Alþýðublaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. maí 1978 5 iðholtinu, — enn Ein er sú þjóð sem kosið er að minnast ekki oft á og þvi sjaldn- ar að góðu. Þó er þetta næsta nágrannaþjóð allra þjóða, stöðugt nærri og hefur verið það frá örófi alda. Hún hefur, án þess að vita mikið af, verið ofsótt á öllum timum og þolað andúð og beðið afhroð. En enn þreyir hún sitt þögla strið og án þess að verið sé með nokkr- ar illspár... — hver veit nema hún beri langan hala sinn um foldina, þegar hátindurinn af sköpunarverkinu, mannkindin, er fallin. Þetta langhrjáða kyn lætur ekki óbrotin híbýli á sig fá né naumt viðurværi og það hefur forsjónin launað þvi. „Menn reyna i ráða- leysi að byigja það undir borgum sínum með steinsteypu og byrla þvi eitur, en einnig slíkt ber ekki nógan árangur. Alltaf leynist smuga, — einhvers- staðar, sem þarf ekki að vera stór. Og missjái öldruð móðir sig á eiturbyrlaranum, getur hún á banabeðin- um leitt hugann að nokkrum tugum afkomenda, sem visir eru til að hrella hjörtu ofsóknaranna, einhverntima á lífs- leiðinni. kemur i ljós, að i Breiðholti er engan prjón að sjá með rauðum haus, sem merkir að rotta hafi fundizt, aðeins nokkrir með græn- um, sem tákna mýs. Asmundur segir okkur að I nýju hverfunum, séu menn sem betur rottueyðingu fer eingöngu fram að sumrinu til, þvi á vetrum stendur eitriö skammt við en skolast burt með regni og vind- um. Þvi er veturinn notaður til þess að framleiða eitrið og búa i haginn fyrir sumarið, en bá fær Ásmundur Reykdal fer ain lausir við rottuna og i heild megi raunar segja að ástandið i þessum efnum sé frem- ur gott i Reykjavik. Verst mun ástandið hafa verið á striðsárun- um en meðhernum komu ógrynni af þessum ófögnuði og herskála- hverfin voru bókstaflega kvik. Ásmundur á raunar myndir að sýna blaðamönnum af forverum hans i þessum starfa, þar sem þeir hampa löngum spýtum, sem á eru festar raðir af rottum, svo minnir á hjallskreið og hafa myndirnar verib teknar einhvern fengsælan veiðidag. Ekki vill As- mundur þó lána okkur myndirn- ar, án samþykkis þessa veiði- kóngs, sem ekki er vitað hvar næst til. Haugarnir og fjaran. Starfsemi meindýraeyöis að stofnunin liðsauka ungs skóla- fólks og herferðir eru farnar um borgina, egnt i brunna og £jörur. A vetrum eru starfmenn 4. As- mundur upplýsir að á öskuhaug- unum hafi verið gengið svo ræki- legatilverks, að rottu meginærri heita þar útrýmt þótt ástandið hafi verið slæmt fyrir 4 árum, og sama má segja um fjöruna frá Fossvogi i Elliðavog, en þar hafa eitranir verið framkvæmdar meö svo góður árangri, að menn sem taka sér gönguferðir um fjöruna, þykjast sjá mikinn mun. Þó má hvergi láta deigan siga og eitra verður aftur og aftur, ef fylgja skal árangrinum eftir. Sú rottu- tegund, sem hér er algeng er gamla brúna rottan, svarta skiparottan er að sögn örsjald- gæf. Lengsta rotta sem menn hér minnast, mun hafa verið 43 cm. að lengd. Þannig grafa rottur sér gögn út um glufur á biluöum skoplleiðslum og geta fyrr en nokkurn grunar komizt inn i hfbýli manna. Bilaðir vatnslásar og brunnar. Sem fyrr getur er það einkum i eldri hverfum borgarinnar, sem rottur er að finna. Þessi ófögnuð- ur býr sem kunnugt er i skólpræs- um og rottan hefur hæfileika til þess að synda langan veg eftir skólppipum og dæmi eru um að rottur finnist svamlandi i klósett- skálum. Slíkt er sem betur fer sjaldgæft, oftast komast rottur i hibýli, með þvi eð smeygja sér út um biluð niðurföll, brunna eða jafnvel vatnslása. Asmundur seg- ir að ekki verði of vel brúnt fyrir fólki að láta gera við slíkar bilan- ir, þvi annars er boðið heim þeirri hættu að vargurinn hreiðri um sig á óaðgengilegum stöðum undir vaskborðum, eða li'kum stöðum. Dúfur og svartbakur Dúfur eru einnig meðal skepna, sem talizt geta meinvættir, bæði vegna þess sóðaskapar, sem af þeim getur stafað og að auki fá margir nóg af kurri þeirra á þak- skeggjum. Þvi leggja starfsmenn meindýraeyðis oft leið sina i bæ- inn á dúfnaskittiri og annar fugl, sem þeir gefa gætur, er svartbak- urinn. Það er einkum á öskuhaug- unum, sem hann er skotinn, en lögreglan annast dráp á svart- bak annars staðar i Reykjavik, Eitur borið I brauð, sem boriO verfljr niður ffjöru svo sem i Tjamarhólmanum. Loks eru ótaldir villikettirnir, en til atlögu við þá leggja menn að nóttu til með haglabyssu að vopni. Stundum reynist nauðsyn- legt að taka þá i búr, þvi ekki gefst alltaf auðvelt færi á kisu. Meindýraeyðir á gott samstarf við Kattavinafélagið en reglan mun sú, að ómerktir kettir eru yfirleitt dauðasekir, ef þeir verða á vegi skotmanna. Margreynd eiturefni Ásmundur segir að eiturefni þau sem mest eru notuð Warfarin, Dicusat og Cholekalciferol, séu öll marg- reynd og þótt dæmi hafi komið upp um að rottur myndi mótefni gegn einhverju eitri, þarf vana- lega ekki nema að breyta efna- samsetningunni litillega, til þess að það verði virkt að nýju. Efnin verka á þann hátt, að þau eyða storknunarefni i blóði dýrsins, sem siðan verður þess valdandi, að þvi blæðir inn. Þessi dauðdagi mun vera afar kvalalitill og er nefnt sem dæmi þess að dýrin halda áfram að éta eitraða fóðriö fram á siöasta dag, en það drepur á 3-10 dögum og er til við þvi mót- eitur, ef slys kynnu að verða vegna notkunar þess. Þrátt fyrir allar prófanir á öryggi segir As- mundur aö ekki sé gott að segja hver áhrif það hafi á menn, að meðhöndla þessi efni daglega ár- um saman. 1302 kvartanir 1977 Meðan við stönzum er hringt og kvartað vegna svartbaks og As- mundur heitir að bregða skjótt við. Hann segirokkuraðárið 1977 hafi meindýraeyði borizt 1302 kvartanir. Var lwartað i 212 til- fellum vegna dúfna og katta og þá fargað 564 dúfum og 392 villikött- um. Að beiðni eigenda var 52 heimilisköttum lógað. Um rottur og mýs eru að vonum engar tölur. Ný lög um meindýra- eyðingu Fyrir tveimur árum voru sett ný lög um meindýraeyðingu og strangari. í þeim lögum fólst meðal annars aö ekki er lengur hægt að kaupa eiturefni til mein- dýraeyðingar án vottorða. í þvi skyni mun nú i ráði að á Akureyri og I Reykjavik verði haldið nám- skeið I meindýraeyöingu, og kvaðst Asmundur vonast til að sem flest byggðarlög sendu menn á þetta námskeið. Með öflugu starfi og nægri þekkingu er mögulegt að hreinsa bæi og borg- ir að fullu af þessum skaðvöldum og eru dæmi um slikt t.d. í Þýzka- landi, en slikum árangri hefúr að- eins verið náð með miklu og kostnaðarsömu starfi og stöðugri árvekni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.