Alþýðublaðið - 22.12.1978, Síða 2
2
Föstudagur 22. desember 1978 SSZXr
' alþýöi blaöiö i-
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Slöumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverð 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur i lausasölu.
1. febrúar
Flokksstjórn Alþýðuflokksins samþykkti einróma
á fundi sinum i fyrrakvöld, að rétt væri að Alþýðu-
flokkurinn afgreiddi fjárlög fyrir jól. öllum er
kunnugt um aðdraganda þessa máls. í kjölfar
bráðabirgðaráðstafana i efnahagsmálum 1. sept-
ember og 1. desember hefur rikt fullkomin óvissa i
islenzkum efnahagsmálum. Allir endar eru lausir
og yfir vofir enn meiri verðbólga og viðsjárverð
skattheimtustefna, án þess að rikisstjórnin hafi
komið sér saman um nokkrar heildstæðar lang-
timaráðstafanir i efnahagsmálum. Þingmenn Al-
þýðuflokksins tóku saman Frumvarp til laga um
Jafnvægisstefnu i efnahagsmálum og samræmdar
aðgerðir gegn verðbólgu, þar sem saman eru
dregnir allir meginþættir efnahagsmála, og gerðar
útfærðar tillögur um efnahagsmál til tveggja ára.
Þessar tillögur fóru i gegnum stofnanir Alþýðu-
flokksins og fyrir viku siðan samþykkti flokksstjórn
Alþýðuflokksins að setja það skrúfstykki á sam-
stjórnarflokka Alþýðuflokksins að fjárlög yrðu ekki
afgreidd fyrr en afstaða lægi fyrir um efnahagsráð-
stafanir, sem tækju til langs tima. Siðan hefur farið
fram mikið samningaþóf. Samstarfsflokkarnir féll-
ust á að skera fjárlagafrumvarpið mjög verulega
niður, enda hafði þvi verið heitið i greinargerð með
bráðabirgðaráðstöfunum 1. desember. Þá hafa
samstarfsflokkarnir fallist á, að tillögugerð i efna-
hagsmálum, sem taki til langs tima skuli lokið fyrir
1. febrúar.
Að þessum skilyrðum uppfylltum samþykkti
flokksstjórn Alþýðuflokksins i fyrrakvöld að af-
greiða fjárlögin, enda sé áframhaldandi stjórnar-
samstarf Alþýðuflokksins bundið þvi, að eigi siðar
en 1. febrúar hafi rikisstjórnin lokið gerð laga-
frumvarps um samræmdar aðgerðir gegn verð-
bólgu til að minnsta kosti tveggja ára.
Enn sem komið er virðist Alþýðuflokkurinn vera
eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur á þvi skilning
og af þvi miklar áhyggjur, að hér er enn um að ræða
bráðabirgðaráðstafanir, beint framhald af stefnu
fyrri rikisstjórnar, og verðbólguþróunin mun halda
áfram, ef ekki verður að gert. Verðbólguflokkarnir
þrir hafa reynzt tiltölulega áhyggjulausir um þessa
framþróun. Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram út-
færðar tillögur. Árangur þessa verks á eftir að
koma i ljós. Alþýðuflokkurinn vill ekki eyðileggja
þá stjórnarsamvinnu, sem nú er i landinu, fyrr en
það er þrautreynt, hvort hægt er að komast að sam-
komulagi við samstarfsflokkana um alvörustefnu i
efnahagsmálum sem taki til tveggja ára. Þetta eru
erfiðir timar. Verðbólguflokkarnir eru erfiðir við-
semjendur. Alþýðubandalagið hefur litið tekið þátt i
umræðum undanfarna daga. Það á eftir að koma i
ljós, hvað fyrir þeim flokki vakir.
íslenzkur almenningur hefur þungár áhyggjur af
ástandi efnahagsmála. Alþýðuflokkurinn hefur ver-
ið stefnu sinni trúr. Alþýðuflokkurinn hefur ekki
hreinan meirihluta á Alþingi, þvi miður. Hann tekur
þátt i samsteypustjórn, og beitir þeim þrýstingi
sem mögulegur er til þess að reyna að leiða verð-
bólguflokkunum fyrir sjónir nauðsyn þess, að gerð
verði heildstæð áætlun um efnahagsmál, þar sem
ráðizt verði að verðbólgumeininu. Alþýðuflokkur-
inn hefur boðið samvinnu um fjárlög og aðrar efna-
hagsráðstafanir gegn þvi, að þessi heildstæða áætl-
un liggi fyrir eigi siðar en fyrsta febrúar. Það er
áfangasigur, en ekki endanlegur sigur. Þetta var
mat flokksstjórnar. Framtið þessarar rikisstjórn-
ar, framtið islenzkra efnahagsmála, er undir þvi
komin, að það takist að móta þessa stefnu fyrir 1.
febrúar.
—VG.
Nýjar bækur frá Almenna bókafélaginu
HOBBIT
EFTIR J.R.R. Tolkien koinin út á
islenzku.
Almenna bókafélagið hefur
sentfrá sér skáldsöguna og ævin-
týrabókina HOBBIT eftir J.R.R.
Tolkien I þýöingu þeirra Olfs
Ragnarssonar og Karls Agústs
Úlfssonar. Tolkien-bækurnar,
einkum The Hobbit og Lord of the
Ring, eru löngu orðnar heims-
kunnar fyrir sinn litrika og
viðfelldna ævintýraheim, þar
sem dvergar, álfar, drekar og
aörar furðurverur lifa sinu stór-
brotna lifi ásamt mönnum. Um
Hobbit segir á bókarkápu hinnar
islenzku útgáfu: „Hobbit er saga
um ævintýri sem dvergarnir
steypasérút i. Þarna kemur fyrir
dvergagull og dreki sem liggur á
þvieins ogi islenzkum goðsögum.
Bilbó Baggason er félagi dverg-
anna i þessum háskalegu til-
tektum þeirra og eru þær honum
þó þvert um geð. Hann er i eðli
sinu makráöur og værukær hobbi,
sem langar alls ekki til að drýgja
neinar dáöir, og hann veröur
jafnvel undrandi þegar hann
kemst að þvl hversu ráöagóður
hann er og slyngur... Hobbit
fjallar um ævintýri. En sagan
fjallar einnig um vináttu og lifs-
gleöi, sigur góöra afla yfir illum
öflum og umfram allt sigur vits
og réttlætis yfir blindum þjösna-
hætti og ofbeldi.
Hobbit er 302 bls. að stærðoger
bæöi gefin út I bandi og sem
pappfrskilja. Bókin er unnin i
Prentstofu G. Benediktssonar.
NJÓSNASAGA eftir
HELEN MACINNES
komin út á islenzku.
Út er komin á vegum Almenna
bókafélagsins bókin NJÓSNARI 1
INNSTA HRING (Agentin Place)
eftir njósnasagnahöfundinn
fræga Helenu Maclnnes.
Bókin er kynnt þannig á bókar-
kápu: „Geysispennandi njósna-
saga eftir einn frægasta njósna-
sagnahöfund heimsins ... Saga
um ótrúleg svik og furðuleg
klækjabrögö i litriku umhverfi i
New York, Washington og á
Riverunni.”
Verdbólguvandi 1
skerf af þeim hagnaði til rikis-
ins.
Einnig er mikilvægt aö hafa i
huga I þessu sambandi, að stór
hluti þegnanna hefurauðgast á
þvi að svikja undan skatti og
velt þannig sinu réttláta fram-
lagi til ríkisins yfir á herðar
annarra, launþega og þeirra,
sem telja samviskusamlega
fram. Brýna nauðsyn ber til aC
taka á brotum af þessu tagi af
alvöru og meöhöndla þau sem
hver önnur afbrot.
Þaö er grundvallaratriöi, að
kaupmáttur lægstu launa sé
verndaður sérstaklega og að
öldruðum og öryrkjum verði
tryggð viðunandi afkomuskil-
yrði.
Visitölumálin
Visitalan getur ekki talist
sjálfstæður verðbólguvaldur,
þar sem hún gerir ekki annaöen
mæla veröbreytingar. Hins veg-
ar getur hún magnað þann
vanda, sem fyrir er og er af öðr-
um rótum runninn, vegna þess
fyrst og fremst, hve hún er ó-
sveigjanleg.
Einnig skal á það bent, að ein-
hverskonar visitölubinding
launa er forsenda kjarasamn-
inga til lengri tima I þeirri verö-
bólgu, sem nú geisar. Launþeg-
ar geta ekki samið til langs
tima, sé kaupmáttur umsam-
inna launa svo ótryggur sem
hann er við þessar aöstæöur.
Breyting á tilhögun visitölu-
bindingarlauna geturekki leyst
verðbólguvandann ein sér, þar
þurfa fyrst og fremst að koma
til markvissar aögeröir stjórn-
valda tillausnará öllum þáttum
vandans.”
Stjórnmálanefnd Sambands
ungra jafnaöarmanna
Kjartan Ottósson, formaður
Guðni Björn Kjærbo
Hjaiti örn ólason
Jón S. óiason
Sagan er þýdd af Birni Thors.
Hún er 258 bls. að stærö ogunnin i
Offsettækni sf.
SAGAN UM SÁM
eftir Per Olof Sundman komin út
á Islenzku
Sagan um Sám er ein af þeim
norrænu bókum sem einna mesta
athygli vakti slöast liðið ár, ekki
eingöngu fyrir serkennilega
aðferð við samningu hennar,
heldur einnig fyrir stórbrotnar
mannlýsingar og markvísa
ádeilu.
Sagan er þannig samin, að eitt
af listaverkum Islendingasagna,
Hrafnkels saga Freysgoöa, er
færð til nútlmans, og úr veröur
skörp skilgreining á ýmsum
óhugnanlegum þáttum I sam-
timanum.
Sagna um Sám er kynnt m.a. á
þessa leiö:
„Sundman fylgir þræöi Hrafn-
kels sögu en gerir hana miklu
fjölbreytilegri, leggur m.a.
áherzlu á þátt kvennanna I at-
buröarásinni og skapar margar
nýjar persónur, svo sem ungu
stúlkuna Asu sem er I senn
áhrifavaldurog umkomuleysingi,
Guðrúnu, konuna sem allt sér, og
skáldið Geir, sem sér inn I fram-
tíðina en getur ekki haft áhrif á
hana.
Sögusviöið er Island, en sagan
er þó ekki íslenzk, þvl aö I henni
eru þjóðveldislögin enn I gildi.
Þau gera ekki ráð fyrir fram-
kvæmdavaldi. Þvl er unnt að
drýgja glæpi, drepa menn, án
þess að hegning komi fyrir, ef
hinn seki er svo voldugur að mót-
herjinn ræður ekki við hann.
Svo einkennilega vill til, að
þetta f jarlægir söguna ekki
nútimanum, þvlllkar reglur er
við lýöi vlöa i heiminum, þó aö
yfir það sé breitt i orði.
Sagan um Sám hefur fariö
sigurför um öll Norðurlönd og
Þýzkaland og er i ráði aö kvik-
mynda hana hér á Islandi innan
skamms.”
Eirikur Hreinn Finnbogason
hefúr þýtt Söguna um Sám á
islenzku. Hún er 277 bls. að stærð
og er unnin I Prentverki
Akraness.
Þú skalt ekki taka þetta nærri þér. Sumir
dagar eru llka slæmir hjá mér: þá er ég
alltaf að meiöa mig.
matinn frá
DALMÚLA
Kjötvörur i úrvali (
Jóiahangikjötið, úrbeinaö iæri og frampartar.
Nautakjöt, svinasteikur, kjúklingar, london-iamb, úrbein-
aö iambalæri, úrbeinaöur lambahryggur.
Nýtt grænmeti
Paprika, agúrkur, tómatar, saialblöö, rauökál, hvitkái,
gulrætur, iaukur.
Nýir ávextir
Epli, appelsfnur, klementinur, sitrónur, grape,
Brauðvörur ,
Marensbotnar, marenstoppar, tartalettur, brauöbotnar.
oJólaölið □ Jólasælgætið
DALMÚLI
S,öun,ú,c 8 - simi 33800 fj