Alþýðublaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 2
2
alþýói blaóið i-
Cltgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Slöumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur I lausasölu.
Vernda þarf kaupmátt
hins eiginlega láglaunafólks
í þeirri umræðu um efnahagsmál, sem fram hef-
ur farið á Alþingi siðustu daga, hafa talsmenn allra
flokka verið sammála um það, að vemda bæri
kaupmátt láglaunatekna. Það hefur hins vegar litið
verið rætt hvað væru láglaun og hvaða þjóðfélags-
hópar fengju þau.
Það er skoðun Alþýðublaðsins að i allri viðleitni
rikisstjórnarinnar til að vemda láglaunahópana i
þjóðfélaginu, veri fyrst og fremst að gæta hags-
muna félaga i Verkamannasambandi Islands, Iðju,
Sókn og allra þeirra er taka laun samkvæmt svipuð-
um kauptaxta.
í þessum fyrrnefndum félögum og samtökum er
hið raunverulega láglaunafólk á íslandi. Þá er
einnig 'ljóst, að taka verður fullt tillit til Lands-
sarhbands verzlunarmanna, en félagar þar hafa
orðið illa úti i kjarabaráttunni.
Það er hins vegar ljóst, að innan Alþýðusam-
bands Islands em starfshópar, sem hafa tiltölulega
há laun og valda þvi að verulegur munur er á tekj-
um félaga innan ASl. Það er þvi ekki nema eðlilegt,
að visitöluhækkanir hafi ekki áhrif upp allan kaup-
gjaldsstigann.
í baráttu rikisstjórnarinnar gegn verðbólgunni
verður að taka af öll tvimæli um það, að verndaður
verði kaupmáttur hins eiginlega láglaunafólks. A
sama tima verður rikisstjórnin að beina spjótum
sinum gegn þeim einstaklingum og fyrirtækjum,
sem hafa aðstöðu til tekjuöflunar, án þess að skila
réttmætum hluta til hins opinbera.
A sama hátt verður rikisvaldið að leita leiða til
sparnaðar i eigin rekstri og útgjöldum. Þetta verð-
ur að gera, þótt það kunni að leiða til einhvers sam-
dráttar i verklegum framkvæmdum. Viðurkenna
verður, að framundan em timabundnir erfiðleikar.
En þessir erfiðleikar mega ekki bitna á þvi fólki,
sem yfirleitt hefur þurft að taka á sig byrðar, þegar
þrengt hefur að i þjóðfélaginu.
Verkalýðshreyfingin þarf einnig að gera sér ljóst,
að draga verður skarpa markalinu á milli láglauna-
fólksins og hinna, sem meira bera úr býtum. Þetta
er eitt af aðalatriðunum i þeirri baráttu sem fram-
undan er. Á sama hátt þarf að aukast skilningur
innan verkalýðshreyfingarinnar á þeirri staðreynd,
að helzti óvinur hennar er verðbólgan.
Þær félagslegu umbætur, sem rikisstjórnin hefur
nú boðað eru margra króna virði. Þær verða ekki
teknar af verkalýðshreyfingunni með tilfærslu út i
verðlagið. Þetta eru þvi raunhæfar kjarabætur en
ekki gagnslitlar krónur, sem jafnóðum eru hirtar úr
vösum launamanna. Þessar umbætur hafa heldur
ekki áhrif á verðbólguna eins og krónutöluhækkan-
ir.
Þá er nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komi
til móts við rikisstjórnina i tilraunum hennar til að
endurskoða visitölukerfið, sem hefur óumdeilan-
lega aukið á launamisréttið. Það er of seint að nýtt
visitölukerfi, ný viðmiðun taki gildi i næstu kjara-
samningum. Gera verður einhverjar lagfæringar á
þvi fyrir 15. febrúar næst komandi. Annað leiðir til
ófamaðar.
Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, eru hags-
munamál láglaunafólksins. Mikil kröfugerð fram
yfir þarfir þess getur valdið nær óyfirstiganlegum
erfiðleikum.
—AG
Fimmtudagur 30. nóvember 1978
Bankaránið
Þegar frumvarp Vilmundar
Gylfasonar o.fl. var lagt fram á
Alþingi þvi sem nú er háö viö
Austurvöll, barst mér þaö í
hendur.
Frumvarp þetta er flutt til
viöreisnar þess fólks á landi hér
sem lengi hefur veriö varnar-,
laust fyrir ránsflokkum
burgeisa og braskara I skjóli
rikisvalds. Frumvarp þetta hef-
ur nú veriö rætt á Alþingi, en
fengiö misjafnar undirtektir
sem vænta mátti, sérilagi af
tveimur stjórnarflokkunum.
Eins og greinargerö þessa
frumvarpbermeösér, er allt aö
þvl hægt aö segja, aö sparifjár-
eigendur hafi veriö húöflettir I
þágu þeirra er lán hafa fengiö
hjá bönkum og sparisjóöum.
Bent er á I greinargerö, aö láta
muni nærri aö innistæöur spari-
fjáreigenda hafi rýrnaö á þessu
ári um 20 milljaröa. Þaö væri.
fróölegt aö fá aö sjá og heyra
hversu mörgum milljöröum
króna sé búiö aö stela af þvi
saklausa fólki sem hefur verö
svo gamaldags aö leggja pen-
ingarjátl á svokallaöa vöxtu I
banka allt siöan veröbólga fór
aö ráöa heilafrumum I hausum
þeirra manna er fjármálum
hafa ráöiö á Islandi aö undan-
fórnu.
Eitt er vlst, aö valdhafar
heföu bæöi fyrr og siöar skipaö
nefnd til aö finna leiöir til aö
rétta hlut sparifjáreigenda ef
slikt fólk heföi veriö I hópi
svonefndra athafnamanna.
i En sllkt hefur aldrei hent.
En hvernig væri aö sparif jár-
eigendur tækju upp sama hátt
og aörir hópar þjóöfélagsins,
svo sem hraöfrystihús,
smjörlikisgerö, Sanitas og ekki
slzt alheimsauöhringurinn Coca
Cola, lo kubu á s inn hátt o g tækju
úr bankanum sitt sparifé og
ráöstöfuöu sjálfir sinum pening-
um. Sennilega myndu þá ljúkast
upp augu blessaöra fjármála-
spekinganna á landi hér, aö
réttara hefði veriö aö verja hlut
sparifjáreigenda, en svona væri
snjallt aö gert yröi, svo fremi
sem ekki veröur tekiö fullt tillit
til frumvarps Vilmundar Gylfa-
sonaro.fl. eöa fúndnar leiðir til
aö vernda eigur þess fólks sem
hér um ræöir. Ef svo færi aö
ekki yröi oröiö viö þeirri viö-
leitni sem félst I umræddu
frumvarpi væri gaman aö sjá
framan I braskaralyöinn ef
sparifjáreigendur framkvæmdu
sina lokun.
Friður’ og eining farsæli ráö
bankavaldsins á Islandi ef svo
færi aö nýr þrýstihópur kæmi
fram á viöskiptavöllinn.
Staurblankur.
Efnahagsaðgerðir 4
iö mikið, en ég verö aö segja þaö,
aö þaö er iöulega klökkt hvaö
skilningur þessara mann þvimiö-
ur hefur verið litill. Viö erum aö
gera tilraun meö samstjórn
þriggja flokka. Framsfl. hefur
ekki virst hafa miklar skoöanir á
þvl hvaö gera skyldi, sem hér
hefúr veriö lýst, en hitt er rétt, aö
bæöi Alþfl. og Alþb. hafa skoöanir
og þessar skoöanir eba fulltrúar
þessara skoöana hafa veriö aö
takast á. Hv. d. er fullkunnugt um
útkomuna aö þessu sinni. Hv. d.
er lika fullkunnugt um, hvaöa
augum viö litum á þessa útkomu.
Aukið verði fram-
lag til LÍN
„Fundur SINE — deildarinnar
Lundi haldinn 15. nóv. 78 beinir
þeirri eindregnu áskorun til Al-
þingis aö þaö hækki hiö snarasta
framlög á fjárlögum til Lána-
sjóös Islenskra Námsmanna.
Réttur allra til náms án tillits
til efnahags og félagslegra aö-
stæöna eru sjálfsögö mannrétt-
indi. Tómt mál er aö tala um jafn-
rétti til náms án námslána sem
nægja hverjum námsmanni til
framfærslu.
Krafa okkar er þvl 100% brúun
umframfjárþarfar og fullt tillit
veröi tekiö til fjölskyldu náms-
manns eins og lög gera ráö fyr-
ir. Fundurinn bendir á að alls
ekki er hægt aö ná þessu mark-
miöi án stóraukins framlags til
sjóösins og varar viö hugmyndum
um að leysa megi málib meö til-
færslu milli námsmanna.”
Hjúkrunarfræði-
nemar mótmæla
Kjarabaráttufundur
félags h júkrunarf ræði-
nema í H.l. haldinn 17. nóv.
s.l. ályktar eftirfarandi:
Þann 8. nóv. s.l. birtist úr-
skuröur kjaradóms um launamál
hjúkrunarfræöinga meö B.Sc.
próf frá H.I. 1 þeim dómi van-
metur Kjaradómur stórlega
hjúkrunarfræðinám úr H.l. og
hefur aö engu námsmat þaö, sem
lagt hefur veriö til grundvallar
ööru námi I landinu. Miöaö viö úr-
skurö Kjaradóms viröist sem
hann hafi ekki kynnt sér nám
B.Sc. hjúkrunarfræðinga til hlitar
og lýsa nemendur furöu sinni á
slikum vinnubrögöum.
Fundurinn telur einnig, aö hér
sé um gróflegt jafnréttisbrot aö
ræöa, þar sem hefðbundnar
kreddur viröast ráða skiptingu
kynjanna niöur I starfstéttir og
einnig sé nám okkar sett skör
lægra en almennt gerist og
gengur um Háskólanám.
Félag hjúkrunarfræbinema
viö Háskóla tslands.
Vitkast Alþýðubanda-
lagið?
Ég er þeirrar skoöunar, aö
Alþb. kunni aö vitkast, þaö sé
ekki loku fyrir þaö skotiö enn. En
éger jafnframt þeirrar skoðunar,
aö Alþb. sé aö verulegu leyti þræll
gersamlega óraunhæfra
kosningaglaumyröa ,sem dundu á
okkur I vor og af því erum viö aö
súpa seyðið nú og hætt er viö aö
samfélagiö allt komi til meö aö
súpa seyöiö af þessu. Það er
kannske ekkert nýtt þó aö ég ausi.
úr skálum reiði minnar yfir
Alþb., viö höfum fyrr mæst, slö-
ast þegar ég mætti til vinnu 1. og
2. mars s.l. og vegna þess aö ég
taldi ekki stætt á þvi aö sá, sem
væri aö bjóöa sig fram til þess aö
setja landinulög, gengi jafnframt
fram fvrir skjöldu og bryti lög. Og
ég fékk af mér myndarlegar
myndir I Þjóðviljanum ásamt
hóflegu fúkyröaregni. Mér þyk-
ir leitt aö geta ekki svarað broti
af því héöan úr ræðustól aðsinni.
En vandinn er og veröur þessi, aö
auðv. er þaö svo, aö þessi brbl.
kveöa ekki á um þaö, aö samning-
arnir fari I gildi og ég fyrir mina
parta sé enga ástæöu til þess aö
taka þátt I þvi kannske meö ein-
hverjum öörum stjórnarsinnum
aö flytja hér ræöu, sem innifelur
allt annaö heldur en viö vitum,
aö stendur I þessu plaggi einasta
til aöbjarga andlitinu á Alþb. 3%
félagslegar umbætur, þaö er ger-
samlega ómögulegt aö meta þetta
til fjár hvaö sem einhverjir
launþegaforingjar kunna um þaö
aö segja.
Viö jafnaðarmenn höfum
margháttuö annars konar á-
hugamál, sem viö viljum, aö
komi hér til. Hér hefur veriö talaö
um neöanjaröarhagkerfi, þaö
feykilega net skattsvika, sem of-
ið er utan um og inn I meira og
minna stóran hluta af rekstri hér
á landi og fólki er auövita kunn-
ugt um. Enn hefur gengib erfiö-
lega i stjórnarsamstarfinu aö
koma slikum málum fram. Þar
'hins vegar eigum viö sennilega
mesta samleiö meö Alþb., þegar
allt kemur til alls. En þaö sem
enn og aftur er kjarni málsins er
þaö aö ráöstafanir til þriggja
mánaöa dugaskammt, þær duga
ekki. Viö erum aöeins aö hlaöa
enn meiri gufu I ketilinn og sá
ketill verður þessari rlkisstj.
væntanlega gersamlega óviö-
ráöanlegur aö þremur mánuöum
liönum.
Alþb. hefur alltaf lagt áherslu á
þaö, aö hér sé aöeins um bráða-
birgöastjórn aö ræöa. Þeir sem
þekkja stjórnarsáttmálann vita
þaö, aö I honum er siðasta á-
kvæöiö um þaö aö hann skuli
endurskoöast á árinu 1979. Þeir
sem enn betur þekkja til vita, aö
grg. meö þessu frv. er eins
konar endurútgefinn stjórnar-
sáttmáli. Þaö segir sig alveg
sjálft, aö ef svona leikur á aö
endurtaka sig á þriggja mánaöa
fresti, þá veröur þetta ekki
stjórn, sem nær neinum árangri I
veröbólgumálum og enda gerir
hv. 1. þm. Austurl. ekki ráö fyrir
þvi I vlðfeömri og langdreginni
umfjöllun sinni um vaxtamál hér
id.
Viö ætluöum aö eiga aöild aö
stjórn, sem ætlaöi sér aö vinna
bug á veröbólguvanda. Til
þess var leikurinn geröur upp-
haflega. öllumer kunnugt ogekki
slst Alþb.-mönnum, aö þegar
stjórnin var mynduö rétt fyrir 1.
sept. s.l. voru átök um visitölu-
mál, þar sem viö fengum okkar
ekki fram ööruvisien þaö aö þaö
var bókab I rlkisstj., aö endur-
skoöun heföi átt aö fara fram
fyrir 20. nóv. Viö vitum öll, aö
visitölunefndin sprakk, þaö varö
ekkert úr verkum hennar.
Endanlegar till. voru nánast till.
formanns n. eins. Þessi bókun
reyndist vera einskis viröi. Nú er
hér flutt grg. meöfrv. 1 grg. eru
efni, sem viö vildum koma inn I
lagagr. sjálfar, en um þaö náöist
ekki samkomulag og þær eru I
grg. Eg geri ráö fyrir þvl aö ein-
hverjir þeirra, sem aö þessari
grg. standa nú, meini svona um
þaö bil jafnmikiö meö henni og
þar meö öllum liðum, 7. meötöld-
um, eins og þeir meintu meö bók-
uninni I rlkisstj. á sinum tima. Og
ég vona, aö menn skilji þaö, — ég
hef nú ekki eytt mörgum vikum
hériþessumsölum, —en éggeröi
mér abrar hugmyndir um sam-
vinnu heldur en þær, sem hér
hefúr veriö lýst.
Mun greiða frv. atkv. til
að forða þvi að enn verri
holskefla gangi yfir....
Ég mungreiöa þessufrv. atkv.
af ástæöum, sem ég hef nú lýst:
til aö foröa þvl, aö enn verri og
meiri holskefla gangi yfir þetta
þjóöfélag. En mér er nákvæm-
lega eins fariö og hv. þm. I Ed.,
Braga Sigurjónssyni, mér er þaö
fullljóst, aö hér er um hallæris-
ráöstafanir aö ræöa, ráöstafanir,
sem ekkert duga 1 þeim raun-
verulegu vandræöum og baráttu i
efnahagsmálum, sem viö eigum
viö aö etja. Mér erraun aö þvl aö
talsmenn Alþb. skuli ekki hafa
skiliö, hvernig þær ráöstafanir,
sem viö erum aö leggja til annars
vegar og hagsmunir láglauna-
fólks hins vegar fléttast saman,
mér er raun aö þvi aö þessir
menn skuli ekki hafa skiliö þaö,
ensvo er ekki aö sjá a.m.k.ennþá.
Allt um þaö, það kann aö vera
svo, aö úr rætist. Þaö kann aö
vera svo, aö samstarfsaöilar okk-
ar eöa sá þeirra, sem hefur skoö-
un, vitkist, en ég óttast aö for-
sendur málsins séu meö þeim
hætti, að af þvi veröi seint. Ég ótt-
ast aö loforöaglamriö hafi veriö
meö þeim hætti, aö flokkurinn sé
mikiö til ófær um aö stjórna á
erfiðleikatimum. Þetta er alvar-
legur óttivegna þess aö viö eigum
mikla samleiö i menningarmál-
um, félagsmálum og á öörum
slikum sviöum og þar er vissu-
lega betra meö þeim aö vinna
heldur en flestum öörum. En
vandinn er sá, aö meöan á aö
vaöa reyk i' efnahagsmálum eins
og Alþb. geröi fyrir kosningar og
eins og þaö hefur gert núna i
tveimur bráöabirgöaráðstöfun-
um, þá verbur landinu ekki
stjórnaö, þá verður hér uppi verö-
bólga meö öllum slnum fylgikvill-
um, spillingu, braski og þaö er
níöst á láglaunafólkinu. Meöan
svo er, er þungur ábyrgöarhluti
aö bera ábyrgö á rikisstj., sem
svo háttar um.