Alþýðublaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 1
alþýóu-
Fimmtudagur 30. nóvember 1978 —227. tbl. 59. árg.
Jafnaðaraienn
Gerízt áskrifendur að málgagni ykkar
— Alþýðublaðinu, strax í dag
Um 70%
menntunar
- en aðeins um fjórðungur karla
I síðasta blaði var
nokkuð rætt um starfs-
vettvang kvenna í þeim
fjórum kaupstöðum, sem
jafnréttiskönnun sú, sem
nú ertil umf jöllunar, náði
til. Kom þar m.a. í Ijós, að
iðnlært verkafólk svo-
kallað var sjaldhitt meðal
kvenna á þessum f jórum
stöðum, en sú starfsstétt
er langsamlega stærsti
undirf lokkur D — stéttar
meðal karla. Þetta skýr-
ist þegar litið er á mennt-
un karla og kvenna.
Menntun karla
t skýrslunni um jafnréttis-
könnunina er menntun skipt i 3
flokka, ,„A” er ,,án sérmennt-
unar”. ,,B” er sérnám, minna
en háskólanám, en C er sér-
menntun á eða við háskólastig.
Meðal karla i bæjunum f jórum
er höfuðflokkur B alls staðar
fjölmennasti flokkur menntun-
ar, með og yfir um 58% karla i
Garðabæ, Hafnarfirði og Kópa-
vogi, en rúmelga 52% þeirra á
Neskaupstaö. Langflestir karl-
anna i þessum flokki eru i undir-
flokknum B-2, „Verkmenntun”,
frá tæplega 42% i tæplega 49%
þeirra.
Næstur i röðinni að stærð
meöal karlanna er höfuöflokk-
urinn A, „án sérmenntunar”.
Stærstur er hann á Neskaup-
stað, með um 36% karla þar,
með um 29% karla I Hafnarfiröi,
um 25% karla i KÓpavogi og loks
minnstur I Garöabæ, eins og
vænta mátti, með um 21% karla
þar.
Karlar i höfuöflokki C „sér-
menntun á eöa við háskólastig’,’
eruhlutfallslega flestir í Garða-
bæ, rilm 18%, I honum eru um
15% i Kópavogi og 10% i Kópa-
vogi, en aðeins um 5% karla á
Norðfirði.
Menntun kvenna
Meðal kvenna i bæjunum fjór-
um er nokkuð annað uppi á ten-
ingnum. Þá er höfuðflokkur-
inn „A”, án sérmenntunar, alls
staðar fjölmennasti flokkurinn,
með heil 80% á Neskaupstað,
73% i Hafnarfiröi, 66% i Kópa-
vogi og um 65% I Garöabæ.
Fjölmennasti undirflokkur A —
flokksins meðal kvenna i öllum
bæjunum er A — 4, gagnfræða-
prófeðalandspróf, meðum 30%
allra kvenna i bæjunum.
i flokki B, sérnám minna en
háskólanám, en þar til telst að
allega menntaskólanám, verk-
menntun,. heilsugæslu- og
fóstrumenntun, verslunar og
kennaramenntun, eru mjög
kvenna án sér-
Mikiil meirihluti kvenna hefur ekki notiö neinnar sérmenntunar og þvf eru útivinnandi konur fjölmenn
astar i láglaunasiéttunum.
mismargar konur á stöðunum 4.
I Garðabænum eru um 27%
kvenna I þessum flokki, en að-
eins um 9% á Neskaupstaö. I
Kópavogi eru um 25% kvenna I
þessum flokki, og um 20% I
Hafnarfirði. Verslunar- og
■ kennaramenntun er alls staöar
algengasta menntunin i þessum
flokki, nema á Neskaupstað,
þar sem heilsugæslu- og fóstru-
menntun er algengari, enda eru
þar hlutfallslega langflest dag-
vistarpláss eins og siöar verður
um rætt.
Aöeins örfáar konur hafa not-
iö sérnáms á eða við háskóla-
stig, hlutfallslega flestar i
Kópavogi, um 5%, um 4%
kvenna I Garðabæ, og um 3%
kvenna i Hafnarfiröi og á Nes-
kaupstaö.
Kynbundinn munur
menntunarmöguleika
Það að aöeins milli þriðjungur
og fjóröungur kvenna hefur
hlotiö einhverja sérmenntun,
meðan aðeins milli fjóröungur
og þriöjungur karla er án allrar
sérmenntunar, sýnir svo ekki
veröur um villst kynbundinn
mismun menntunarmöguleika,
þvi að sjálfsögðu verður þessi
mikli munur á menntun karla
og kvenna ekki rakinn til hæfi-
leikaskorts hinna siöarnefndu.
Dregið verði úr örri fjárfestingu— Rafiðnaðarmenn krefjast
efnahagskerfið tekið föstum tökum tryggingar kaupmáttar
segir í ályktun frá B.S.R.B.
Svofdid ályktunver gerö á fundi
stjórnar B.S.R.B. i dag með atk-
væðum allra fundarmanna:
Vegna fram komins stjórnar-
frumvarps um timabundnar ráö-
stafanir til viðnáms vegna verö-
bólgu, mótmælir stjórn B.S.R.B.
þvi eindregið, að gildandi kjara-
samningum sé ennþá breytt með
lögum og þannig skertur umsam-
inn kaupmáttur launa.
Stjórnvöld viröast ekki sjá önn-
ur ráö til aö draga úr óðaverö-
bólgu en minnka kaupmátt launa.
Stjórn B.S.R.B. telur, að ráðstaf-
anir af þessu tagi hafi þó alltaf
reynst skammgóður vermir og
ekki dugað til lækningar verð-
bólgunnar.
Stjórn B.S.R.B. bendir á þá
staðreynd, aö Islenska þjóöin hef-
ur á nokkrum áratugum endur-
byggt svo til allan húsakost
landsmanna og byggt upp flest
atvinnutæki sin og orkuver.
Þessi gifurlega fjárfesting
hefur skapaö auknar þjóðartekj-
ur og bættan þjóöarhag, en jafn-
framt leitt af sér óðaverðbólgu og
fjármálameinsemdir, sem nauð-
synlegt er að snúast gegn.
Þjóðin á nú um það að velja að
draga um sinn úr hinni öru fjár-
festingu og taka allt efnahags-
kerfiö föstum tökum eða slaka á
eðlilegum kröfum um sambærileg
lifskjör og fólk býr við i ná-
grannalöndum okkar.
Launafólk krefst þess, aö
stjórnvöld velji fyrri kostinn.
Þvi skorar stjórn B.S.R.B. á
rikisstjórn og Alþingi að hefjast
þegar handa um áætlunargerð til
lengri tima, er hafi það markmið
aödraga úr verðbólgu, tryggja-
kaupmátt launa og forgangsverk-
efni I framkvæmdum, er ekki
þola bið.
Verði ekki brugöiö skjótt við
um breytingu á islensku e&ia-
hagslifi, þá munu bráðabirgða-
ráðstafanir þær, sem i frv. felast,
reynast haldlitlar og ný
verðbólguvandamál hlaðast upp.
5. þing Rafiönaöarsam-
bands Islands fór fram í
Reykjavíkdagana 24.-27.
nóvember s.l. og sátu
þingiö 60 fulltrúar frá öli-
um aðildarfélögum sam-
bandsins/ en þau eru 8 með
rösklega 1000 félagsmenn.
Helstu mál þingsins voru kjara-
mál, atvinnumál, menntamál og
skipulagsmál rafiðna. Þá var og
fjallaö itarlega um lifeyrisstjóös-
• mál og flutti Hrafn Magnússon,
framkvæmdastjóri Sambands al-
mennra lifeyrissjóða, erindi um
þau mál á þinginu.
Þingið gerði ályktanir I öllum
málaflokkum sem á dagskrá
voru. I mjög Itarlegri ályktun
þingsins um kjaramál, þar sem
rakin er þróun þeirra undanfarin
ár og m.a. bent á hve laun rafiön-
aðarmanna hafa skerst miöað við
ýmsa aöra iðnaðarmenn og opin-
bera starfsmenn, segir m.a. svo
um viöhorf þingsins til þess á-
stands sem nú blasir við I kjara-
málum:
„5. þing Rafiðnaöarsambands
Islands mótmælir öllum hug-
myndum um að leysa yfirstana-
andi efnahagsvanda á kostnaö
verkafólks og krefst þess aö
kaupmáttur launa verði tryggö-
ur. Þingið lýsir andstöðu við öll á-
form um breytingar á ákvæðum
gildandi kjarasamninga um verð-
tryggingu launa.
Jafnframt varar þingiö alvar-
lega viö þeim fyrirætlunum rikis-
valdsins aö framkvæma stór-
felldan samdrátt I fjárfestinga-
málum svo sem við virkjun fall-
vatna og dreifikerfi rafveitna,
sem hljóta að leiða til verulegs at-
vinnuleysis meðal rafiðnaðar-
manna.
Augljóst er, aö verkalýöshreyf-
ingin verður nú sem fyrr, aö vera
viö þvi búin að heyja baráttu til
varnar lifskjörum. Þaö er skoðun
þignsins að við núverandi aðstæð-
ur koml ekki ti) greina að fram
lengja samninga og hvetur þvi
Framhald á bls. 3
Auðvaldið beri sjálft kreppu sína
segja iðnnemar
Vegna fyrirhugaðra efnahags-
ráðstafana 1. des. n.k. ályktar
framkvæmdastjórn Iðnnema-
sambands Islands.
Framkvæmdastjórn Iðnnema-
sambands tslands telur brýnt að
tekist verði af alvöru á við verð-
bólguvandann, þvl slik verðbólga,
sem hér á landi hefur geisað,
skerðir fyrst og fremst afkomu-
möguleika launafólks. Bendir
stjórnin á, að launafólk á ekki sök
á verðbólgunni heldur peninga-
valdið I landinu. Þetta verður að
hafa I huga er ráðist er gegn verð-
bólgunni og að þeir sem á henni
bera ábyrgð beri þær álögur sem
til þarf að ráða niðurlögum henn-
ar. Auðvaldið beri sjálft kreppu
sina.
Framkvæmdastjórnin leggur
áherslu á, að ekki megi skerða
kaupmátt launa og telur að ráö-
stafanir þær, sem koma eiga I
stað beinna krónutöluhækkana á
laun, ráðstafanir sem lækka
framfærslukostnað launafólks,
verði fyllilega að tryggja kaup-
máttinn.
Vegna þeirrar umræðu sem átt
hefur sér staö um endurskoðun
visitölunnar, þá varar fram-
kvæmdastjórnin við breytingum i
þá átt, aö visitalan mæli ekki
fyllilega hækkun framfærslu-
kostnaðar. Bendir stjórnin á, að
verötrygging launa er samnings-
atriði milli launþega og atvinnu-
rekenda og hvetur verkalýös-
hreyfinguna til aö standa fast á
rétti sinum og ljá ekki máls á
skerðingu á visitölunni, og berj-
ast af krafti gegn öllum slikum
tilhneigingum.
Framkvæmdastjórnin telur, að
marka verði efnahagsstefnu til
langs tima til lausnar á verö-
bólguvandanum, en ekki að til
langframa séu gerðar bráða-
birgðaráðstafanir á þriggja
mánaða fresti, sem meira og
minna skerði kaupmátt launa.
Slik efnahagsstefna verður að
tryggja félagleg réttindi launa-
fólks, kaupmátt launa og fulla at-
vinnu. Hvetur stjórnin verkalýðs-
hreyfinguna til haröra aögeröa
gegn öllum áformum um árásir á
kjör og réttindi verkafólks.