Alþýðublaðið - 27.05.1978, Side 3

Alþýðublaðið - 27.05.1978, Side 3
ffisr Laugardagur 27. maí 1978. 3 Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, i 2. sæti á A-lista „Hinn mannlegi þáttur borgar- lífsins á að vera í fyrirrúmi” Húsnæðismálin hér i Reykja- vikhafa verið mikið til umræðu að undanförnu m.a. vegna stofnunar leigjendasamtaka. Bent hefur verið á að allt of litið framboð er á leiguhúsnæði i borginni og að milli 20 og þrjátiu tilboð berist i hverja litla ibúð, sem auglýst er til leigu. Þessi þröngi markaður verður til þess að menn yfirbjóða hver annan til þess að fá húsnæði. Eru þvi 2ja herbergja ibúðir leigðar á 40-50 þúsund krónur á mánuði. Þar við bætist að fyrirfram- greiðsla i hálfteða eitt ár er orð- inföstregla á leigumarkaðnum. Augljóst er að borgin verður að hafa forgöngu um að byggja leiguibúðir til þess að leysa vanda þeirra, sem þurfa á leiguibúð að halda, en það verður ætið nokkuð stór hópur hér i höfuðborginni sem leigir sér húsnæði —bæöi námsfólk og ýmsir aðrir. Lélegt og heilsu- spillandi húsnæði fyrirfinnst þvi miður enn i Reykjavik og er borgin eigandi og leigusali sliks húsnæðis. Borgarlæknisemb- ættið i Reykjavik, sem hefur eftirlit með heilsuspillandi hús- næði, lét árið 1977 skoða allt lé- legt húsnæði, sem borgin á eða framleigir. Af 111 ibúðum sem borgin áreyndust 88 lélegar, þar af 24 slæmar og af 46 ibúðum, sem Félagsmálastofnunin framleigir reyndust 36 lélegar og þar af 22 slæmar. Niðurstaðan er þvi sú, að Reykjavikurborg leigir út a.m.k. 88 ibúðir, sem eru lélegar eða slæmar, eins og Borgar- læknisembættið orðar það. Ljóst er af þessu að á næsta kjörtima- bili verður að gera stórátak i byggingu leiguibúða og helzt að útrýma lélegu húsnæði i eigu borgarinnar með öllu. Hér hefur eingöngu verið fjallað um húsnæði i eigu eða umsjá borgarinnar en vitað er að lélegar ibúðir og litt ibúðar- hæfar eru mjög margar i ýms- um eldri borgarhverfum. Má frekar vænta þess að einstak- lingar hætti að leigja út lélegar og heilsuspillandi ibúðir og geri endurbætur á þeim, þegar borg- in sér sóma sinn i þvi að hætta að leigja út lélegt húsnæði og gefa þannig fordæmi um útleigu á lélegu og jafnvel heilsuspill- andi húsnæði. Alþýðuflokkurinn telur að líta verði á rétt sér- hvers einstaklings og f jölskyldu til sómasamlegs húsnæðis sem sjálfsagt mannréttindamál, sem húsnæðislöggjöf og fram- kvæmdir sveitarfélaga beri að stefna að. Alþýðuflokkurinn vill að gerð verði áætlun um þróun ibúðar- húsnæðis i borginni, bæði að þvi er varðar nýbyggingu húsnæðis, sem og endurnýjun eldri hverfa. Megintilgangur slikrar áætlun- ar sé annarsvegarsáað tryggja eðlilega samsetningu ibúa i bæði e.ldri og yngri borgarhverf- um og hins vegar að tryggja eðlilega fjölgun nýrra ibúða i borginni og viðhald og endur- nýjun eldri ibúða. Alþýöuflokk- urinn telur að áherzlu verði að leggja á það að ætið verði fyrir hendi nægilegt framboð lóða til þess að unnt sé að byggja nauð- synlegan ibúðafjölda. Við teljum nauðsynlegt að a.m.k. þriðjungur allra nýrra ibúða verði ibúðir byggðar á fé- lagslegum grundvelli og vil ég þar til nefna t.d. verkamanna- bústaði, ibúðir fyrir aldraða, námsmannahús og siðast en ekki sizt, ibúðir til útleigu. Alþýðuflokkurinn vill að sam- ið verði við rikisvaldið og lifeyr- issjóðina i borginni um samstillt átak til endurbyggingar eldri hverfa i borginni, og tekin verði upp ný stefna, sem miði að þvi að fá barnmörgum f jölskyldum ánýjanleik hibýli, jafnt i hinum eldri hverfum borgarinnar, sem hinum yngri. Læt ég svo útrætt um hús- næðismálin en vil aðeins minn- ast á nokkur áhugamál okkar Alþýðuflokksmanna á félags- málasviðinu. Alþýðuflokkurinn telur nauð- synlegt að koma upp heilsu- gæzlustöðvum i öllum hverfum borgarinnar. Við viljum að aldrað fólk, sem dvelur i heima húsum eigi kost á dagvistun, sem veita myndi öldruðum tækifæri til félagsskapar og myndi um leið létta á mörgum heimilum, vegna skorts á dval- arheimilum fyrir aldraða. Við i Alþýðuflokknum teljum að stór- auka verði pláss fyrir langlegu- sjúklinga, svo að þeir þurfa ekki að liggja í heimahúsum við mis- góðar aðstæður. Til úrbóta i þessum efnum teljum við raun- hæfustu leiðina þá, að hraða byggingu B-álmu Borgarspital- ans og taka meginhluta þeirra rúmlega 200 sjúkrarúma, sem þar verða, fyrir aldrað fólk. Alþýðuflokkurinn telur, að samræma þurfi opinbera aðstoð við drykkjusjúka og að styðja þurfi betur þær aðgerðir, sem ýmsir áhugamenn hafa beitt sér fyrir að undanförnu, bæði i mál- efnum drykkjusjúkra og ýmissa annarra hópa, sem haldnir eru margvislegum sjúkdómum og eiga við alls konar félagslegan vanda að etja. A undanförnum áratugum hafa verið stofnuð mörg slik styrktarfélög. Fjöldi fólks starfar af mikilli fórnfýsi i styrktarfélögum þess- um, til þess að búa ungum sem öldnum betra og bjartara lif og auðvelda fólki méð skerta orku leiðina til betra lifs. Vegna starfsemi hinna ýmsu styrktar- félaga er það liðin tið að setja þurfi þroskahefta umsvifalaust i einhvers konar geymslustöðv- ar a.m.k. ekkifyrr en allarleið- ir hafa verið þrautreyndar. Al- þýðuflokkurinn metur mikils það óeigingjarna starf, sem unnið hefur verið á vegum styrktarfélaganna og telur að Reykjavikurborg beri að greiða fyrir þeim eins og frekast er unnt. Miklu betur verður að skipu- leggja tómstundastarf barna allt frá 10 ára aldri til þess að grundvöllur verði lagður að heilbrigðum félagsþroska strax i upphafi. Alþýðuflokkurinn vill að komið verði upp aðstöðu fyrir fjölbreytt tómstundastarf i öll- um borgarhverfum, m.a. með þvi að nýta betur en nú er gert, skólahúsnæði i borginni. Leggja þarf áherzlu á að skapa sem fyrst aðstöðu til iþróttaiðkana i hinum nýju hverfum og þá i samvinnu við iþróttafélög, sem þar eru starfandi. Alþýðuflokkurinn vill stuðla að þvi að borgin verði gerð hlý- legri og manneskjulegri. Smátorg verði i öllum hverf- um borgarinnar, þar sem plant- að verði trjám og runnum og komið verði fyrir bekkjum. A þessum stöðum geta ibúarnir komið saman og notið útivistar skammt frá heimilum sinum. Kristín Árnadóttir í 25. sæti A-listans: Konur og illa launuð erfiðisstörf Nauðsyn endurmenntunar fullorðinna kvenna Enn einu sinni göngum við Reykvikingar til kosninga til þess að velja það fólk, sem við treystum bezt til að fara með stjórn okkar ágætu borgar næstu 4 árin. Það er vitað mál, að viðfangs efnin eru mörg og brýn og það hefur áreiðanlega ekki farið fram hjá neinum að undanförnu hvað ætti að gera, hvað hafi ver- ið vel og jafnvel frábærlega gert eða væri til háborinnar skamm- ar o.s.frv. Mér finnst stundum, að fólk geri einhver ofurmenni úr frambjóðendum. Það er eins og það gleymist að þeir sem til greina koma sem borgarfulltrú- ar, og reyndar hinir lika, eru jú fyrst og fremst menn, fólk með tilfinningar og hefur að sjálf- sögðu marga góða kosti og góð- an vilja, en einnig galla, þvi hver er gallalaus? Það hlyti að vera óþolandi mannvera sem þannig væri ástatt um. Við, sem hyllumst stefnu Al- þýðuflokksins og höfum til þessa veriðallt of fá, en ölum þá von i brjósti, að það eigi eftir að breytast, stefnum að þvi að fjölga borgarfulltrúum okkar að minnsta kosti um helming. Við getum státað af glæsilegri frambjóðanda i baráttusæti en flestir, ef ekki allir, hinna flokk- anna. Og það sem okkur finnst mest um vert er, að þessi full- trúi okkar er sérlega glæsileg kona, vel menntuð og afburða dugleg en umfram allt mannleg og skilur vel hin ýmsu vanda- mál mannlifsins. Eitt af þeim máium, sem mér eru afar ofarlega i sinni og ég treysti okkar fólki til að vinna að, er starfsmenntun þeirrar kynslóðar sem nú er i óða önn að eignast afkomendur i annan lið. Ef ég mætti fyrst vikja að kyn- systrum minum, þá finnst mér ömurlegt að sjá hve margar á- gætar konur eru vansælar og ó- nógar sjálfum sér vegna þess, að þær segjast ekkert kunna annað en að hugsa um börn og bú. Og þegar hér er komið, eru börnin flogin og ekki þarf alla daga ársins til þess að hugsa um búið og eiginmanninn, enda býður slikt athafnaleysi ótal hættum heim, svo sem flótta á náðir Bakkusar og annarra vimugjafa. Staða þessara kvenna var að giftast, eignast fyrirvinnu. Flestar'þeirra hafa lágmarks- menntun, þ.e. barnaprófið gamla, þær þurftu ekki meira, þær voru kvenkyns. Nú hafa þær margar hverj ar löngun og aðstöðu og jafnvel samþykki „fyrirvinnunnar” til að fara út á vinnumarkaöinn, en hverjir eru þeirra kostir? Mest- megnis illa launuð erfiðisstörf sem gefa ekkert af sér og þar á ég ekki við peninga. Við vitum öll hversu ómetan- legt það er að hafa starfa, sem maður hefur áhuga á"og jafnvel yndi af, burtséð frá launum, sem ég tel að skipti hér ekki meginmáli. Væri ekki hægt að koma á fót skólum eða námskeiðum, t.d. á borð við Sjúkraliðaskólann, til þess aö auðvelda konum þess- um lifið? En þá yrði að gæta þess að gera ekki allt of miklar kröfur varðandi inngöngu, þvi 'J það yrði ef til vill til að fæla þær q frá, ef þær þyrftu að leggja á sig mjög langt fornám. Máli minu til stuðnings, ætla ég aðeins að víkja aftur að Sjúkraliðaskólanum, en hann er afar eftirsóttur, enda er námið sérlega hentugt fyrir marga. Þær eru ófáar konurnar, sem hafa öðlazt sjálfstraust, sem ekki var fyrir hendi áður, og virðingu og álit annarra við það að stunda slikt nám og geta tek- ið próf og staðizt þau. Hvað inn- tökuskilyrði varðar, þá hafa Námsflokkar Reykjavikur komið til móts við skólann með góðum árangri. Núna eru við nám i skólanum 85 nemendur, þar af 5 karlmenn og frá upphafi hafa brautskráðst þaðan 250 sjúkraliðar, þar af eru karl- menn hvorki fleiri né færri en 6. Vegna siðustu tölunnar, sem ég nefndi, verð ég að leggja nokkur orð i belg um hið sterk- ara kyn. Reyndar veit ég að karlar af fyrrnefndri kynslóð eru margir hverjir betur settir en konurnar, þar sem þeir hafa unnið utan heimilis öll þessi ár, en margir vinna erfiðisvinnu, sem likaminn þolir ekki eins vel og áður. Þyrfti ekki lika að opna leiðir fyrir karlmenn til starfsmennt- unar? Hversu margir þeirra áttu þess kost að stunda nám, jafnvel þótt þær ættu enga ósk heitari. En hvers vegna erum við allt- af að draga fólk i dilka eftir kyn- ferði? Ég held, að öllum sé fyrir löngu orðið ljóst, að það er ekk- ert meira sparað við myndun kvenkyns en karlkyns! Konurn- ar hafa bara ekki haft sig nóg i frammi eins og sést mætavel á núverandi borgarstjórn, þar sem aðeins 2 fulltrúar af 15 eru konur og ennþá lægra er hlut fallið á Alþingi okkar Islend- inga. En nú er nóg komið af svo góðu. Látum lokið einveru Björgvins Guömundssonar i borgarstjórn fyrir okkur krata, sendum Sjöfn til liðs við hann, þvi þar hlýtur að vera jafnerfitt að vera einn á báti og annars staðar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.