Alþýðublaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. maí 1978. 3 Meirihluti borgarstjórnar hefur vanrækt atvinnumál Reykjavíkur Fjöldi idnfyrirtækja hefur flúid borgina og utgerd hefur dregizt saman Á undanförnum árum hefur mikill f jöldi atvinnu- fyrirtækja flúið Reykjavik og setzt að í nágranna- sveitarf élögum höfuð- borgarinnar. Er hér eink- um um iðnfyrirtæki að ræða, sem ekki hafa fengið lóðir i Reykjavík þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir þar um. — Þá hefur útgerð dregizt saman, fiskibátum hefur fækkað og togurum einnig ef litið er yfir siðustu áratugi. Þessi óheillaþróun í atvinnumál- um Reykjavíkur er svo alvarleg, að í skýrslu um atvinnumál er æðstu emb- ættismenn borgarinnar sendu frá sér á sl. ári, segir að atvinnuöryggi borgarinnaf sé i hættu. Hvers vegna er ástandið í atvinnumálum Reykja- víkur svo slæmt sem raun ber vitni? Aðalástæðan er sú, að meirihluti borgar- stjórnar hefur vanrækt at- vinnumálin. Meirihlutinn hefur ekki haft áhuga á af- skiptum borgarstjórnar af atvinnumálum, meirihlut- inn hefur ekki viljað, að borgarstjórn hefði neitt frumkvæði i atvinnumál- um. Þess vegna er komið, sem komið er. Stefna Alþýðuf lokksins Alþýðuflokkurinn hefur ávallt haft forystu í borgarstjórn í baráttunni fyrir því, að borgin léti atvinnumál til sín taka. Borgarfulltrúi flokksins, Björgvin Guðmundsson, hefur barizt sleitulaust fyrir eflingu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur öll þau 8ár, sem hann hefur setið i borgarstjórn. A yfir- standandi kjörtímabili hefur hann einnig barizt SIMAR. I179S oc I9S33. : Laugardagur 6. mal kl. 13.00 JaröfræOiferð: Farið verður um Hafnir — Reykjanes — Grindavlk og vlðar. Leiðbeinandi: Jón Jónsson, jarð- fræðingur. Skoðað verður hverasvæðið á Reykjanesi, gengið á Valahnúk, og fl. og fl. Verð kr. 2000 gr. v/bilinn. Fritt fyrir börn i fylgd með foreldrum sinum. Farið frá Umferðamiðstööinni að austan verðu. Ferðafélag Islands. / """"V alþýöu' Auglýsinga- síminn er fyrir því að aðstaða einka- aðila til útgerðar yrði bætt. Þá hefur hann einnig á þessu tímabili f lutt tillögur um að borgin beitti sér fyrir stofnsetningu nýrra atvinnutækja í Reykjavík, einkum á sviði iðnaðar svo sem skipasmíðafyrirtæki og skipaverkstöð. Sjáumst í Lúx í sumar. FLUCFÉLAC LOFTlEIÐIfí ÍSLANDS Hvort heldur þú kýst ys og þys stórborg- arinnar eða kyrrð og friðsæld sveitahérað- anna - þá finnur þú hvort tveggja í Luxemborg,þessu litla landi sem liggur í hjarta Evrópu. Næstu nágrannar eru Frakkland - Þýskaland og Belgía - og fjær Holland Sviss og Ítalía. Því er það að margir helstu sögustaðir Evrópu eru innan seilingar. Til dæmis er stutt á vígaslóðir tveggja heimstyrjalda Verdun og Ardennafjöll. Ef þú ferðast til Luxemborgar, þá ferð þú í sumarfrí á eigin spýtur - ræður ferðinni sjálfur - slakar á og sleikir sólskmið og skoðar þig um á söguslóðum. Sumarfrí í Luxemborg er hvort tveggja í senn einstæð skemmtun og upplifun sögulegra atburða. •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.