Alþýðublaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 3
2^búA|.a MiiÍM Föstudagur 19. maí 1978 ' 3 Enn eru menn pyntaðir til dauða í Uruguay — áframhaldandi og aukinnar baráttu er þörf Fyrrihluta ársins 1976 efndi Amnesty Internati- onal til víðtækrar herferð? ar til að vekja athygli á og mótmæla pyntingum og meiri háttar brotum á mannréttindum í Uruguay. Stærsti þáttur þessarar herferðar var söfnun undirskrifta undir áskorun til stjórnar Uruguay um að láta fara fram óháða rann- sókn á því ofbeldi, sem fjöldi manna hafði verið beittur. Um var að ræða m.a. fjöldahandtökur án dóms og laga, óhugnanleg- ar pyntingar, dauða manna í gæzluvarðhaldi hjá her landsins og lög- reglu og ennfremur höfðu menn horfið sporlaust. Tæplega tvö þúsund Islendingar undirrituðu áskorunina. „Þjóöþing Uruguay haföi ver- ið leyst upp árið 1973 og siðan hafa landsmenn búið við hreina ógnarstjórn hersins. Allir stjórn- málaflokkar voru bannaðir, nema kristilegir demókratar, og eru menn dæmdir i 2-8 ára fang- elsi fyrir það eitt að hafa verið félagar 1 þeim. Á sama tlma voru öll verkalýðsfélög bönnuð og forystumenn þeirra ofsóttir, fangelsaðir án dóms og laga og pyntaðir. Fleiri andófsmenn gegn stjórn Uruguay hafa sætt pynt- ingum og er ýmiss konar aðferð- um beitt. Þannig eru menn settir klofvega á egghvassar stengur , sem ruggað er, látnir standa kyrr ir timum saman matar— og vatnslausir með poka yfir höfð- inu, brenndir með vindlingum, gefinn rafstraumur og þá sér- staklega I tilfinninganæma likamshluta, nær drekkt I saur- biönduðu vatni, kæfðir I plast- pokum, látnir liða hungur og þorsta, meinað um svefn, gefin deyfi— og ofskynjunarlyf og beittir ýmsum sálrænum pynt- ingum. Þegar þessi herferð hófst var A.I. kunnugt um 24 menn, sem pyntaðir höfðu verið til dauða og var gefinn út sérstakur bæklingur um örlög þeirra. Nú eru liðin tvö ár frá þvi að efnt var til þessarar herferðar. Merkja má ýmiss jákvæð áhrif hennar. Hún tókst vel að þvi leyti, aö vakin var athygli á þeim al- varlegu brotum, sem framin eru gegn mannréttindum I Uruguay, og lögbundin eru i stjórnarskrá landsins og þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum, sem Uruguay er aðili að. Þess hefur orðið vart, að rikisstjórnir og ýmiss konar samtök hafa beitt áhrifum sinum I þvi skyni að fá stjórnvöld landsins til að aflétta ógnaröldinni og gera mönnum lif- ið bærilegra. Þá má nefna, að I byrjun þessa árs hafnaöi OAS — Samband Amerikurikja — boði stjórnarinnar I Uruguay um að halda aðalfund sinn I höfuðborg landsins Montevideo, vegna hins bágborna ástands i mannrétt- indamálum þar i landi. Ennfrem- ur má nefna að mörg alþjóða- sambönd verkalýðsfélaga hafa hvað eftir annað mótmælt afnámi vinnuréttinda og brotum á mann- réttindum i Uruguay. Ahrifin innan Uruguay voru einkum þau, að ýmsir hópar og einstaklingar, sem starfað höfðu með stjórnvöldum gerðu sér grein fyrir þvi i hvert óefni var komiö og hættu samstarfinu. Má sem dæmi nefna að Rodriguez Lareta, sem var i mannréttinda- nefnd rikisráðsins, sem skipað er óbreyttum borgurum, sagði af sér á þeim forsendum, að ókleift væri fyrir nefndina að gera neitt raun- hæft gegn brotum hersins á al- mennum mannréttindum. Þá hafði herferðin ennfremur þau áhrif, að óánægju með her- stjórnina tók að gæta meðal ráða- manna I hernum og rúmlega 30 þeirra kröfðust þess skriflega að komið yrði á lýöræði I landinu. Sú rannsókn, sem skorað var á stjórnvöld Uruguay að láta fara fram, hefur ekki verið fram- kvæmd og litlar vonir standa tii að svo verði I bráð. Þess má þó geta að i marz sl. tilkynntu stjórnvöld I Uruguay, að þau ætl- uðu að koma á fót skrifstofu til að svara fyrirspurnum erlendis frá um þá, sem stjórnvöld terja að hafi á einn eða annan hátt ógnað öryggi rikisins. Siðan þessi skrif- stofa var opnuð hefur reynzt auð- veldara að fá svör við þeim fyrir- spurnum ,sem stjórninni hafa verið sendar um hugsjónafanga, sem AI hefur barizt fyrir að fá leysta úr haldi. Þótt benda megi á nokkurn jákvæðan árangur herferðar- innar 1976 eins og drepið er á hér að framan, er þó ekki hægt aö segja, að hún hafi orðið til þess aö ástandiö i mannréttindamálum i Uruguay hafi batnað svo nokkru nemi, þegar til skamms tima er litið. En stjórnvöld vita, að reynt er að fylgjast sem bezt með þvi sem I þessum málum gerist og gripið er til þeirra ráðstafana, sem tiltækar eru. Nú hefur Amnesty International enn fengið vit- neskju um 12 manns, sem látist hafa af pyntingum og 5 manns, sem horfið hafa sporlaust. Um er að ræða verkamenn, kennara, bankastarfsmenn, verkalýösleið- toga, stúdenta, ljósmyndara, leigubilstjóra o.fl. Hefur verið gefinn út bæklingur með upplýs- ingum um þetta fólk og örlög þess, og liggur hann frammi i skrifstofu Islandsdeildar A.I. i Hafnarstræti 15. Áframhaldandi og aukinnar baráttu er þörf. íslandsdeildin hvetur alla, sem ljá vilja lið sitt i baráttunni gegn pyntingum og ómannúðlegri meðferð á föngum i Uruguay, t.d. með fjárframlögum, bréfaskrift- um o.fl. til þess að hafa samband við stjórnarmenn I Islandsdeild- inni, Margréti s. 43135, Inga Karl s. 28582.Gerði s. 15903» Jónu LIsu s. 27916,Friðgeir s. 16481. Stjórnarmennirnir munu veita allar tiltækar upplýsingar og að- stoða þá sem kynnu að vilja skrifa bréf til stjórnvalda i Uruguay t.d. vegna stéttarbræðra sinna, eða til að mótmæla mann- réttindabrotunum á annan hátt. Tófu-vinir enn á ferð — grein, sem Tfminn neitaði að birta Vinir islenzku tóf- unnar hafa talsvert lát- ið að sér kveða að und- anförnu og vilja þeir, að íslendingar þyrmi lifi hennar. Félag þeirra sendi Timanum fyrir nokkru grein til birtingar, en Timinn taldi ekki ástæðu til að birta hana. Alþýðu- blaðið birtir þessa grein, þótt ekki túlki hún skoðanir blaðsins á tófugreyinu. Stofnun Hins Islenzka Tófu- vinafélags hefur orðið mönnum allnokkurt umræðuefni undan- farnar vikur svo sem bezt sést á þeim blaðaskrifum sem umþað hafa orðið. Af hálfu bændastéttarinnar hefur virzt gæta nokkurrar tor- tryggni i garð félagsins. Ekki skal þeim láð tortryggnin i þeirri rógsherferð sem misvitr- irpólitikusar hafa haldið uppi á hendur islenzkum landbúnaði undanfarin misseri. Hinu mega bændur treysta að tortryggni i garð H.Í.T. er gersamlega á- stæðulaus. Þótt H.IT. beini kröftum sinum fyrst og fremst að verndun tófunnar eru hin eig- inlegu markmið félagsins miklu djúpstæðari. Þau felast I þvi að sætta mannkynið við það nátt- úrufar sem jörðin býr þvi. Þannig fyllir H.l.T. þann flokk félagaog samtaka sem gjarnan kenna sig við náttúruvernd og landnýtingu. Skynsamleg nýt- ing náttúrugæðanna er mannin- um lifsnauðsyn. I sveltandi heimi má ekki lófastór ræktan- legur blettur liggja óbrúkaður. blenzkur landbúnaöur getur brauðfætt hundruð þúsunda. Þeir sem berjast gegn honum vegna þess að ekki sé hægt að græða nóg á honum, vilja flytja landabúnaðarafurðir inn i stað- inneruvisvitandi aðkalla hung- urdauða yfir milljón manns ein- hversstaðar á hnettinum. Þenn- an mannfjandsamlega hugsun- arhátt og samansaumaða nán- asarskap fordæmir H.l.T. Verndun islenzka tófustofns- ins er eitt brýnasta náttúru^ verndarmálið i dag. Á henni veltur framtið sauðfjárræktar i landinu og raunar landbúnaðar- ins I heild. Hinn fornhelgi réttur Tófan á sér fornhelgan rétt til landsins. Hún sat hér á fletum fyrir er landnámsmennirnir komu handan um höf. Þá rikti eðlilegt og rótfast jafnvægi i Is- lenzkri náttúru. Landið var viði vaxið milli fjalls og fjöru, selur dormaði grandalaus við strönd- ina og fúgl var svo spakur að ganga mátti að honum. Ótti og tortryggni þekktust ekki. Tófan viðhélt hreysti og heilbrigði i fuglastofnunum með þvi að út- rýma veikum einstaklingum og ósjálfbjarga. Tilkoma mannsins og búfén- aðar hans raskaði iililega hinu upphaflega náttúrujafnvægi. En náttúran er sveigjanleg og hún er oftast fljót að skapa nýtt jafn- vægiþegar fyrra ástand raskast á einhvern hátt. Mannskepnan hefur þó löngum verið seig við að brjóta þau lög sem náttúran setur, þrátt fyrir vitneskjuna um að með lögum skyldi land byggja og ólögum eyða. Faðmlög tófufjenda og sauðf járfjenda Hugsum okkur að svo hefði farið að fyrstu landnámsmenn tslands hefðu einn daginn fyllzt af sjúklegri heimþrá, gengið á skip og siglt til Noregs allir sem einn. Siðan hefði landið týnzt á ný um aldir. Haldið þið þá að tófan hefði sprottið fram úr grenjum sinum og étið upp á augabragði það ólánssama fiækingsfé sem iandnemar skildu eftir? Nei, á þvi eru eng- ar likur. Sagan frá Færeyjum hefði endurtekið sig. Harðgerð- asti hluti f járstofnins heföi kom- izt af og gengiö sjálfala i is- lenzku skógunum. Tófan hefði að visu hir t sinn toll, en einungis fellt það fé sem ófært var um að bjarga sér og hefði hvort eð er orðiö óbliðum náttúruöflum að bráð. Það má vera að óvinir tófunn- ar neiti að trúa þessum staö- reyndum þvi sannleikanum verður hver sárreiðastur. Þeir geta lika huggað sig við það að vera ekki einir á báti um þá vantrú. Þeir eiga sér nefnilega hóp manna að skoðanabræðr- um, sem sé þá menn sem kenna vilja sauökindinni um allt sem miður hefur farið i islenzkri náttúru i ellefu hundruð ár. Sauðf járfjendur halda þvi fram fullum fetum að kindurnarhafi étið skógana á einu bretti og séu nú að éta upp það sem eftir er af gróðurþekju lándsins og muni að lokum skilja það eftir örfoka og óbyggilegt. A falsrökum eins og þessum má spyrða ofstækishópana tvo, tófufjendur og sauðfjárfjendur saman i eitt. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þar sem eðlilegt náttúrujafnvægi rikir og heil- brigðir búskaparhættir, éta lif- verurnar sig ekki út á gaddinn eða hverjar aðrar upp til agna. Ef ránshönd mannsins hefði ekki komið til með ofbeit á af- mörkuðum svæðum, skógar- brunum og tófudrápi, lifði hér i landinu friskt og tápmikið sauö- fé I grænum skógum kliðandi af fuglasöng þar sem yrðlingar lékju sér á sumrum og hinn hyggni f jallarefur vekti yfir vel,- ferð dýrastofnanna. Óttinn við þekkinguna Eitt er það vandamál sem náttúruverndarmenn um heim allan hafa við að glima. Það er ótti yfirvalda og gróðaafla við rannsóknir. Almenningsálitið hefur að visu knúið stjórnvöld flestra landa til að leggja fé til náttúrurannsókna og náttúru- verndar. Alls staðar eru þó þessar fjárveitingar skornar við nögl. Astæðurnar eru auðsæjar. Slikar rannsóknir myndu fletta ofan af ódæðis- og ofbeldisverk- um ráðandi stétta, jafnt gagn- vart llfheiminum sem og hinni dauðu náttúru. Slikar rannsókn- ir myndu lika vekja upp öflugt almenningsáiit gegn þeim skammsýnu gróðasjónarmiðum og böðulshætti sem er drifkraft- ur þessara glæpaverka. Lýsandi dæmi um þetta eru rannsóknirnar á islenzka tófu- stofninum. Þær hafa nánast engar verið gerðar. Til þeirra hefur aldrei verið veitt neinu fé. Hins vegar er ekki sparaöur peningurinn i blinda og ofstæk- isfulla útrýmingarherferðina gegn refnum. Nóg eru þó rann- sóknarverkefnin. I stefnuskrá H.l-T. eru mörg slik atriöi nefnd. Hér verður einungis rúmsins vegna eitt þessara verkefna tekið til um- ræðu, en það er bitferlið. Dýrbiturinn afkvæmi ofstækisins Fátt er það sem skapar tóf- unni eins miklar óvinssddir og dýrbiturinn. Dýrbíturinn er ref- ur sem hefur þann ljóta siö að ráðast á sauðfé.særa það, oftast með þvi að glefsa það i snopp- una og jafnvel brjóta hana og tæta allt upp undir augu, en skilja svo kindina eftir á iifi en ósjálfbjarga. Þetta er ógeðslegt athæfi, þvi getur jafnvel hinn mesti tófuvinur ekki neitað. En hvað veldur þessu ónáttúrlega og óeðlilega framferði, fram- ferði sem brýtur i bága við ó- skrifuö lög náttúrunnar. Það veit enginn með vissu, þarna vantar rannsóknir. Hérna verð- ur þó sett fram sennileg skýr- ingartilgáta. Minnir þetta at- hæfi dýrbitsins ekki ögn á sumt atferli mannsins? Öneitanlega. Refurinn er vitur skepna og næm. Það skyldi þó aldrei vera að djúpstæð og sálræn viðbrögö séu þessum tveimur rándýrum Framhald á 6. siðu tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmMtJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.