Alþýðublaðið - 08.12.1978, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1978, Síða 2
2 Föstudagur 8. desember 1978 alþýði blaðiö i- j Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Slöumúla 11, slmi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur I Iausasölu. Iðnaðurinn og aðrar atvinnugreinar Málefni iðnaðarins hafa mikið verið til umræðu að undanförnu. Á það hefur verið bent hvað eftir annað, að islenzkum iðnaði er ætlað það megin- hlutverk að taka við stórum hluta þeirrar aukningar á vinnuafli, sem hér kemur á markað næstu árin. Iðnaðurinn býr hvergi nærri við sambærileg kjör og aðrar undirstöðugreinar atvinnulifs hér á landi. Lán og styrkir til iðnaðar eru ekki nema brot af þvi, sem sjávarútvegur og landbúnaður fá. útlit er fyrir, að litil breyting verði á þessum hlutföllum á næsta ári. Iðnfyrirtæki eiga nú við ramman reip að draga i fjármálum. Aðlögunartimi iðnaðarins vegna tollalækkana aðildarlanda Friverzlunarsamtaka Evrópu reyndist ekki nógu langur. Iðnaðurinn hefur ekki náð að þróast i þá veru að hann sé fylli- lega samkeppnisfær við erlendar iðnaðarvörur, þótt mjög hafi miðað i áttina. Aðrar þjóðir, sem aðild eiga að Friverzlunar- samtökunum hafa beitt rangindum. Þær hafa veitt iðnaði sinum stórfellda rikisstyrki, sem islenzkur iðnaður fær ekki. Þetta er brot á þeim lögmálum, sem gilda áttu, þegar samningurinn um friverzlun aðildarlandanna var undirritaður. Af þessum sökum er sú krafa Félags islenzkra iðnrekenda um að fresta tollalækkunum um næstu áramót, skiljanleg. Hún er hins vegar ekki framkvæmanleg. Hún er beint brot á gerðum samningum og myndi hafa i för með sér refsi- aðgerðir, sem vafalaust myndu bitna mjög harkalega á útflutningi sjávarafurða. Hins vegar hefði fyrrverandi rikisstjórn og núverandi átt að hefja samningaviðræður fyrir löngu við Friverzlunarsamtök Evrópu og Efna- hagsbandalagið um frestun þessara tollalækkana á grundvelli þess, að iðnaður hér á landi hefði ekki fengið nægan aðlögunartima og að Islend- ingar hefðu verið beittir rangindum vegna rikis- styrkja annarra þjóða til samkeppnisiðnaðar. Nú hafa iðnrekendur lagt fram skynsamlegar tillögur um stuðning stjórnvalda við iðnaðinn. Er þar gert ráð fyrir 6% hækkun jöfnunargjalds og 6% innflutningsgjalds, er taki gildi um næstu ára- mót og geti komið i stað niðurfellingar tolla. Þessum tillögum verður að taka á jákvæðan hátt og hraða mjög athugun þeirra, þvi skammur timi er til stefnu. í öllum umræðum um islenzkan iðnað verður rikisvaldið að hafa i huga þann kjarna þessa máls, að höfuðáherzla verði lögð á sjónarmið arðseminnar, þegar fjárfestingarmál ber á góma. Augljós er arðsemi i flestum greinum iðnaðar, og það getur ekki gengið til lengdar að iðnaðurinn sé hornreka, þegar kemur til fyrir- greiðslu við atvinnugreinar i landinu. Efling iðnaðarins er ein bezta trygging þjóðarinnar fyrir nægri atvinnu. Aðrar atvinnu- greinar taka ekki við meira vinnuafli á næstunni, og jafnvel er fækkun mannafla í sumum þeirra fyrirsjáanleg. En iðnaðurinn hefur þó dregist aftur úr einmitt á kostnað annarra atvinnu- greina. —ÁG Nýr minnis- peningur í tilefni af hundruöustu ártlB Jóns Sigurössonar, sem er i desember 1979, hefur Hrafns- eyrarnefnd látiö slá minnis- pening, sem nú er boöinn til sölu. Minnispeningurinn veröur seldur i öllum ríkisbönkunum, spari- sjóöum á Vestfjöröum og mynt- sölum I Reykjavik. Ágóði af sölu peningsins á aö renna öl fram- kvæmda á fæöingarstaö for- setans, en um þær er einkum þetta aö segja: A sinum tima var ráögert aö byggja á Hrafnseyri hús, sem átti aö vera prestsetur og barnaskóli með heimavist fyrir börn úr sveitum beggna megin Arnar- fjaröar. Meiri hluti þessa húss var byggður. Siöan hafa mál skipast svo, aö prestakallið er sameinaö ööru og skólamál leyst á annan veg en þá var hugsaö. Hrafnseyrarnefnd er nú aö láta ljúka byggingu hússins og er viö- bótin komin undir þak. 1 nýja hlutanum er kapella, sem jafn- framt er þó miöuð viö almenn fundahöld. En jafnframt þessuer stefnt aö þvi aö koma upp á Hrafnseyri minjasafni um Jón Sigurösson og lifsstarf hans. Er ætlast til, aö þessum fram- kvæmdum veröi lokiö 17. júní 1980. Sönglög eftir Sigfús Halldórsson Sigfús Halldórsson hefur gefiö út safn 59 sönglaga eftir sjálfan sig. Þetta er endurútgáfa, og þó mjög aukin, þvi þarna eru 13 ný lög, sem ekki voru i fyrri útgáf- unni. Allir kannast viö mörg létt sönglög eftir Sigfús, þar nægir aö nefna lög eins og Litlu fluguna, Vegir liggja til allra átta, og Litilí fugl á laufgum teigi. Ljóöin, sem lögin eru samin viö, eru eftir ýmis þekkt ljóö- skáld, eins og Tómas Guömunds- son og Stefán frá Hvitadal, og ýmis önnur, sem minna eru þekkt, eins og Sigurö Einarsson, Vilhjálm frá Skálholti, Úlf Ragn- arsson og Braga Sigurjónsson, — svo aöeins séu nefnd dæmi. Slö- asta lag bókarinnar er ekki samiö viö ljóö, þaö heitir „Þökk”. Bókin „Sönglög” eftir Sigfús Halldórsson fæst á eftirtöldum stööum: I Hljóöfæraverslun Poul Bernburg viö Rauöarárstíg, Tón- verkamiöstööinni viö Laufásveg, Bókaverslun Lárusar Blöndal I Vesturveri, og Bókaversluninni Veda i Kópavogi. Loðnuveið- ar bannað- ar frá 15. desember Ráöuneytiö hefur gefiö út reglugerö, þar sem loönuveiöar erubannaöarfrá 15. desember til 9. janúar n.k. Bann þetta er sett til aö draga úr sókn I loðnustofninn, en Haf- rannsóknastofnunin hefur lagt til, aö ekki veröi veidd meira en 1 miDjón lesta á timabilinu frá 1. júll 1978 til 1. júll 1979. Er timi þessi vallnn aö höföu samráöi viö helstu hagsmunasamtök I veiöum og vinnslu loönu. Si áv a rút ve gs r á öu ney tiö, 23. nóvember 1978 SKEMMTANIR — SKEMMTANIR —————— HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL SAGA Grilliö opiö alla daga. Mimisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ* " " viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Slmi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Vörumarkaðurinn hf. I Ármúla 1 A. Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Ert þú með bækur í vanskilum frá Bókasafni Kópavogs í tilefni af 25. ára afmæli bókasafnsins á þessu ári verða vanskila sektir felldar niður af öllum bókum sem skilað er i des- ember. Notið þvi tækifærið og losið ykkur við gamlar vanrækslusyndir. Bókasafn Kópavogs hefur opið alla virka daga frá kl. 2-9 og laugardaga frá kl. 2-5. Fyrir börn FatnaÖur í úrvali. Leikföng í úrvali. Húsgögn i barnaherbergi. Opið til kl. 10 föstudag } Opiö til kl. 6 laugardag

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.