Alþýðublaðið - 04.07.1978, Síða 2
2
Þriðjudagur 4. júli 1978 2SSS1
Sýna möl og grjót og sundurdregna risa-
harmóniku!
Winther vinsælustu og bestu þríhjólin
Á laugardaginn varopnuð sýning
listaverka eftir fjóra listamenn af
yngri kynslóðinni á Kjarvalsstöð-
um. Listamenn þessir koma frá
jafn mörgum löndum: ólafur
Lárusson frá tslandi, Viggo
Andersen frá Noregi, Anders
Aberg frá Sviþjóö og Björn
Nörgaard frá Danmörku.
Þeir félagar voru upphaflega
valdir til að sýna á hinu þekkta
Æsku-Biennal i Paris (hvaö svo
sem það nú er) árið 1977, en þang-
að er jafnan boðið listamönnum
sem ekki hafa náð 35 ára aldri og
þykja standa framarlega innan
nýlista.
t gær var hópur manna önnum
kafinn aö setja upp sýninguna á
Kjarvalsstöðum og er óhætt aö
segja að hún sé sérstæð. Trúlega
munu einhverjir verða til að hafa
mörg hneykslunarorð um það
sem fyrir augu ber, en raunar er
ómögulegt að lýsa þvi, hvorki I
máli né myndum. Sjón er sögu
rikari. Verk danans Björns
Nörgaard er þó sérstakt að þvi
leyti, að uppistaðan i þvi er möl
sem listamaöurinn hjólaði með i
hjólbörum inn i sali Kjarvals-
staða og sturtaöi á gólfið. Ofan á
malarbingnum gefur að lita
óhrjálegt sófasett, vatnsrennu
meö 600 litrum af vatni i og plast-
fiski á floti, stærðar hraungrýtis-
mola, póstkort á við og dreif um
mölina o.fl. o.fl. Nei, þessu er
ómögulegt að lýsa. Listamaöur-
inn sagði að verkið bæri byggt á
skynjun á Snorra-Eddu, en hana
las hann fyrst i skóla: „Snorra-
Edda er mjög myndrik bók — þar
er öllu lýst á stuttan en laggóðan
hátt. Þess konar myndriki hef ég
einnig reynt að stefna að i þessu
verki”.
, Björn Nörgaard, situr i lista verkinu slnu. Takið eftir háifétna eplinu á borftinu!
Annað verk dregur að sér
athygli, en þaö var i uppsetningu i
gær. Þar er um að ræða risastóra
sundurdregna harmóniku sem
meira að segja er hægt að sitja
innan i.
Varahlutaþjónusta.
örniM
Spítalastíg 8, sími 14661, pósthólf 671.
Ekkert sást til verka islend-
■ingsins i gær, en samkvæmt upp-
lýsingum Aöalsteins Ingólfsson-
ar, forstööumanns Kjarvals-
staða, er um aö ræða „skrásetn-
ingará ákveðnum athöfnum til að
setja fram skáldlegar tilgátur um
eðli þess sem við sjáum og skynj-
um”.
Norðmanninum Viggo
Andersen ógnaði stærð sýningar-
sala Kjarvalsstaða og byrjaði þvi
á þvi að byggja sérstakan sýning-
arsal fyrir sig úr léttum skilrúm-
Séðyfir salinn á Kjarvalsstöftum. Harmónikan göfta ibaksýn, en I forgrunni sést hluti af malarbingnum
sem danski listamaöurinnhjóiaðiinn á gólfift og gerfti aft listaverki. Til vinstri er Ijósmyndari Þjóftvilj-
ans, sem viröist helst hallast að þvi að mölin væri betur komin i einhverjar af holunum á þjóðvegunum.
En list er list svo aö...
um og er hann á ská i salnum! herbergis, en einnig hyggst hann Sýningin á Kjarvalsstöðumvar
Sagðist hann hafa salinn á ská til þræða hvitan kaöal niður i her- opnuðl. júli eins og fyrr segir og
aö undirstrika séreinkenni sins bergið. stendur til sunnudagsins 23. júli.
alþýðii-
blaðió
Útgefandi: Álþýðuflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgöarmaöur:
Arni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Siðu-
'múla 11, simi 81866.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Smáskammtalækningar
duga ekki
Rikisstjórn sem næst verður
mynduð getur ekki leyft sér að
halda áfram á braut smá-
skammtalækninga. Sjúkleiki
efnahagslifsins er orðinn það
alvarlegur að sá sýndarbati
sem smáskammtalækningar
veita gera aðeins illt verra.
Þess vegna verður að bregða
skjótt viö og stefna að varan-
legri lausn. Það veröur að
taka sjúklinginn til gagn-
gerðrar meðferðar og stefna
að upprætingu sjúkleikans. Til
þess að svo megi verða þarf
rikisstjórn, sem við tekur, að
vera meirihlutastjórn sem
möguleika hefur til að sitja út
kjörtfmabilið. Aögerðir sem
miða að varanlegri lausn geta
ekki skilað árangri á skömm-
um tima. Minnihlutastjórn,
sem á það á hættu, að fá pok-
ann. i hausinn þegar minnst
varir getur þvf ekki tekið
raunhæft á málum. Þetta
þurfa verkalýðsflokkarnir að
hafa i huga þegar talað er um
stjórnarmyndun.
Vissulega er gaman að gæla
við þá hugmynd, að þeir tveir
flokkar sem áður voru i
stjórnarandstöðu mynduðu
stjórn og sýndu hvað þeir geta
en með óraunsæjum hug-
myndum geta þeir algjörlega
rúið sig þvi trausti sem kjós-
endur sýndu þeim nú. Sú hug-
mynd, að mynda stjórn verka-
lýðsflokkanna tveggja er ó-
raunsæ vegna þess, að þeir
hafa ekki meirihluta á þingi og
geta þvi ekki snúið sér að
frambúðarlausn þeirra miklu
verkefna, sem við blasa en
yrðu að halda áfram á braut
skammtalækninga fyrri rfkis-
stjórna. Slikt myndi mjög
veikja traust almennings á
þessum flokkum. H.H.
Skólalöggjöf og gagnrýni
Rúm fjögur ár eru nú liðin
frá samþykkt grunnskólalaga
á alþingi. Þá var gert ráð fyrir
10 ára timabili sem lögin væru
að koma til framkvæmda,
þannig að enn er ýmislegt sem
ekki er komið til framkvæmda
af því sem gert er ráð fyrir i
þessum lögum. Jafnframt þvf
sem ýmis atriði grunnskóla-
laganna hafa verið að koma til
framkvæmda hefur verið unn-
ið að endurskoðun námsefnis
þessa skólastigs af skólarann-
sóknardeild menntamála-
ráðuneytisins. Það verkefni er
komið nokkuð áleiðis en þó
mjög mikið óunnið. Langt er I
land enn þá að mörg atriöi
grunnskólalaga komist i
framkvæmd. Það vekur þvi
nokkra furðu þegar svo stutt
er síðan ný skólalöggjöf var
sett, að fram skuli koma krafa
eins stærsta dagblaðsins um
upptöku þessara mála. Þegar
nánar er að gáð kemur f Ijós
að gagnrýnin beinist ekki að
löggjöfinni sem slikri. Gagn-
rýnin beinist að þvi að f skól-
unum fari fram pólitisk mótun
nemenda, að áliti Morgun-
blaösins. Þvi er jafnvel slegið
föstu, að skólarnir hafi haft af-
gerandi áhrif á niðurstöður
kosninganna. Kennarastarfið
er vandasamt starf og kallar
raunverulega á það besta sem
i hverjum manni býr, ræki
hann sitt starf vel. Kröfur
þjóðfélagsins til kennara eru
miklar þó viðurgjörningur
þess við þá sé ekki að sama
skapi. Það má vafalaust finna
mistök einstakra kennara á
þennan eða hinn veginn, en
það gefur ekki rétt til að
fleygja eidií jafn mikilsverðar
stofnanir þjóðfélagsins eins og
skólarnir eru. H.H.
Skrípaleikur: BANKA-
VALDIÐ TIL UMRÆÐU
A f östudagskvöld sýndi
sjónvarpið nýtt leikrit,
Skrqialeikur, eftir Gisla J.
Ástþórsson. Leikritiðvar tekið
upp á Siglufirði, leikstjóri var
Baldvin Halldórsson.
Leikritiö var skemmtilegt.
Temað er einf öld saga en samt
snar þáttur tslandssögu, sem
sagnfræðingar hafa vanrækt.
Það er saga bankavaldsins og
valds þess i efnahagslegum á-
kvörðunum fólks i þessu landi.
Bakveikur strákur kemur i
stóran bæ og vill selja vixil til
þess aö geta keypt sér vörubil.
Meðan hann er að biða eftir
bankastjóranum hittir hann
islenzkan heimspeking, mann
sem kann að skulda. Heim-
spekingurinn islenzki, sem
Gisli Halldórsson lék, lýsti fá-
nýti þess að vera heiövirður.
Allt siöferði er afstætt og þess
vegna er einfaldlega klókt aö
skulda — skulda. En til þess að
geta skuldað þarf einhver að
veita manni lán. Strákur, sem
Siguröur Sigurjónsson lék, fer
til bankastjóra, sem er á kafi i
einhverju privatmöndli. En
fékk ekki lánið og fór heldur
beygður heim.
Ferðir til bankastjóra og já
eöa neieruekkert séreinkenni
siðustu verðbólguára. Við er-
um veiðimannasamfélag, og
siðan uppbygging og vélvæð-
ing fiskiskipaflotans hófst hér
fyrir aldamótin siðustu, hafa
bankar spilað stórt hlutverk i
allri atvinnulegri framvindu.
Bankastjórar hafa verið
valdamiklir menn — og eftir-
litslitlir. Þar hafa gerzt harm-
leikir — stundum spaugilegir
og stundum ekki. óskar Hall-
dórsson fór fimm sinnum á
hausinn, en alltaf kom hann
aftur. Þessa sérkennilegu
sögu þarf að leggja meiri rækt
við.
SamtölileikritiGisla J. Ást-
þórssonar voru stundum lang-
dregin um of, en samt listilega
gerð. Þráðurinn var alislenzk-
ur og leikritiö skemmtilegt.
Tónlist var óvenjulega
skemmtileg, en hana samdi
Jón Sigurðsson. Samanlagt,
þá var þetta að minni hyggju
vel heppnað sjónvarpsleikrit
og stundum jökulst.