Alþýðublaðið - 27.04.1978, Qupperneq 9
siísy
Fimmtudagur 27. apríl 1978
9
Hyggnari af skaða!
Kröflumál hin nýju.
Þá er nú hin langþráða og
margeftirspurða Kröfluskýrsla
komin út og verður eflaust um-
ræðu- og um hugsunarefni um
sinn. Það er vissulega ekki neitt
áhlaupaverk að lesa og gaum-
gæfa hana svo sem vert væri.
Þar við bætist, að landsmönn-
um er tjáð, að mikill hlaði fylgi
skjala varðandi málið liggi i
Iðnaðarráðuneytinu, til frekari
athugunar þeim, sem vilja.
Allt er þetta nú gott og bless-
að.
Við fljótan og lauslegan yfir-
lestur verður mönnum án efa á
að spyrja. Er þarna um að ræða
sagnfræðirit, eða fræðilegar
skýringar, eða máske einskonar
varnarræðu? Hér skal ekki við
þetta dvalifven sannleikurinn er
sá, að þessi skýrsla vekur
sannariega ekki færri spurning-
ar en hún svarar.
Menn geta naumast varizt þvi
að sjá, að um þetta allt saman
hefur i reynd verið einkennileg
togstreita milli aÆstu fram-
kvæmdenda.
Af þessu leiðir beint, að þvi er
likast, að hægri höndin hafi ekki
verið meira en svo viss um,
hvað hin vinstri var að aðhafast,
hverju sinni. Enda þótt verkefni
Orkustofnunar og byggingar-
nefndar væru eðlilega sitt á
hvorusviði, hanga þau svo sam-
an, að það er fráleitt, að þessar
nefndir ynnu ekki hönd i hönd.
Hlutverk Kröflunefndar, að
reisa raforkuverið og djöfla
þeim þætti áfram. hvað, sem
tautaði og hægt var að kria út fé
til, sý’nist ekki hafa verið sér-
lega örðugt.
Það er ekkert kraftaverk að
reisa hús og önnur mannvirki
sem ekki virðist þurfa að spara
neitt ti 1. Og verkin sýna merkin.
Þarna er nú risið glæsilegt
mannvirki og stórt i sniðum. Og
þó það sitji i einskonar ruggu-
stóli, viröist ekki koma að veru-
legri sök, enn sem komið er.
En þegar þess er gætt,að mitt
i allri dýrðinni liggur fyrir stað-
reyndin að þetta mikla mann-
virki er álika arðgæft og varðan
Sankti Pétur á Vatnahjallaleið,
hlýtur að versna talsvert i mál-
inu.
Þegar kemur að hlutverki
Orkustofnunar, er sýnt, að það
er drjúgum örðugra.
Þetta hlutskipti var, að sjálf-
sögðu, þvi vandasamara sem
framkvæmdahraði átti að vera
meiri.
Hvarvetna i veröldinni, þar
sem sögur hafa farið af gufu-
aflsvirkjunum á háhitasvæðum,
hefur þótt þurfa að láta vinnslu-
holur blása alllengi, jafnvel allt
að 4-6 árum, áður en raunhæft
þætti að ráðast i virkjanir.
Hér skal ekki fullyrt, hvað þvi
hefur valdið, að á allt annað ráð
var brugðið við Kröflu.
Og alveg án þess að hafa
nokkra löngun til að finna ein-
hvern til að hengja, hljóta menn
að spyrja. Hvað olli og hver réði
endanlega þvi, að flanað var
svo, sem raun er á að bygginga-
framkvæmdunum?
Okkur er sagt, að Kröflusvæð-
iðeigi ekki sinn lika i veröldinni,
svo vitað sé, hvað varðar gufu-
framleiðslu. Aftur hljótum við
aðspyrja. Hvenær uppgötvaðist
sá leyndardómur?, og enn. Ef
ætlunin var að leita jaröhitans á
neðra svæðinu og virkja hann.
Var þá ekki algert iágmark, að
bora i fulla dýpt, i stað þess að
láta sér nægja helmingi grynnri
reynsluholur. áður en lengra
var haldið um byggingafram-
kvæmdir?
Varla verður komizt hjá þvi
að skilja, af þeirri tóntegund,
sem i skýrslunni birtist,að veru-
leg löngun sé til að kenna Orku-
stofnun um mistökin.
Sú stofnun hefur ekki lagt
fram sinar umsagnirum þaðat-
riði og er auðvitað einsætt að
biða þessief menn hafa löngun
til að finna syndahafurinn.
Af umsögn bandariska ráð-
gjafarverkfræðingsins, Ku-
wada, sem til var kallaður má
ráða að ýmislegt hafi gengið
úrskeiðis i borunum Orkustofn-
unar.
Hann virðisthalda þvi blákalt
fram,að fóðrun á borholunum
hafi ekki verið á færi okkar
manna. Hvað mundi rétt i þvi?
Ennfremur kemur það i Ijós i
umsögn sama sérfræðings, að
skemmdir á borholunum megi
vera aö kenna þvi, að bugður
hafi verið á borhoiunum, vegna
trúlega kunnáttuleysis eða
tæk jaleysis.til þess hafa stjórn á
fráviki frá lóðlinu. Hvað er hæft
i þessu?
En hvort sem við hugleiðum
þetta lengur eða skemur er al-
veg augljóst, að flaustrið við
byggingu stöðvarhúss getur
ekki hafa verið timabært.
Vitanlega hefur gosórói og
eldvirkni á svæðinu ekki liðkað
málið.en áfram var haldið þrátt
fyrir það.
Við stöndum nú frammi fyrir
þv^að ákveðið verði,hvort reyna
skuli að vinda eins bráðan bug
að þvi og unnt er að afla orku og
þá á nýjum slóðum, eða fara
okkur nokkru hægar, þó hart sé
undir að búa.
Hvorugur kosturinn er góður
og það verður vist ein af þessum
pólitiskuákvörðunum hvaðofan
á verður.
Eftir stendur þetta. Itann-
sóknir hafa frá upphafi verið
alls ónógar. Boranir á öðrum
svæðum krefja þess,að nú verði
ný rannsókn fram að fara. Það
tekur sinn tima,og þýðir ekki
um að sakast.
Kröfluæfintýrið er orðið dýrt,
án þess að séð sé fyrir nokkurn
enda. Það liggur vifyað það kitli
hláturtaugarnar, þegar sú
skoðun er viðruð, að vist væri
rétt og maklegt aö afskrifa tals-
verðan hluta af kostnaðinum,
þar sem hér hafi verið að ræða
um öflun nýrrar þekkingar!
Litlu máli skiptir þetta,nema
sem bókhaldsatriði. Hvort sem
viðköllum þetta betinan kostnað
við fyrirtækið eða þekkingaröfl-
un,er trúlegt,að það verði lands-
lýður, sem i sjöunda og siðasta
lagi borgar brúsann.
En svo er ein smáspurning i
lokin. Hvað kom annars út úr
rannsókn konunnar með svarta
kassann? Um það þegir Kröflu-
skýrslan vandlega. Það er þó
vissulega forvitnilegt mál,þegar
leitað er á vit dularmagna,að fá
vitneskju um hvernig það hefur
gefizt.
Það mega svo ráðamenn eiga,
að þeir virðast ekki hafa látið
margra hluta ófreistað við
framkvæmdirnar, hvort heldur
hefur verið leit á jörðu, himni,
eða hinum staðnum.
Þekkingaröflun á tvennu
siðartalda er vissulega afskrifta
verð!
í HREINSKILNI SAGT Oddur A. Sigurjónsson
Dali nýtur þess að eftir honum sé
tekið. Hér mætir hann til sam-
kvæmis íklæddur smásjá og vin-
glösum og staupum!
Dali í
Danmörku
Spánski súrreralistinn
Salvador Dali hélt lista-
verkasýningu i Danmörku
nú um miðjan apríl. Þar
voru sýnd 50 verk.
Dali er orðinn 74 ára gamall og
verk hans kostar miklar fjárhæð-
ir. Hann er ekki siður þekktur
fyrir furðulega framkomu og
uppátæki við óliklegustu tækifæri.
t mikilli veizlu i Bandarikjunum
mætti hann einu sinni i kjólfötum
með undarlegum flugum á. I ann-
að sinn kom hann i samkvæmi i
kafarabúningi!
Danskar kvenréttindakonur
Kryndu
„Belju ársins
í mótmælaskyni við
fegurðarsamkeppnir
Danskar kvenrétt-
indakonur eru oft býsna
óhressar þegar kynsyst-
ur þeirra láta hafa sig út
i fegurðarsamkeppnir
ýmis konar, þar sem út-
lit þeirra er meira eða
minna notað í aug-
lýsingaskyni. Mótmæla
rauðsokkar þessum
„gripasýningum" oft
kröftuglega og eru til-
tektir þeirra stundum
táknrænar og neyðar-
legar i senn.
Þegar t.d. Ungfrú Danmörk var
krýnd i Hernig-Hallen söfnuðust
rauösokkar saman fyrir utan
salarkynnin. Og meðan einhver
fegurðardisin var að tildra kórón-
unni á hvirfilinn á ungfrúnni
krýndu mótmælendur utan dyra
„Belju ársins” með mikilli við-
höfn.
Nú i april nánar tiltekið þann
24. fer fram fegurðarsamkeppni á
Jótlandi þar sem Ungfrú Jótland
verður valin. Hyggst kvenna-
hreyfingin mótmæla kröftuglega
við það tækifæri.
Þegar Ungfrú Danmörk var
krýnd i Herning-Hallen voru fleiri
hundruð rauðsokkar mættir til að
mótmæla „gripasýningunni”. I
mótmælaskyni var m.a. „Belja
ársins” krýnd fyrir utan salar-
kynnin þar sem hin eiginlega
krýning fór fram.
Karen Anne Quinlan lifir enn
Nú í apríl eru liðin 2 ár
frá þvi að læknar i New
Jersey i Bandaríkjunum
gáfu upp vonir um að geta
vakið til lífsins hina 24 ára
gömlu Karen Anne
Quinlan. Þann 30. marz
1975 var Karen Anne lögð
inn á sjúkrahús meðvit-
undarlaus, en áður hafði
hún tekið inn mikið magn
af róandi lyfjum og drukk-
ið áfengi ofan í þau. Lækn-
ar börðust við að gefa Kar-
en Anne lífið á ný, en 14.
april gáfu læknarnir upp
vonina og lýstu því yfir að
hennar biði aðeins dauð-
inn.
Frá þvi stúlkan var lögð inn og
til 23. mai 1976, lifði hún með að-
stoð alls kyns tækja, sem tengd
voru likamanum. Foreldrar
hennar kröfðust þess að tækin
yrðu tekin úr sambandi og að hún
fengi þar með að deyja i friði. En
kröfunum var hafnað af læknum
og bandariskum yfirvöldum og
málið varð þekkt um öll Banda-
rikin og raunar um allan heim.
Varð þetta til að ýta undir miklar
Frh. á 10. siðu
PlasUis lif
Grensásvegi 7
Simi 82655.
íkÍT'
(M);
MOTOROLA
Alternatorar
bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platinulausar transistor
' kveikjur i flesta bila.
Hobart rafsuðuvélar.
Haukur og Ólafur h. .
Ármúla 32—Simi 3-77-00.
Auojlýsenciar!
AUGLySINGASiMI
BLADSINS ER
14906
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.