Alþýðublaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 29. desember 1978.
alþýöu-
blaðið
Útgcfandi: Alþýöuflokkurinn
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Askriftaverð 2200 krónur á mánuði og 110 krónur i lausasölu.
Al þýðuf lokkurinn
og fjárlögin
Allri þjóðinni er Ijóst, að fyrsta desember sl. voru
enn gerðar bráðabirgðaráðstafanir í efnahagsmálum.
Þessar ráðstafanir standa einasta í nokkra mánuði.
Þá byrjar stríðið aftur. Undir niðri brenna eldar
verðbólgunnar. Á þeim hefur ekki tekizt að hægja.
Þegar Ijóst var að verðbólguf lokkarnir tveir, sem
eiga ásamt Alþýðuf lokknum aðild að núverandi ríkis-
stjórn, voru til þess ófáanlegir að gera heildstæða
áætlun um efnahagsmál, sem stæði til tveggja ára,
tóku þingmenn Alþýðuflokksins sig til, og sömdu
frumvarp til laga um Jafnvægisstefnu í efnahags-
málum og samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu.
Þetta frumvarp var að stofni til byggt á greinargerð
sem fyigt hafði frumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna
ráðstafana 1. desember. Hins vegar var áætlunin út-
færð og náði hún til fleiri sviða efnahagsmála.
Flokksstjórn Alþýðuflokksins samþykkti að f járlög
skyldu ekki afgreidd fyrr en afstaða verðbólguf lokk-
anna tveggja, Alþýðubandalags og Framsóknar-
flokks lægi fyrir. Þriðji verðbólguflokkurinn Sjálf-
stæðisf lokkurinn hefur verið svo upptekinn af eigin
vandamálum, að hann hefur vart verið þátttakandi í
stjórnmálum frá því i sumar.
Verðbólguf lokkarnir tveir, Alþýðubandalag og
Framsóknarf lokkur, báðu um það, að f járlög fengjust
samþykkt fyrir jól, en í stað þess var því heitið að
fyrir 1. febrúar næstkomandi skyldi liggja fyrir
frumvarp til laga um heildstæða áætlun í efna-
hagsmálum til langs tima. Að þessu gekk Alþýðu-
f lokkurinn, og mun nefnd þessara f lokka vinna í mál-
inu fram að 1. febrúar.
Hingað til og um margra ára skeið hafa stjórnmála-
f lokkar aðeins séð eina færa leið til þess að vinna bug
á verðbólgunni: Að skrúfa launin niður. Alþýðuflokk-
urinn hefur hins vegar margfaldlega ítrekað, að það
er ógerlegt að fá allan þorra fólks til þess að taka
raunverulegan þátt í verðbólguhjaðnandi aðgerðum
nema ríkisvaldið gangi á undan og skeri niður heima
hjá sér. Það þarf að bylta stjórn f járfestingarmála,
það þarf að bylta ríkisf jármálum og ekki sízt þarf að
bylta stefnunni í peningamálum þar sem eitthvert
mesta verðbólgusukk samtímans ræðst af lágum vöxt-
um í óðri verðból'gu. Þar er að finna rætur þeirrar
miklu spillingar í f jármálum, sem graf ið hef ur um sig
í verðbólguþjóðfélaginu á undanförnum árum. Það
þarf að gerbreyta stefnunni í landbúnaðarmálum og
það þarf að hverfa af braut óheyrilegrar skattheimtu.
Undanfarið höfum við verið að leysa efnahags-
vandann til þriggja mánaða í senn. Það segir sig
sjálft, að í slíku felst engin lausn. Heildarsýn skortir,
en verðbólgudraugurinn geysist áfram á fullri ferð.
Heildstæð stefna um jafnvægi í efnahagsmálum og
aðgerðir gegn verðbólgu er það sem verður að koma.
Að þessu hefur Alþýðuflokkurinn stefnt undanfarið.
Allar gjörðir Alþýðuflokksins síðustu daga Alþingis
miðuðu að því, að gera samstarfsf lokkunum í ríkis-:
stjórn Ijóst, að aðeins með því að skapa efnahags-
stefnu til langstíma á ríkisstjórn sér tilverurétt í sam-
félagi óðaverðbólgu.
Árangurinn á eftir að koma í Ijós á næstu vikum.
Það getur brugðið til beggja vona. Verðbólgu-
f lokkarnir tveir eiga næsta leik. En kjarni málsins er
og verður sá, að það er ekki með nokkurri sanngirni
hægt að ætlast til þess, að launaf ólk taki þátt í áætlun
gegn verðbólgu, ef það hef ur ekki hugmynd um hvert
ríkisvaldið stefnir með sín eigin mál. Ríkisvaldið
verður að ganga á undan með trúverðuga stefnu. Þá
næst sá kjarasáttmáli í samfélaginu, sem stef nt hef ur
verið að.
—VG.
Svindl eða.... 1
þá er hér um að ræða alvarlegri
hlut en einhver mistök”.
Neytendasamtökin
kanna málið
Annað hafði Eggert Hauksson
ekki um málið að segja. Blaða-
maður Alþýðublaðsins snéri sér
þá til Neytendasamtakanna og
spurðist fyrir um hvort málið
hefði vakið athygli þeirra. Fyrir
svörum var Reynir Armanns-
son formaður Neytendasamtak-
anna. Kvaðst hann þegar vera
byrjaður að láta kanna málið og
værið niöurstaðna að vænta
innan skamms tima.
Alltaf aðeins
49 pokar
Þegar málið hafði verið
kannað eftir leiðum Neytenda-
samtakanna fékk Alþýöublaðið
þær upplýsingar að i þeim
verslunum þar sem könnun
hefði farið fram heföi vantað
einn poka i hverja rúllu. Hefði i
öllum tilfellum verið um að
ræða 49 poka i staö 50. Sagöi
Reynir að hér væri um mjög
alvarlegan hlut að ræða. Svo
virtist sem ekki væri um neina
tilviljun að ræða. Pokarnir
hefðu aldrei verið fleiri en 50,
aldrei 50, heldur alltaf 49 i þeirri
stikkprufu sem þeir hefðu látiö
framkvæma. Sagöi Reynir að i
einni versluninni heföi einn
kaupmaðurinn talið rúllu
sjálfur til að sannfærast. Fékk
hann sömu niðurstöðu og þeir,
þ.e. 49 poka i rúllu.
Ennfrekari könnun
Aðspurður um það hvers
vegna Neytendasamtökin hefðu
látið framkvæma þessa könnun
sagði Reynir að það hefði komið
fram áskorun. Hér væri um mál
að ræða sem varðaði neytendur
og þess vegna varðaði þetta mál
Neytendasamtökin sem slik. 1
lokin sagði Reynir að mál þetta
yrði nú kannað ennfrekar vegna
þeirrar niðurstöðu sem orðið
hefði á könnuninni.
2% af
heildarframleiðslu?
Að framansögðu má ætla að
öeðlilega oft sé um færri ein-
ingar aö ræða, ef marka má þá
stikkprufu sem Neytenda-
samtökin létu framkvæma.
En samkvæmt henni er hér
hugsanlega um að ræöa 2% af
heildarframleiðslu þessarar
ákveðnu gerða af pokum, en
ekki 4% eins og fram haföi
komið i Þjóðviljanum áður.
Viðbúið er að framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins Plast-
prents h.f. Eggert Hauksson sé
sammála formanni Neytenda-
samtakanna um að hér sé óeðli-
lega oft um færri einingar að
ræða en eðlilegt getur talist og
aðstoði þvi Neytendasamtökin I
þvi að finna lausn á þessu
máli...
Siðdegis i gær reyndi blaða-
maður Alþýðublaðsins að hafa
samband við fulltrúa hjá
verðlagseftirlitinu til þess að
leita álits hans á framangreindu
máli. Þvi miður tókst það ekki
og verður þvi að biða fram til
morgundagsins. —G.
— Mjög spennandi bók ... hún fjallar um konu
nokkra sem myrðir eiginmann sinn , af þvl aö
hann var alltaf I golfi.
„Launamál eru ávalt
pólitísk”
Um jólin kom út 3.
tölublað bankamanna
„Bankablaðið”. t þvi er
athyglisverður leiðari,
þar sem samtökum
bankamanna eru gerð
nokkur skil. Reynt er að
færa rök fyrir þvi að
samtök launamanna
eigi ekki að vera flokks-
pólitisk, þó svo að launa-
mál séu ávalit pólitisk í
eðli sinu. En hér fer á
eftir leiðari sá er vitnað
var i.
Launamál eru ávallt
pólitisk....
... og það eru raunar öll þau mál
sem launþegasamtök eins og SIB
vinna að, en þau þurfa ekki að
vera flokkspólitisk.
Þeir gömlu bankamenn sem
stóðu aö stofnun SIB fyrir nær 44
árum siðan höfðu þá framsýni til
að bera, að ákveöið var aö sam-
tökin skyldu hvorki aðhyUast á-
kveöna stjórnmálastefnu né bind-
ast nokkrum stjórnmálaflokki.
Samaer um samtök bankamanna
á hinum Noröurlöndunum.
Þessari stefnu hefur verið hald-
ið alla tiö siöan. Stjórnarmenn
SIB hafa þannig verið valdir án
tillits til stjórnmálaskoðana
þeirra.
Ég tel aö sjaldan eða aldrei hafi
betur komið í ljós en á þessu ári
að þessi afstaða SIB hafi veriö
rétt. A árinu hafa tvær rfkis-
stjórnir taliö sig þurfa að grípa
inn í gerða kjarasamninga meö
lagaboðum á mjög svipaöan hátt.
SIB mótmælti aðgeröum rikis-
stjórnarinnar i febrúar sl. og
hefur einnig mótmælt þeim að-
gerðum sem núverandi rikis-
stjórn hefur staðiö aö i september
og I desember.
Forystumenn i hinum ýmsu
launþegafélögum og samtökum
hafa á hinn bóginn þurft að
standa i þeim sporum að mót-
mæla aögerðum annarrar rikis-
stjórnarinnar og jafnvel hvatt til
þátttöku i ólöglegum verkfallsað-
gerðum en hafa svo lofsungiö aö-
geröir hinnar rikisstjénarinnar,
sem eins og áður sagði voru
mjög á sama veg þótt einhver
blæbrigöamunur hafi veriö á.
Þetta er slæm staöa sem for-
ystumenn launþega hafa komið
sér i. Enda virðist sem forystu-
menn a.m.k. sumra þeirra félaga
hafi vaknað af Þyrnirósasvefni
sinum og gert sér grein fyrir þvi
að póiitiskt kjörnir forystumenn
launþegarhreyfingarinnar hafi
misnotað bæði þá og hinn al-
menna félagsmann hreyfingar-
innar herfilega.
Þvl geri ég þetta að umræðu-
efni 1 þessari grein að einn fyrr-
verandi ritstjóri og núverandi
ráðherra skrifaði i blaö sitt fyrir
nokkru um nauðsyn þess að flokk-
ur hans kæmist til áhrifa i á-
kveönum launþegafélögum þar
sem hann hefði ekki haft áhrif
sem skyldi.
A meðal þessara samtaka
iaunamanna var Samband ísl.
bankamanna. Ég vona aö islensk-
ir bankamenn hafi þá gæfu til aö
bera aö hrinda innrás allra
stjórnmálaflokka úr hvaða átt
semer, svoað þeir geti tekiðmál-
efnalega afstööu til allra mála, en
verði ekki hafðir að leiksoppum i
pólitiskum hildarleik.
Með þaö i huga óska ég öllum
bankamönnum gleðilegra jóla og
farsads komandi árs.