Alþýðublaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 6
Föstudagur 19. maí 1978 SSSm*' 6 Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur meO sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL SAGA GrilliO opiö alla daga. Mfmisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Slmi 20890. INGÓLFS CAFÉ viO Ilverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Slmi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Laus staða Embætti skattstjórans i Reykjavik, er laust til umsóknar. Umsóknir sendist fjár- málaráðuneytinu fyrir 7. júni næstkom- andi. Fjármálaráðuneytið, 10. mai 1978. Lausar stöður Við Barnaskóla ólafsfjarðar eru lausar 3- 4 kennarastöður þar af 1 staða i hand og myndmennt. Umsóknarfrestur til 10. júni. Skólanefnd. Reykjavikurdeildar Norræna félagsins verður i Norræna húsinu 23. mai 1978 kl. 20:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. MINNING Þorleifur Guðmundsson Fæddur 1.9. ’02 — Dáinn 2.5. 78 A fimmtudag i fyrri viku var Þorleifur Guömundsson, fyrrum verkstjóri, Arnarhrauni 13, Hafnarfiröi. til moldar borinn. Þorleifur fæddist hinn 1. septem- ber 1902 aö Steinanesi viö Arnar- fjörö og var þvi 75ára er hann lést eftir stranga sjúkdómslegu. Foreldrar Þorleifs voru Kristín Þorleifsdóttir og Guömundur Asgeirsson, sem bæöi voru vest- firöingar i húö og hár og komin af þekktum vestfirskum ættum. Aö Steinanesi stunduöu þau búskap, þaöan var sótt á s jóinn og stunduð selatekja, eins og títt var á þeim tima á Vestfjöröum. Ariö 1913 fluttust þau til Hafnarfjarðar og bjuggu þar æ siðan. Kristi'nu og Guðmundi fæddust 10 börn og komust sjö þeirra til fullorðins ára. Að Þorleifi gengnum eru nú einungis tvær systur eftirlifandi, Kristin i Hafnarfirði og Hjördis i Keflavik. 1 Hafnarfiröi settust þau Kristin og Guömundur fyrst aö i Grund og siöan aö Reykjavikur- vegi 14B. Fjölskyldan var stór, húsakostur þröngur og ekki alltaf úr miklu aö spila, eins og veröa vildi á þessum árum. Þorleifur fékk þvi strax i barnæsku aö kynnast kjörum hins vinnandi manns og fór snemma ab vinna fyrir sér. 1 fyrstu stundaði hann almenna verkamannavinnu, einkum i fiski, en fljótlega r«ist hann til Asgrims Sigfússonar og Þórarins Egilssonar i fyrirtæki þeirra Akurgeröi og var þar verk- stjóri i mörg ár. Þaöan lá leiðin i vegavinnu og gatnagerö. Þorleifur var verkstjóri viö lagn- ingu Krísuvikurvegarins og aö þvi loknu var hann um áratuga- skeiö verkstjóri i bæjarvinnunni i Hafnarfirði. Siðustu árin var hann svo við eftirlitsstörf á veg- um brunavarnanna i Hafnarfiröi. Hinn 16. júni 1923 kvæntist Þor- leifur Sigurlinu Jóhannesdóttur, sem lézt áriö 1969. Sigurlin og Þorleifur eignuöust fimm börn: Guðmund, mælingafulltrUa, Kristinu giífta Hauk MagnUssyni, hUsasmið, Margréti gifta Gisla Jóni Egilssyni, kaupmanni, sem er nýlátinn og veröur jarösunginn um leið og Þorleifur, og Gyðu, sem lézt i barnæsku. Siðast en ekki sist tóku þau Þorleifur og Sigurlin eitt barnabarna sinna að kjörsyni, Grétar Þorleifsson, formann Félags byggingariðn- aðarmanna i Hafnarfirði. Það er fjölmennur hópur, sem sér nU á bak fööur, tengdaföður, afa og langafa. Um þennan hóp var Þorleifi annt og bar velferð þeirra allra fyrir brjósti. Þau hafa þvi mikils aö sakna. Þorleifur var starfsamur og tryggur verkmaður. Hann vann bæ sinum vel og vildi honum aðeins hið besta. Allur sá timi sem fór I verkstjórnarstörfin var ekki mældur svo nákvæmlega. Höfuöatriðið var að inna verk sin sem best af hendi. Þorleifur var félagslyndur, án þess að vilja þó trana sér fram. Hann haföi lika mikla unun af söng og var meðal stofnenda karlakórsins Þrasta og var siðar kjörinn heiðursfélagi hans. Þorleifur haföi kynnst kjörum alþýðunnar í landinu þegar á uppvaxtarárum slnum og skildi gildi jafnaöarstefnunnar og verkalýðshreyfingarinnar fyrir fólkið I landinu, enda skipaði hann sér ótrauður i raðir Alþýðu- flokksins og var dyggur stuðn- ingsmaður hans og þeirra hug- sjóna,sem hann vinnur aö. Mér er Þorleifur minnisstæður á verkstjóraárum hans hjá bæn- um. yið strákarnir fundum ós ja ldan hvöt hjá okkur til þess að hnýsast i þau verk sem bæjar- vinnan var að fást við. Aldrei tók Þorleifur þvi illa. Hann var þvert á móti gamansamur og hafði skilning á þessari forvitni okkar strákanna. Siðar kynntist ég Þorleifi nokkuð á efri árum, eink- um vegna umgengni og vináttu við son hans Grétar. Þá fánn ég glöggt, hve traustur maður Þorleifur var og heilsteyptur, og hve sterkum böndum f jöískyldan var bundin og hve annt hann lét sér um hana. Allri þessari f jölskyldu votta ég innilega hluttekningu mina og minna. Kjartan Jóhannsson. Björgvin 2 að mikið hafi veriö gert í Reykjavik. Og það er rétt. Margt hefur verið gert. En samt er REYKJAVIK 1 DAG BORG í VANDA. Fulltrúar Alþýðu- flokksins I umræðunum hér í kvöld hafa bent á ýmsar leiðir til lausnar þessum vanda. Alþýðuflokkurinn vill leysa málin með úrræðum jafnaðar- stefnunnar. Alþýðuflokkurinn hefur um langt skeið átt farsæl- an þátt að bæjarmálastarfi I Reykjavlk. Til þess að hann geti aukiö þetta starf sitt og til þess að hann geti beitt úrræðum jafnaðarstefnunnar i rikari mæli en áður í Reykjavlk er honum nauðsyn að fá aukið kjörfylgi. Ég vil þvi skora á ykkur, góðir Reykvikingar, aö veita Alþýðu- flokknum lið i kosningunum 28. mai n.k. Við skulum jálpast aö við, að leysa þann vanda sem borgin okkar er i. Við skulum gera Reykjavik að betri borg. Tófuvinir 3 sameiginleg? Hvernig myndi maðurinn bregðast við sams- konar ofbeldi og ofsóknum og refurinn sætir? Viöþurfum ekki að lita langt til að sjá dæmi um það. Viöa um lönd eru kúgaðir og ofsóttir minnihlutahópar — Norður-lrar, Baskar, Palestlnu- menn o.fl. o.fl. Þetta fólk þarf að berjast fyrir tilverurétti sin- um, menningu og fornhelgum rétti til landa. Þegar ofsóknirn- ar gegn þessu fólki hafa náð vissu stigi og þjóðarmorðið blasir við gripur örvæntingin um sig og hryöjuverkahóparnir spretta fram og grípa i blindri heift til örþrifaráða. Gildir ekki hér það sama um refinn? Þjóð- armorðið sem verið er að fremja á dýrastofninum elur af sér örfáa einstaklinga sem ör- væntingin knýr út á braut hryðjuverkanna. Hér að framan hefur verið sýnt fram á hvilikar ófærur og villigötur tófuofsóknirnar hafa hrakið okkur á. Enn er þó hægt að snúa viö. Bændur og náttúru- verndarmenn, tökum höndum saman i sókninni fram til betri og heilbrigðari búskaparhátta. Samræmum landnýtingu og landvernd. Tryggjum afkom- endum okkar heilbrigt búfé I grónu landi, iðandi af villtu dýralifi. StjórnH.í.T. NORDSAT 1 langtum ódýrariháttenmeðþvi að skjóta á loft gervihnetti til fjölmiðlunar. Það er einnig mat undirritaðs, að enginn tilfinnan- legur skortur riki nú á menn- ingar og afþreyingarefni. Þvert á móti virðist rikja offramboð á þessusviði, menn hafa oflítinn tima til að notfæra sér alla framboðna möguleika. Aukið framboð i formi fjölgunar sjónvarpsrása gæti þvi skert atvinnumöguleika innlendra skemmtikrafta og listamanna og félagsleg starfsemi gæti skroppið enn frekar saman”. —ARH Atvinnuleysi 1 Finnst þér rétt að setja höml- ur á þann fjölda sem fer i há- skólanám? — Nei alls ekki. Menn eiga að geta menntað sig eftir eigin löngun en ekki þörfum atvinnu- veganna. Atvinna BA-fólks, óráðin gáta 1 þessu sama húsi, en einni hæð ofar er bókasafn, blaða- maður dreif sig inn og sótti þangaðunga og föngulega konu til að ræða við, Þórkötlu Aðal- steinsdóttur. Hún nemur sálar- fræði og útskrifast i haust. Er atvinnuleysi meðal þeirra sem útskrifast úr sálarfræð- inni? — Já. En þaðer tviskipt og fer eftir þvi hvort þú hættir eftir BA-próf eða ferð út I framhalds- nám. Fólk sem fer út, fær at- vinnu þegar þaö kemur heim aftur. Hvað BA-fólk fær að gera er óráðin gáta, það er þá helzt kennsla. Og opinberum stöðum er haldið i lágmarki, það er heldur veriö að skera þær niður. Þeir sem eru upp á það opinbera komnir í sambandi við vinnu eru þvi ver settir en t.d. verk- fræðingar sem geta fengið vinnu hjá einkafyrirtækjum. En at- vinnuleysi er sennilega að auk- ast hjá raunvisindamönnum, t.d. jarðfræðingum. Hvað á að gera ef atvinnuleysi fer að aukast meðal mennta- manna? — Þaðer fáránlegtað fara að setja einhverjar hömlur. Það væri nær að auka starfsfræðslu meðal nemenda, og kynna þeim atvinnumöguleika eftir nam 1 ákveðnum greinum. Fólk færi þá að hugsa sig betur um, en námslánakerfið er svo óhag- stætt i dag að menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja út i nám. Þá mætti lika gera námið hagnýtara og auka starfsþjálfun yfir námstimann, sérstaklega ætti kennslurétt- indanámið að fela i sér meiri starfsþjálfun. EI Markús 4 á ævinni. ,,Ég kann þvi vel að meta starfsemi Slysavarnafélags Islands og þeir hjá Slysavarnafé- laginu meta minn áhuga. Til dæmis gáfu þeir mér 27 myndir úr björgunarsögu félagsins I 50 ár”. Myndir þessar hanga upp á vegg í Sjóbúð Markúsar og þar á borði má einnig sjá söfnunarbauk fyrir Slysavarnafélagið. Þar geta menn sýnt hug sinn I verki með framlögum. Annars er Sjóbúðin öll rikulega myndskreytt. Þar eru innramm- aðar myndir af ótal skipum og bát um. Einnig hefur Markús inn- rammað myndir og blaðagreinar um merka förunauta slna á lifs- leiðinni. Sjóbúðin var formlega tekin í notkun 10. mai s.l. og er öllum velkomið að lita inn, bæði til að kynnast framleiðslu eigand- ans og eins til að Hta á það sem Sjóbúðin hefur að geyma varð- andi björgunar- og sjóslysasögu Islands. Kunnugir segja að ótrú- legt sé að nokkur einstaklingur státi af eins góðu safni mynda af gömlum skipum Islendinga og Markús. Þær eru undir gleri i góðum römmum i Sjóbúðinni. Talsverður hópur af fólki hefur heimsótt Sjóbúðina siðustu daga og skráð nafn sitt i gestabókina. Efst á blaði var nafn Hjálmars R. Bárðarsonar, forstöðumanns ciglingarmálastofnunar rikisins. löfn nokkurra skipstjórnar- nanna var þar einnig að finna. Sjóbúðin er við Hvaleyrarbraut 71 Hafnarfirði, eins og fyrr segir, en simanúmer Markúsar er 51465. —ARH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.