Alþýðublaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 1
alþýöu- ínFHi>m Genzt Fimmtudagur 23. nóvember 1978—222. tbl. 59. árg. Jafnaðarmenn áskrifendur að málgagni ykkar Alþýðublaðinu, strax í dag Alyktanir 38. flokksþingsins um flokksstarfid Þingmenn og sveitastjórna- greiði 2% til flokksins menn Alþýðuflokkurinn sem lýðræðissinnaður félagshyggjuflokkur byggir á þeirri sann- færingu að stefna hans sé samhljóða hags- munum fjöldans. Hin þjóðfélagslega hug- myndafræði flokksins er tákn viljans um að framkvæma hugsjón- ina um frelsi jafnrétti, lýðræði og samhyggð. Stefnan á þvi ekki aö vera Vegna eöa fyrir fólkiö heldur mótuö af þvi og frá þvi. Þaö gengur aldrei aö móta né fram- kvæma sllka stefnu án almennr- ar þátttöku. Þaö er þvi grundvallaratriöi vaitandi framgang flokksins aö skipulag flokksstarfsins fram- kvæmd þess og fjölbreytni sé slik aö hægt sé aö ná til san flestra. Til þess aö sllkt sé mögulegt þarf staöa framkvæmdastjóra flokksins aö vera metin aö jöfnu inn á viö sem Ut á viö eins og annarra forystumanna flokks- ins og eigi hann sæti meö fullum réttindum i flokksstjórn og framkvæmdastjórn. 1. Rekstur flokksins Tryggja ber ákveöna lág- marksstjórnun f innra starfi flokksins. t þvl sambandi skal bent á: 1.1. Betra skipulagi veröur aö koma á eignamál flokksins. 1.2. Aö leitaö veröi eftir þvl viö þá einstaklinga sem eiga hhitabréf I Alþýöuhúsinu og Alþýöubrauögeröinni aö þeir ráöstafi þeim til flokksins. 1.3. Aö Alþýöuflokkurinn ásamt samtökum og félagsdeildum eignist eigiö húsnæöi meö fundarsölum og skrifstofu- húsnæöi ásamt aöstööu fyrir prentsmiöju. 1.4. Aö innheimta flokksskatta veröi tvisvar á kjörtlmabil- inu eins og ákvæöi segja til um en skatturinn veröi hækkaöur I kr. 500.- pr. félaga á ári. 1.5. Þess veröi fariö á leit viö þingmenn borgarfulltrúa og sveitastjórnamenn flokks- ins aö þeir greiöi 2% af föst- um launum sinum fyrir þau störf til flokksins. Jafnframt veröiþess fariöá leit viö alla þá flokksfulltrúa sem sitja I launuöum nefndum á vegum rikisogsveitarfélaga aö þeir greiöi til flokksins sem næst 10% af þeirri þóknun sem þeir fá fyrir nefndarstörfin. Greiöslur frá þingmönnum og borgarfulltrúum renni beint I flokkssjóö en greiösl- ur sveitarstjórnarmanna til viökomandi félaga sam- kvæmt nánari reglugerö sem flokksstjórn setur. 1.6. Aö leitaö veröi annarra ráöa til aö tryggja flokknum nauösynlegt rekstrafé t.d. meö happdrætti eöa hvatningarherferö til félaga um frjáls framlög ásamt ýmisskonar útgáfustarf- semi. Hugsanlegt væri aö skattleggja félaga I sam- ræmi viö þeirra tekjur eins og t.d. er gert I Danmörku. 1.7. Aö starf fræöslustjóra sé tryggöur fjárhagslegur grundvöllur, jafnframt veröi stefnt aö þvl aö koma á fót starfi verkalýösfulltrúa og tryggja þvl starfi fjárhags- legan grundvöll. 2. Starfið inn á við Starfiö inn á viö skal fyrst og fremst miöast viö aö fá sem flesta virka félaga I flokkinn. 1 þvi sambandi skal bent á: 2.1. Aö framkvæmdastjórn flokksins tryggi upplýsinga- streymi til félaga og sam- banda þannig aö samband milli þeirra stofnana flokks- ins sé ætlö tryggt. 2.2. Stórauka þarf fræöslustarf flokksins m.a. meö erind- rekastarfi fyrir öll flokks- félög. Skapa þarf fræöslu- ráöi skilyröi til starfa eins og á slöastliönu ári en jafn- framt aö fræösluráö veröi stjórnandi og skapandi aöili i starfi flokksins. 2.3. Aö opna flokkinn fyrir alla þá sem vilja starfa aö fram- gangi frjálsrar jafnaöar- stefnuog jafnframt draga Ur þvl fulltrúalýöræöi sem ftokkurinn býr viö. 2.4. Aö tryggja meö breytingum á lögum flokksins ákveöna hámarkssetu stjórnenda I stjórnum ráöum og nefnd- um. 2.5. Aö breyta kosningu á flokksþingi i þá veru aö full- trúar veröi einn á hverja 10 félaga. Jafnframt veröi félagaspjaldskrár á hverj- um tima réttar. 2.6. Framkvæma skoöanakann- anir um nánar tiltekin mál sem eru á dagskrá i þjóö- félagsumræöum eöa vegna innri mála flokksins. 2.7. Aö flokkurinn setji til starfa starfshóp sem skili áliti eftir ákveöinn tima um forsendur breytinga sem uröu á fylgi Alþýöuftokksins I kosning- unum 1978 meö tilliti til framtiöarstarfa hans. 2.8. Aö flokkurinn leggi þunga áherslu á aö kjörnir fulltrú- ar flokksins á Alþingi og i sveitarstjórnum nýti alla möguleika til aö vera þátt- takendur i ráöstefnum og fundum sem haldnir eru á vegum hinna ýmsu heildar- samtaka og félaga. 2.9. Gerö sé spjaldskrá meö Framhald á bls. 3 Sérkennarar afskiptir Ályktun 38. flokksþingsins um menntamál Næsta stórátak verði á sviði endurmenntunar og fuliorðins- fræðslu Kennaradeilan sem mikið var i fréttum fyrir nokkru virðist hafa fleiri hliðar en i ljós komu meðan á henni stóð. Alþýðublaðinu hefur borist fréttatilkynning frá félagi sérkennara, þar sem þeir vilja vekja athygli á þeirri hlið málsins sem að þeim snýr og vilja þeir meina að réttur sér- kennara hafi ekki verið hafður i huga er sam- komulag i kennaradeil- unni náðist. 1 fréttatilkynningu Félags is- lenskra sérkennara segir: 1. Til þess aö geta sinnt þörf- um barna meö sérþarfir höfum viö fariö I eins til fjögurra ára framhaldsnám aö loknu kennaraprófi. Aöeins er unnt aö vera eitt ár i sllku námi hér- lendis þannig aö mörg okkar hafa fariö erlendis til náms. Námsárin eru ekki metin sem starfsár og tveggja ára tekjutap kennara er nú á sjöttu milljón króna. 2. NU er staöan sú aö tveggja ára framhaldsnám i sérkennslu veitir ekki launahækkun skv. núgildandi rööun I launaflokka. Jafnvel getur kennari aö loknu framhaldsnámi lent I lægri launaflokki en sá sem á meöan vann á fullum launum viö kennslustörf. 3. Eftirfarandi dæmi um námskostnaö má taka af ein- staklingi sem hóf tveggja ára framhaldsnám erlendis haustiö 1976. Skuld vegna námsláns og visi- tölu tryggingar þess kr. 1.800.000 Framlag einstaklingsins sjálfs kr. 300.000 Tekjutap kennara þessitvö ár kr. 2.400.000 Samtals 4.500.000 Þarna hefur hann þvl kostaö til 41/2 milljón kr. sem hann f ær ekki endurgreiddar aö neinu leyti og er jafnvel refeaö fyrir meö þvi aö vera settur i lægri launaflokk en hann væri komin I heföi hann setiö heima og kennt. 4. Þar sem skortur er á sér- menntuöum kennurum á þessu sviöi lýsum viö áhyggjum okkar af þessari þróun mála og ótt- umst aö sá skortur veröi áfram og þau börn sem lögum sam- kvæmt eiga rétt á sllkri kennslu fái ekki nauösynlega þjónustu. Tæpast er aö vænta þess aö nokkur kennari fari i fram- haldsnám upp á þessi býti, og eina leiö þeirra sem þegar hafa tokiö námi til aö endurheimta eitthvaö af útlögöum kostnaöi er aö hverfa til starfa erlendis. Viö teljum aö hér sé um ein- hvern misskilning aö ræöa sem leiöréttur veröi snarlega og trú- um þvl ekki aö óreyndu aö okk- ar mál og nemenda okkar hafi veriöfellt Ut I þessari umræddu samningagerö Sambands grunnskólakennara og Lands- sambands framhaldsskóla- kennaraviö fjármálaráöuneytiö nU i nóvember. Höfum viö þvi gripiö til þess ráös aö skrifa fjármálaráöherra og mennta- málaráöherra i von um skjótar úrbætur. —L Alþýöuflokkurinn leggur áherslu á aö skólakerfiö veiti öll- um þegnum þjóöfélagsins aöstööu til mennta án tillits til efnahags, búsetu, fötlunar, aldurs eöa kyn- feröis. Alþýöuftokkurinn fagnar þeirri þróun sem átt hefur sér staö I is- lenska skólakerfinu á undanförn- um árum, en bendir jafnframt á aö margt er enn óunniö. 1 þvi sambandi er rétt aö vekja athygli á, aö verkmenntun héfur enn ekki hlotiö þann sess, sem felstir eru sammála um aö henni beri. Til þess aö svo megi veröa, þarf aö veita verulega auknu fjármagni til verkmenntunarþátta skóla- kerfisins, sem eðlis sins vegna hljóta ævinlega aö hafa nokkru meirikostnaölfórmeösér, en hiö heföbundna bóknám. Þá telur Al- þýöuflokkurinn, aö timabært sé aöláta faraframltarlega Uttektá kostnaöi viö rekstur Islenska skólakerfisins, sem miöaöi aö þvi aö nýta sem best fjárveitingar til skólamála, án þess aö þjónusta væri skert frá þvi sem nú er. Alþýöuflokkurinn leggur áherslu á aö réttur nemandans i skólakerfinu sé tryggöur eins vel og veröa má, aö þvi er varöar vinnuálag, vinnutlma, og vinnu- skilyröi. Minnt skal á aö brýnt er aö auka öryggi barna i umferö- inni. Fagna ber því frumkvæöi Sameinuðu þjóöanna aö helga áriö 1979 barninu og réttindum þess. Verulegur þáttur i rétti hvers barns er þroskandi umhverfi og öryggi. Þvi er nauösynlegt aö börn eigi kost á dvöl á dagvist- unarheimilum, bæöi þeirra sjálfra vegna, og eins vegia fé- lagsstöðu og atvinnuhátta for- eldra. Alþýöuflokkurinn telur nauösyn bera til aö efla tengsl foreldra viö dagvistunarheimili, grunnskóla og framhaldsskóla meö starfsemi foreldrafélaga og foreldrafræöslu. Alþýöuflokkurinn er þeirrar skoöunar, aö málefni er varöa endurmenntun og fulloröins- fræöslu hafi um of setiö á hakan- um hér á landi. Þvi sé nU brýnt aö hraöa endurskipulagningu þeirra mála þannig aö öllum þegnum þjóöfélagsins standi ævinlega opnir möguieikar til aukinnar menntunar, viöbótar starfs- menntunar eöa menntunar til nýrri starfa, og hver einasti ein- staklingur eigi kost á þvi námi sem hugur hans og geta standa til hvenær ævinnar sem er. 1 þessi sambandi er rik ástæöa tíl aö benda á þá ónotuðu möguleika, sem útvarp og sjónvarp búa yfir og nýta má til kerfisbundinnar fræösluog menntunar á fjölmörg- um sviöum, svo sem vlöa hefur veriö gert meö góöum árangri. Alþýöuftokkurinn vill vinna aö þvl aö næsta stórátak sem gert veröi i menntamálum hér á landi veröi á sviöi endurmenntunar og fulloröinsfræöslu. Jafnframt sé þess gætt aö iön- nemttm sem læra aö mestu I iön- skólum og fjölbrautarskólum sé ætlaö svigrúm á námstlma sin um, aö afla sér æfingar og kennslu Uti I atvinnulifinu viö hlií útlæröra iönaöarmanna. Þá telur þingiö aö félagsmála skóli alþýöu eigi aö vera rikis skólisem ætlaö yröi ákveöiö hlut verk I fræöslukerfinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.