Alþýðublaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 23
Laugardagur 23. desember 1978
Jólaumferðin
í dag Þorláksmessu má búast
vib mikilli umferö um land allt.
Umferöarráö hvetur til varkárni
umhyggju og tillitssemi I dag sem
aöra daga og minnir enn einu
sinni á aö umferöarreglur hafa
ekki veriö settar sjálfrar sin
vegna, heldur fyrir okkur öll.
Fylgjum þvi reglum hvort sem
viö erum gangandi eö akandi I
umferöinni. Og i tilefni dagsins
má benda á, aö hver tilfærsla bif-
reiöar eykur umferö og þvf betra
aö nota bilastæöi sem e.t.v. eru
aöeins fjær helstu verslunargöt-
um og ganga siöan. Þá vifl lög-
reglan benda starfsfólki verslana
á, aö mjög skynsamlegt sé nú aö
þaö teppi ekki sjálft bilastæöi viö
verslanir heldur skilji bilana eftir
heima.
Um leiö og Umferöarráö óskar
landsmönnum öllum hamingju-
ríkrar jólahátiöar, óskar þaö þess
aö þeir komist nú vel búnir leiöar
sinnar hvort sem um langar ferö-
ir eöa stuttar er aö ræöa, þvi um
hávetur getur veöur breyst á
örskömmum tima.
Viöerum öU feröa:félag;ar í um-
feröinni.
Sönglagahefti
Sigurðar í Birt-
ingarholti komið út
Siguröur Agústsson i Birtinga-
holti hefur gefiö út 2. hefti söng-
laga sinna, en fyrra heftiö kom ut
i april i fyrra. I þessu hefti eru 12
lög fyrir blandaöan kór og 11 lög
fyrir karlakór.Káputeikning er
eftir Jón Kristinsson, sem þekkt-
ur er á Suöurlandi undir nafninu
Jóndi, en nótna- og leturskrift
annaöist Gunnar Sigurjónsson.
Sönglagaheftiö er offsetprentaö
i Litbrá.
Höfundurinn, Siguröur Agústs-
son, hefur veriö skólastjóri Tón-
listarskóla Árnessýslu á Selfossi.
Auk þess hefur hann verið
stjórnandi karlakóra og bland-
aöra kóra i sinu héraöi.
Af einstökum lögum I heftinu
skulu hér aöeins fáein nefnd,
„Grátittlingurinn” viö ljóö Jónas-
ar Hallgrimssonar, „Blessuö
sértu sveitin min” viö ljóö Sigurö-
ar Jónssonar frá Arnarvatni og
Arnesþing, sem oröinn er viöur-
kenndur héraössöngur I Árnes-
sýslu. Auk þess eru nokkur lög
viö frumsamin ljóö Siguröar
Ágústssonar.
„Sönglög 2” eftir Sigurö
Agústsson kosta 5.500 krónur og
fást I Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar og I Tónverkamiö-
stööinni. _k
Bók um vandann
á vinnumarkaðinum
Almenna bókafélagiö hefur
sent frá sér bók um KJARA-
DEILUROG Kaupsamningaeftir
Baldur Guölaugsson, lögfræöing.
í kynningu á bókinni segir á
þessa leiö:
„Hvernig kaupin gerast á
eyrinni fjallar um aöferöir, sem
viöhaföar eru hér á landi viö
kaupdeilur og kjarasamninga.
Hvernig fara slikir samningar
fram? Hvernig er háttaö skipu-
lagi, stefnu og stööu launþega- og
vinnuveitendasamtaka viö lausn
kjaradeilna? Hver er þáttur
rDcisvaldsins i þessum málum?
Hversvegna eru kjarasamningar
eins margir, margvislegir og
misheppnaöir og raun er á? Sé
einhverju ábóta vant viö lausn
kjaradeilna, hvaö er þá til
úrbóta? Slikum spurningum og
mörgum fleirum, sem varöa
kaup- og kjaramálin, er svaraö I
þessari bók.”
Höfundurinn, Baldur Guölaugs-
son, lögfræöingur, hóf störf hjá
Vinnuveitendasambandi Islands
1974 og hefur tekiö þátt i mörgum
erfiöum kjarasamningum. Nú er
hann nýlega hættur störfum hjá
vinnuveitendum og vetur þvi sagt
frá reynslu sinni á sviöi
samningamálanna óbundinn af
skyldum viö þá aöila, sem viö
samningaboröiö yitja.
Bókin skiptist I 3 hluta, sem
heita: Svipast um á sviöi kjara-
mála, Kjarasamningar 1977 og
Litiö fram á veginn.
Bókin er pappirskUja, 150 bls.
aö stærö. Hún er unnin i Prent-
smiöiu Arna Valdimarssnnar
JÓLABLAO 23
EUCTRONISKAR
dyrabjöllur sem spila 24 stef
V
Þessar margefftirspurðu
komnar i verslunina
Verð kr. 18.900.-
Póstsendum wm allt land
RAI-VÖRUI?
Laugarnesvegur 52 Sími 86411
.52
(§IeÖiíeg )óí
BRUNABOTAFELAG ÍSLANDS
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR:
HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA
BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL
Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00 12:00-14:30 19:00-01:00
Aðfangadagur 12:00-14:30 18:00-20:00 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 12:00-14:30
Jóladagur 12:00-14:30 19:00-21:00 09:00-16:00 15:00-17:00 LOKAÐ LOKAÐ
2. Jóladagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 LOKAÐ 19:00-01:00
Gamlársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-16:00 08:00-14:00 08:00-14:00 12:00-14:30
Nýjársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 09:00-16:00 10:00-14:00 LOKAO LOKAÐ
Gistideild Hótel Esju verður lokuð frá hádegi 24. desember til 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nvárs oa þakka ánægjuleg viðskipti.
r>
Vinsamlegastgeymið auglýsinguna.
gniilTIHilÍlHUj'