Alþýðublaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ Laugardagur 23. desember 1978 j var búin slðum, hvitum klæðum úr grófu efni. Hún sat viö gröfina og veifaði sólfjöður sinni yfir rakri mold grafarinnar. Tsdiuang-Tsen varð undrandi — heilsaöi konunni virðuléga og sagði: — Virðið mér vel, unga kona, þótt ég spyrji, hver það er, sem hvilir i þessari gröf og hvers vegna þér leggiö svo mikið erfiöi á yður viö að þurrka mold grafar- innar. Ég er heimsspekingur og reyni að komast að kjarna hvers máls. Ég reyni að leita orsakanna og orsökin tilhegðunar yðar er of- ar skilningi minum. Unga konan hélt áfram að veifa sólfjöður sinni. — Hún roðnaði, laut höfði ogtautaðieitthvað, sem Tschuang-Tsen gat ekki greint. Hann endurtók spurningu sina aftur og aftur, en árangurslaust. Unga konansvaraðiekki. Þaö var engu llkara en sái hennar hefði tekið sér bólfestu I hendinni, sem veifaði sólfjööurinni án afláts. Tschuang-Tsen varö að gefast upp, enda þótt honum væri það mjög á móti skapi. Hann var að visu sannfærður um tilgangsleysi allra hluta, en þó vildi hann vita orsakir þeirra, sér I lagi, þegar konur voru annars vegar. Unga konan viö gröfina var honum hulin ráðgáta. Hún vakti forvitni hans i rikum mæli. Hann gekk áfram, ensnerisér oftviö og horfði tilhennar og ævinlega varð fyrir sjónum hans sólfjöðurin, sem hún veifaði án afláts. — Hún liktist fiðrildi úr fjarlægð. Þá gekk i veg fyrir hann gömul kerl- ing, sem benti honum að koma með sér. Hún fór með hann i skugga legsteins og sagði við hann: Ég heyrði að þér vörpuðuð fram spurningu til ungu konunn- ar, enfenguöekkertsvar. Ég ætla að sjá aumur á yður og svara spurningunni, en gegn gjaldi, svo að ég geti farið til prestsins og keypt bænarimil til aö brenna. Þá mun ég verða langlif. Tlschuang-Tsen tök upp pyngju sina og rétti kerlingunni stólding. — Ungakonanvið gröfina er frú Lu. Hún er ekkja lærös manns, san hét To. Hann dó fyrir viku siðan eftir langt og þjáningafullt dauöastrið. Hún krýpur við gröf manns sins. Þau elskuðu hvort annað mjög heitt. Hann mátti ekki til þess hugsa að skilja hana eina eftir i veröldinni; — i blóma lifs sins. En af þvi að hann var réttlátur maöur og vitur, sá hann, að baráttan var vonlaus. Hann gaf sig neyðinni á vald. Meðan hannlá banaleguna satfrúLu við hlið hans og grét höfugum tárum. Hún kvaðst ekki vilja lifa hann. Hún kvaðst vilja leggjast i sömu kistu og hann á sama hátt og þau heföu sofið i einni sæng saman. Þá sagði To: — Sver ekki slikan eið, — min elskulega! — Ef ég verð að lifa, svaraöi hún, — ef andarnir dæma mig til þess aö lita ljós dagsins án þess að sjá þig, þá máttu vita, að ég mun aldrei gefa mig nokkrum öðrum manni á vald. Það er aö- eins til einn maður I lifi minu, á sama hátt og ég á aöeins eina sál. — Sver ekki heldur þann eið, minelskulega! Sver aðeins, aö þú verðir mér trú, meðan moldin á gröf minni er ennþá rök. Frú Lu sór þennan eið hátiðlega og hinn göfugi herra To lét aftur augu sin aö fuilu og öllu. örvilnan frú Lu átti sér engin takmörk. — Augu hennar voru grátbólgin. Með beittum nöglunum reif hún mjúkar kinnar sinar til blóðs. En allt tekur enda. Þremur dögum eftir greftrun herra Tos, fór ákafi sorgar frúarinnar örlitið aö dvina. Ungur nemandi herra Tos fór fram á aö fá að heimsækja hina syrgjandi ekkju og mæla til hennar fáein huggunarorö. Henni fannst ekki ástæða til að neita honum um svo litla bón. Hún tóká móti honum með kostum og kynj- um. Ungi maðurinn var kurteis og glæsílegur. Hann sagði við hana, að hún væri fögur og aö hann hefði lengi elskað hana. Hún hlustaði á hann með athygli. Hann lofaði að koma aftur. Og meðanhún biður eftir honum, sit- ur hún við gröf manns sins sáluga eins og þér hafið séð og eyöir öll- um deginum i að þurrka moldina á gröf hans. Þegar gamla kerlingin hafði lokið frásögn sinni, hugsaði heim- spekingurinn Tschuang Tsen: — Ungdómurinn flýgur hratt. örn ástriðunnar ljær ungum mönnum og konum vængi sfaa. 1 raun og veru er frú Lu heið- arleg kona, sem ekki vill svikja I mann sinn! To sagöi: — Sver ekki þetta, min elsku- lega! — Lát mig að minnsta kosti sverja fimm ár fram i timann, bað Lu. FJOLBREYTTASTA ÚRVAL ÁLEGGSTEGUNDA A LANDINU mm r w ■ _ Bjórpylsa • Bjórskinka • Búlgörsk spægipyisa • Bringupylsa • Hamborgarpylsa • Hangikjöt Kindakæfa • Lambaspægipylsa • Lambasteik • Lifrakæfa • Lyonpylsa • Madagasgar salami • Malakoff Milanó salami • Mortadella • Paprikupylsa • Raftaskinka • Rúllupylsa • Servelatpylsa • Skinka Spægipylsa • Skinkupylsa • Svínarúllupylsa • Svínasteik • Tepylsa • Tungupylsa • Tungur • Veiðipylsa KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS EIÐURINN TSCHUANG-TSEN liföi I land- inu Sung og var lærður maður. Hann bjó yfir slikum visdómi, að hann fyrirleit i hjarta sinu öll gæöi lifsins. En þar sem hann trúöi ekki á eiliföina fann hann sálu sinni fróun og gleði I þvi að taka þátt I hinni fáfengilegu eftir- sókn mannanna eftir rikisdæmi og heiðurstitlum. Anægja hans af þessari iðju hlýtur að hafa verið mikil, þvi að eftir dauða sinn, var hann prisaöur sæll af öllum og * menn minnast hans með mikilli undrun og virðingu. A þeim dögum, þegar hið ókunna afl veraldarinnar daör- aði viö Tschuang-Tsen og geröi honum kleift að ganga undir grænum himni á meðal blómstr- andi pilviðartrjáa og bambusa, þá hafði hann þaö fyrir sið aö rölta um landareign sina án nokk- urs marks eða tilgangs. Einn bjartan morgun gekk hann um hliðar viö rætur fjallsins Namboas og kom allt I einu að kirkjugarði, þar sem hinir látnu hvildu, samkvæmt landsvenju undir legsteinum úr tigul. Þegar hann sá hinar endalausu grafir, byrjaöi hann að hugsa um tilgang lifsins og sagði: — Hingað i þennan lifvana garð liggja sem sagt allar leiðir lifsins. Og þegar menn hafa fengið sinn hvildarstað l þessum garði, þá eiga þeir ekki héðan afturkvæmt. Þetta var langt frá þvi að vera frumleg hugsun, en engu að siður rúmaöi hún alla lifsspeki Tschuang-Tsens. Og þar sem hann var lærður maður fann hann enga huggun i hinum rauða postulinsdreka, sem hékk yfir kirkjugarðshliðinu. Þarsem hann gekk i þungum þönkum milli grafanna kom hann skyndilega auga á unga konu, sem bersýni- lega bar djúpa sorg i hjarta. Hún GÖMUL KÍNVERSK SAGA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.