Alþýðublaðið - 27.04.1978, Síða 8
8
alþýðu-
Fimmtudagur 27. apríl 1978 Waokl
Flokksstarfðd
Simi
flokks-
skrifstof-
unnar
i Reykjavik
er 2-92-44
Alþýðuf lokksf ólk!
Formannaskipti í
Kvenfélagi Alþýdu-
flokksins í Reykjavík
„Ég sem nýr formadur, heiti á konurnar
að standa vid hlið okkar í starfinu”
Viötalstimi. framkvæmdastjóra Aiþýöuflokksins er á
þriöjudögum, miövikudögum og fimmtudögum kl. 4-6
e.hd.
1. mai — kaffi — hópur
Þeir sem vilja taka þátt i undirbúningi fyrir kaffisamsæti i
Iðnó 1. mai n.k. eru beðnir aö gefa sig fram i slma 29244
(skrifst. Alþýðuflokksins).
Annar fundur hópsins verður miövikudaginn 24. aprfl ki.
5.00 á skrifstofu Alþýðuflokksins i Alþýðuhúsinu.
Kvenfélag Alþýðuflokksins,
Helga Einarsdóttir
F.U.J. félagar.
Starfsmaður F.U.J. i Reykjavik verður til viðtals á skrif-
stofu félagsins, Hverfisgötu 8—10, 24—28. april kl. 4—6 e.h.
F.U.J. Reykjavik.
segir Helga Einarsdóttir
A aðalfundi Kvenfélags
Alþýðuflokksins sem haldinn
var þann 13. april s.l. urðu for-
mannaskipti i félaginu. Kristin
Guðmundsdóttir lét af for-
mennsku eftir langt og gott starf
en Ilelga Einarsdóttir tók við.
Blaðamaður hafði samband
við Helgu og spurðist frétta af
starfsemi félagsins.
Sagði hún að félagið hefði
starfað af miklum dugnaði, en
þó háir það félagsstarfseminni
hjá þeim eins og svo mörgum
öörum félögum, hvað allir hafa
mikiðaðgera. Fannsthenni það
þó aðdáunarvert hvað konurnar
hafa stariao; þrátt fyrir
miklar annir þvi yfirleitt vinna
konurnar úti og eru þar ao amu
með heimili.
Kvenfélagið heldur fundi og
hefur fengið ýmsa framámenn
úr flokknum til að ræða þar um
stjórnmál og ýmiss málefni sem
ofarlega eru á baugi i hvert sinn
og þingmenn hafa einnig komið
og kynnt félagskonum gang
mála á Alþingi.
Taldi Helga konurnar vera
orðnar virkari i flokksstarfinu
en áður og einnig hafa þær sótt
Fundir Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi
Okkar lausn: Ykkar
öryggi - og árangur!
Kveðjum upplausn, ðstjórn og öngþveiti
Fáum þjððinni nýja forystu og nýja von
xA
Alþýðuflokkurinn
boðar til almennra stjórnmálafunda í
Vestfjarðakjördæmi um næstu helgi
sem hér segir:
BÍLDUDALUR:
1 f'élagsheimilinu sunnudaginn 30. april kl. 4. e.h. Framsögu-
menn: Árni Gunnarsson, ritstjóri, Jón Baldvin Hannibalsson,
skólameistari og Sighvatur Björgvinsson, alþm. Að framsögu-
ræðum loknum hefjast frjálsar umræður og fyrirspumir.
P ATREKSF JÖRÐUR:
í félagsheimilinu mánudaginn 1. mai kl. 4 e.h. Framsögumenn:
Árni Gunnarsson, ritstjóri, Jón Baldvin Hannibalsson,, skóla-
meistari og Sighvatur Björgvinsson, alþm. Að framsöguræðum
loknum hefjast frjálsar umræður og fyrirspurnir.
Aðrir fundir i kjördæminu verða auglýstir siðar.
Öllum er heimill aðgangur að fundunum.
ALÞÝÐUFLOKKURINN
x Kjarasáttmála milli ríkisvalds og verkalýðshreyfingar
x Fjárfestingaáætlun byggða á arðsemi
x Verðaukaskatt á verðbóigugróða
x Endurreisum Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins
x Einn lífeyrissjóð fyrir alla
x Lagasetningu um erlendar lántökur
x Nýja og verðmeiri mynt
Nú sækjum við fram til sigurs — verið með!
Helga Einarsdóttir
Kristln Guömundsdóttir
þing, námskeið og ráðstefnur
erlendis i auknum mæli. Sjálf
sat Helga Þipg Sameinuðu þjóð-
anna i vetur og er það i fyrsta
sinn sem konu frá Alþýðu-
flokknum veitist sá heiður.
Um það hvort nauðsynlegt
væri að hafa sérstök kvenfélög
innan stjórnmálaflokkanna
sagði Helga að um það sýndist
nú sitt hverjum þegar það hefur
verið rætt hjá þeim. Auknar
umræður um jafnrétti hafa
dregið úr aðsókn i kvenfélögin
og mörgum fundist eingöngu
blönduð félög eiga rétt á sér.
Helgu finnst sjálfri kvenfélög
eiga fullan rétt á sér og telur
þörf fyrir þau. Konur fá þar
tækifæri til að spreyta sig og
þjálfa i félagsstarfsemi og
þegar sú skoðun er gamalgróin
að karlmenn viti allt betur, þá
er ágætt fyrir konurnar að fá
smá forskot ogoft verður starfið
i kvenfélögunum þeim örvun og
hvatning til að leggja út á
stjórnmálabrautina.
EI
VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir. smiOaðar eflir beiðni.
GLUGGAS MIIÐJAN
Síðumúla 12 - Sími 38220