Alþýðublaðið - 01.12.1978, Síða 4
\ \ \
\ \ \ \ \ \
\ \
alþýðu-
lhrT' rr>
Útgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Siðu-
múla 11, sími 81866. •
Föstudagur 1. desember 1978
Bragi Níebson alþingismaðir í útvarpsumræðun á Alþingi miðvikudagskvöldið 29.11. sl.
VERÐBOLGUVANDINN TEKINN
VETTUNGATÖKUM
Herra forseti. Góðir
áheyrendur. Þegar hér
i hv. Ed. Alþ. er til
umr. frv. til 1. um ráð-
stafanir i efnahags-
málum, sem flutt er af
rikisstj. sem setið
hefur að völdum i að-
eins þrjá mánuði, þá
komumst við ekki hjá
þvi að líta aðeins um
öxl og sjá hvernig um-
horfs var i efnahags-
málum þjóðarinnar,
þegar ráðh. siðustu
rikisstj. stigu upp úr
stólunum. Þetta var i
sem allra stystu máli
sagt þannig: Verðbólga
yfir 50%, gengisskrán-
ing röng um 15%, vax-
andi skuldir rikisins við
Seðlabankann og það
sem allra verst var, að
fiskvinnslufyrirtækin
sem eru undirstöðuat-
vinnnufyrirtæki
þjóðarinnar höfðu ým-
ist stöðvast eða voru að
stöðvast með tilheyr-
andi atvinnuleysi i
þeim atvinnugreinum
og siðan i öllum öðrum
greinum.
Þetta gerðist þrátt fyrir það
að bjargráðalög þeirrar ríkis-
stj. hin svokölluðu kaupráns-
lög, sem samþykkt voru á Alþ. I
febrúarmánuði höfðu þá verið i
gildi i hálft ár og hefðu þvi átt að
vera farin að sanna gildi sitt. Og
ég held nú að það sé alveg rétt,
að þau höfðu svo sannarlega
sannaö gildi sitt, en höfundum
þeirra til litillar sæmdar.
Góður vilji
verkalýðs-
hreyfingarinnar
Það var i fyllsta máta eðlilegt
að þau ráð, sem gripið var til i
byrjun sept. væru litið annað en
bráðabirgðaráðstafanir.
Þaö þurfti lengri tima en þá
var til umráða til þess að reyna
að vinna áð kjarasáttmála milli
verkalýðshreyfingarinnar og
rikisvaldsins um frambúðar-
stefnu i efnahags- og launamál-
um, þótt mikill samstarfsvilji
og velvilji væri fyrir hendi hjá
verkalýðshreyfingunni gagn-
vart hinni nýju rikisstj.
Þá voru málin beinlinis það
umfangsmikil, að varla var við
þvi að búast að minna dygði til
en 2—3 mánuðir I viðbót til að
marka þá heildarstefnu, sem
nægja myndi til aö lækna þó
ekki væri nema að verulegum
hluta það helsjúka efnahagslif,
sem við áttum við að búa.
Þjóðin verður að fórna
til þess að svigrúm
skapist.
Við Alþfl.-menn sögöum það I
kosningabaráttunni á s.l. sumri
og segjum það enn,, að til þess
að lækna þá meginmeinsemd
þjóðlifsins, sem verðbólgan
vissulega er, þá verður þjóöin
að taka á sig nokkrar fórnir eða
eins og stendur i okkar ágæta
plaggi um gerbreytta efnahags-
stefnu með leyfi forseta:
Forréttindastétt verð-
bólgugróðans fórni
mest.
„Þjóðin verður að taka á sig
nauðsynlegar fórnir, en mest
ber að leggja á þá nýju for-
réttindastétt, sem hefur dregið
að sér verðbólgugróðann meö
aðstöðu i lánastofnunum og sér-
réttindum.”
Við höfum þvi alltaf gert
mönnum grein fyrir þvi að það
er ekki sársaukalaust að losna
við meinvaldinn. Ég hef hér
verið að tala um efnahagslif,
þjóðlif, mein o.s.frv. og ég leyfi
mér þá kannske aðeins að vitna
til starfsgreinar minnar. Þegar
skorið hefur verið til meins, þá
liður sjúklingnum verr en áður,
kannske mikið verr ef meinið
var slæmt, en þegar frá liður fer
honum að liða betur og kannske
mikiö betur en um langan tima
áður. Svona geta nú hlutirnir
æxlast i þjóðlifinu lika.
Alþýðuflokksmenn óá-
nægðir með frumvarp-
ið
Það frv. sem hér liggur til
umr. veldur okkur Alþfl.-mönn-
um miklum vonbrigðum, þvi aö
Framhald á bls. 3
STORMARKAÐURINN
SKEMMUVEGI 4A KOPAVOGI
2200 fermetra ný
og glæsileg verslun
með alla matvöru
(kjöt, mjólk, brauð,
pakkavöru og niðursuðu-
vörur)-pappírsvörur, kerti
-leikföng og gjafavörur
Ótrúlega lágt verð
GreiÓ aókeyrsla
Góð bílastæði
Staður
hagstæðm
stórinnkaupa
AUGtÝSINGASTOFAN HF [5;
CWiB^O'OS.'flnfc
( • <
♦ • l Æ