í allan vetur.. Segja má, að Bolton og Southampton séu næsta gulltryggð í fyrstu deildina en baráttan stendur milli Brighton og Tottenham. Við spáum jafntefli í leik þessum. ATA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.